Don Quixote og veruleikafirring evrópskra stjórnmálamanna Gunnar Bragi Sveinsson skrifar 5. mars 2025 10:33 Síðustu áratugi hefur stjórnmálaumræða í Evrópu þróast á þann hátt að margir leiðtogar virðast hafa misst tengslin við raunveruleikann, líkt og Don Quixote, hetjan úr hinni frægu skáldsögu eftir Cervantes, hafa þeir elt vindmyllur hugmyndafræðinnar án þess að sjá hvað raunverulega skiptir máli. Evrópa hefur gengið í gegnum breytingar sem byggja á tilfinningasemi, gjaldþrota hugmyndafræði um að reglur og meiri reglur ásamt fjölmenningu leysi allt á meðan þegnarnir, sem stjórnmál eiga fyrst og fremst að þjóna, hafa verið settir út í horn. Hugmyndafræði og raunveruleiki Don Quixote var riddari í eigin huga, sannfærður um að hann væri hetja sem myndi bjarga heiminum. Með sama hætti hafa margir evrópskir stjórnmálamenn lagt áherslu á háleitar hugmyndir án þess að íhuga afleiðingar þeirra. Þeir hafa fylgt stefnu sem byggir meira á hugmyndafræðilegum útópíum heldur en á praktískri stjórnun. Eitt helsta stefnumál evrópskra stjórnmála síðustu ár hefur verið opnun landamæra, oft undir formerkjum mannúðar. Þótt hjálp við flóttamenn og innflytjendur sé mikilvæg hefur óheft innflytjendastefna ásamt auknum álögum, boðum og bönnum á íbúa landanna leitt til vaxandi samfélagslegs klofnings, efnahagslegra erfiðleika og óöryggis í mörgum löndum. Líkt og Don Quixote sem sá ímyndaða óvini þar sem engir voru, hafa stjórnmálamenn litið á gagnrýni á þessa stefnu sem fordóma frekar en ábendingu um raunveruleg vandamál. Til að þeir sem lifa við hættu og hörmungar eygi betra líf þarf að vinna að lausn vandamálanna heima fyrir í stað þess að flytja vandann annað. Reglubinding í stað raunverulegra lausna Annar þáttur sem hefur einkennt evrópska stjórnmála- og embættismenn er þráin til að setja reglur og skilyrði um allt mögulegt undir þeim formerkjum að það eiga að bæta samfélagið en skilar svo jafnvel öfugum áhrifum. Evrópusambandið er sérstaklega þekkt fyrir þetta reglugerðaæði, þar sem skrifræði og lagafrumskógur verða til þess að almennir borgarar og fyrirtæki lenda í vandræðum. Í stað þess að hlusta á þegnana og leysa raunveruleg vandamál, eyða stjórnmála- og embættismenn orku sinni í að fullkomna reglugerðirnar sem gera lítið annað en að auka enn á flækjustigið sem dregur úr samkeppnishæfni, nýsköpun, framleiðni og framþróun. Þess vegna hefur Evrópa misst af lestinni. Gleymska á eigin þegna Á meðan stjórnmálamenn Evrópu hafa helgað sig því að búa til nýjar stefnur sem virðast siðferðislega háleitar, hefur gleymst að hlusta á þá sem þetta á allt að þjóna: almenning. Líkt og Don Quixote sem horfði fram hjá því að fólk sá hann sem kjána, hafa stjórnmálamenn oft afgreitt áhyggjur borgaranna sem öfgasjónarmið eða afturhaldsemi. Þetta hefur skilað sér í aukinni óánægju með stjórnmálakerfið, uppgangi þjóðernissinnaðra flokka og rofi milli almennings og stjórnmálamanna. Hvað er til ráða? Til að koma á jafnvægi í evrópsk stjórnmál þurfa leiðtogar að snúa aftur til veruleikans. Það þýðir að þeir verða að hlusta á borgarana, finna raunhæfar lausnir á samfélagsvandanum og hætta að setja hugmyndafræði ofar praktískum aðgerðum. Stjórnmálamenn þurfa að vera í takti við raunveruleikann og byggja störf sína á hagsmunum allra íbúa, ekki aðeins á tilfinningalegum duttlungum eða fallinni hugmyndafræði. Don Quixote var heiðarlegur í leit sinni að riddaramennsku, en það breytti því ekki að hann var fjarri raunveruleikanum. Nú er kominn tími til að evrópskir stjórnmálamenn vakni upp af sínum draumi og horfist í augu við veruleikann. Höfundur er varaþingmaður Miðflokksins og fyrrverandi utanríkisráðherra. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Gunnar Bragi Sveinsson Miðflokkurinn Mest lesið Hvenær ber fullorðið fólk ábyrð? Guðrún Ósk Þórudóttir Skoðun Á að láta trúð ráða ferðinni? Ingólfur Steinsson Skoðun Trans fólk er ekki að biðja um sérmeðferð Eydís Ásbjörnsdóttir Skoðun Ofþétting byggðar í Breiðholti? Þorvaldur Daníelsson Skoðun Vinnubrögð Carbfix eru ámælisverð Ólafur Sigurðsson Skoðun Vofa illsku, vofa grimmdar Haukur Már Haraldsson Skoðun Hugsanaskekkja forsætiráðherra í Evrópumálum – Þetta eru tvö skref! Ole Anton Bieltvedt Skoðun Þetta er ekki raunverulegt réttlæti Snorri Másson Skoðun Kópavogur forgangsraðar í þágu kennara, barna og skólastarfs Ásdís Kristjánsdóttir Skoðun Ábyrgð auglýsenda á íslenskri fjölmiðlun Daníel Rúnarsson Skoðun Skoðun Skoðun Börnin borga fyrir hagræðinguna í Kópavogi Sigurbjörg Erla Egilsdóttir skrifar Skoðun Hvernig er veðrið þarna uppi? Diljá Mist Einarsdóttir skrifar Skoðun Að leita er að læra Ragnar Sigurðsson skrifar Skoðun Vöxtur hugverkaiðnaðar á biðstofunni Erla Tinna Stefánsdóttir,Hulda Birna Kjærnested Baldursdóttir skrifar Skoðun Viska: Sterkara stéttarfélag framtíðarinnar Ingibjörg Þóra Haraldsdóttir skrifar Skoðun Þetta er ekki raunverulegt réttlæti Snorri Másson skrifar Skoðun Ábyrgð auglýsenda á íslenskri fjölmiðlun Daníel Rúnarsson skrifar Skoðun Vofa illsku, vofa grimmdar Haukur Már Haraldsson skrifar Skoðun Á að láta trúð ráða ferðinni? Ingólfur Steinsson skrifar Skoðun Kópavogur forgangsraðar í þágu kennara, barna og skólastarfs Ásdís Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Ofþétting byggðar í Breiðholti? Þorvaldur Daníelsson skrifar Skoðun Trans fólk er ekki að biðja um sérmeðferð Eydís Ásbjörnsdóttir skrifar Skoðun Hvenær ber fullorðið fólk ábyrð? Guðrún Ósk Þórudóttir skrifar Skoðun Hugsanaskekkja forsætiráðherra í Evrópumálum – Þetta eru tvö skref! Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Opið bréf til ráðherranna Hönnu Katrínar og Ingu Sæland - blóðmeramálið Árni Stefán Árnason skrifar Skoðun Vinnubrögð Carbfix eru ámælisverð Ólafur Sigurðsson skrifar Skoðun Öllum til hagsbóta að bæta hag nýrra Íslendinga Marta Wieczorek skrifar Skoðun Raunveruleg úrræði óskast takk! Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun (Ó)merkilegir íbúar Örn Smárason skrifar Skoðun Vangaveltur um ábyrgð og laun Sigurbjörg Erla Egilsdóttir skrifar Skoðun Gervigreind í daglegu lífi: 15 dæmi Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar Skoðun Til hvers að læra iðnnám? Jakob Þór Möller skrifar Skoðun Komir þú á Grænlands grund Gunnar Pálsson skrifar Skoðun Ólöglegir ópíóðar: Skaðaminnkandi þjónusta bráðnauðsynleg Ósk Sigurðardóttir skrifar Skoðun Hlustum á náttúruna Svandís Svavarsdóttir skrifar Skoðun Skattheimta sem markmið í sjálfu sér Guðrún Hafsteinsdóttir skrifar Skoðun Tæknin hjálpar lesblindum Guðmundur S. Johnsen skrifar Skoðun Tryggja þarf aðkomu sjómanna að fiskveiðiráðgjöfinni Sigurjón Þórðarson skrifar Skoðun Opið bréf til Friðriks Þórs Steven Meyers,Guðrún Elsa Bragadóttir,Ása Helga Hjörleifsdóttir,Brúsi Ólason,Erlendur Sveinsson,Heather Millard skrifar Skoðun Skjólveggur af körlum og ungum mönnum Ólafur Elínarson skrifar Sjá meira
Síðustu áratugi hefur stjórnmálaumræða í Evrópu þróast á þann hátt að margir leiðtogar virðast hafa misst tengslin við raunveruleikann, líkt og Don Quixote, hetjan úr hinni frægu skáldsögu eftir Cervantes, hafa þeir elt vindmyllur hugmyndafræðinnar án þess að sjá hvað raunverulega skiptir máli. Evrópa hefur gengið í gegnum breytingar sem byggja á tilfinningasemi, gjaldþrota hugmyndafræði um að reglur og meiri reglur ásamt fjölmenningu leysi allt á meðan þegnarnir, sem stjórnmál eiga fyrst og fremst að þjóna, hafa verið settir út í horn. Hugmyndafræði og raunveruleiki Don Quixote var riddari í eigin huga, sannfærður um að hann væri hetja sem myndi bjarga heiminum. Með sama hætti hafa margir evrópskir stjórnmálamenn lagt áherslu á háleitar hugmyndir án þess að íhuga afleiðingar þeirra. Þeir hafa fylgt stefnu sem byggir meira á hugmyndafræðilegum útópíum heldur en á praktískri stjórnun. Eitt helsta stefnumál evrópskra stjórnmála síðustu ár hefur verið opnun landamæra, oft undir formerkjum mannúðar. Þótt hjálp við flóttamenn og innflytjendur sé mikilvæg hefur óheft innflytjendastefna ásamt auknum álögum, boðum og bönnum á íbúa landanna leitt til vaxandi samfélagslegs klofnings, efnahagslegra erfiðleika og óöryggis í mörgum löndum. Líkt og Don Quixote sem sá ímyndaða óvini þar sem engir voru, hafa stjórnmálamenn litið á gagnrýni á þessa stefnu sem fordóma frekar en ábendingu um raunveruleg vandamál. Til að þeir sem lifa við hættu og hörmungar eygi betra líf þarf að vinna að lausn vandamálanna heima fyrir í stað þess að flytja vandann annað. Reglubinding í stað raunverulegra lausna Annar þáttur sem hefur einkennt evrópska stjórnmála- og embættismenn er þráin til að setja reglur og skilyrði um allt mögulegt undir þeim formerkjum að það eiga að bæta samfélagið en skilar svo jafnvel öfugum áhrifum. Evrópusambandið er sérstaklega þekkt fyrir þetta reglugerðaæði, þar sem skrifræði og lagafrumskógur verða til þess að almennir borgarar og fyrirtæki lenda í vandræðum. Í stað þess að hlusta á þegnana og leysa raunveruleg vandamál, eyða stjórnmála- og embættismenn orku sinni í að fullkomna reglugerðirnar sem gera lítið annað en að auka enn á flækjustigið sem dregur úr samkeppnishæfni, nýsköpun, framleiðni og framþróun. Þess vegna hefur Evrópa misst af lestinni. Gleymska á eigin þegna Á meðan stjórnmálamenn Evrópu hafa helgað sig því að búa til nýjar stefnur sem virðast siðferðislega háleitar, hefur gleymst að hlusta á þá sem þetta á allt að þjóna: almenning. Líkt og Don Quixote sem horfði fram hjá því að fólk sá hann sem kjána, hafa stjórnmálamenn oft afgreitt áhyggjur borgaranna sem öfgasjónarmið eða afturhaldsemi. Þetta hefur skilað sér í aukinni óánægju með stjórnmálakerfið, uppgangi þjóðernissinnaðra flokka og rofi milli almennings og stjórnmálamanna. Hvað er til ráða? Til að koma á jafnvægi í evrópsk stjórnmál þurfa leiðtogar að snúa aftur til veruleikans. Það þýðir að þeir verða að hlusta á borgarana, finna raunhæfar lausnir á samfélagsvandanum og hætta að setja hugmyndafræði ofar praktískum aðgerðum. Stjórnmálamenn þurfa að vera í takti við raunveruleikann og byggja störf sína á hagsmunum allra íbúa, ekki aðeins á tilfinningalegum duttlungum eða fallinni hugmyndafræði. Don Quixote var heiðarlegur í leit sinni að riddaramennsku, en það breytti því ekki að hann var fjarri raunveruleikanum. Nú er kominn tími til að evrópskir stjórnmálamenn vakni upp af sínum draumi og horfist í augu við veruleikann. Höfundur er varaþingmaður Miðflokksins og fyrrverandi utanríkisráðherra.
Skoðun Vöxtur hugverkaiðnaðar á biðstofunni Erla Tinna Stefánsdóttir,Hulda Birna Kjærnested Baldursdóttir skrifar
Skoðun Kópavogur forgangsraðar í þágu kennara, barna og skólastarfs Ásdís Kristjánsdóttir skrifar
Skoðun Hugsanaskekkja forsætiráðherra í Evrópumálum – Þetta eru tvö skref! Ole Anton Bieltvedt skrifar
Skoðun Opið bréf til ráðherranna Hönnu Katrínar og Ingu Sæland - blóðmeramálið Árni Stefán Árnason skrifar
Skoðun Opið bréf til Friðriks Þórs Steven Meyers,Guðrún Elsa Bragadóttir,Ása Helga Hjörleifsdóttir,Brúsi Ólason,Erlendur Sveinsson,Heather Millard skrifar