Ofbeldi Bjarni Karlsson skrifar 27. mars 2025 14:16 Eina ferðina er þjóðin að ræða um ofbeldi. Rétt nýlega stóð varaþingmaður í ræðustól Alþingis og lýsti ofbeldi sem hún hafði mátt þola og ekki auðnast að ganga út úr fyrr en í þriðju atrennu. Ráðalítil horfum við upp á ofbeldi barna og ungmenna á meðal okkar að ekki sé minnst á hroðann í heimsmálunum. Höfum hugfast að Fúll á móti hefur alltaf verið til. Stælar og almenn leiðindi eru viðvarandi fylgifiskar mannlífsins. Það sem hins vegar greinir ofbeldi frá fýlustjórnun og öðru vanvirku háttarlagi er sjokkið. – Þetta er gott að vita – Þegar skyndingin kemur til skjalanna verða stælarnir að ofbeldi. Undrun þolandans og hinna sem hjá standa er virka efnið í aðferðinni, ef svo má að orði komast. Öllum nema gerandanum líður eins og allt hafi gerst óvænt. Sigur gerandans liggur í því að hann veit betur. Ofbeldi er ekki stjórnleysi heldur stjórnun með stjórnleysi. Ofbeldi er skipulagt uppnám sem færir gerandanum tímabundna ró á annara kostnað. Annað sem ég hygg að sé brýnt að vita í glímunni við ofbeldi er að allt fólk verður fyrir því og vandfundin væri sú manneskja sem ekki hefur beitt því. Ofbeldi er svo mannlegt og snýst alltaf um að lægja ótta og tryggja öryggi gerandans með því að vekja ótta annara og taka þeirra öryggi. Þetta má gera með margvíslegum hætti svo sem barsmíðum og þjófnaði eða tilfinningalegum og félagslegum árásum auk hernaðar. Þegar ofbeldi er framið skipta aðstæður líka miklu máli. Ofbeldi meðal ókunnugra hefur t.d. sín einkenni en ofbeldi í nánum samböndum önnur. Samt fer ofbeldi alltaf eins fram og er í sjálfu sér svo einfalt að börn geta tileinkað sér það líkt og dæmin sanna. Þegar árásir eru gerðar á ókunnugt fólk vaknar jafnan reiði hjá þolendum og nærstöddum. Ofbeldi í nánum tengslum vekur hins vegar sára skömm áður en reiðin vaknar. Það er vegna þess að ofan í ofbeldið sjálft kemur höfnun á tengslum. Trúnaðar- og tengslarofi fylgir höfnunarkennd og skömm. Allt ofbeldi rænir þolendur sjálfræði. Ofbeldi í nánum tengslum rænir bæði sjálfræði og tengslum. En þetta tvennt - sjálfræði og tengsl – eru forsendur þess að líf okkar hafi merkingu. Þess vegna er ofbeldi í nánum tenglsum svo skelfilega skelfilegt. Við getum ekki lifað í tilgangsleysi. Hér er komin ástæðan fyrir því að aðförin sem gerð var að Ásthildi Lóu Þórsdóttur barnamálaráðherra fimmtudagskvöldið 20. mars sl. vakti tilfinningauppnám með þjóðinni. Það sem gerðist, þegar Ásthildur Lóa var ranglega sökuð um refsiverða glæpi svo að óhróðurinn náði langt út fyrir landssteina, var ekki bara ofbeldi milli ókunnugra heldur varð trúnaðarrof á landsvísu. Annars vegar var um að ræða þjóðkjörinn fulltrúa í ábyrgðarstöðu og hins vegar var ekki einhver fjölmiðill að verki heldur sjálfur ríkisfjölmiðillinn, sem við höfum vanist að mega treysta til að forðast óhæfu. Höfundur er prestur og siðfræðingur. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Bjarni Karlsson Barnamálaráðherra segir af sér Mest lesið Þú þarft líklega ekki að taka símann og hleðslutækið úr svefnherberginu Ásdís Bergþórsdóttir Skoðun Klerkastjórnin í Íran að riða til falls: Hvers vegna þegja fjölmiðlar? Davíð Bergmann Skoðun Heimsendaspár sem eiga sér enga stoð í raunveruleikanum Elías Blöndal Guðjónsson Skoðun Ráðsmaðurinn, embættið og spurningin sem enginn vill spyrja Hilmar Kristinsson Skoðun Pólitíska stríðið sem nærist á þér Þórdís Hólm Filipsdóttir Skoðun Týndu börnin Jón Ingi Hákonarson Skoðun Vesalingarnir í borginni Daði Freyr Ólafsson Skoðun Þögnin í áramótaávarpi forsætisráðherra Daði Freyr Ólafsson Skoðun Hverjum voru ráðherrann og RÚV að refsa? Júlíus Valsson Skoðun Guðbjörg verður áfram gul Reynir Traustason Skoðun Skoðun Skoðun Ráðsmaðurinn, embættið og spurningin sem enginn vill spyrja Hilmar Kristinsson skrifar Skoðun Áramótaheit þjóðarinnar: Tryggjum gæðamenntun! Guðjón Hreinn Hauksson skrifar Skoðun Týndu börnin Jón Ingi Hákonarson skrifar Skoðun Heimsendaspár sem eiga sér enga stoð í raunveruleikanum Elías Blöndal Guðjónsson skrifar Skoðun Pólitíska stríðið sem nærist á þér Þórdís Hólm Filipsdóttir skrifar Skoðun Vesalingarnir í borginni Daði Freyr Ólafsson skrifar Skoðun Klerkastjórnin í Íran að riða til falls: Hvers vegna þegja fjölmiðlar? Davíð Bergmann skrifar Skoðun Að kveðja 2025 og mæta 2026 með mildi og forvitni Ingrid Kuhlman skrifar Skoðun Þú þarft líklega ekki að taka símann og hleðslutækið úr svefnherberginu Ásdís Bergþórsdóttir skrifar Skoðun Á krossgötum Alexandra Briem skrifar Skoðun Þögnin í áramótaávarpi forsætisráðherra Daði Freyr Ólafsson skrifar Skoðun Borg á heimsmælikvarða! Skúli Helgason skrifar Skoðun Veiðiráðgjöf byggð á ágiskunum Sigurjón Þórðarson skrifar Skoðun Loftgæði mæld í Breiðholti - í fyrsta sinn í 12 ár Sara Björg Sigurðardóttir skrifar Skoðun Hvað tengir typpi og gullregn? Kristján Friðbertsson skrifar Skoðun Er áramótaheitið árið 2026 betri skjávenjur? Anna Laufey Stefánsdóttir skrifar Skoðun Hvar eiga krakkarnir að vera á nýju ári? Davíð Már Sigurðsson skrifar Skoðun Hinsegin Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Leiðtogi Gunnar Salvarsson skrifar Skoðun Sögulegt ár í borginni Skúli Helgason skrifar Skoðun Fimmtán algengar rangfærslur um loftslagsbreytingar – og hvað er rétt Eyþór Eðvarðsson skrifar Skoðun Öryggið á nefinu um áramótin Eyrún Jónsdóttir,Ágúst Mogensen skrifar Skoðun Þegar höggbylgjan skellur á Gísli Rafn Ólafsson skrifar Skoðun Hefur þú rétt fyrir þér? Svarið er já Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Markmiðin sem skipta máli Guðmundur Ari Sigurjónsson skrifar Skoðun Netverslun með áfengi og velferð barna okkar Ingibjörg Isaksen skrifar Skoðun Við gerum það sem við sögðumst ætla að gera Jóhann Páll Jóhannsson skrifar Skoðun Stingum af Einar Guðnason skrifar Skoðun Guðbjörg verður áfram gul Reynir Traustason skrifar Skoðun Kvennaár og hvað svo? Sigríður Ingibjörg Ingadóttir,Steinunn Bragadóttir skrifar Sjá meira
Eina ferðina er þjóðin að ræða um ofbeldi. Rétt nýlega stóð varaþingmaður í ræðustól Alþingis og lýsti ofbeldi sem hún hafði mátt þola og ekki auðnast að ganga út úr fyrr en í þriðju atrennu. Ráðalítil horfum við upp á ofbeldi barna og ungmenna á meðal okkar að ekki sé minnst á hroðann í heimsmálunum. Höfum hugfast að Fúll á móti hefur alltaf verið til. Stælar og almenn leiðindi eru viðvarandi fylgifiskar mannlífsins. Það sem hins vegar greinir ofbeldi frá fýlustjórnun og öðru vanvirku háttarlagi er sjokkið. – Þetta er gott að vita – Þegar skyndingin kemur til skjalanna verða stælarnir að ofbeldi. Undrun þolandans og hinna sem hjá standa er virka efnið í aðferðinni, ef svo má að orði komast. Öllum nema gerandanum líður eins og allt hafi gerst óvænt. Sigur gerandans liggur í því að hann veit betur. Ofbeldi er ekki stjórnleysi heldur stjórnun með stjórnleysi. Ofbeldi er skipulagt uppnám sem færir gerandanum tímabundna ró á annara kostnað. Annað sem ég hygg að sé brýnt að vita í glímunni við ofbeldi er að allt fólk verður fyrir því og vandfundin væri sú manneskja sem ekki hefur beitt því. Ofbeldi er svo mannlegt og snýst alltaf um að lægja ótta og tryggja öryggi gerandans með því að vekja ótta annara og taka þeirra öryggi. Þetta má gera með margvíslegum hætti svo sem barsmíðum og þjófnaði eða tilfinningalegum og félagslegum árásum auk hernaðar. Þegar ofbeldi er framið skipta aðstæður líka miklu máli. Ofbeldi meðal ókunnugra hefur t.d. sín einkenni en ofbeldi í nánum samböndum önnur. Samt fer ofbeldi alltaf eins fram og er í sjálfu sér svo einfalt að börn geta tileinkað sér það líkt og dæmin sanna. Þegar árásir eru gerðar á ókunnugt fólk vaknar jafnan reiði hjá þolendum og nærstöddum. Ofbeldi í nánum tengslum vekur hins vegar sára skömm áður en reiðin vaknar. Það er vegna þess að ofan í ofbeldið sjálft kemur höfnun á tengslum. Trúnaðar- og tengslarofi fylgir höfnunarkennd og skömm. Allt ofbeldi rænir þolendur sjálfræði. Ofbeldi í nánum tengslum rænir bæði sjálfræði og tengslum. En þetta tvennt - sjálfræði og tengsl – eru forsendur þess að líf okkar hafi merkingu. Þess vegna er ofbeldi í nánum tenglsum svo skelfilega skelfilegt. Við getum ekki lifað í tilgangsleysi. Hér er komin ástæðan fyrir því að aðförin sem gerð var að Ásthildi Lóu Þórsdóttur barnamálaráðherra fimmtudagskvöldið 20. mars sl. vakti tilfinningauppnám með þjóðinni. Það sem gerðist, þegar Ásthildur Lóa var ranglega sökuð um refsiverða glæpi svo að óhróðurinn náði langt út fyrir landssteina, var ekki bara ofbeldi milli ókunnugra heldur varð trúnaðarrof á landsvísu. Annars vegar var um að ræða þjóðkjörinn fulltrúa í ábyrgðarstöðu og hins vegar var ekki einhver fjölmiðill að verki heldur sjálfur ríkisfjölmiðillinn, sem við höfum vanist að mega treysta til að forðast óhæfu. Höfundur er prestur og siðfræðingur.
Þú þarft líklega ekki að taka símann og hleðslutækið úr svefnherberginu Ásdís Bergþórsdóttir Skoðun
Skoðun Klerkastjórnin í Íran að riða til falls: Hvers vegna þegja fjölmiðlar? Davíð Bergmann skrifar
Skoðun Þú þarft líklega ekki að taka símann og hleðslutækið úr svefnherberginu Ásdís Bergþórsdóttir skrifar
Skoðun Fimmtán algengar rangfærslur um loftslagsbreytingar – og hvað er rétt Eyþór Eðvarðsson skrifar
Þú þarft líklega ekki að taka símann og hleðslutækið úr svefnherberginu Ásdís Bergþórsdóttir Skoðun