Vilja leita að olíu ef stjórnvöldum er ekki alvara með orkuskiptum Kjartan Kjartansson skrifar 18. mars 2025 14:34 Ragnar Sigurðsson, formaður bæjarráðs Fjarðabyggðar, vill að stjórnvöld taki upp þráðinn í olíuleit á Drekasvæðinu ef þeim er ekki alvara með orkuskiptum. Vísir Formaður bæjarráðs Fjarðabyggðar segir það vilja einbeita sér meira að olíuleit á Drekasvæðinu ef stjórnvöldum sé ekki alvara með áformum um orkuskipti. Áform um græna orkuframleiðslu á Reyðarfirði séu á ís vegna orkuskorts. Athygli vakti að bæjarráð Fjarðabyggðar beindi því til stjórnvalda að endurmeta hagkvæmni olíuleitar á Drekasvæðinu með ályktun á fundi í gær. Olíuleitinni var hætt árið 2018 þegar erlendir sérleyfishafar komust að þeirri niðurstöðu að hún væri ekki arðbær. Vísaði bæjarráðið til hægagangs í orkuskiptum og breyttrar heimsmyndar sem kallaði á endurskoðun ákvarðana með tilliti til orku- og þjóðaröryggis. Fulltrúar Sjálfstæðis- og Framsóknarflokks stóðu að ályktuninni en fulltrúi Fjarðalistans sat hjá. Ragnar Sigurðsson, formaður bæjarráðsins og oddviti Sjálfstæðisflokksins, telur lítið miða í orkuskiptum á Íslandi. Eftirspurn eftir jarðefnaeldsneyti dragist hægt saman og því spyr hann hvers vegna Íslendingar gefi ekki út ný leyfi fyrir olíuleit og vinnslu líkt og Norðmenn hafi gert. „Ætlum við að vera sú þjóð sem flytur inn allt eldsneyti, hvort sem það er grænt eldsneyti eða jarðefnaeldsneyti, eða ætlum við að framleiða það sjálf?,“ segir hann í samtali við Vísi. Vantar 200-300 megavött Ragnar segir af ætlunin sé að framleiða grænt eldsneyti á Íslandi þurfi eitthvað að fara gerast. Hann vísar til Græns orkugarðs á Reyðarfirði sem sé fullfjármagnað verkefni sem eigi að framleiða ammoníak sem eldsneyti fyrir skip og sé í startholunum. Verkefnið strandi á því að ekki fáist þau 200-300 megavött raforku sem þarf til að knýja framleiðsluna. „[Orkan] er bara ekki til og á meðan hún er ekki til fara fjárfestarnir ekki af stað,“ segir Ragnar sem bendir á að orkuskorturinn þýði einnig að um 120.000 lítrar af olíu séu brenndir á dag til þess að knýja mjölbrennslu í sveitarfélaginu. Eftir því sem tíminn líði muni erlendir fjárfestar leita annað og framleiða eldsneytið úti í heimi. Ísland þurfi þá að flytja það eldsneyti inn. Frá Reyðarfirði þar sem Grænn orkugarður liggur í dvala vegna orkuskorts.Vísir/Vilhelm Full alvara með olíuleit Til framtíðar sé stefnt að því að fasa út jarðefnaeldsneyti en ef glutra eigi niður tækifærum til þess með aðgerðaleysi segist Ragnar telja nær að líta til orkuvinnslu á Drekasvæðinu þar sem gögn séu til frá fyrri leit og hægt sé að taka upp þráðinn. „Annað hvort horfum við til þess að við framleiðum okkar orku sjálf, hvort sem það er græn orka eða jarðefnaeldsneyti, og þá þurfum við bara að spýta í lófana.“ Ragnar kallar eftir skýrri stefnu frá stjórnvöldum og segir bæjarráðinu full alvara með olíuleitinni. „Við erum í rauninni með þessu að spyrja hver er alvara stjórnvalda í orkuskiptunum. Ef hún er engin vildum við gjarnan fara að setja fókusinn meira á olíuleitina. Þannig að okkur er full alvara,“ segir hann. Fjarðabyggð Jarðefnaeldsneyti Olíuleit á Drekasvæði Loftslagsmál Ríkisstjórn Kristrúnar Frostadóttur Sveitarstjórnarmál Bensín og olía Mest lesið Milljónir til almannatengla og átta sinnum meira en í fyrra Innlent Sextán ára fékk greitt fyrir að færa Epstein stúlkur Erlent Systir og amma drengs í meðferð létust í Suður-Afríku Innlent Ljósmyndir horfnar úr Epstein-skjölunum, þar á meðal ein af Trump Erlent Grunuð um að koma til landsins til að brjóta á öldruðum Innlent Bindur vonir við Vor til vinstri Innlent „Við erum pottþétt að koma út í mínus, hversu miklum vitum við ekki“ Innlent „Þetta er alveg ásættanlegur samningur“ Innlent Sex hundruð miðar á vettvangi morðsins: „Fokking hálfvita fífl bæði tvö!!!!“ Innlent Deildi nöfnum skjólstæðinga á Instagram Innlent Fleiri fréttir „En hver sagði að þetta ætti að vera auðvelt?“ Milljónir til almannatengla og átta sinnum meira en í fyrra Grunuð um að koma til landsins til að brjóta á öldruðum Leggja hald á skip á alþjóðahafsvæði undan ströndum Venesúela Bindur vonir við Vor til vinstri Systir og amma drengs í meðferð létust í Suður-Afríku „Við erum pottþétt að koma út í mínus, hversu miklum vitum við ekki“ „Þetta er alveg ásættanlegur samningur“ Deildi nöfnum skjólstæðinga á Instagram Íslendingar þægileg fórnarlömb fyrir vasaþjófa „Að öllu óbreyttu mun þjóðvegurinn fara í sundur“ Vonbrigði í Vík og rýnt í Epstein-skjölin Morgundagurinn sá stysti á árinu Langtímaleigan 23 þúsund krónum dýrari á ári Grenjandi rigning og hífandi rok á aðfangadag Reyndi að komast inn á lögreglustöð með fíkniefni Svona á að raða í uppþvottavélina „Verður vonandi til að styrkja íslensku einkareknu miðlana“ Talinn hafa komið til landsins til að stela Snorkstelpan snýr aftur eftir ágreining um höfundarrétt Framlög til einkarekinna fjölmiðla næstum tvöfaldast Meðferð við spilafíkn loks niðurgreidd af Sjúkratryggingum Kílómetragjaldið bitni helst á sparneytnum eldsneytisbílum Tvær íslenskar konur létust í umferðarslysinu í Suður-Afríku Íslendingar lentu í alvarlegu slysi í Suður-Afríku Stóraukið fjármagn til Frú Ragnheiðar Standi ekki til að leggja niður Rás 2 þrátt fyrir boðaða heimild Bæta hjóla- og göngustíga í Breiðholti, Grafarholti og í Elliðaárdal Birkir vill þriðja til fjórða sæti hjá Samfylkingu Lítið snjóflóð féll á snjótroðara í Hlíðarfjalli Sjá meira
Athygli vakti að bæjarráð Fjarðabyggðar beindi því til stjórnvalda að endurmeta hagkvæmni olíuleitar á Drekasvæðinu með ályktun á fundi í gær. Olíuleitinni var hætt árið 2018 þegar erlendir sérleyfishafar komust að þeirri niðurstöðu að hún væri ekki arðbær. Vísaði bæjarráðið til hægagangs í orkuskiptum og breyttrar heimsmyndar sem kallaði á endurskoðun ákvarðana með tilliti til orku- og þjóðaröryggis. Fulltrúar Sjálfstæðis- og Framsóknarflokks stóðu að ályktuninni en fulltrúi Fjarðalistans sat hjá. Ragnar Sigurðsson, formaður bæjarráðsins og oddviti Sjálfstæðisflokksins, telur lítið miða í orkuskiptum á Íslandi. Eftirspurn eftir jarðefnaeldsneyti dragist hægt saman og því spyr hann hvers vegna Íslendingar gefi ekki út ný leyfi fyrir olíuleit og vinnslu líkt og Norðmenn hafi gert. „Ætlum við að vera sú þjóð sem flytur inn allt eldsneyti, hvort sem það er grænt eldsneyti eða jarðefnaeldsneyti, eða ætlum við að framleiða það sjálf?,“ segir hann í samtali við Vísi. Vantar 200-300 megavött Ragnar segir af ætlunin sé að framleiða grænt eldsneyti á Íslandi þurfi eitthvað að fara gerast. Hann vísar til Græns orkugarðs á Reyðarfirði sem sé fullfjármagnað verkefni sem eigi að framleiða ammoníak sem eldsneyti fyrir skip og sé í startholunum. Verkefnið strandi á því að ekki fáist þau 200-300 megavött raforku sem þarf til að knýja framleiðsluna. „[Orkan] er bara ekki til og á meðan hún er ekki til fara fjárfestarnir ekki af stað,“ segir Ragnar sem bendir á að orkuskorturinn þýði einnig að um 120.000 lítrar af olíu séu brenndir á dag til þess að knýja mjölbrennslu í sveitarfélaginu. Eftir því sem tíminn líði muni erlendir fjárfestar leita annað og framleiða eldsneytið úti í heimi. Ísland þurfi þá að flytja það eldsneyti inn. Frá Reyðarfirði þar sem Grænn orkugarður liggur í dvala vegna orkuskorts.Vísir/Vilhelm Full alvara með olíuleit Til framtíðar sé stefnt að því að fasa út jarðefnaeldsneyti en ef glutra eigi niður tækifærum til þess með aðgerðaleysi segist Ragnar telja nær að líta til orkuvinnslu á Drekasvæðinu þar sem gögn séu til frá fyrri leit og hægt sé að taka upp þráðinn. „Annað hvort horfum við til þess að við framleiðum okkar orku sjálf, hvort sem það er græn orka eða jarðefnaeldsneyti, og þá þurfum við bara að spýta í lófana.“ Ragnar kallar eftir skýrri stefnu frá stjórnvöldum og segir bæjarráðinu full alvara með olíuleitinni. „Við erum í rauninni með þessu að spyrja hver er alvara stjórnvalda í orkuskiptunum. Ef hún er engin vildum við gjarnan fara að setja fókusinn meira á olíuleitina. Þannig að okkur er full alvara,“ segir hann.
Fjarðabyggð Jarðefnaeldsneyti Olíuleit á Drekasvæði Loftslagsmál Ríkisstjórn Kristrúnar Frostadóttur Sveitarstjórnarmál Bensín og olía Mest lesið Milljónir til almannatengla og átta sinnum meira en í fyrra Innlent Sextán ára fékk greitt fyrir að færa Epstein stúlkur Erlent Systir og amma drengs í meðferð létust í Suður-Afríku Innlent Ljósmyndir horfnar úr Epstein-skjölunum, þar á meðal ein af Trump Erlent Grunuð um að koma til landsins til að brjóta á öldruðum Innlent Bindur vonir við Vor til vinstri Innlent „Við erum pottþétt að koma út í mínus, hversu miklum vitum við ekki“ Innlent „Þetta er alveg ásættanlegur samningur“ Innlent Sex hundruð miðar á vettvangi morðsins: „Fokking hálfvita fífl bæði tvö!!!!“ Innlent Deildi nöfnum skjólstæðinga á Instagram Innlent Fleiri fréttir „En hver sagði að þetta ætti að vera auðvelt?“ Milljónir til almannatengla og átta sinnum meira en í fyrra Grunuð um að koma til landsins til að brjóta á öldruðum Leggja hald á skip á alþjóðahafsvæði undan ströndum Venesúela Bindur vonir við Vor til vinstri Systir og amma drengs í meðferð létust í Suður-Afríku „Við erum pottþétt að koma út í mínus, hversu miklum vitum við ekki“ „Þetta er alveg ásættanlegur samningur“ Deildi nöfnum skjólstæðinga á Instagram Íslendingar þægileg fórnarlömb fyrir vasaþjófa „Að öllu óbreyttu mun þjóðvegurinn fara í sundur“ Vonbrigði í Vík og rýnt í Epstein-skjölin Morgundagurinn sá stysti á árinu Langtímaleigan 23 þúsund krónum dýrari á ári Grenjandi rigning og hífandi rok á aðfangadag Reyndi að komast inn á lögreglustöð með fíkniefni Svona á að raða í uppþvottavélina „Verður vonandi til að styrkja íslensku einkareknu miðlana“ Talinn hafa komið til landsins til að stela Snorkstelpan snýr aftur eftir ágreining um höfundarrétt Framlög til einkarekinna fjölmiðla næstum tvöfaldast Meðferð við spilafíkn loks niðurgreidd af Sjúkratryggingum Kílómetragjaldið bitni helst á sparneytnum eldsneytisbílum Tvær íslenskar konur létust í umferðarslysinu í Suður-Afríku Íslendingar lentu í alvarlegu slysi í Suður-Afríku Stóraukið fjármagn til Frú Ragnheiðar Standi ekki til að leggja niður Rás 2 þrátt fyrir boðaða heimild Bæta hjóla- og göngustíga í Breiðholti, Grafarholti og í Elliðaárdal Birkir vill þriðja til fjórða sæti hjá Samfylkingu Lítið snjóflóð féll á snjótroðara í Hlíðarfjalli Sjá meira