Hrós getur skipt sköpum Ingrid Kuhlman skrifar 1. mars 2025 15:02 Í dag, 1. mars, fögnum við Alþjóðlega hrósdeginum – degi sem er tileinkaður því að lyfta öðrum upp með jákvæðum orðum og hrósi. Hrós er ein áhrifaríkasta og um leið einfaldasta leiðin til að styrkja sjálfstraust, bæta samskipti og skapa jákvætt andrúmsloft. En hvers vegna er hrós svona mikilvægt og hvernig getum við vanið okkur á að hrósa meira? Máttur hróssins Hrós hefur djúpstæð áhrif á bæði líkama og sál. Þegar við fáum hrós losar líkaminn vellíðanarhormón eins og dópamín og oxýtósín, sem stuðla að jákvæðum tilfinningum og vellíðan. Hrós getur einnig eflt sjálfstraust, aukið starfsánægju og hvatt fólk til að halda áfram að leggja sig fram. Á sama tíma hefur það að hrósa öðrum jákvæð áhrif á þann sem veitir hrósið. Þegar við segjum öðrum frá því sem við kunnum að meta í fari þeirra eða verkum, upplifum við sjálf meiri gleði og sterkari tengsl við þá. Hvers vegna hrósum við ekki meira? Þrátt fyrir að flestir kunni vel að meta hrós eiga margir erfitt með að veita það. Ein ástæða gæti verið óttinn við að hljóma óeinlægur. Önnur ástæða gæti legið í menningarlegum venjum; á sumum stöðum er litið svo á að fólk eigi að vinna hörðum höndum án þess að búast við hrósi. Raunin er sú að einlægt og vel tímasett hrós getur umbreytt degi fólks og jafnvel haft langtímaáhrif á sjálfsmynd þess. Hrós þarf ekki að vera stórt eða flókið – einföld orð eins og „Þú gafst ekki upp þrátt fyrir mótlæti“, „Mér fannst þú sýna mikið hugrekki...“ eða „Þú hefur góð áhrif á umhverfið þitt“ geta gert gæfumuninn. Hvernig getum við hrósað meira? Ef við viljum tileinka okkur jákvæðari samskipti og venja okkur á að hrósa meira er gott að hafa eftirfarandi í huga: Vertu einlæg/ur – Fólk skynjar hvort hrós sé raunverulegt eða ekki. Hrós sem kemur frá hjartanu hefur mun meiri áhrif. Hrósaðu fyrir viðleitni, ekki bara árangur – Það skiptir meira máli að hrósa fyrir ástundun og framlag, ekki einungis lokaútkomuna. Notaðu hrós til að byggja upp aðra – Það er auðvelt að taka eftir mistökum, en með því að beina athyglinni að því jákvæða í fari annarra og styrkleikum þeirra getum við haft jákvæð áhrif. Ekki geyma hrós í huga þér – Ef þér finnst einhver standa sig vel, láttu hann þá vita strax! Hrósum í dag og alla daga Á Alþjóðlega hrósdeginum skulum við öll staldra við og hugsa um hverjum við getum hrósað - samstarfsfélaga sem hefur lagt sig mikið fram, vini sem hefur reynst traustur, eða jafnvel ókunnugum sem hefur gert eitthvað fallegt. En hrós ætti ekki að takmarkast við þennan eina dag; við ættum að gera það að venju að lyfta öðrum upp með orðum okkar. Hverjum ætlar þú að hrósa í dag? Greinarhöfundur er leiðbeinandi og ráðgjafi hjá Þekkingarmiðlun og með meistaragráðu í hagnýtri jákvæðri sálfræði. Hún hrinti hrósdeginum af stað á Íslandi árið 2013 og er stofnandi Facebook síðunnar Hrós dagsins. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Ingrid Kuhlman Geðheilbrigði Mest lesið Skattaferðalandið Ísland Björn Ragnarsson Skoðun Er þetta virkilega svarið frá Þjóðkirkjunni? – þegar barn þarf að flýja úr helgidóm Hilmar Kristinsson Skoðun Einkavæðing orkunnar, skattasniðganga og lífeyrissjóðir Ögmundur Jónasson Skoðun Til hamingju Víkingur Heiðar! Halla Hrund Logadóttir Skoðun Ríkisstjórnin ræðst gegn launafólki og atvinnulausum Finnbjörn A. Hermannson Skoðun Stóriðjutíminn á Íslandi er að renna sitt skeið Guðmundur Franklin Jónsson Skoðun Er gervigreindarprestur trúlaus eða trúaður? Björgmundur Örn Guðmundsson Skoðun Hvernig léttum við daglega lífið þitt? Einar Geir Þorsteinsson Skoðun Svar til stjórnunarlegs ábyrgðarmanns frá Keflavík Soffía Sigurðardóttir Skoðun Líf eftir afplánun – þegar stuðningur gerir frelsið raunverulegt Steinunn Ósk Óskarsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Saman getum við komið í veg fyrir slag Alma D. Möller skrifar Skoðun Lýðræði eða hópeinelti? Margrét Pétursdóttir,Þórarinn Haraldsson,Þórdís Guðjónsdóttir,Sigurveig Benediktsdóttir skrifar Skoðun Blóðtaka er ekki landbúnaður Guðrún Scheving Thorsteinsson,Rósa Líf Darradóttir skrifar Skoðun Svar til stjórnunarlegs ábyrgðarmanns frá Keflavík Soffía Sigurðardóttir skrifar Skoðun Ríkisstjórnin ræðst gegn launafólki og atvinnulausum Finnbjörn A. Hermannson skrifar Skoðun 764/O9A: Kannt þú að vernda barnið á netinu? Anna Bergþórsdóttir skrifar Skoðun Opinberir starfsmenn kjósa síður áminningarskyldu Ísak Einar Rúnarsson skrifar Skoðun Einkavæðing orkunnar, skattasniðganga og lífeyrissjóðir Ögmundur Jónasson skrifar Skoðun Er gervigreindarprestur trúlaus eða trúaður? Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar Skoðun Skattaferðalandið Ísland Björn Ragnarsson skrifar Skoðun Til hamingju Víkingur Heiðar! Halla Hrund Logadóttir skrifar Skoðun Sjálfbærni með í för – Vegagerðin stígur skref í átt að loftslagsvænni framkvæmdum Hólmfríður Bjarnadóttir skrifar Skoðun Þegar krónur skipta meira máli en velferð barna: Ástæður þess að enginn bauð í skólamáltíðir í Hafnarfirði Jón Ingi Hákonarson skrifar Skoðun Líf eftir afplánun – þegar stuðningur gerir frelsið raunverulegt Steinunn Ósk Óskarsdóttir skrifar Skoðun Á hvorum endanum viljum við byrja að skera af? Davíð Már Sigurðsson skrifar Skoðun Þegar krónur skipta meira máli en velferð barna Jón Ingi Hákonarson skrifar Skoðun Bakslag í opinberri þróunarsamvinnu Gunnar Salvarsson skrifar Skoðun Fyrirmyndar forvarnarstefna í Mosfellsbæ Kjartan Helgi Ólafsson skrifar Skoðun Hvernig léttum við daglega lífið þitt? Einar Geir Þorsteinsson skrifar Skoðun Kína mun ekki bjarga Vesturlöndum að þessu sinni Sæþór Randalsson skrifar Skoðun Er þetta virkilega svarið frá Þjóðkirkjunni? – þegar barn þarf að flýja úr helgidóm Hilmar Kristinsson skrifar Skoðun Átta mýtur klesstar inn í raunveruleikann - hvað er satt og hvað er logið um gervigreindina? Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Glerbrotin í ryksugupokanum Kristín Kolbrún Waage Kolbeinsdóttir skrifar Skoðun Túrverkir og hitakóf – má ræða það í vinnunni? Já endilega! Katrín Björg Ríkarðsdóttir skrifar Skoðun Draghi-skýrslan og veikleikar Íslands Pawel Bartoszek skrifar Skoðun Nokkur orð um sérlausn í flugi Birna Sigrún Hallsdóttir,Hrafnhildur Bragadóttir skrifar Skoðun Geta öll dýrin í skóginum verið vinir? Steinar Bragi Sigurjónsson skrifar Skoðun Iðjuþjálfun í verki Þóra Leósdóttir skrifar Skoðun Mannfræðingar á atvinnumarkaði: opið bréf til íslenskra atvinnuveitenda Elísabet Dröfn Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Íbúðalán Landsbankans og fyrstu kaupendur Helgi Teitur Helgason skrifar Sjá meira
Í dag, 1. mars, fögnum við Alþjóðlega hrósdeginum – degi sem er tileinkaður því að lyfta öðrum upp með jákvæðum orðum og hrósi. Hrós er ein áhrifaríkasta og um leið einfaldasta leiðin til að styrkja sjálfstraust, bæta samskipti og skapa jákvætt andrúmsloft. En hvers vegna er hrós svona mikilvægt og hvernig getum við vanið okkur á að hrósa meira? Máttur hróssins Hrós hefur djúpstæð áhrif á bæði líkama og sál. Þegar við fáum hrós losar líkaminn vellíðanarhormón eins og dópamín og oxýtósín, sem stuðla að jákvæðum tilfinningum og vellíðan. Hrós getur einnig eflt sjálfstraust, aukið starfsánægju og hvatt fólk til að halda áfram að leggja sig fram. Á sama tíma hefur það að hrósa öðrum jákvæð áhrif á þann sem veitir hrósið. Þegar við segjum öðrum frá því sem við kunnum að meta í fari þeirra eða verkum, upplifum við sjálf meiri gleði og sterkari tengsl við þá. Hvers vegna hrósum við ekki meira? Þrátt fyrir að flestir kunni vel að meta hrós eiga margir erfitt með að veita það. Ein ástæða gæti verið óttinn við að hljóma óeinlægur. Önnur ástæða gæti legið í menningarlegum venjum; á sumum stöðum er litið svo á að fólk eigi að vinna hörðum höndum án þess að búast við hrósi. Raunin er sú að einlægt og vel tímasett hrós getur umbreytt degi fólks og jafnvel haft langtímaáhrif á sjálfsmynd þess. Hrós þarf ekki að vera stórt eða flókið – einföld orð eins og „Þú gafst ekki upp þrátt fyrir mótlæti“, „Mér fannst þú sýna mikið hugrekki...“ eða „Þú hefur góð áhrif á umhverfið þitt“ geta gert gæfumuninn. Hvernig getum við hrósað meira? Ef við viljum tileinka okkur jákvæðari samskipti og venja okkur á að hrósa meira er gott að hafa eftirfarandi í huga: Vertu einlæg/ur – Fólk skynjar hvort hrós sé raunverulegt eða ekki. Hrós sem kemur frá hjartanu hefur mun meiri áhrif. Hrósaðu fyrir viðleitni, ekki bara árangur – Það skiptir meira máli að hrósa fyrir ástundun og framlag, ekki einungis lokaútkomuna. Notaðu hrós til að byggja upp aðra – Það er auðvelt að taka eftir mistökum, en með því að beina athyglinni að því jákvæða í fari annarra og styrkleikum þeirra getum við haft jákvæð áhrif. Ekki geyma hrós í huga þér – Ef þér finnst einhver standa sig vel, láttu hann þá vita strax! Hrósum í dag og alla daga Á Alþjóðlega hrósdeginum skulum við öll staldra við og hugsa um hverjum við getum hrósað - samstarfsfélaga sem hefur lagt sig mikið fram, vini sem hefur reynst traustur, eða jafnvel ókunnugum sem hefur gert eitthvað fallegt. En hrós ætti ekki að takmarkast við þennan eina dag; við ættum að gera það að venju að lyfta öðrum upp með orðum okkar. Hverjum ætlar þú að hrósa í dag? Greinarhöfundur er leiðbeinandi og ráðgjafi hjá Þekkingarmiðlun og með meistaragráðu í hagnýtri jákvæðri sálfræði. Hún hrinti hrósdeginum af stað á Íslandi árið 2013 og er stofnandi Facebook síðunnar Hrós dagsins.
Er þetta virkilega svarið frá Þjóðkirkjunni? – þegar barn þarf að flýja úr helgidóm Hilmar Kristinsson Skoðun
Skoðun Lýðræði eða hópeinelti? Margrét Pétursdóttir,Þórarinn Haraldsson,Þórdís Guðjónsdóttir,Sigurveig Benediktsdóttir skrifar
Skoðun Sjálfbærni með í för – Vegagerðin stígur skref í átt að loftslagsvænni framkvæmdum Hólmfríður Bjarnadóttir skrifar
Skoðun Þegar krónur skipta meira máli en velferð barna: Ástæður þess að enginn bauð í skólamáltíðir í Hafnarfirði Jón Ingi Hákonarson skrifar
Skoðun Líf eftir afplánun – þegar stuðningur gerir frelsið raunverulegt Steinunn Ósk Óskarsdóttir skrifar
Skoðun Er þetta virkilega svarið frá Þjóðkirkjunni? – þegar barn þarf að flýja úr helgidóm Hilmar Kristinsson skrifar
Skoðun Átta mýtur klesstar inn í raunveruleikann - hvað er satt og hvað er logið um gervigreindina? Sigvaldi Einarsson skrifar
Skoðun Túrverkir og hitakóf – má ræða það í vinnunni? Já endilega! Katrín Björg Ríkarðsdóttir skrifar
Skoðun Mannfræðingar á atvinnumarkaði: opið bréf til íslenskra atvinnuveitenda Elísabet Dröfn Kristjánsdóttir skrifar
Er þetta virkilega svarið frá Þjóðkirkjunni? – þegar barn þarf að flýja úr helgidóm Hilmar Kristinsson Skoðun