Konur gegn hernaði og nýlenduhyggju Lea María Lemarquis skrifar 5. mars 2025 13:31 8. mars er alþjóðlegur baráttudagur kvenna fyrir friði og jafnrétti. Í ár sameinumst við í kvennagöngu frá Arnarhóli klukkan 13 og endum á baráttufundi í Iðnó gegn hernaði og nýlenduhyggju. Við munum hlýða á ræður og tónlistaratriði frá breiðum hópi kvenna sem koma frá Íslandi, Palestínu, Úkraínu og Grænlandi. Dagurinn á rætur að rekja til baráttu verkakvenna fyrir bættum kjörum í byrjun síðustu aldar. Eftir lok seinni heimstyrjaldarinnar var mikill samtakamáttur meðal kvenna gegn stríði og fasisma. Á Íslandi voru stofnuð kvennasamtök, MFÍK, sem höfðu að markmiði að stuðla að alheimsfriði og afvopnun. “Aldrei aftur”skyldi hryllingurinn endurtaka sig. Um allan heim hafa konur verið leiðandi í friðarbaráttunni, líklega vegna þess að við getum ekki aðskilið baráttu fyrir kvenréttindum frá baráttu fyrir friði, jöfnuði og réttlæti. Nú um stundir geysa hræðileg stríð með öllu sem því tilheyrir, fólk missir líf og ættingja, hrekst frá heimkynnum sínum og upplifir ofbeldi og hungursneyðir. Nýlendustefnan sem við lásum um í sögubókum er því miður enn í tísku hjá helstu bandamönnum Íslands. Löndin sem við erum í hvað mestu samstarfi við hamast við að réttlæta glæpi gegn mannkyni og jafnvel styðja með vopnasendingum sbr. árásirnar á Gaza. En Íslendingar eru friðelskandi þjóð. Við höfum aldrei rekið her og ekki hernumið önnur lönd. Við höfum hins vegar verið hersett og erlendi herinn í landinu hefur aldrei farið algjörlega. Um þessar mundir á sér stað á Íslandi mikil hernaðarleg uppbygging sem gerir æ fleiri erlendum hermönnum kleift að dvelja á landinu. Drápstól eru prófuð og notkun þeirra æfð víða um land og kringum landið sveima kjarnorkuknúnir bátar. Í bakgrunni hótar heimsveldið sem hefur bækistöðvar hér, að gera okkar næsta nágranna að nýlendu til að hirða auðlindir landsins af fólkinu sem þar býr. Og ekki nóg með það að landið okkar sé lagt undir hermenn og heræfingar þá eru vopn fjármögnuð af ríkisstjórn Íslands og send á vígvöllinn í Úkraínu í óþökk þjóðarinnar. Ákall til kvenna við völd Konur eru leiðandi í friðarbaráttunni og oft er bent á að það séu karlmenn sem efna til stríða en stríð hafi ekki síst áhrif á konur og börn. Aldrei áður hafa jafn margar konur verið við völd á Íslandi og því kjörið tækifæri til að setja friðarmál á dagskrá! Sérstaklega er mér hugsað til forsætisráðherra, utanríkisráðherra og forseta, en það eru margar fleiri konur í valdastöðum sem hafa tækifæri til að beita rödd sinni fyrir friði og réttlæti. Ekki láta ákvarðanir ykkar stjórnast af hagsmunum hergagnaframleiðenda. Finnið hugrekki til að stuðla að heimi þar sem raunverulegt öryggi ríkir! Við krefjumst þess að ráðamenn þessa lands (sem upp til hópa eru konur) beiti sér fyrir alheimsfriði og afvopnun. Því svo lengi sem konur heimsins búa við örbirgð og ofbeldi, verðum við ekki öruggar. Fjölmennum á baráttufund gegn hernaði og nýlenduhyggju í Iðnó þann 8. mars! Höfundur er í stjórn Menningar og friðarsamtakanna MFÍK. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Hernaður Jafnréttismál Mest lesið Land rutt fyrir þúsundir íbúða í Úlfarsárdal Ragnar Þór Ingólfsson Skoðun Hver er þessi Davíð Oddsson? Daði Freyr Ólafsson Skoðun Hugsanlega löglegt, en siðlaust og grimmt — af hundsráni í GOGG Kristinn Ka. Nína Sigríðarson Skoðun „Lánin hækka – framtíðin minnkar“ Sveinn Óskar Sigurðsson Skoðun Hvað gerir brjóstakrabbamein að ólæknandi brjóstakrabbameini? Helga Tryggvadóttir,Ólöf Kristjana Bjarnadóttir Skoðun Þjóðkirkjan engu svarar – hylur sig í fræðilegri þoku Hilmar Kristinsson Skoðun Dýrmæt þjóðfélagsgerð Eva Björk Valdimarsdóttir Skoðun Geymt en ekki gleymt Ástþór Ólafsson Skoðun Hey Pawels í harðindunum Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Tækni og ungmenni: Hvar liggur ábyrgðin og hvað getum við gert? Stefán Þorri Helgason Skoðun Skoðun Skoðun Tvöföld mismunun kvenna í hópi innflytjenda Sigríður Ingibjörg Ingadóttir,Steinunn Bragadóttir skrifar Skoðun Ný nálgun – sama markmið: Heimili fyrir fólkið í borginni Heiða Björg Hilmisdóttir skrifar Skoðun Geymt en ekki gleymt Ástþór Ólafsson skrifar Skoðun Tækni og ungmenni: Hvar liggur ábyrgðin og hvað getum við gert? Stefán Þorri Helgason skrifar Skoðun Hvað gerir brjóstakrabbamein að ólæknandi brjóstakrabbameini? Helga Tryggvadóttir,Ólöf Kristjana Bjarnadóttir skrifar Skoðun „Lánin hækka – framtíðin minnkar“ Sveinn Óskar Sigurðsson skrifar Skoðun Hey Pawels í harðindunum Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Land rutt fyrir þúsundir íbúða í Úlfarsárdal Ragnar Þór Ingólfsson skrifar Skoðun Dýrmæt þjóðfélagsgerð Eva Björk Valdimarsdóttir skrifar Skoðun Hver er þessi Davíð Oddsson? Daði Freyr Ólafsson skrifar Skoðun Hugsanlega löglegt, en siðlaust og grimmt — af hundsráni í GOGG Kristinn Ka. Nína Sigríðarson skrifar Skoðun Þjóðkirkjan engu svarar – hylur sig í fræðilegri þoku Hilmar Kristinsson skrifar Skoðun Borgarstefna kallar á aðgerðir og fjármagn Ásthildur Sturludóttir skrifar Skoðun Skjáheimsókn getur dimmu í dagsljós breytt Auður Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Eru álverin á Íslandi útlensk? Guðríður Eldey Arnardóttir skrifar Skoðun Öryggisgæslu í Mjódd, núna, takk fyrir! Helgi Áss Grétarsson skrifar Skoðun Erum við ennþá hrædd við Davíð Oddsson? Magnús Árni Skjöld Magnússon skrifar Skoðun Saman getum við komið í veg fyrir slag Alma D. Möller skrifar Skoðun Lýðræði eða hópeinelti? Margrét Pétursdóttir,Þórarinn Haraldsson,Þórdís Guðjónsdóttir,Sigurveig Benediktsdóttir skrifar Skoðun Blóðtaka er ekki landbúnaður Guðrún Scheving Thorsteinsson,Rósa Líf Darradóttir skrifar Skoðun Svar til stjórnunarlegs ábyrgðarmanns frá Keflavík Soffía Sigurðardóttir skrifar Skoðun Ríkisstjórnin ræðst gegn launafólki og atvinnulausum Finnbjörn A. Hermannson skrifar Skoðun 764/O9A: Kannt þú að vernda barnið á netinu? Anna Bergþórsdóttir skrifar Skoðun Opinberir starfsmenn kjósa síður áminningarskyldu Ísak Einar Rúnarsson skrifar Skoðun Einkavæðing orkunnar, skattasniðganga og lífeyrissjóðir Ögmundur Jónasson skrifar Skoðun Er gervigreindarprestur trúlaus eða trúaður? Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar Skoðun Skattaferðalandið Ísland Björn Ragnarsson skrifar Skoðun Til hamingju Víkingur Heiðar! Halla Hrund Logadóttir skrifar Skoðun Sjálfbærni með í för – Vegagerðin stígur skref í átt að loftslagsvænni framkvæmdum Hólmfríður Bjarnadóttir skrifar Skoðun Þegar krónur skipta meira máli en velferð barna: Ástæður þess að enginn bauð í skólamáltíðir í Hafnarfirði Jón Ingi Hákonarson skrifar Sjá meira
8. mars er alþjóðlegur baráttudagur kvenna fyrir friði og jafnrétti. Í ár sameinumst við í kvennagöngu frá Arnarhóli klukkan 13 og endum á baráttufundi í Iðnó gegn hernaði og nýlenduhyggju. Við munum hlýða á ræður og tónlistaratriði frá breiðum hópi kvenna sem koma frá Íslandi, Palestínu, Úkraínu og Grænlandi. Dagurinn á rætur að rekja til baráttu verkakvenna fyrir bættum kjörum í byrjun síðustu aldar. Eftir lok seinni heimstyrjaldarinnar var mikill samtakamáttur meðal kvenna gegn stríði og fasisma. Á Íslandi voru stofnuð kvennasamtök, MFÍK, sem höfðu að markmiði að stuðla að alheimsfriði og afvopnun. “Aldrei aftur”skyldi hryllingurinn endurtaka sig. Um allan heim hafa konur verið leiðandi í friðarbaráttunni, líklega vegna þess að við getum ekki aðskilið baráttu fyrir kvenréttindum frá baráttu fyrir friði, jöfnuði og réttlæti. Nú um stundir geysa hræðileg stríð með öllu sem því tilheyrir, fólk missir líf og ættingja, hrekst frá heimkynnum sínum og upplifir ofbeldi og hungursneyðir. Nýlendustefnan sem við lásum um í sögubókum er því miður enn í tísku hjá helstu bandamönnum Íslands. Löndin sem við erum í hvað mestu samstarfi við hamast við að réttlæta glæpi gegn mannkyni og jafnvel styðja með vopnasendingum sbr. árásirnar á Gaza. En Íslendingar eru friðelskandi þjóð. Við höfum aldrei rekið her og ekki hernumið önnur lönd. Við höfum hins vegar verið hersett og erlendi herinn í landinu hefur aldrei farið algjörlega. Um þessar mundir á sér stað á Íslandi mikil hernaðarleg uppbygging sem gerir æ fleiri erlendum hermönnum kleift að dvelja á landinu. Drápstól eru prófuð og notkun þeirra æfð víða um land og kringum landið sveima kjarnorkuknúnir bátar. Í bakgrunni hótar heimsveldið sem hefur bækistöðvar hér, að gera okkar næsta nágranna að nýlendu til að hirða auðlindir landsins af fólkinu sem þar býr. Og ekki nóg með það að landið okkar sé lagt undir hermenn og heræfingar þá eru vopn fjármögnuð af ríkisstjórn Íslands og send á vígvöllinn í Úkraínu í óþökk þjóðarinnar. Ákall til kvenna við völd Konur eru leiðandi í friðarbaráttunni og oft er bent á að það séu karlmenn sem efna til stríða en stríð hafi ekki síst áhrif á konur og börn. Aldrei áður hafa jafn margar konur verið við völd á Íslandi og því kjörið tækifæri til að setja friðarmál á dagskrá! Sérstaklega er mér hugsað til forsætisráðherra, utanríkisráðherra og forseta, en það eru margar fleiri konur í valdastöðum sem hafa tækifæri til að beita rödd sinni fyrir friði og réttlæti. Ekki láta ákvarðanir ykkar stjórnast af hagsmunum hergagnaframleiðenda. Finnið hugrekki til að stuðla að heimi þar sem raunverulegt öryggi ríkir! Við krefjumst þess að ráðamenn þessa lands (sem upp til hópa eru konur) beiti sér fyrir alheimsfriði og afvopnun. Því svo lengi sem konur heimsins búa við örbirgð og ofbeldi, verðum við ekki öruggar. Fjölmennum á baráttufund gegn hernaði og nýlenduhyggju í Iðnó þann 8. mars! Höfundur er í stjórn Menningar og friðarsamtakanna MFÍK.
Hugsanlega löglegt, en siðlaust og grimmt — af hundsráni í GOGG Kristinn Ka. Nína Sigríðarson Skoðun
Hvað gerir brjóstakrabbamein að ólæknandi brjóstakrabbameini? Helga Tryggvadóttir,Ólöf Kristjana Bjarnadóttir Skoðun
Skoðun Tvöföld mismunun kvenna í hópi innflytjenda Sigríður Ingibjörg Ingadóttir,Steinunn Bragadóttir skrifar
Skoðun Tækni og ungmenni: Hvar liggur ábyrgðin og hvað getum við gert? Stefán Þorri Helgason skrifar
Skoðun Hvað gerir brjóstakrabbamein að ólæknandi brjóstakrabbameini? Helga Tryggvadóttir,Ólöf Kristjana Bjarnadóttir skrifar
Skoðun Hugsanlega löglegt, en siðlaust og grimmt — af hundsráni í GOGG Kristinn Ka. Nína Sigríðarson skrifar
Skoðun Lýðræði eða hópeinelti? Margrét Pétursdóttir,Þórarinn Haraldsson,Þórdís Guðjónsdóttir,Sigurveig Benediktsdóttir skrifar
Skoðun Sjálfbærni með í för – Vegagerðin stígur skref í átt að loftslagsvænni framkvæmdum Hólmfríður Bjarnadóttir skrifar
Skoðun Þegar krónur skipta meira máli en velferð barna: Ástæður þess að enginn bauð í skólamáltíðir í Hafnarfirði Jón Ingi Hákonarson skrifar
Hugsanlega löglegt, en siðlaust og grimmt — af hundsráni í GOGG Kristinn Ka. Nína Sigríðarson Skoðun
Hvað gerir brjóstakrabbamein að ólæknandi brjóstakrabbameini? Helga Tryggvadóttir,Ólöf Kristjana Bjarnadóttir Skoðun