Þrjú banaslys á fjórum dögum Bjarki Sigurðsson skrifar 9. mars 2025 19:01 Fjögur banaslys hafa orðið í umferðinni á sautján dögum, þar af þrjú á síðustu fjórum dögum. Vísir/Vilhelm Þrír hafa látið lífið í umferðarslysum á síðustu fjórum dögum, þar á meðal barn á öðru aldursári. Aðstoðaryfirlögregluþjónn segir aðdraganda banaslyss sem varð í Berufirði í dag enn til rannsóknar. Fyrsta banaslys ársins í umferðinni varð þann 20. febrúar síðastliðinn þegar ökumaður steypubíls lést í slysi á Þingvallavegi við Álftavatn. Á fimmtudag, tveimur vikum síðar, varð alvarlegt slys við gatnamót Bröttubrekku og þjóðvegar eitt. Þar skullu rúta og jepplingur saman og lést barn á öðru aldursári sem var um borð í jepplingnum. Fjögur banaslys hafa orðið á rúmum tveimur og hálfri viku. Vísir/Sara Í gær varð svo annað alvarlegt slys við Flúðir. Tveir bílar skullu saman og lést þar einn maður, búsettur í Hrunamannahrepp. Upp úr hádegi í dag lentu tveir bílar saman á hringveginum milli Djúpavogs og Breiðdalsvíkur, skammt frá bænum Krossi. Fjórir voru um borð í bílunum. Þrír þeirra voru fluttir með þyrlum Landhelgisgæslunnar á Landspítalann og sá fjórði var úrskurðaður látinn á vettvangi. „Það virðist vera að tvö ökutæki koma úr gagnstæðum áttum og rekast saman með þessum afleiðingum. Allt tiltækt lið kallað til frá öllu Austurlandi,“ segir Hjalti Bergmar Axelsson, aðstoðaryfirlögregluþjónn á Austurlandi. Í öðrum bílnum voru tveir ferðamenn og í hinum tveir Íslendingar. Aðstæður á vettvangi voru góðar, bjart og vegurinn var þurr. „Vegurinn er enn þá lokaður og verður lokaður fram á kvöld á meðan rannsókn á vettvangi fer fram. Þó að björgunaraðgerðum sé lokið er vettvangsrannsóknin eftir og er í gangi,“ segir Hjalti. Fréttastofa hefur engar upplýsingar um hvernig aðdragandi hinna slysanna þriggja var, eða hvernig aðstæður voru á vettvangi. Haraldur Ólafsson veðurfræðingur segir þennan árstíma þó geta verið hættulegan í umferðinni. Ökumenn eigi það til að vanmeta aðstæður í björtu vetrarveðri. „Það er líka oft launhált á þessum árstíma. Sólbráðin sem oft er á malbiki frýs að næturlagi og svo er bara bráðnun á snjó og klaka og vegum svolítið ójöfn. Stundum eru hálkublettir, til dæmis þar sem sólin nær ekki að skína á veginn,“ segir Haraldur. Haraldur Ólafsson veðurfræðingur.Vísir/Lýður Ökumenn þurfi að fara varlega. „Það er kannski einmitt við þessar aðstæður sem er mikilvægt að passa sig vel,“ segir Haraldur. Samgöngur Samgönguslys Veður Umferðaröryggi Lögreglumál Sjúkraflutningar Landhelgisgæslan Hrunamannahreppur Grímsnes- og Grafningshreppur Múlaþing Borgarbyggð Mest lesið Grjóthart nei hjá dúxinum í Yale Innlent Landsmenn allir harmi slegnir Innlent Thunberg og félagar borin út úr norska seðlabankanum Erlent Tuttugu milljónir í bankanum og kona í gæsluvarðhaldi Innlent Leituðu ítrekað í geymslur stofnunar Innlent „Kannski verður maður grátandi hálft hlaupið, en þá bara er það þannig“ Innlent Aðstoðar allt að fimmtán ára gömul börn að hætta með bleyju Innlent Dauðbrá og varð öskureið þegar hún sá sjálfa sig í gervigreindarmyndbandi Innlent Áfall fyrir RIFF Innlent Erik Menendez fær ekki reynslulausn Erlent Fleiri fréttir Bíll konunnar sást á upptöku Þáttastjórnendum X-sins sagt upp Líta málið „mjög alvarlegum augum“ Hella áfenginu niður og hringja í foreldra Tuttugu milljónir í bankanum og kona í gæsluvarðhaldi Rigning og rok í methlaupi Sleppt úr gæsluvarðhaldi en málið enn til rannsóknar Hlaup hafið úr Hafrafellslóni Hungursneyð lýst yfir og forsætisráðherra segir alþjóðasamfélagið ráðalaust Aðstoðar allt að fimmtán ára gömul börn að hætta með bleyju Hungursneið á Gasa, strokulaxar og metþátttaka í Reykjavíkurmaraþoni Grjóthart nei hjá dúxinum í Yale Áfall fyrir RIFF Skipar samningateymi um uppbyggingu Víkings á Markarsvæði Leituðu ítrekað í geymslur stofnunar Tillaga um að stækka Hótel Flatey felld Landsmenn allir harmi slegnir Sósíalistar og Rússlandsvinir undir eitt þak „Kannski verður maður grátandi hálft hlaupið, en þá bara er það þannig“ Bærinn hefur afhent lögreglu myndefni í tengslum við hraðbankaránið Dauðbrá og varð öskureið þegar hún sá sjálfa sig í gervigreindarmyndbandi 83% fallinna almennir borgarar: „Allt sem er að gerast þarna ber einkenni þjóðarmorðs“ Næsti fasi í yfirtöku á Gasaströnd og Njálugleði Þrír laxar reyndust úr sjókví í Dýrafirði Allt stopp á lokametrunum Framboðið „verður að koma í ljós“ Fundu ríflega tuttugu lítra af brennisteinssýru í Gnoðarvogi Mikilvægt að nota réttu orðin sem séu píka og typpi Biðla til bílstjóra sem leggja á bílastæði kirkjunnar Gjörólíkt gengi frá kosningum Sjá meira
Fyrsta banaslys ársins í umferðinni varð þann 20. febrúar síðastliðinn þegar ökumaður steypubíls lést í slysi á Þingvallavegi við Álftavatn. Á fimmtudag, tveimur vikum síðar, varð alvarlegt slys við gatnamót Bröttubrekku og þjóðvegar eitt. Þar skullu rúta og jepplingur saman og lést barn á öðru aldursári sem var um borð í jepplingnum. Fjögur banaslys hafa orðið á rúmum tveimur og hálfri viku. Vísir/Sara Í gær varð svo annað alvarlegt slys við Flúðir. Tveir bílar skullu saman og lést þar einn maður, búsettur í Hrunamannahrepp. Upp úr hádegi í dag lentu tveir bílar saman á hringveginum milli Djúpavogs og Breiðdalsvíkur, skammt frá bænum Krossi. Fjórir voru um borð í bílunum. Þrír þeirra voru fluttir með þyrlum Landhelgisgæslunnar á Landspítalann og sá fjórði var úrskurðaður látinn á vettvangi. „Það virðist vera að tvö ökutæki koma úr gagnstæðum áttum og rekast saman með þessum afleiðingum. Allt tiltækt lið kallað til frá öllu Austurlandi,“ segir Hjalti Bergmar Axelsson, aðstoðaryfirlögregluþjónn á Austurlandi. Í öðrum bílnum voru tveir ferðamenn og í hinum tveir Íslendingar. Aðstæður á vettvangi voru góðar, bjart og vegurinn var þurr. „Vegurinn er enn þá lokaður og verður lokaður fram á kvöld á meðan rannsókn á vettvangi fer fram. Þó að björgunaraðgerðum sé lokið er vettvangsrannsóknin eftir og er í gangi,“ segir Hjalti. Fréttastofa hefur engar upplýsingar um hvernig aðdragandi hinna slysanna þriggja var, eða hvernig aðstæður voru á vettvangi. Haraldur Ólafsson veðurfræðingur segir þennan árstíma þó geta verið hættulegan í umferðinni. Ökumenn eigi það til að vanmeta aðstæður í björtu vetrarveðri. „Það er líka oft launhált á þessum árstíma. Sólbráðin sem oft er á malbiki frýs að næturlagi og svo er bara bráðnun á snjó og klaka og vegum svolítið ójöfn. Stundum eru hálkublettir, til dæmis þar sem sólin nær ekki að skína á veginn,“ segir Haraldur. Haraldur Ólafsson veðurfræðingur.Vísir/Lýður Ökumenn þurfi að fara varlega. „Það er kannski einmitt við þessar aðstæður sem er mikilvægt að passa sig vel,“ segir Haraldur.
Samgöngur Samgönguslys Veður Umferðaröryggi Lögreglumál Sjúkraflutningar Landhelgisgæslan Hrunamannahreppur Grímsnes- og Grafningshreppur Múlaþing Borgarbyggð Mest lesið Grjóthart nei hjá dúxinum í Yale Innlent Landsmenn allir harmi slegnir Innlent Thunberg og félagar borin út úr norska seðlabankanum Erlent Tuttugu milljónir í bankanum og kona í gæsluvarðhaldi Innlent Leituðu ítrekað í geymslur stofnunar Innlent „Kannski verður maður grátandi hálft hlaupið, en þá bara er það þannig“ Innlent Aðstoðar allt að fimmtán ára gömul börn að hætta með bleyju Innlent Dauðbrá og varð öskureið þegar hún sá sjálfa sig í gervigreindarmyndbandi Innlent Áfall fyrir RIFF Innlent Erik Menendez fær ekki reynslulausn Erlent Fleiri fréttir Bíll konunnar sást á upptöku Þáttastjórnendum X-sins sagt upp Líta málið „mjög alvarlegum augum“ Hella áfenginu niður og hringja í foreldra Tuttugu milljónir í bankanum og kona í gæsluvarðhaldi Rigning og rok í methlaupi Sleppt úr gæsluvarðhaldi en málið enn til rannsóknar Hlaup hafið úr Hafrafellslóni Hungursneyð lýst yfir og forsætisráðherra segir alþjóðasamfélagið ráðalaust Aðstoðar allt að fimmtán ára gömul börn að hætta með bleyju Hungursneið á Gasa, strokulaxar og metþátttaka í Reykjavíkurmaraþoni Grjóthart nei hjá dúxinum í Yale Áfall fyrir RIFF Skipar samningateymi um uppbyggingu Víkings á Markarsvæði Leituðu ítrekað í geymslur stofnunar Tillaga um að stækka Hótel Flatey felld Landsmenn allir harmi slegnir Sósíalistar og Rússlandsvinir undir eitt þak „Kannski verður maður grátandi hálft hlaupið, en þá bara er það þannig“ Bærinn hefur afhent lögreglu myndefni í tengslum við hraðbankaránið Dauðbrá og varð öskureið þegar hún sá sjálfa sig í gervigreindarmyndbandi 83% fallinna almennir borgarar: „Allt sem er að gerast þarna ber einkenni þjóðarmorðs“ Næsti fasi í yfirtöku á Gasaströnd og Njálugleði Þrír laxar reyndust úr sjókví í Dýrafirði Allt stopp á lokametrunum Framboðið „verður að koma í ljós“ Fundu ríflega tuttugu lítra af brennisteinssýru í Gnoðarvogi Mikilvægt að nota réttu orðin sem séu píka og typpi Biðla til bílstjóra sem leggja á bílastæði kirkjunnar Gjörólíkt gengi frá kosningum Sjá meira