Skatturinn snýr sér að íþróttafélögum og samfélagið titrar Tómas Arnar Þorláksson skrifar 27. mars 2025 21:02 Kristinn Jónasson. lögmaður KPMG og formaður körfuknattleiksdeildar Hauka, og Birgir Jóhannsson, framkvæmdastjóri ÍTF. KPMG/VÍSIR Auknar kröfur og eftirlit skattsins gagnvart íþróttafélögum hefur valdið titringi í hreyfingunni hér á landi. Lögmaður segir það skjóta skökku við að sjálfboðaliðar geti sætt refsiábyrgð og starfshópur hagsmunaaðila leitar lausna til að liðka fyrir rekstri íþróttahreyfinga. Íþróttafélögum barst bréf frá Ríkisskattstjóra síðasta haust þar sem það var áréttað að forsvarsmenn íþróttafélaga geti sætt refsiábyrgð vegna staðgreisðlu skatta og tryggingagjalds. Þá var tekið fyrir að íþróttafélög væru með verktaka á sínum snærum eins og venja er hjá ýmsum félögum gagnvart starfsmönnum í hlutastörfum. Enginn að fara í sjálfboðaliðastarf ef hann gæti lent í steininum Kristinn Jónasson, lögmaður og formaður körfuknattleiksdeildar Hauka, segir að auknar kröfur og aukið eftirlit gagnvart íþróttafélögum muni hafa víðtæk áhrif á reksturinn og bendir á að oftast nær séu það sjálfboðaliðar sem standi skil á skattamálum hjá íþróttafélögum. „Þetta olli smá titringi í samfélaginu og það hafa verið nokkrir fundir eftir það. Það verður mun erfiðara að fá sjálfboðaliða í þetta starf, fólk er ekki að fara bjóða fram krafta sína ókeypis ef það á í hættu á að lenda í steininum fyrir það. Svo kann þetta að leiða til þess að íþróttamenn og þjálfarar óski hreinlega eftir hærri launum.“ Kristinn segir að Ríkisskattstjóri hafi tekið fram í bréfinu að hann hafi orðið þess áskynja að misbrestir hafi orðið hjá íþróttafélögum hvað varðar staðgreiðslu og tryggingargjald. Alvarleg staða komi upp ef ekki verði hægt að manna sjálfboðaliðastörf og þjálfarstöður. Miklir hagsmunir séu í húfi og vísar hann sem dæmi til starfsemi yngri flokka. Uppfæra þurfi reglur er varða íþróttastarfsemi sem séu úr sér gengnar. „Það þarf að gerast hratt því að skatturinn segir í þessu bréfi að hann ætli að fara í aðgerðir á þessu ári gagnvart íþróttafélögunum. Ég held að því fyrr sem að þau bregðast við að leiðrétta þessa misbresti því betra. Allavega á meðan það er verið að vinna í því að fá uppfærðar reglur í þetta.“ Beðið eftir fundi með fjármálaráðherra Birgir Jóhannsson, framkvæmdastjóri Íslensks toppfótbolta hagsmunasamtök þeirra félaga sem reka lið í tveimur efstu deildum í knattspyrnu hér á landi, segir vinnu við að liðka fyrir rekstri íþróttahreyfinga hér á landi þegar hafna. „Við erum í samtali við ríkið og ríkisskattstjóra um að finna leiðir til að koma hlutunum í lag en á þann máta að það henti íþróttafélögum og íþróttahreyfingunni í heild sinni. Ég vonast bara til að þessi vinna haldi áfram, við megum engan tíma missa.“ Starfshópur hagsmunaaðila bíði nú eftir fundi með fjármálaráðherra. Ívilnanir fyrir íþróttafólk og hreyfingar geti skipt sköpum. Skattar og tollar Fótbolti Handbolti Körfubolti Lögmennska Félagasamtök Mest lesið Sveitarstjórn reyni að skrá íbúa úr sveitarfélaginu og ógni grundvallarréttindum Innlent Lögregla kölluð til eftir að bremsuvírar voru klipptir á reiðhjólum barna Innlent Skoða að efla geðheilbrigðisþjónustu á Austurlandi eftir röð áfalla Innlent Hleypur 110 kílómetra á dag til að setja heimsmet Innlent Kjölur ekki á dagskrá Innlent Fólk deili lyfseðlum og „míkródósi“: „Við getum ekki réttlætt þá meðferð“ Innlent Lögregla hafi hlaupið á sig á Siglufirði: „Þetta eru einstök prúðmenni“ Innlent „Mér hefur aldrei verið sýnd jafn mikil vanvirðing“ Innlent Ástand á stúdentagörðum: Ítrekuð innbrot, mat stolið, dýnur í kjallara og hland á gólfi Innlent Starfsfólk Alcoa vilji setja fyrirtækinu mörk Innlent Fleiri fréttir Sveitarstjórn reyni að skrá íbúa úr sveitarfélaginu og ógni grundvallarréttindum Skoða að efla geðheilbrigðisþjónustu á Austurlandi eftir röð áfalla Kjölur ekki á dagskrá Lögregla kölluð til eftir að bremsuvírar voru klipptir á reiðhjólum barna Hleypur 110 kílómetra á dag til að setja heimsmet Fólk deili lyfseðlum og „míkródósi“: „Við getum ekki réttlætt þá meðferð“ Deila lyfseðlum fyrir þyngdarstjórnunarlyf og undankeppni HM hefst Starfsfólk Alcoa vilji setja fyrirtækinu mörk Lögregla hafi hlaupið á sig á Siglufirði: „Þetta eru einstök prúðmenni“ Ætla að rannsaka meint undirboð á kísilmálmi „Mér hefur aldrei verið sýnd jafn mikil vanvirðing“ Hélt eiginkonu og fimm börnum í heljargreipum Breyta Korpuskóla til að anna eftirspurn í Klettaskóla Vegabætur á Vestfjörðum opni tækifæri í vetrarferðamennsku Vilja aðgerðir strax Ástand á stúdentagörðum: Ítrekuð innbrot, mat stolið, dýnur í kjallara og hland á gólfi „Geta verið dauðsföll, þú veist ekkert hvað er í þessu“ Öllum börnum undir sex mánaða boðin forvörn gegn RS veiru Vildu fá að vita hvort ríkisstyrkir hefðu farið í málsóknir gegn orkuframkvæmdum Vara við ólöglegum megrunarlyfjum sem eru í umferð Konan er fundin Sextán ára kveikti í herbergi sínu Þremur sleppt úr haldi og brotaþoli útskrifaður „Það kemur að því að við lendum í veseni“ Ekki hægt að þaga þegar stjórnmálamenn leika sér að því að særa fram tröllin 252,6 milljónir runnið í ríkissjóð úr dánarbúum án lögerfingja á tíu árum Þrjú söfn í eina sæng Yfirgefið hreysi víkur fyrir hundrað íbúðum Líkamsárás á gistiheimili „Ekkert óeðlilegt við það að endurskoða þetta kerfi“ Sjá meira
Íþróttafélögum barst bréf frá Ríkisskattstjóra síðasta haust þar sem það var áréttað að forsvarsmenn íþróttafélaga geti sætt refsiábyrgð vegna staðgreisðlu skatta og tryggingagjalds. Þá var tekið fyrir að íþróttafélög væru með verktaka á sínum snærum eins og venja er hjá ýmsum félögum gagnvart starfsmönnum í hlutastörfum. Enginn að fara í sjálfboðaliðastarf ef hann gæti lent í steininum Kristinn Jónasson, lögmaður og formaður körfuknattleiksdeildar Hauka, segir að auknar kröfur og aukið eftirlit gagnvart íþróttafélögum muni hafa víðtæk áhrif á reksturinn og bendir á að oftast nær séu það sjálfboðaliðar sem standi skil á skattamálum hjá íþróttafélögum. „Þetta olli smá titringi í samfélaginu og það hafa verið nokkrir fundir eftir það. Það verður mun erfiðara að fá sjálfboðaliða í þetta starf, fólk er ekki að fara bjóða fram krafta sína ókeypis ef það á í hættu á að lenda í steininum fyrir það. Svo kann þetta að leiða til þess að íþróttamenn og þjálfarar óski hreinlega eftir hærri launum.“ Kristinn segir að Ríkisskattstjóri hafi tekið fram í bréfinu að hann hafi orðið þess áskynja að misbrestir hafi orðið hjá íþróttafélögum hvað varðar staðgreiðslu og tryggingargjald. Alvarleg staða komi upp ef ekki verði hægt að manna sjálfboðaliðastörf og þjálfarstöður. Miklir hagsmunir séu í húfi og vísar hann sem dæmi til starfsemi yngri flokka. Uppfæra þurfi reglur er varða íþróttastarfsemi sem séu úr sér gengnar. „Það þarf að gerast hratt því að skatturinn segir í þessu bréfi að hann ætli að fara í aðgerðir á þessu ári gagnvart íþróttafélögunum. Ég held að því fyrr sem að þau bregðast við að leiðrétta þessa misbresti því betra. Allavega á meðan það er verið að vinna í því að fá uppfærðar reglur í þetta.“ Beðið eftir fundi með fjármálaráðherra Birgir Jóhannsson, framkvæmdastjóri Íslensks toppfótbolta hagsmunasamtök þeirra félaga sem reka lið í tveimur efstu deildum í knattspyrnu hér á landi, segir vinnu við að liðka fyrir rekstri íþróttahreyfinga hér á landi þegar hafna. „Við erum í samtali við ríkið og ríkisskattstjóra um að finna leiðir til að koma hlutunum í lag en á þann máta að það henti íþróttafélögum og íþróttahreyfingunni í heild sinni. Ég vonast bara til að þessi vinna haldi áfram, við megum engan tíma missa.“ Starfshópur hagsmunaaðila bíði nú eftir fundi með fjármálaráðherra. Ívilnanir fyrir íþróttafólk og hreyfingar geti skipt sköpum.
Skattar og tollar Fótbolti Handbolti Körfubolti Lögmennska Félagasamtök Mest lesið Sveitarstjórn reyni að skrá íbúa úr sveitarfélaginu og ógni grundvallarréttindum Innlent Lögregla kölluð til eftir að bremsuvírar voru klipptir á reiðhjólum barna Innlent Skoða að efla geðheilbrigðisþjónustu á Austurlandi eftir röð áfalla Innlent Hleypur 110 kílómetra á dag til að setja heimsmet Innlent Kjölur ekki á dagskrá Innlent Fólk deili lyfseðlum og „míkródósi“: „Við getum ekki réttlætt þá meðferð“ Innlent Lögregla hafi hlaupið á sig á Siglufirði: „Þetta eru einstök prúðmenni“ Innlent „Mér hefur aldrei verið sýnd jafn mikil vanvirðing“ Innlent Ástand á stúdentagörðum: Ítrekuð innbrot, mat stolið, dýnur í kjallara og hland á gólfi Innlent Starfsfólk Alcoa vilji setja fyrirtækinu mörk Innlent Fleiri fréttir Sveitarstjórn reyni að skrá íbúa úr sveitarfélaginu og ógni grundvallarréttindum Skoða að efla geðheilbrigðisþjónustu á Austurlandi eftir röð áfalla Kjölur ekki á dagskrá Lögregla kölluð til eftir að bremsuvírar voru klipptir á reiðhjólum barna Hleypur 110 kílómetra á dag til að setja heimsmet Fólk deili lyfseðlum og „míkródósi“: „Við getum ekki réttlætt þá meðferð“ Deila lyfseðlum fyrir þyngdarstjórnunarlyf og undankeppni HM hefst Starfsfólk Alcoa vilji setja fyrirtækinu mörk Lögregla hafi hlaupið á sig á Siglufirði: „Þetta eru einstök prúðmenni“ Ætla að rannsaka meint undirboð á kísilmálmi „Mér hefur aldrei verið sýnd jafn mikil vanvirðing“ Hélt eiginkonu og fimm börnum í heljargreipum Breyta Korpuskóla til að anna eftirspurn í Klettaskóla Vegabætur á Vestfjörðum opni tækifæri í vetrarferðamennsku Vilja aðgerðir strax Ástand á stúdentagörðum: Ítrekuð innbrot, mat stolið, dýnur í kjallara og hland á gólfi „Geta verið dauðsföll, þú veist ekkert hvað er í þessu“ Öllum börnum undir sex mánaða boðin forvörn gegn RS veiru Vildu fá að vita hvort ríkisstyrkir hefðu farið í málsóknir gegn orkuframkvæmdum Vara við ólöglegum megrunarlyfjum sem eru í umferð Konan er fundin Sextán ára kveikti í herbergi sínu Þremur sleppt úr haldi og brotaþoli útskrifaður „Það kemur að því að við lendum í veseni“ Ekki hægt að þaga þegar stjórnmálamenn leika sér að því að særa fram tröllin 252,6 milljónir runnið í ríkissjóð úr dánarbúum án lögerfingja á tíu árum Þrjú söfn í eina sæng Yfirgefið hreysi víkur fyrir hundrað íbúðum Líkamsárás á gistiheimili „Ekkert óeðlilegt við það að endurskoða þetta kerfi“ Sjá meira