Uppgjörið: Álftanes - Tindastóll 102 - 89 | Fimmti sigur Álftaness í röð kom gegn toppliðinu Tindastóli Hjörvar Ólafsson skrifar 28. febrúar 2025 21:01 Haukur Helgi sækir að körfunni meðan að Hörður Axel býr til pláss fyrir hann. Vísir/Vilhelm Álftanes vann sinn fimmta sigur í röð í Bónus-deildar karla í körfubolta þegar liðið lagði topplið deildarinnar, Tindastól, að velli í 19. umferðinni í Kaldalónshöllinni á Álftanesi í kvöld. Álftanes hefur nú 20 stig, líkt og Grindavík og Valur í fjörða til sjötta sæti deildarinnar. Álftanes hóf leikinn mun betur og komst með 18 stigum yfir, 24-6, undir lok fyrsta leikhluta. Eins og sjá má á stigaskorun Tindastóls var vörn heimamanna mjög þétt og sóknarleikur gestanna um leið mjög stirður. Leikmenn Tindastóls tóku aðeins við sér á lokakafla fyrsta fjórðungs og löguðu stðuna í 27-13. Stólar með Adama Drungilas og Giannis Agravanis í broddi fylkingar vöknuðu af værum blundi sínum eftir landsleikjahléið þegar líða tók á annan leiklhuta. Fimm stig í röð frá gríska landsliðsmanninum breyttu stöðunni í 38-33 og allt önnur leikmynd blasti við. Stólarnir héldu áfram að hamra járnið á meðan það var heitt. Það kviknaði á Sigtryggi Arnar Björnssyni og allt annað að sjá lið Tindastóls á þessum tímapunkti. Fimm stig í röð hjá Drungilas sáu til þess að Tindastóll náði forystunni í fyrsta skipti í leiknum, 44-45, þegar skammt var var eftir af fyrri hálfleik. Sigtryggur Arnar skoraði svo síðustu stig annars leikhluta og staðan jöfn, 47-47, þegar liðin gengu til búningsherbergja í hálfleik. Drungilas var á þessum stað í leiknum kominn fram úr Okeke með sín 15 stig en Okeke var með 12 stig. Haukur Helgi og Dimitrios Klonaras voru búnir að leggja til 10 stig hvor leikmaður fyrir Álftanes. Sama spenna hélt áfram í þriðja leikhluta þar sem jafnt var á öllum tölum. Okeke skoraði síðustu stig þriðja leikhluta og staðan 76-74 Álftanesi í vil þegar síðustu tíu mínútur leiksins voru fram undan. Þegar fjórði leikhluti var um það bil hálfnaður var staðan jöfn, 85-85, en Álftnesingar voru sterkari þegar á hólminn var komið. Heimamenn skoruðu sjö stig í röð og voru sterkari aðilinn þegar mest á reyndi. Sadio Doucoure fékk sína fimmtu villu um miðbik fjórða leihkhluta og Adamas Drungilas meiddist skömmu síðar. Það var skarð fyrir skildi hjá gestunum úr Skagafirðinum sem fara tómhentir heim. Bónus-deild karla UMF Álftanes Tindastóll
Álftanes vann sinn fimmta sigur í röð í Bónus-deildar karla í körfubolta þegar liðið lagði topplið deildarinnar, Tindastól, að velli í 19. umferðinni í Kaldalónshöllinni á Álftanesi í kvöld. Álftanes hefur nú 20 stig, líkt og Grindavík og Valur í fjörða til sjötta sæti deildarinnar. Álftanes hóf leikinn mun betur og komst með 18 stigum yfir, 24-6, undir lok fyrsta leikhluta. Eins og sjá má á stigaskorun Tindastóls var vörn heimamanna mjög þétt og sóknarleikur gestanna um leið mjög stirður. Leikmenn Tindastóls tóku aðeins við sér á lokakafla fyrsta fjórðungs og löguðu stðuna í 27-13. Stólar með Adama Drungilas og Giannis Agravanis í broddi fylkingar vöknuðu af værum blundi sínum eftir landsleikjahléið þegar líða tók á annan leiklhuta. Fimm stig í röð frá gríska landsliðsmanninum breyttu stöðunni í 38-33 og allt önnur leikmynd blasti við. Stólarnir héldu áfram að hamra járnið á meðan það var heitt. Það kviknaði á Sigtryggi Arnar Björnssyni og allt annað að sjá lið Tindastóls á þessum tímapunkti. Fimm stig í röð hjá Drungilas sáu til þess að Tindastóll náði forystunni í fyrsta skipti í leiknum, 44-45, þegar skammt var var eftir af fyrri hálfleik. Sigtryggur Arnar skoraði svo síðustu stig annars leikhluta og staðan jöfn, 47-47, þegar liðin gengu til búningsherbergja í hálfleik. Drungilas var á þessum stað í leiknum kominn fram úr Okeke með sín 15 stig en Okeke var með 12 stig. Haukur Helgi og Dimitrios Klonaras voru búnir að leggja til 10 stig hvor leikmaður fyrir Álftanes. Sama spenna hélt áfram í þriðja leikhluta þar sem jafnt var á öllum tölum. Okeke skoraði síðustu stig þriðja leikhluta og staðan 76-74 Álftanesi í vil þegar síðustu tíu mínútur leiksins voru fram undan. Þegar fjórði leikhluti var um það bil hálfnaður var staðan jöfn, 85-85, en Álftnesingar voru sterkari þegar á hólminn var komið. Heimamenn skoruðu sjö stig í röð og voru sterkari aðilinn þegar mest á reyndi. Sadio Doucoure fékk sína fimmtu villu um miðbik fjórða leihkhluta og Adamas Drungilas meiddist skömmu síðar. Það var skarð fyrir skildi hjá gestunum úr Skagafirðinum sem fara tómhentir heim.
Uppgjörið: Álftanes - Tindastóll 102 - 89 | Fimmti sigur Álftaness í röð kom gegn toppliðinu Tindastóli Körfubolti
Uppgjörið: Álftanes - Tindastóll 102 - 89 | Fimmti sigur Álftaness í röð kom gegn toppliðinu Tindastóli Körfubolti