Tæknilausnir nauðsynlegar til að bæta þjónustu í heilbrigðiskerfinu Lovísa Arnardóttir skrifar 20. mars 2025 09:03 Jóhann, til vinstri, og Björn, til hægri, ræddu stafrænar lausnir í heilbrigðiskerfinu í Bítinu í morgun. Bylgjan Jóhann G. Jóhannsson, meðstofnandi og stjórnarformaður Alvotech og partner Aztiq og Björn Zoega, framkvæmdastjóri á King Faisal Specialist Hospital and Research Centre, segja íslensk heilbrigðiskerfi eftir á. Það sé nauðsynlegt að skoða og taka ákvarðanir um innleiðingu stafrænna lausna. Með stafrænum lausnum eiga þeir við að heilbrigðisstarfsfólk noti tölvur, tækni og gervigreind til að veita sjúklingum bestu mögulegu þjónustu sem völ er á. Björn og Jóhann ræddu innleiðingu stafrænna lausna í Bítinu á Bylgjunni í morgun. Alvotech heldur ráðstefnu um sama mál í dag. „Við ráðum ekkert við að þjónusta heilbrigðiskerfið með sama starfsfólki endalaust, það verður að nýta þessa þekkingu sem er á stafrænum hluta, alla tækniþekkingu,“ segir Björn. Hann segir það almenna þekkingu að heilbrigðiskerfið er eftir á þegar kemur að innleiðingu tækniþjónustu. Ef litið er til dæmis bankakerfisins sé hægt að sjá að möguleikarnir eru margir. Björn segir það ekki gilda bara um Ísland, þetta eigi við um heilbrigðiskerfi um allan heim. „Það viðurkenna allir að heilbrigðiskerfi um allan heim hafa verið sein að taka upp þessi kerfi. Það hefur með það að gera að fólk hefur viljað fara varlega í hlutina, þetta er meira líf og limi, en nú verðum við að hlaupa hraðar,“ segir Björn. Jóhann segir ýmislegt hægt að gera og segir frá til dæmis sænskri lausn um heilsugæslu á netinu. Þar fái fólk spjall við lækni og jafnvel greiningu í gegnum fjarviðtal. Þetta gæti til dæmis nýst fólki á landsbyggðinni vel. Hann segir þetta áhugaverðan kost og að einhverju leyti sé ekki val um að gera þetta ekki, það sé nauðsyn. Sjá einnig: Hundrað manna hjúkrunarheimili gæti sparað tugi milljóna með smáforriti Eykur öryggi og framleiðni Þá segir Jóhann einnig frá rafrænum sjúkraskrám sem geti aukið framleiðni og öryggi því kerfið er gagnsærra en þau sem hafa verið notuð áður. Björn segir stóra vandamálið að koma þessum kerfum í nýtingu og samþættingin sé það sem er flóknast við það, að hleypa bæði starfsfólki og sjúklingum inn í kerfin. Jóhann segir að fjárhagslega myndi svona lausn borga sig upp á nokkrum árum. Hann segir hægt að innleiða þessi tvö kerfi á Íslandi. Það séu innviðir, starfsfólk og tækni til staðar til að gera það. Það eina sem vanti er að taka ákvörðun. Björn segir að á Íslandi vanti ekki peninga, heldur að þora að taka skrefið og gera réttu hlutina. Á Íslandi sé líka ákveðin skammsýni og „passívar ákvarðanir“ eða ekki teknar ákvarðanir. Hægt er að hlusta á viðtalið við Björn og Jóhann að ofan. Bítið Tækni Gervigreind Heilbrigðismál Stafræn þróun Bylgjan Mest lesið Fjölskylduharmleikur í Garðabæ: Áttræður faðirinn fékk hjartaáfall Innlent Laumaði sér í vasa ferðamanns og hirti af honum kortin Innlent Ríkið selur villu og vill tæpan milljarð Innlent Ákærður fyrir að reyna að svipta tvo lífi Innlent Gullbakka stolið á Skólavörðustíg: „Þetta eru galdramenn“ Innlent Skógar Reykjavíkur séu hundruð milljarða króna virði Innlent Sjúkdómsvaldandi bakteríur fylgi óböðuðum ferðamönnum Innlent „Hann kann allt varðandi þriðju vaktina“ Innlent Erlendir vasaþjófar handteknir bæði í höfuðborginni og á Suðurlandi Innlent Tveir „galdramenn“ í haldi Innlent Fleiri fréttir Þurfti áfallahjálp þegar flugi til Íslands var hætt Leikhúsþýðingar Vigdísar gefnar út Mikill meirihluti landsmanna vill ekki íslenskan her Sjúkdómsvaldandi bakteríur fylgi óböðuðum ferðamönnum Brýnt að stækka Samgöngusafnið í Skógum „Hann kann allt varðandi þriðju vaktina“ Erlendir vasaþjófar handteknir bæði í höfuðborginni og á Suðurlandi Tveir „galdramenn“ í haldi Uggandi yfir innflutningi: Fleira ungt fólk leitar á Vog Ungt fólk sækir meira á Vog og þaulskipulögð þjófagengi Skógar Reykjavíkur séu hundruð milljarða króna virði Nýju hættumatskorti ætlað að ná betur utan um hættu utan Reykjanesskagans Ríkið selur villu og vill tæpan milljarð Lengja opnunartímann aftur Ákærður fyrir að reyna að svipta tvo lífi Stefnir í annað metár í frávísunum Þáttaskil hafi orðið í skjálftavirkni í Ljósufjallakerfinu á föstudag Laumaði sér í vasa ferðamanns og hirti af honum kortin Börn niður í átta mánaða fá inni á leikskóla Jörð skelfur í Ljósufjöllum Umsóknum um alþjóðlega vernd fækkar verulega Öll börn fái leikskólapláss frá 18 mánaða aldri Gullbakka stolið á Skólavörðustíg: „Þetta eru galdramenn“ Frú Vigdís fagnar 95 ára afmæli Stærsti skjálfti sem mælst hefur á svæðinu frá því virkni hófst Tveir skjálftar yfir fjórum að stærð í Bárðarbungu Fjölskylduharmleikur í Garðabæ: Áttræður faðirinn fékk hjartaáfall Þjófnaður, rúðubrot og líkamsárás Nemendurnir neita að fara í Tækniskólann Ferðamaður rændur og kortið notað fyrir tæpa milljón Sjá meira
Með stafrænum lausnum eiga þeir við að heilbrigðisstarfsfólk noti tölvur, tækni og gervigreind til að veita sjúklingum bestu mögulegu þjónustu sem völ er á. Björn og Jóhann ræddu innleiðingu stafrænna lausna í Bítinu á Bylgjunni í morgun. Alvotech heldur ráðstefnu um sama mál í dag. „Við ráðum ekkert við að þjónusta heilbrigðiskerfið með sama starfsfólki endalaust, það verður að nýta þessa þekkingu sem er á stafrænum hluta, alla tækniþekkingu,“ segir Björn. Hann segir það almenna þekkingu að heilbrigðiskerfið er eftir á þegar kemur að innleiðingu tækniþjónustu. Ef litið er til dæmis bankakerfisins sé hægt að sjá að möguleikarnir eru margir. Björn segir það ekki gilda bara um Ísland, þetta eigi við um heilbrigðiskerfi um allan heim. „Það viðurkenna allir að heilbrigðiskerfi um allan heim hafa verið sein að taka upp þessi kerfi. Það hefur með það að gera að fólk hefur viljað fara varlega í hlutina, þetta er meira líf og limi, en nú verðum við að hlaupa hraðar,“ segir Björn. Jóhann segir ýmislegt hægt að gera og segir frá til dæmis sænskri lausn um heilsugæslu á netinu. Þar fái fólk spjall við lækni og jafnvel greiningu í gegnum fjarviðtal. Þetta gæti til dæmis nýst fólki á landsbyggðinni vel. Hann segir þetta áhugaverðan kost og að einhverju leyti sé ekki val um að gera þetta ekki, það sé nauðsyn. Sjá einnig: Hundrað manna hjúkrunarheimili gæti sparað tugi milljóna með smáforriti Eykur öryggi og framleiðni Þá segir Jóhann einnig frá rafrænum sjúkraskrám sem geti aukið framleiðni og öryggi því kerfið er gagnsærra en þau sem hafa verið notuð áður. Björn segir stóra vandamálið að koma þessum kerfum í nýtingu og samþættingin sé það sem er flóknast við það, að hleypa bæði starfsfólki og sjúklingum inn í kerfin. Jóhann segir að fjárhagslega myndi svona lausn borga sig upp á nokkrum árum. Hann segir hægt að innleiða þessi tvö kerfi á Íslandi. Það séu innviðir, starfsfólk og tækni til staðar til að gera það. Það eina sem vanti er að taka ákvörðun. Björn segir að á Íslandi vanti ekki peninga, heldur að þora að taka skrefið og gera réttu hlutina. Á Íslandi sé líka ákveðin skammsýni og „passívar ákvarðanir“ eða ekki teknar ákvarðanir. Hægt er að hlusta á viðtalið við Björn og Jóhann að ofan.
Bítið Tækni Gervigreind Heilbrigðismál Stafræn þróun Bylgjan Mest lesið Fjölskylduharmleikur í Garðabæ: Áttræður faðirinn fékk hjartaáfall Innlent Laumaði sér í vasa ferðamanns og hirti af honum kortin Innlent Ríkið selur villu og vill tæpan milljarð Innlent Ákærður fyrir að reyna að svipta tvo lífi Innlent Gullbakka stolið á Skólavörðustíg: „Þetta eru galdramenn“ Innlent Skógar Reykjavíkur séu hundruð milljarða króna virði Innlent Sjúkdómsvaldandi bakteríur fylgi óböðuðum ferðamönnum Innlent „Hann kann allt varðandi þriðju vaktina“ Innlent Erlendir vasaþjófar handteknir bæði í höfuðborginni og á Suðurlandi Innlent Tveir „galdramenn“ í haldi Innlent Fleiri fréttir Þurfti áfallahjálp þegar flugi til Íslands var hætt Leikhúsþýðingar Vigdísar gefnar út Mikill meirihluti landsmanna vill ekki íslenskan her Sjúkdómsvaldandi bakteríur fylgi óböðuðum ferðamönnum Brýnt að stækka Samgöngusafnið í Skógum „Hann kann allt varðandi þriðju vaktina“ Erlendir vasaþjófar handteknir bæði í höfuðborginni og á Suðurlandi Tveir „galdramenn“ í haldi Uggandi yfir innflutningi: Fleira ungt fólk leitar á Vog Ungt fólk sækir meira á Vog og þaulskipulögð þjófagengi Skógar Reykjavíkur séu hundruð milljarða króna virði Nýju hættumatskorti ætlað að ná betur utan um hættu utan Reykjanesskagans Ríkið selur villu og vill tæpan milljarð Lengja opnunartímann aftur Ákærður fyrir að reyna að svipta tvo lífi Stefnir í annað metár í frávísunum Þáttaskil hafi orðið í skjálftavirkni í Ljósufjallakerfinu á föstudag Laumaði sér í vasa ferðamanns og hirti af honum kortin Börn niður í átta mánaða fá inni á leikskóla Jörð skelfur í Ljósufjöllum Umsóknum um alþjóðlega vernd fækkar verulega Öll börn fái leikskólapláss frá 18 mánaða aldri Gullbakka stolið á Skólavörðustíg: „Þetta eru galdramenn“ Frú Vigdís fagnar 95 ára afmæli Stærsti skjálfti sem mælst hefur á svæðinu frá því virkni hófst Tveir skjálftar yfir fjórum að stærð í Bárðarbungu Fjölskylduharmleikur í Garðabæ: Áttræður faðirinn fékk hjartaáfall Þjófnaður, rúðubrot og líkamsárás Nemendurnir neita að fara í Tækniskólann Ferðamaður rændur og kortið notað fyrir tæpa milljón Sjá meira