Danir kveðja konur í herinn Samúel Karl Ólason skrifar 25. mars 2025 20:15 Frá þjálfun kvaðmanna í Danmörku. Varnarmálaráðuneyti Danmerkur Danir munu byrja að kveðja konur í herinn næsta sumar. Konur sem verða átján ára eftir 1. júlí í sumar gætu því þurft að hefja ellefu mánaða herskyldu á næsta ári. Mun það eiga við konur sem verða átján ára eftir 1. júlí í sumar. Troels Lund Pulsen, varnarmálaráðherra Danmerkur, tilkynnti þetta á blaðamannafundi í dag. Hann sagði að þann 5. september á næsta ári yrðu nöfn þeirra karla og kvenna sem hefðu orðið átján ára gamlar eftir 1. júlí settar í pott. Nöfn þeirra sem þyrftu að gangast herkvaðningu yrðu svo dregin úr þeim potti. Þetta byggir samkvæmt frétt DR á því að þörf verði á herkvaðningu en það veltur á því hve margir munu ganga sjálfviljugir til liðs við herinn. Herskylda þessi mun svo standa yfir í ellefu mánuði. Upprunalega var þessi ákvörðun tekin árið 2023 en þá stóð til að taka þetta skref árið 2027. Því hefur nú verið flýtt eftir að samkomulag náðist á danska þinginu. Lög þess að lútandi verða lögð fram á þingi í vor, samkvæmt yfirlýsingu frá varnarmálaráðuneyti Danmerkur. Danir, eins og margar aðrar þjóðir Evrópu um þessar mundir, ætlar sér í umfangsmikla hernaðaruppbyggingu á næstu árum. Ákveðið var í síðasta mánuði að setja tugi milljarða danskra króna í hergagnakaup og annarskonar hernaðaruppbyggingu á næstu tíu árum. Meðal annars stendur til að bæta loftvarnir Danmerkur til muna. Sjá einnig: Ætla að sigra í vopnakapphlaupi við Rússa Þegar Metta Frederiksen, forsætisráðherra Danmerkur, kynnti þessar ætlanir sagði hún aðstæður varðandi öryggismál í Evrópu vera verri en þær hefðu verið á tímum kalda stríðsins. Þó nokkur smærri ríki heims notast við herskyldu til að byggja upp varalið fólks sem býr í það minnsta yfir grunnþjálfun í hernaði sem hægt er að kalla til herþjónustu með stuttum fyrirvara á krísutímum. Í áðurnefndri tilkynningu frá varnarmálaráðuneyti Danmerkur er haft eftir Michael W. Hyldgaard, yfirmanni herafla ríkisins, að með því að kveðja ungar konur einnig til herþjónustu sé gengið úr skugga um að hæfasta fólkið sé kallað til og varnir ríkisins þannig styrktar. Danmörk Hernaður Evrópusambandið Mest lesið Klappar fyrir ferðalöngunum í óveðrinu Innlent „Ég veit ekkert hvað er í gangi“ Innlent Hjón skotin af alríkisútsendurum í Portland Erlent Tóku fimmta olíuskipið: Svona virkar „skuggaflotinn“ Erlent „Ég er sátt“ Innlent Jón Rúnar stefnir Hafnarfjarðarbæ Innlent Breytt hlutverk hjá Flokki fólksins: „Það eru tímamót hjá ríkisstjórninni okkar“ Innlent Segir Bandaríkin þurfa að eignast Grænland, sáttmálar séu ekki nóg Erlent Atvinnulífið misnoti heilbrigðiskerfið Innlent Samningur í höfn á síðustu stundu Innlent Fleiri fréttir Tuga saknað eftir ruslskriðu á Filippseyjum Bresk stjórnvöld segja viðbrögð X „móðgandi“ Ætlar að taka við nóbelnum frá Machado Tóku fimmta olíuskipið: Svona virkar „skuggaflotinn“ Stendur fastur fyrir og fordæmir Trump Flytja áhöfn geimstöðvarinnar heim vegna veikinda Hjón skotin af alríkisútsendurum í Portland Takmarka myndaframleiðslu Grok í skugga gagnrýni Segir Bandaríkin þurfa að eignast Grænland, sáttmálar séu ekki nóg Netsambandslaust meðan mótmælt er í Íran Bandaríkin áður mun öflugri á Grænlandi Telur að Evrópa myndi fórna Grænlandi fyrir NATÓ Mikil spenna í Minneapolis eftir banaskot ICE-liða Veikindi geimfara gætu flýtt heimför áhafnar geimstöðvar Segist hafa grænt ljós frá Trump fyrir frekari refsiaðgerðum gegn Rússum Enn mótmælt í Íran og átök að aukast Gervigreind Musk sögð hafa búið til kynferðislegar myndir af ellefu ára gömlum börnum Þingmaður Svíþjóðardemókrata tekin full undir stýri með kókaín í poka Trump-liðar hóta fauta Maduros sömu örlögum eða dauða Trump sé tilbúinn að ganga „eins langt og nauðsynlegt er“ gagnvart Grænlandi Þyngdartap með lyfjum mun fljótara að ganga til baka eftir að notkun er hætt Trump dregur enn frekar úr þátttöku Bandaríkjanna á alþjóðasviðinu Þúsundir Kólumbíumanna mótmæltu hótunum Trump „Trúið ekki þessari áróðursvél“ Gæti leitt til aukinnar íhlutunar í Atlantshafi Fulltrúi ICE skaut konu til bana í Minneapolis Maduro, Diddy og Mangione í sama fangelsi Danskir og bandarískir erindrekar funda um Grænland í næstu viku „Ég efa að NATO yrði til staðar fyrir okkur“ Tóku einnig skuggaskip í Karíbahafinu Sjá meira
Troels Lund Pulsen, varnarmálaráðherra Danmerkur, tilkynnti þetta á blaðamannafundi í dag. Hann sagði að þann 5. september á næsta ári yrðu nöfn þeirra karla og kvenna sem hefðu orðið átján ára gamlar eftir 1. júlí settar í pott. Nöfn þeirra sem þyrftu að gangast herkvaðningu yrðu svo dregin úr þeim potti. Þetta byggir samkvæmt frétt DR á því að þörf verði á herkvaðningu en það veltur á því hve margir munu ganga sjálfviljugir til liðs við herinn. Herskylda þessi mun svo standa yfir í ellefu mánuði. Upprunalega var þessi ákvörðun tekin árið 2023 en þá stóð til að taka þetta skref árið 2027. Því hefur nú verið flýtt eftir að samkomulag náðist á danska þinginu. Lög þess að lútandi verða lögð fram á þingi í vor, samkvæmt yfirlýsingu frá varnarmálaráðuneyti Danmerkur. Danir, eins og margar aðrar þjóðir Evrópu um þessar mundir, ætlar sér í umfangsmikla hernaðaruppbyggingu á næstu árum. Ákveðið var í síðasta mánuði að setja tugi milljarða danskra króna í hergagnakaup og annarskonar hernaðaruppbyggingu á næstu tíu árum. Meðal annars stendur til að bæta loftvarnir Danmerkur til muna. Sjá einnig: Ætla að sigra í vopnakapphlaupi við Rússa Þegar Metta Frederiksen, forsætisráðherra Danmerkur, kynnti þessar ætlanir sagði hún aðstæður varðandi öryggismál í Evrópu vera verri en þær hefðu verið á tímum kalda stríðsins. Þó nokkur smærri ríki heims notast við herskyldu til að byggja upp varalið fólks sem býr í það minnsta yfir grunnþjálfun í hernaði sem hægt er að kalla til herþjónustu með stuttum fyrirvara á krísutímum. Í áðurnefndri tilkynningu frá varnarmálaráðuneyti Danmerkur er haft eftir Michael W. Hyldgaard, yfirmanni herafla ríkisins, að með því að kveðja ungar konur einnig til herþjónustu sé gengið úr skugga um að hæfasta fólkið sé kallað til og varnir ríkisins þannig styrktar.
Danmörk Hernaður Evrópusambandið Mest lesið Klappar fyrir ferðalöngunum í óveðrinu Innlent „Ég veit ekkert hvað er í gangi“ Innlent Hjón skotin af alríkisútsendurum í Portland Erlent Tóku fimmta olíuskipið: Svona virkar „skuggaflotinn“ Erlent „Ég er sátt“ Innlent Jón Rúnar stefnir Hafnarfjarðarbæ Innlent Breytt hlutverk hjá Flokki fólksins: „Það eru tímamót hjá ríkisstjórninni okkar“ Innlent Segir Bandaríkin þurfa að eignast Grænland, sáttmálar séu ekki nóg Erlent Atvinnulífið misnoti heilbrigðiskerfið Innlent Samningur í höfn á síðustu stundu Innlent Fleiri fréttir Tuga saknað eftir ruslskriðu á Filippseyjum Bresk stjórnvöld segja viðbrögð X „móðgandi“ Ætlar að taka við nóbelnum frá Machado Tóku fimmta olíuskipið: Svona virkar „skuggaflotinn“ Stendur fastur fyrir og fordæmir Trump Flytja áhöfn geimstöðvarinnar heim vegna veikinda Hjón skotin af alríkisútsendurum í Portland Takmarka myndaframleiðslu Grok í skugga gagnrýni Segir Bandaríkin þurfa að eignast Grænland, sáttmálar séu ekki nóg Netsambandslaust meðan mótmælt er í Íran Bandaríkin áður mun öflugri á Grænlandi Telur að Evrópa myndi fórna Grænlandi fyrir NATÓ Mikil spenna í Minneapolis eftir banaskot ICE-liða Veikindi geimfara gætu flýtt heimför áhafnar geimstöðvar Segist hafa grænt ljós frá Trump fyrir frekari refsiaðgerðum gegn Rússum Enn mótmælt í Íran og átök að aukast Gervigreind Musk sögð hafa búið til kynferðislegar myndir af ellefu ára gömlum börnum Þingmaður Svíþjóðardemókrata tekin full undir stýri með kókaín í poka Trump-liðar hóta fauta Maduros sömu örlögum eða dauða Trump sé tilbúinn að ganga „eins langt og nauðsynlegt er“ gagnvart Grænlandi Þyngdartap með lyfjum mun fljótara að ganga til baka eftir að notkun er hætt Trump dregur enn frekar úr þátttöku Bandaríkjanna á alþjóðasviðinu Þúsundir Kólumbíumanna mótmæltu hótunum Trump „Trúið ekki þessari áróðursvél“ Gæti leitt til aukinnar íhlutunar í Atlantshafi Fulltrúi ICE skaut konu til bana í Minneapolis Maduro, Diddy og Mangione í sama fangelsi Danskir og bandarískir erindrekar funda um Grænland í næstu viku „Ég efa að NATO yrði til staðar fyrir okkur“ Tóku einnig skuggaskip í Karíbahafinu Sjá meira