„Við bara byrjum að moka“ Berghildur Erla Bernharðsdóttir skrifar 19. mars 2025 23:31 Frá undirskrift ríkis og sveitarfélaga í Safnahúsinu í dag. Vísir Þjónusta við börn með fjölþættan vanda flyst frá sveitarfélögum til ríkisins samkvæmt samkomulagi stjórnvalda. Þá tekur ríkið alfarið yfir uppbyggingu hjúkrunarheimila . Formaður Sambands íslenskra sveitarfélaga segir að kallað hafi verið eftir þessu í fimmtán ár. Félagsmálaráðherra vill byrja að moka. Samkomulag ríkisins við Samband íslenskra sveitarfélaga um breytta ábyrgð á málefnum barna og uppbyggingu hjúkrunarheimila var undirritað í Safnahúsinu í dag. Í því felst að þjónusta við börn með fjölþættan vanda flyst alfarið til ríkisins þann 1. júní og að sveitarfélög sleppa nú við að greiða 15% stofnkostnað við hjúkrunarheimili. Þá mega þau nú innheimta gatnagerðargjöld. Heiða B. Hilmisdóttir sem á einn dag eftir sem formaður Sambands íslenskra sveitarfélaga er afar ánægð með samkomulagið. Ríki og sveitarfélög innsigluðu samkomulagið í Safnahúsinu. Vísir „Við höfum kallað eftir þessu síðan árið 2010 og loksins kemur hér ríkisstjórn sem gengur í málið,“ segir Heiða. Áshildur Lóa Þórsdóttir barnamálaráðherra segir brýnt að hafa hraðar hendur þegar kemur að börnum með fjölþættan vanda. „Uppbygging hefst sem allra fyrst því við þurfum strax í janúar á næsta ári að taka við börnum sem hafa verið í vistunum hér og þar um landið,“ segir Ásthildur. Inga Sæland félags- og húsnæðismálaráðherra segir mikilvægt að byrja sem allra fyrst að reisa hjúkrunarheimili. Frá fundi í Safnahúsinu. Vísir „Það er brýnt að byrja að losa um þá hnúta sem hafa t.d. verið inn á Landspítalanum þar sem tugir eldri borgara hafa verið fastir. Okkur er ekkert að vanbúnaði. Það er meira segja búið að gefa mér skóflu koma með í ráðuneytið mitt. Við bara byrjum að moka“ segir Inga. Daði Már Kristófersson fjármálaráðherra býst við að árlegur kostnaður ríkissjóðs vegna barna með fjölþættan vanda nemi um þremur milljörðum króna og kostnaður vegna hjúkrunarrýma um einn og hálfur til tveir milljarða króna. „Nú er það ríkið eitt sem stendur fyrir þessum kostnaði. Fjárhagsleg vandamál sveitarfélaganna standa ekki lengur í vegi fyrir ákvarðanatöku í þessum málaflokkum. Við vonumst auðvitað líka til þess að sveitarfélögin komi til móts við okkur að finna hentugar lóðir svo uppbyggingin geti hafist hratt,“ segir Daði. Ríkisstjórn Kristrúnar Frostadóttur Alþingi Ofbeldi gegn börnum Hjúkrunarheimili Landspítalinn Börn og uppeldi Mest lesið „Af hverju ertu svona í framan?“ Innlent Safnaði í bálköst innandyra en kennir stundarbrjálæði um íkveikjuna Innlent Tætir í sig leikskólaplan borgarinnar: Segir Reykjavík taka skref aftur á bak Innlent Alelda bíll á Reykjanesbraut Innlent „Algjörlega alveg út í hött“ Innlent Skipar Ísraelum að hætta að sprengja Erlent Umferðin færist inn á íbúðagötur Innlent Var að streyma á TikTok þegar hann féll til jarðar og lést Erlent Göngu- og hjólabrýr yfir Elliðaár opnast Innlent Diddy í fimmtíu mánaða fangelsisvist Erlent Fleiri fréttir Boða íbúafundi vegna mögulegrar sameiningar sveitarfélaganna Alelda bíll á Reykjanesbraut Framkvæmdirnar komi eftir ákall frá íbúum Safnaði í bálköst innandyra en kennir stundarbrjálæði um íkveikjuna Skrítin afstaða BSRB og ASÍ Tekist á um leikskólamál og árásir á Gasa Umfangsmikil flugslysaæfing á Reykjavíkurflugvelli Tætir í sig leikskólaplan borgarinnar: Segir Reykjavík taka skref aftur á bak Rannsaka mögulega stunguárás Göngu- og hjólabrýr yfir Elliðaár opnast „Af hverju ertu svona í framan?“ „Algjörlega alveg út í hött“ Umferðin færist inn á íbúðagötur Andar sem eru ekki hér en voru í myndinni þeir sveima og fylgjast með Dugar ekki lengur að dorga og nú þurfi að kasta út neti Vann á öllum deildum leikskólans Segja Rússa heyja stríð við Vesturlönd og síðustu ævidagarnir á Grund „Kópavogsmódelið er ekkert annað en þjónustuskerðing“ Nýsestur á skrifstofunni þegar hann fékk bíl í flasið Starfsmaður á Brákarborg grunaður um kynferðisbrot Fresta framkvæmdum vegna veðurs Sýnist komið að seinni hluta í eldsumbrotum í Sundhnúksgígaröðinni Grunaður um að hafa brotið á fleiri en tíu börnum Varaformannsslagur í Miðflokknum: Öll vinir og „peppuð“ fyrir landsþingi Stöðfirðingum enn ráðlagt að sjóða vatn vegna mengunar Tillögurnar í leikskólamálum séu vonbrigði og uppgjöf Jörð skelfur í Krýsuvík og Þjóðaröryggisráð fundaði í morgun Fólk að bugast þar til hætt var að manna vaktir á föstudögum Snorri etur kappi við Bergþór og Ingibjörgu Hafnaði kæru Sameindar vegna Konukots í Ármúla Sjá meira
Samkomulag ríkisins við Samband íslenskra sveitarfélaga um breytta ábyrgð á málefnum barna og uppbyggingu hjúkrunarheimila var undirritað í Safnahúsinu í dag. Í því felst að þjónusta við börn með fjölþættan vanda flyst alfarið til ríkisins þann 1. júní og að sveitarfélög sleppa nú við að greiða 15% stofnkostnað við hjúkrunarheimili. Þá mega þau nú innheimta gatnagerðargjöld. Heiða B. Hilmisdóttir sem á einn dag eftir sem formaður Sambands íslenskra sveitarfélaga er afar ánægð með samkomulagið. Ríki og sveitarfélög innsigluðu samkomulagið í Safnahúsinu. Vísir „Við höfum kallað eftir þessu síðan árið 2010 og loksins kemur hér ríkisstjórn sem gengur í málið,“ segir Heiða. Áshildur Lóa Þórsdóttir barnamálaráðherra segir brýnt að hafa hraðar hendur þegar kemur að börnum með fjölþættan vanda. „Uppbygging hefst sem allra fyrst því við þurfum strax í janúar á næsta ári að taka við börnum sem hafa verið í vistunum hér og þar um landið,“ segir Ásthildur. Inga Sæland félags- og húsnæðismálaráðherra segir mikilvægt að byrja sem allra fyrst að reisa hjúkrunarheimili. Frá fundi í Safnahúsinu. Vísir „Það er brýnt að byrja að losa um þá hnúta sem hafa t.d. verið inn á Landspítalanum þar sem tugir eldri borgara hafa verið fastir. Okkur er ekkert að vanbúnaði. Það er meira segja búið að gefa mér skóflu koma með í ráðuneytið mitt. Við bara byrjum að moka“ segir Inga. Daði Már Kristófersson fjármálaráðherra býst við að árlegur kostnaður ríkissjóðs vegna barna með fjölþættan vanda nemi um þremur milljörðum króna og kostnaður vegna hjúkrunarrýma um einn og hálfur til tveir milljarða króna. „Nú er það ríkið eitt sem stendur fyrir þessum kostnaði. Fjárhagsleg vandamál sveitarfélaganna standa ekki lengur í vegi fyrir ákvarðanatöku í þessum málaflokkum. Við vonumst auðvitað líka til þess að sveitarfélögin komi til móts við okkur að finna hentugar lóðir svo uppbyggingin geti hafist hratt,“ segir Daði.
Ríkisstjórn Kristrúnar Frostadóttur Alþingi Ofbeldi gegn börnum Hjúkrunarheimili Landspítalinn Börn og uppeldi Mest lesið „Af hverju ertu svona í framan?“ Innlent Safnaði í bálköst innandyra en kennir stundarbrjálæði um íkveikjuna Innlent Tætir í sig leikskólaplan borgarinnar: Segir Reykjavík taka skref aftur á bak Innlent Alelda bíll á Reykjanesbraut Innlent „Algjörlega alveg út í hött“ Innlent Skipar Ísraelum að hætta að sprengja Erlent Umferðin færist inn á íbúðagötur Innlent Var að streyma á TikTok þegar hann féll til jarðar og lést Erlent Göngu- og hjólabrýr yfir Elliðaár opnast Innlent Diddy í fimmtíu mánaða fangelsisvist Erlent Fleiri fréttir Boða íbúafundi vegna mögulegrar sameiningar sveitarfélaganna Alelda bíll á Reykjanesbraut Framkvæmdirnar komi eftir ákall frá íbúum Safnaði í bálköst innandyra en kennir stundarbrjálæði um íkveikjuna Skrítin afstaða BSRB og ASÍ Tekist á um leikskólamál og árásir á Gasa Umfangsmikil flugslysaæfing á Reykjavíkurflugvelli Tætir í sig leikskólaplan borgarinnar: Segir Reykjavík taka skref aftur á bak Rannsaka mögulega stunguárás Göngu- og hjólabrýr yfir Elliðaár opnast „Af hverju ertu svona í framan?“ „Algjörlega alveg út í hött“ Umferðin færist inn á íbúðagötur Andar sem eru ekki hér en voru í myndinni þeir sveima og fylgjast með Dugar ekki lengur að dorga og nú þurfi að kasta út neti Vann á öllum deildum leikskólans Segja Rússa heyja stríð við Vesturlönd og síðustu ævidagarnir á Grund „Kópavogsmódelið er ekkert annað en þjónustuskerðing“ Nýsestur á skrifstofunni þegar hann fékk bíl í flasið Starfsmaður á Brákarborg grunaður um kynferðisbrot Fresta framkvæmdum vegna veðurs Sýnist komið að seinni hluta í eldsumbrotum í Sundhnúksgígaröðinni Grunaður um að hafa brotið á fleiri en tíu börnum Varaformannsslagur í Miðflokknum: Öll vinir og „peppuð“ fyrir landsþingi Stöðfirðingum enn ráðlagt að sjóða vatn vegna mengunar Tillögurnar í leikskólamálum séu vonbrigði og uppgjöf Jörð skelfur í Krýsuvík og Þjóðaröryggisráð fundaði í morgun Fólk að bugast þar til hætt var að manna vaktir á föstudögum Snorri etur kappi við Bergþór og Ingibjörgu Hafnaði kæru Sameindar vegna Konukots í Ármúla Sjá meira