Björn Þorsteinsson smellpassar í starf rektors Haraldur Ólafsson skrifar 7. mars 2025 22:32 Sá sem þetta skrifar hefur fylgst með Birni Þorsteinssyni í nokkra áratugi og er ljúft að nefna nokkur atriði sem skipta máli í komandi rektorskjöri, en hafa farið mishátt. Björn fer ekki fram með látum, heldur yfirvegun. Hann hefur þann háttinn á að kynna sér mál vandlega áður en hann tekur nokkra afstöðu, en er þó er manna síst líklegur til að týnast í flækjum eða orðaflaumi. Björn er mjög greindur og skýr mannvinur sem heldur áttum og ratar að réttum og góðum markmiðum þótt skyggnið kunni að versna um hríð. Björn gerir sér glögga grein fyrir hlutverki háskóla, sem er í senn að afla nýrrar þekkingar sem stenst ströngustu kröfur, að þjálfa nemendur fyrir krefjandi störf utan skólans, en ekki síður að varða leið til farsæls og góðs samfélags. Björn hefur sjálfur lyft grettistaki á þessum sviðum og það er sérstaklega eftir því tekið að hann hefur lagt mikla rækt við að tala inn í samfélagið og sinna í verki rækt við íslenska tungu. Björn er afbragðsgóð fyrirmynd að öllu leyti, sem mikilvægt er að rektor sé. Björn valdi sér farveg innan hugvísinda, en enginn vafi er á að hann hefði ekki notið sín síður á öðrum sviðum háskólans. Hann hefur á þeim þann áhuga að það er honum í lófa lagið að kynna sér vandlega alla starfsemi háskólans, að því marki sem hann hefur ekki þegar gert. Það er öllum stjórnendum mikilvægt og það veit Björn. Það á ekki síst við um raunvísindi, en þangað mun hugur Björns hafa stefnt á yngri árum. Það er fallega gert af Birni að gefa kost á sér til rektors og hann hefur allt til að bera sem þarf til að sinna því starfi með miklum sóma, bæði út á við sem inn á við. Höfundur er prófessor í raunvísindadeild Háskóla Íslands. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Rektorskjör við Háskóla Íslands Haraldur Ólafsson Mest lesið Fleiri ásælast Grænland en Trump Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Verður Hvalfjörður gerður að einni stærstu rotþró landsins? Haraldur Eiríksson Skoðun Alvarlegar rangfærslur í Hitamálum Eyþór Eðvarðsson Skoðun Bandaríkin léku lykilhlutverk í samruna Evrópu sem leiddi til friðar og efnahagslegrar velsældar Kristján Vigfússon Skoðun Er tímabili friðar að ljúka árið 2026? Jun Þór Morikawa Skoðun Þegar þeir sem segjast þjóna þjóðinni ráðast á hana Ágústa Árnadóttir Skoðun Mótmæli frá grasrótinni eru orðin saga í Evrópu Erna Bjarnadóttir Skoðun Þetta varð í alvöru að lögum! Snorri Másson Skoðun VII. Aðförin að Ólafi Jóhannessyni Hafþór S. Ciesielski Skoðun Djöfulsins, helvítis, andskotans pakk Vilhjálmur H. Vilhjálmsson Skoðun Skoðun Skoðun Bandaríkin léku lykilhlutverk í samruna Evrópu sem leiddi til friðar og efnahagslegrar velsældar Kristján Vigfússon skrifar Skoðun Alvarlegar rangfærslur í Hitamálum Eyþór Eðvarðsson skrifar Skoðun Verður Hvalfjörður gerður að einni stærstu rotþró landsins? Haraldur Eiríksson skrifar Skoðun Fleiri ásælast Grænland en Trump Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Mótmæli frá grasrótinni eru orðin saga í Evrópu Erna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Er tímabili friðar að ljúka árið 2026? Jun Þór Morikawa skrifar Skoðun Reykvískir lýðræðisjafnaðarmenn – kjósum oddvita Freyr Snorrason skrifar Skoðun Ástandið, jólavókaflóðið og druslur nútímans Sæunn I. Marinósdóttir skrifar Skoðun Gerið Ásthildi Lóu aftur að ráðherra – taka tvö Eyjólfur Pétur Hafstein skrifar Skoðun Mikilvægi björgunarsveitanna Kristján Þórður Snæbjarnarson skrifar Skoðun Andi hins ókomna á stjórnarheimilinu? Jean-Rémi Chareyre skrifar Skoðun Var ég ekki nógu mikils virði? Kristján Friðbertsson skrifar Skoðun Jólin eru rökfræðilega yfirnáttúruleg – og sagan sem menn dóu fyrir lifir enn Hilmar Kristinsson skrifar Skoðun Þegar jólasveinninn kemur ekki á hverri nóttu Guðlaugur Kristmundsson skrifar Skoðun 100 lítrar á mínútu Sigurður Friðleifsson skrifar Skoðun Stöðugleiki sem viðmið Arnar Laxdal skrifar Skoðun Taktu af skarið – listin að breyta til áður en þú ert tilbúin Þuríður Santos Stefánsdóttir skrifar Skoðun Loftslagsmál: tölur segja sögur en hvaða sögu viljum við? Ingrid Kuhlman skrifar Skoðun Hvaðan koma jólin okkar – og hvað kenna þau okkur um menningu? Margrét Reynisdóttir skrifar Skoðun Náungakærleikur á tímum hátíða Hanna Birna Valdimarsdóttir,Harpa Fönn Sigurjónsdóttir,Helga Edwardsdóttir,Sigríður Elín Ásgeirsdóttir skrifar Skoðun Hver borgar fyrir heimsendinguna? Karen Ósk Nielsen Björnsdóttir skrifar Skoðun Innviðir og öryggi í hættu í höndum ráðherra Magnús Guðmundsson skrifar Skoðun „Steraleikarnir“ Birgir Sverrisson skrifar Skoðun Fínpússuð mannvonska Armando Garcia skrifar Skoðun Fólkið sem hverfur... Kristján Fr. Friðbertsson skrifar Skoðun Gengið til friðar Ingibjörg Haraldsdóttir,Elín Oddný Sigurðardóttir skrifar Skoðun Gerið Ásthildi Lóu aftur að ráðherra Einar Steingrímsson skrifar Skoðun Mótmæli bænda í Brussel eru ekki sjónarspil – þau eru viðvörun Erna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Þegar gigtin stjórnar jólunum Hrönn Stefánsdóttir skrifar Skoðun Fullveldi í framkvæmd Eggert Sigurbergsson skrifar Sjá meira
Sá sem þetta skrifar hefur fylgst með Birni Þorsteinssyni í nokkra áratugi og er ljúft að nefna nokkur atriði sem skipta máli í komandi rektorskjöri, en hafa farið mishátt. Björn fer ekki fram með látum, heldur yfirvegun. Hann hefur þann háttinn á að kynna sér mál vandlega áður en hann tekur nokkra afstöðu, en er þó er manna síst líklegur til að týnast í flækjum eða orðaflaumi. Björn er mjög greindur og skýr mannvinur sem heldur áttum og ratar að réttum og góðum markmiðum þótt skyggnið kunni að versna um hríð. Björn gerir sér glögga grein fyrir hlutverki háskóla, sem er í senn að afla nýrrar þekkingar sem stenst ströngustu kröfur, að þjálfa nemendur fyrir krefjandi störf utan skólans, en ekki síður að varða leið til farsæls og góðs samfélags. Björn hefur sjálfur lyft grettistaki á þessum sviðum og það er sérstaklega eftir því tekið að hann hefur lagt mikla rækt við að tala inn í samfélagið og sinna í verki rækt við íslenska tungu. Björn er afbragðsgóð fyrirmynd að öllu leyti, sem mikilvægt er að rektor sé. Björn valdi sér farveg innan hugvísinda, en enginn vafi er á að hann hefði ekki notið sín síður á öðrum sviðum háskólans. Hann hefur á þeim þann áhuga að það er honum í lófa lagið að kynna sér vandlega alla starfsemi háskólans, að því marki sem hann hefur ekki þegar gert. Það er öllum stjórnendum mikilvægt og það veit Björn. Það á ekki síst við um raunvísindi, en þangað mun hugur Björns hafa stefnt á yngri árum. Það er fallega gert af Birni að gefa kost á sér til rektors og hann hefur allt til að bera sem þarf til að sinna því starfi með miklum sóma, bæði út á við sem inn á við. Höfundur er prófessor í raunvísindadeild Háskóla Íslands.
Bandaríkin léku lykilhlutverk í samruna Evrópu sem leiddi til friðar og efnahagslegrar velsældar Kristján Vigfússon Skoðun
Skoðun Bandaríkin léku lykilhlutverk í samruna Evrópu sem leiddi til friðar og efnahagslegrar velsældar Kristján Vigfússon skrifar
Skoðun Jólin eru rökfræðilega yfirnáttúruleg – og sagan sem menn dóu fyrir lifir enn Hilmar Kristinsson skrifar
Skoðun Taktu af skarið – listin að breyta til áður en þú ert tilbúin Þuríður Santos Stefánsdóttir skrifar
Skoðun Náungakærleikur á tímum hátíða Hanna Birna Valdimarsdóttir,Harpa Fönn Sigurjónsdóttir,Helga Edwardsdóttir,Sigríður Elín Ásgeirsdóttir skrifar
Bandaríkin léku lykilhlutverk í samruna Evrópu sem leiddi til friðar og efnahagslegrar velsældar Kristján Vigfússon Skoðun