Innlent

Jarð­skjálftarnir reyndust ekki vera austar

Silja Rún Sigurbjörnsdóttir skrifar
Hraun eftir síðasta eldgos. Myndin er úr safni.
Hraun eftir síðasta eldgos. Myndin er úr safni. Vísir/Vilhelm

Kvikusöfnun á Reykjanesskaganum heldur áfram og telja sérfræðingar Veðurstofu Íslands líklegast að hún endi með eldgosi. Eldgosið gæti haftist með mjög skömmum fyrirvara. Truflun í tækjabúnaði leiddi til þess að jarðskjálftar mældust austar en þeir voru í raun.

Í frétt á vefsíðu Veðurstofu Íslands kemur fram að líklegasta sviðsmyndin sé að kvikusöfnunartímabilið endi með kvikuhlaupi og eldgosi. Líklegast er að það komi upp milli Sundhnúks og Stóra-Skógfells.

Rúmmál kvikusöfnunarinnar hefur aldrei verið meira frá upphafi eldgosahrinunnar á Reykjanesskaganum.

Jarðskjálftar á svæðinu eru á svipuðum slóðum og fyrir fyrri gos. Veðurstofan greindi frá 11. mars að jarðskjálftarnir mældust austar en áður en það var vegna truflunar í einum mæli á svæðinu.

„Sérfræðingar Veðurstofunnar hafa greint staðsetningu skjálftanna betur með háupplausnargreiningu sem sýnir að jarðskjálftavirknin síðustu vikur hefur verið á sama svæði og fyrir fyrri eldgos, milli Sundhnúks og Stóra-Skógfells,“ segir á vefsíðu Veðurstofunnar.

Unnið er að bilanagreiningu og lagfæring í kjölfarið.

Hættumat Veðurstofunnar er í gildi til 18. mars.Veðurstofa Íslands



Fleiri fréttir

Sjá meira


×