Danir kveðja konur í herinn Samúel Karl Ólason skrifar 25. mars 2025 20:15 Frá þjálfun kvaðmanna í Danmörku. Varnarmálaráðuneyti Danmerkur Danir munu byrja að kveðja konur í herinn næsta sumar. Konur sem verða átján ára eftir 1. júlí í sumar gætu því þurft að hefja ellefu mánaða herskyldu á næsta ári. Mun það eiga við konur sem verða átján ára eftir 1. júlí í sumar. Troels Lund Pulsen, varnarmálaráðherra Danmerkur, tilkynnti þetta á blaðamannafundi í dag. Hann sagði að þann 5. september á næsta ári yrðu nöfn þeirra karla og kvenna sem hefðu orðið átján ára gamlar eftir 1. júlí settar í pott. Nöfn þeirra sem þyrftu að gangast herkvaðningu yrðu svo dregin úr þeim potti. Þetta byggir samkvæmt frétt DR á því að þörf verði á herkvaðningu en það veltur á því hve margir munu ganga sjálfviljugir til liðs við herinn. Herskylda þessi mun svo standa yfir í ellefu mánuði. Upprunalega var þessi ákvörðun tekin árið 2023 en þá stóð til að taka þetta skref árið 2027. Því hefur nú verið flýtt eftir að samkomulag náðist á danska þinginu. Lög þess að lútandi verða lögð fram á þingi í vor, samkvæmt yfirlýsingu frá varnarmálaráðuneyti Danmerkur. Danir, eins og margar aðrar þjóðir Evrópu um þessar mundir, ætlar sér í umfangsmikla hernaðaruppbyggingu á næstu árum. Ákveðið var í síðasta mánuði að setja tugi milljarða danskra króna í hergagnakaup og annarskonar hernaðaruppbyggingu á næstu tíu árum. Meðal annars stendur til að bæta loftvarnir Danmerkur til muna. Sjá einnig: Ætla að sigra í vopnakapphlaupi við Rússa Þegar Metta Frederiksen, forsætisráðherra Danmerkur, kynnti þessar ætlanir sagði hún aðstæður varðandi öryggismál í Evrópu vera verri en þær hefðu verið á tímum kalda stríðsins. Þó nokkur smærri ríki heims notast við herskyldu til að byggja upp varalið fólks sem býr í það minnsta yfir grunnþjálfun í hernaði sem hægt er að kalla til herþjónustu með stuttum fyrirvara á krísutímum. Í áðurnefndri tilkynningu frá varnarmálaráðuneyti Danmerkur er haft eftir Michael W. Hyldgaard, yfirmanni herafla ríkisins, að með því að kveðja ungar konur einnig til herþjónustu sé gengið úr skugga um að hæfasta fólkið sé kallað til og varnir ríkisins þannig styrktar. Danmörk Hernaður Evrópusambandið Mest lesið Gulli Reynis látinn Innlent Vill að handhafar forsetavalds fái hundrað þúsund krónur árlega Innlent Tók fjórar mínútur að koma heimilisfólki á Hrafnistu í skjól Innlent Vildi að sonurinn hefði aldrei farið á Stuðla Innlent Þekkt baráttukona hinseginréttinda myrt í Pétursborg Erlent Sviðsstjóri lögsækir Ríkisendurskoðun Innlent Kvöldfréttir Stöðvar 2 Innlent Segir forsetann tala fyrir einangrun Innlent Nóbelsnefndin rannsakar mögulegan leka og óvenjuleg veðmál Erlent Óslóartréð fellt í Heiðmörk Innlent Fleiri fréttir Tugir látnir eftir árás á íbúðarhúsnæði Tilkynna yngri en 16 ára að reikningum að Facebook og Instagram verði lokað Reiði í Hvíta húsinu: „Demókratar munu sjá eftir þessu“ Sagðir vinna að nýju friðarsamkomulagi án Úkraínu og Evrópu Grunaður um að myrða stúlku sem fannst látin í skotti Teslu hans Loka síðustu ræðismannsskrifstofu Rússa Stærsti bæjarbruni í landinu frá 1976 Merz í vandræðum með ungliðana 100 ára yfirráðum Jafnaðarmanna í Kaupmannahöfn lokið Gerði lítið úr morðinu á Khashoggi á blaðamannafundi með bin Salman Öldungadeild samþykkir líka birtingu Epstein-skjalanna Fulltrúadeild samþykkir að birta Epstein-skjölin Úkraínskir útsendarar Rússa sagðir að baki skemmdarverkunum Hvíta húsið hlutaðist til um rannsókn á Tate-bræðrum Dregur sig í hlé af skömm vegna tengsla við Epstein Mislingafaraldurinn í Bandaríkjunum breiðir úr sér Hægri beygja Mette gæti kostað Jafnaðarmenn Kaupmannahöfn Undirrituðu viljayfirlýsingu um kaup á allt að 100 Rafale herþotum Öryggisráðið samþykkir tillögu Bandaríkjanna um framtíð Gasa Þekktir vísindamenn lögðu lag sitt við Epstein Rússar sagðir hafa drepið ekkju fyrsta fórnarlambs Tsjernobylslyssins Forsætisráðherrann fyrrverandi dæmdur til dauða Telja að lestarteinar hafi verið sprengdir viljandi í Póllandi Enn og aftur tilkynnt um dróna í Danaveldi Játuðu morð á almennum borgurum en voru aldrei sóttir til saka Kallar nú sjálfur eftir birtingu Epstein-skjalanna Loftslagskvíði geti ýtt undir fíkniefnaneyslu Kókaínkóngur handtekinn á Spáni Sonur Beckham sviptur ökuréttindum Kynna umfangsmiklar breytingar á stuðningi við hælisleitendur Sjá meira
Troels Lund Pulsen, varnarmálaráðherra Danmerkur, tilkynnti þetta á blaðamannafundi í dag. Hann sagði að þann 5. september á næsta ári yrðu nöfn þeirra karla og kvenna sem hefðu orðið átján ára gamlar eftir 1. júlí settar í pott. Nöfn þeirra sem þyrftu að gangast herkvaðningu yrðu svo dregin úr þeim potti. Þetta byggir samkvæmt frétt DR á því að þörf verði á herkvaðningu en það veltur á því hve margir munu ganga sjálfviljugir til liðs við herinn. Herskylda þessi mun svo standa yfir í ellefu mánuði. Upprunalega var þessi ákvörðun tekin árið 2023 en þá stóð til að taka þetta skref árið 2027. Því hefur nú verið flýtt eftir að samkomulag náðist á danska þinginu. Lög þess að lútandi verða lögð fram á þingi í vor, samkvæmt yfirlýsingu frá varnarmálaráðuneyti Danmerkur. Danir, eins og margar aðrar þjóðir Evrópu um þessar mundir, ætlar sér í umfangsmikla hernaðaruppbyggingu á næstu árum. Ákveðið var í síðasta mánuði að setja tugi milljarða danskra króna í hergagnakaup og annarskonar hernaðaruppbyggingu á næstu tíu árum. Meðal annars stendur til að bæta loftvarnir Danmerkur til muna. Sjá einnig: Ætla að sigra í vopnakapphlaupi við Rússa Þegar Metta Frederiksen, forsætisráðherra Danmerkur, kynnti þessar ætlanir sagði hún aðstæður varðandi öryggismál í Evrópu vera verri en þær hefðu verið á tímum kalda stríðsins. Þó nokkur smærri ríki heims notast við herskyldu til að byggja upp varalið fólks sem býr í það minnsta yfir grunnþjálfun í hernaði sem hægt er að kalla til herþjónustu með stuttum fyrirvara á krísutímum. Í áðurnefndri tilkynningu frá varnarmálaráðuneyti Danmerkur er haft eftir Michael W. Hyldgaard, yfirmanni herafla ríkisins, að með því að kveðja ungar konur einnig til herþjónustu sé gengið úr skugga um að hæfasta fólkið sé kallað til og varnir ríkisins þannig styrktar.
Danmörk Hernaður Evrópusambandið Mest lesið Gulli Reynis látinn Innlent Vill að handhafar forsetavalds fái hundrað þúsund krónur árlega Innlent Tók fjórar mínútur að koma heimilisfólki á Hrafnistu í skjól Innlent Vildi að sonurinn hefði aldrei farið á Stuðla Innlent Þekkt baráttukona hinseginréttinda myrt í Pétursborg Erlent Sviðsstjóri lögsækir Ríkisendurskoðun Innlent Kvöldfréttir Stöðvar 2 Innlent Segir forsetann tala fyrir einangrun Innlent Nóbelsnefndin rannsakar mögulegan leka og óvenjuleg veðmál Erlent Óslóartréð fellt í Heiðmörk Innlent Fleiri fréttir Tugir látnir eftir árás á íbúðarhúsnæði Tilkynna yngri en 16 ára að reikningum að Facebook og Instagram verði lokað Reiði í Hvíta húsinu: „Demókratar munu sjá eftir þessu“ Sagðir vinna að nýju friðarsamkomulagi án Úkraínu og Evrópu Grunaður um að myrða stúlku sem fannst látin í skotti Teslu hans Loka síðustu ræðismannsskrifstofu Rússa Stærsti bæjarbruni í landinu frá 1976 Merz í vandræðum með ungliðana 100 ára yfirráðum Jafnaðarmanna í Kaupmannahöfn lokið Gerði lítið úr morðinu á Khashoggi á blaðamannafundi með bin Salman Öldungadeild samþykkir líka birtingu Epstein-skjalanna Fulltrúadeild samþykkir að birta Epstein-skjölin Úkraínskir útsendarar Rússa sagðir að baki skemmdarverkunum Hvíta húsið hlutaðist til um rannsókn á Tate-bræðrum Dregur sig í hlé af skömm vegna tengsla við Epstein Mislingafaraldurinn í Bandaríkjunum breiðir úr sér Hægri beygja Mette gæti kostað Jafnaðarmenn Kaupmannahöfn Undirrituðu viljayfirlýsingu um kaup á allt að 100 Rafale herþotum Öryggisráðið samþykkir tillögu Bandaríkjanna um framtíð Gasa Þekktir vísindamenn lögðu lag sitt við Epstein Rússar sagðir hafa drepið ekkju fyrsta fórnarlambs Tsjernobylslyssins Forsætisráðherrann fyrrverandi dæmdur til dauða Telja að lestarteinar hafi verið sprengdir viljandi í Póllandi Enn og aftur tilkynnt um dróna í Danaveldi Játuðu morð á almennum borgurum en voru aldrei sóttir til saka Kallar nú sjálfur eftir birtingu Epstein-skjalanna Loftslagskvíði geti ýtt undir fíkniefnaneyslu Kókaínkóngur handtekinn á Spáni Sonur Beckham sviptur ökuréttindum Kynna umfangsmiklar breytingar á stuðningi við hælisleitendur Sjá meira