Sumarblús Flosi Þorgeirsson skrifar 23. mars 2025 21:31 Nú hækkar sól á lofti. Hið kalda tak vetursins linast. Sorti og drungi hverfur. Léttara verður yfir fólki, útigrillin eru fægð, tjöld viðruð og lögð drög að því hvernig skal nýta þennan magnaða tíma sem íslenska sumarið er. Þó eru ekki allir sem hlakka til sumars. Ákveðinn hópur fólks vill ekkert heitar en finna sömu gleði og tilhlökkun eins og flest sitt samferðafólk. En sú góða tilfinning hreiðrar ekki um sig hjá öllum. Margir hafa þá mynd af þunglyndi að það sé depurð. Þetta fólk sé alltaf leitt og dapurt. Svo er ekki. Þunglyndi er grár tómleiki. Allar tilfinningar dofna, jafnt andlegar sem líkamlegar. Löngun í mat og jafnvel kynlíf minnkar. Þú ert mögulega búin(n) að skipuleggja sumarleyfi á frábærum stað en tilhlökkun er engin. Þunglyndi drepur tilfinningar. Depurð, sorg og söknuður eru eðlilegar tilfinningar. Það er aftur á móti ekkert eðlilegt við þunglyndi. Þessvegna er það skilgreint sem sjúkdómur. Meira að segja mjög hættulegur sjúkdómur. Rannsóknir sýna að sjálfsvíg eru algengari að sumri til. Vetrarblúsinn er öðruvísi en sumarblús. Á veturna er mikill doði sem einkennist af orkuleysi. „Venjulega“ fólkið sem er svo heppið að burðast ekki með þunglyndi, finnur þó einnig fyrir þessu. Það hefur meiri skilning á þyngslum og doða okkar, hinna þunglyndu. Svo er ekki þegar fuglar byrja að syngja og boða vorfögnuð. Sumarblúsinn er því að mörgu leyti erfiðari. Þunglyndið ræðst öðruvísi á okkur er sólin skríður hærra á loft. Við rífum okkur jafnvel meira niður. Ein af ástæðunum fyrir þessu er að samfélagið gerir ráð fyrir að allir eigi að vera glaðir að sumri til. Þeir sem glíma við þunglyndi finna þá fyrir aukinni firringu – „Af hverju er ég ekki hamingjusamur þegar allt í kringum mig kallar á gleði?“ Slík tilfinning getur aukið sjálfsásakanir og vanmáttarkennd. Að auki getur líkaminn átt erfitt með að stilla sig af þegar birtutíminn lengist, og svefntruflanir – algengur fylgifiskur sumars – geta gert þunglyndi enn verra. Þó að engin einhlít skýring sé á því, er talið að þessi árstíðabundna aukning tengist því að fólk sem hefur verið mjög veikt að vetri til finni skammvinna orkuaukningu á vorin – en án þess að líðan þess hafi raunverulega batnað. Slík blanda getur verið hættuleg. Lífshættuleg. Það er þetta niðurrif sem er mun hættulegra en vetrardoðinn. Þunglyndið hefur aðeins eitt markmið: Að koma okkur í gröfina sem fyrst. Ólíkt krabbameini eða öðrum slíkum sjúkdómum, getur þunglyndið sjálft ekki drepið okkur. Það þarf að sannfæra okkur um að falla fyrir eigin hendi. Fyrir suma getur sumarið verið jafn erfitt, ef ekki erfiðara, en svartasta skammdegið. Þess vegna skiptir máli að vera vakandi fyrir merkjum um vanlíðan í kringum sig – líka þegar sólin skín sem skærast. Það er þó ýmislegt sem við getum gert svo að grámanum takist ekki sitt grimma ætlunarverk. Nauðsynlegt er að reyna að viðhalda rútínu hvað varðar svefn, mataræði og hreyfingu. Mundu að það er engin skylda að njóta sumarsins eins og aðrir. Við erum öll ólík. Það er í lagi að vera ekki í sólskinsskapi þótt sól sé björt. Samfélagsmiðlar fyllast af myndum af hamingjusömu fólki í sumarsól, en það er aðeins ein hlið á lífinu. Að draga sig í hlé frá slíkum samanburði getur hjálpað. Ekki burðast ein(n) með þína vanlíðan. Það hjálpar að tala við vin sem skilur þig, eða þá fagaðila. Aðstandendur geta hjálpað með því að gera ekki lítið úr okkar vanlíðan. Frasar eins og „Farðu bara út í sólina, þá líður þér betur“ eða „Af hverju ertu svona leið(ur) þegar það er svona gott veður?“ gera bara illt verra. Þunglyndi að sumri til getur verið erfitt að skilja fyrir þá sem ekki hafa upplifað það, en stuðningur snýst oft um að vera til staðar án þess að þurfa að „laga“ hlutina. Setning eins og: „Langar þig að koma í kaffibolla? Engin pressa, bara ef þú treystir þér“, er aftur á móti virkilega hjálpleg. Ekki segja hinum þunglynda hvað hann „ætti“ að gera. Spyrjið frekar hvernig þið getið hjálpað. Bjóða fram hjálp eða jafnvel eitthvað einfalt eins og að stinga upp á göngutúr saman getur gert gæfumun. Leyfum þunglyndinu ekki að eyðileggja fyrir okkur hið yndislega sumar! Höfundur er sagnfræðingur og tónlistarmaður. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Geðheilbrigði Mest lesið Er ég eins og ég er? - Svar við pistli heilbrigðisráðherra Eldur Smári Kristinsson Skoðun Skuggaráðherra ríkisstjórnarinnar Diljá Mist Einarsdóttir Skoðun Setjum á okkur súrefnisgrímuna áður en við björgum heiminum. Nú þarf hinn þögli meirihluti að láta í sér heyra Steindór Þórarinsson Skoðun Seðlabankastjóri rannsakar sjálfan sig Einar Steingrímsson Skoðun Stóra spurningin sem fjárlögin svara ekki Sandra B. Franks Skoðun 30 by 30 - Gefum lífi á jörð smá séns Rósa Líf Darradóttir Skoðun Talaðu núna, talaðu! Bolli Pétur Bollason Skoðun Óttinn selur Davíð Bergmann Skoðun Þegar fjórða valdið sefur – og gamla tuggan lifir Sigríður Svanborgardóttir Skoðun Skólabærinn Garðabær: Við mælum árangur og gerum stöðugt betur Almar Guðmundsson,Sigríður Hulda Jónsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Siglt gegn þjóðarmorði Cyma Farah,Sólveig Ásta Sigurðardóttir skrifar Skoðun Um ópið sem heimurinn ekki heyrir Reham Khaled skrifar Skoðun 30 by 30 - Gefum lífi á jörð smá séns Rósa Líf Darradóttir skrifar Skoðun Hærri greiðslur í fæðingarorlofi Kristján Þórður Snæbjarnarson skrifar Skoðun Skólabærinn Garðabær: Við mælum árangur og gerum stöðugt betur Almar Guðmundsson,Sigríður Hulda Jónsdóttir skrifar Skoðun Stóra spurningin sem fjárlögin svara ekki Sandra B. Franks skrifar Skoðun Námsmat og Matsferill – Tækifæri til umbóta í skólastarfi Sigurbjörg Róbertsdóttir skrifar Skoðun Tími til aðgerða - loftslags- og umhverfismál sett á dagskrá Jóna Þórey Pétursdóttir skrifar Skoðun Setjum á okkur súrefnisgrímuna áður en við björgum heiminum. Nú þarf hinn þögli meirihluti að láta í sér heyra Steindór Þórarinsson skrifar Skoðun Sterkt skólasamfélag á Akureyri, sameiginleg ábyrgð og framtíðarsýn Heimir Örn Árnason skrifar Skoðun Fæðingarhríðir fjórðu iðnbyltingarinnar: Til fjármálafyrirtækja Klara Nótt Egilson skrifar Skoðun „AMOC straumurinn", enn ein heimsendaspáin... Valgerður Árnadóttir skrifar Skoðun Talaðu núna, talaðu! Bolli Pétur Bollason skrifar Skoðun Seðlabankastjóri rannsakar sjálfan sig Einar Steingrímsson skrifar Skoðun Skuggaráðherra ríkisstjórnarinnar Diljá Mist Einarsdóttir skrifar Skoðun Óttinn selur Davíð Bergmann skrifar Skoðun Börn með fjölþættan vanda – horft til framtíðar Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Umbóta á námi fanga enn beðið Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Þegar fjórða valdið sefur – og gamla tuggan lifir Sigríður Svanborgardóttir skrifar Skoðun Erfðir og endurframleiðsla félagslegra vandamála milli kynslóða Halldóra Lillý Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Opið bréf til utanríkisráðherra og alþingismanna: Farbann á hermenn sem taka þátt í þjóðarmorði Helen Ólafsdóttir skrifar Skoðun Raddir, sýnir og aðrar óhefðbundnar skynjanir Svava Arnardóttir skrifar Skoðun Er ég eins og ég er? - Svar við pistli heilbrigðisráðherra Eldur Smári Kristinsson skrifar Skoðun Eftir höfðinu dansa limirnir Hallfríður Þórarinsdóttir skrifar Skoðun Sýklasótt – tími og þekking skiptir máli Alma Möller skrifar Skoðun Frá upplausn til uppbyggingar Þór Pálsson skrifar Skoðun Hagsmunir sveitanna í vasa heildsala Anton Guðmundsson skrifar Skoðun Verið að vinna sér í haginn Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Ég er eins og ég er – um heilbrigðisþjónustu við trans fólk Alma D. Möller skrifar Skoðun Óvelkomnar alls staðar Kristín Davíðsdóttir skrifar Sjá meira
Nú hækkar sól á lofti. Hið kalda tak vetursins linast. Sorti og drungi hverfur. Léttara verður yfir fólki, útigrillin eru fægð, tjöld viðruð og lögð drög að því hvernig skal nýta þennan magnaða tíma sem íslenska sumarið er. Þó eru ekki allir sem hlakka til sumars. Ákveðinn hópur fólks vill ekkert heitar en finna sömu gleði og tilhlökkun eins og flest sitt samferðafólk. En sú góða tilfinning hreiðrar ekki um sig hjá öllum. Margir hafa þá mynd af þunglyndi að það sé depurð. Þetta fólk sé alltaf leitt og dapurt. Svo er ekki. Þunglyndi er grár tómleiki. Allar tilfinningar dofna, jafnt andlegar sem líkamlegar. Löngun í mat og jafnvel kynlíf minnkar. Þú ert mögulega búin(n) að skipuleggja sumarleyfi á frábærum stað en tilhlökkun er engin. Þunglyndi drepur tilfinningar. Depurð, sorg og söknuður eru eðlilegar tilfinningar. Það er aftur á móti ekkert eðlilegt við þunglyndi. Þessvegna er það skilgreint sem sjúkdómur. Meira að segja mjög hættulegur sjúkdómur. Rannsóknir sýna að sjálfsvíg eru algengari að sumri til. Vetrarblúsinn er öðruvísi en sumarblús. Á veturna er mikill doði sem einkennist af orkuleysi. „Venjulega“ fólkið sem er svo heppið að burðast ekki með þunglyndi, finnur þó einnig fyrir þessu. Það hefur meiri skilning á þyngslum og doða okkar, hinna þunglyndu. Svo er ekki þegar fuglar byrja að syngja og boða vorfögnuð. Sumarblúsinn er því að mörgu leyti erfiðari. Þunglyndið ræðst öðruvísi á okkur er sólin skríður hærra á loft. Við rífum okkur jafnvel meira niður. Ein af ástæðunum fyrir þessu er að samfélagið gerir ráð fyrir að allir eigi að vera glaðir að sumri til. Þeir sem glíma við þunglyndi finna þá fyrir aukinni firringu – „Af hverju er ég ekki hamingjusamur þegar allt í kringum mig kallar á gleði?“ Slík tilfinning getur aukið sjálfsásakanir og vanmáttarkennd. Að auki getur líkaminn átt erfitt með að stilla sig af þegar birtutíminn lengist, og svefntruflanir – algengur fylgifiskur sumars – geta gert þunglyndi enn verra. Þó að engin einhlít skýring sé á því, er talið að þessi árstíðabundna aukning tengist því að fólk sem hefur verið mjög veikt að vetri til finni skammvinna orkuaukningu á vorin – en án þess að líðan þess hafi raunverulega batnað. Slík blanda getur verið hættuleg. Lífshættuleg. Það er þetta niðurrif sem er mun hættulegra en vetrardoðinn. Þunglyndið hefur aðeins eitt markmið: Að koma okkur í gröfina sem fyrst. Ólíkt krabbameini eða öðrum slíkum sjúkdómum, getur þunglyndið sjálft ekki drepið okkur. Það þarf að sannfæra okkur um að falla fyrir eigin hendi. Fyrir suma getur sumarið verið jafn erfitt, ef ekki erfiðara, en svartasta skammdegið. Þess vegna skiptir máli að vera vakandi fyrir merkjum um vanlíðan í kringum sig – líka þegar sólin skín sem skærast. Það er þó ýmislegt sem við getum gert svo að grámanum takist ekki sitt grimma ætlunarverk. Nauðsynlegt er að reyna að viðhalda rútínu hvað varðar svefn, mataræði og hreyfingu. Mundu að það er engin skylda að njóta sumarsins eins og aðrir. Við erum öll ólík. Það er í lagi að vera ekki í sólskinsskapi þótt sól sé björt. Samfélagsmiðlar fyllast af myndum af hamingjusömu fólki í sumarsól, en það er aðeins ein hlið á lífinu. Að draga sig í hlé frá slíkum samanburði getur hjálpað. Ekki burðast ein(n) með þína vanlíðan. Það hjálpar að tala við vin sem skilur þig, eða þá fagaðila. Aðstandendur geta hjálpað með því að gera ekki lítið úr okkar vanlíðan. Frasar eins og „Farðu bara út í sólina, þá líður þér betur“ eða „Af hverju ertu svona leið(ur) þegar það er svona gott veður?“ gera bara illt verra. Þunglyndi að sumri til getur verið erfitt að skilja fyrir þá sem ekki hafa upplifað það, en stuðningur snýst oft um að vera til staðar án þess að þurfa að „laga“ hlutina. Setning eins og: „Langar þig að koma í kaffibolla? Engin pressa, bara ef þú treystir þér“, er aftur á móti virkilega hjálpleg. Ekki segja hinum þunglynda hvað hann „ætti“ að gera. Spyrjið frekar hvernig þið getið hjálpað. Bjóða fram hjálp eða jafnvel eitthvað einfalt eins og að stinga upp á göngutúr saman getur gert gæfumun. Leyfum þunglyndinu ekki að eyðileggja fyrir okkur hið yndislega sumar! Höfundur er sagnfræðingur og tónlistarmaður.
Setjum á okkur súrefnisgrímuna áður en við björgum heiminum. Nú þarf hinn þögli meirihluti að láta í sér heyra Steindór Þórarinsson Skoðun
Skólabærinn Garðabær: Við mælum árangur og gerum stöðugt betur Almar Guðmundsson,Sigríður Hulda Jónsdóttir Skoðun
Skoðun Skólabærinn Garðabær: Við mælum árangur og gerum stöðugt betur Almar Guðmundsson,Sigríður Hulda Jónsdóttir skrifar
Skoðun Námsmat og Matsferill – Tækifæri til umbóta í skólastarfi Sigurbjörg Róbertsdóttir skrifar
Skoðun Tími til aðgerða - loftslags- og umhverfismál sett á dagskrá Jóna Þórey Pétursdóttir skrifar
Skoðun Setjum á okkur súrefnisgrímuna áður en við björgum heiminum. Nú þarf hinn þögli meirihluti að láta í sér heyra Steindór Þórarinsson skrifar
Skoðun Sterkt skólasamfélag á Akureyri, sameiginleg ábyrgð og framtíðarsýn Heimir Örn Árnason skrifar
Skoðun Fæðingarhríðir fjórðu iðnbyltingarinnar: Til fjármálafyrirtækja Klara Nótt Egilson skrifar
Skoðun Erfðir og endurframleiðsla félagslegra vandamála milli kynslóða Halldóra Lillý Jóhannsdóttir skrifar
Skoðun Opið bréf til utanríkisráðherra og alþingismanna: Farbann á hermenn sem taka þátt í þjóðarmorði Helen Ólafsdóttir skrifar
Setjum á okkur súrefnisgrímuna áður en við björgum heiminum. Nú þarf hinn þögli meirihluti að láta í sér heyra Steindór Þórarinsson Skoðun
Skólabærinn Garðabær: Við mælum árangur og gerum stöðugt betur Almar Guðmundsson,Sigríður Hulda Jónsdóttir Skoðun