Þegar barn óttast önnur börn Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar 28. mars 2025 10:00 Nýlega varð barn fyrir árás frá öðrum börnum utan skólatíma. Málið er grafalvarlegt og líklegt að barnið sem fyrir árásinni varð hafi hlotið skaða af jafnvel til lengri tíma. Árásir utan skólatíma eru sérlega erfiðar. Þótt atvikið gerist ekki inn í skólabyggingunni eða á skólalóðinni verður skóli barnanna sem um ræðir engu að síður að axla ábyrgð séu gerendur og þolendur í sama skóla. Ábyrgðin er jafnframt foreldrana, foreldra geranda og þolenda enda vinnast svona mál sjaldan að heitið geti nema með ríkri aðkomu foreldra. Ríki og borg þurfa að taka höndum saman í þessum málum þótt oftar kunni að reyna á sveitarfélögin þegar upp koma mál af þessu tagi í skólum. Ofbeldi á sér margar birtingarmyndir. Einelti viðgengst enn víða þrátt fyrir að heilmikil vitundarvakning hafi orðið síðustu áratuginn eða svo. Það er átakanlegt að heyra barn lýsa hvernig því hefur verið strítt, elt og hrellt, í það sparkað eða slegið, að því hæðst eða það hunsað. Því lengur sem einelti varir og því grófara sem það er, því alvarlegri er skaðsemin. Afleiðingar vara oft alla ævi og geta birst m.a. í brotinni sjálfsmynd og félagslegu óöryggi. Einelti hefur alvarlegar afleiðingar bæði fyrir þolendur en einnig fyrir gerendur. Minningin um að hafa verið lagður í einelti lifir og minningar um að hafa lagt í einelti eru ekki síður þrautseigar og geta fylgt gerendum eineltis ævilangt. Barn sem er þolandi eineltis á þá ósk heitast að gerandinn (gerendur) láti það vera, að það geti gengið um skólann sinn, á skólalóðinni eða hverfið sitt án þess að vera áreitt, strítt eða lamið. Ofbeldi á netinu hefur einnig færst í aukana og beinist oftar en ekki að einhverjum einum. Stundum er einelti svo vel falið að jafnvel enginn sem umgengst þolandann veit af því. Margir skóla eru til fyrirmyndar þegar kemur að því að taka á eineltis- og ofbeldismálum. Stuðningur hefur aukist og stefnt er að því að sérfræðingar komi fyrr að málum á fyrri stigum. Unnið hefur verið á grundvelli farsældarlaga og komið á samþættingu og stuðningsteymum til að samræma vinnubrögð skóla, velferðarsviða sveitarfélaga og barnaverndar og eftir atvikum þriðja stigs úrræða á vegum ríkisins eins og Barna og unglingageðdeildar. Þessi vinna stendur yfir en mætti ganga hraðar. Miðar okkur áfram og til betri vegar í þessum málum? Sem sálfræðingur til áratuga hef ég komið að fjölda eineltismála. Ég hef í gegnum árin spurt sömu spurningar nánast árlega. Miðar okkur áfram í baráttunni gegn þessum vágesti sem einelti er eða stöndum í stað? Í skólum er sífellt rætt um þessi mál við börnin og foreldra. Það sem ég tel þó mikilvægt er að kortleggja reglulega stöðu eineltismála í skólum landsins með tilliti til forvarna, viðbragða og vinnsluferla kvörtunarmála. Kortlagning af þessu tagi gæti gefið vísbendingar um hvernig miðar áfram með þennan erfiða málaflokk og hvort þurfi að samræma aðgerðir milli skóla svo börn sitji við sama borð. Skólar þurfa að standa jafnfætis um forvarnir, viðbragðsáætlun og úrvinnsluferli. Að öðrum kosti er verið að mismuna börnum eftir því í hvaða skóla þau ganga. Í einum skóla er vinna með forvarnir og eineltismál e.t.v. til fyrirmyndar á meðan henni er ábótavant í öðrum. Í öllum skólum, íþrótta- og tómstundamiðstöðvum eiga að vera tiltæk verkfæri: aðferðir og úrræði, bæði sértæk og almenn, til að geta meðtekið og unnið úr eineltiskvörtun með faglegum hætti. Hjálpa þarf gerandanum Einelti á meðal barna má ekki ná fótfestu, hvað þá að þrífast. Byrja þarf á grunninum og það er að útskýra fyrir börnum um leið og þroski leyfir hvaða hegðun er ekki liðin. Sú hegðun sem er ekki liðin er að hóta, meiða, berja, klípa, slá, hrinda, hrækja á, eða sýna dónaskap og/eða útiloka annað barn eða börn. Barn sem stríðir og meiðir í leikskóla er í áhættu með að halda því áfram í grunnskóla og fram á fullorðinsár ef ekki er unnið með vandann strax í byrjun. Fræðslan þarf einnig að fela í sér hvað þýðir að vera „fylgjandi“ geranda. Ef barn er t.d. að horfa á og hlæja með, þá finnst gerandanum hann vera sniðugur og er líklegri til að stríða og meiða aftur. Þetta þurfa börnin að vita. Mikilvægt er að minna börnin ítrekað á að taka aldrei þátt í að vera vond/ur við aðra. Verði þau vör við að einhver sé að stríða eða meiða, eiga þau að láta strax einhvern fullorðinn vita. Barn sem hrekkir, stríðir eða leggur í einelti glímir oftast sjálft við vanlíðan og óöryggi. Orsakir/áhættuþættir eru oft blanda af innri og ytri þáttum. Þessar breytur þarf að finna til að geta unnið með þær og hjálpað geranda eineltis að slökkva á eineltishegðun sinni. Vinna þarf einnig með allan hópinn/bekkjarandann. En til að geta gripið strax inn í og veitt aðstoðina þarf hjálpin að vera tiltæk, aðgengileg og án biðar. Umræða um góða samskiptahætti þarf að vera daglega bæði í leik- og grunnskólum, í íþróttum, tómstundum og á frístundaheimilum um land allt. Umræðan þarf einnig að vera lifandi bæði í borgarstjórn og á alþingi. Þessi mál koma okkur öllum við. Við megum einfaldlega aldrei sofna á verðinum í þessum málum. Ef það gerist miðar okkur ekki áfram heldur stöndum í stað. Höfundur er alþingismaður. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir Ofbeldi barna Ofbeldi gegn börnum Börn og uppeldi Mest lesið Líf eftir afplánun Eva Sóley Kristjánsdóttir Skoðun Ég hef… Karólína Helga Símonardóttir Skoðun Þjónn, það er bakslag í beinasoðinu mínu Hlédís Maren Guðmundsdóttir Skoðun Hvers virði er starfsleyfið okkar? Eva Hauksdóttir,Katrín Sigurðardóttir,Laufey Elísabet Gissurardóttir,Steinunn Bergmann,Þóra Leósdóttir Skoðun Ákall til stjórnvalda - Ekki skattleggja útivist og áhugamál enn frekar Arnar Þór Hafsteinsson Skoðun Er kominn tími til að loka álverinu á Grundartanga og kísilverinu á Húsavík – fyrir framtíð íslands? Sigvaldi Einarsson Skoðun Fáni okkar allra Hörður Lárusson Skoðun Bætum fleiri stólum við borðið Ingibjörg Lilja Þórmundsdóttir Skoðun Séríslensk hávaxtastefna Sigurjón Þórðarson Skoðun Mér var sagt að þegja á meðan fréttatíminn var Haukur Brynjarsson Skoðun Skoðun Skoðun Skuggahliðar á þéttingu byggðar Þórarinn Hjaltason skrifar Skoðun Er ofbeldi gagnvart eldri borgurum vandamál á Íslandi? Björn Snæbjörnsson,Sigurður Ágúst Sigurðsson skrifar Skoðun Jöfn skipting skulda og eigna í sambúð Sævar Þór Jónsson skrifar Skoðun Samstaða - afl sem breytir samfélaginu Heiða Björg Hilmarsdóttir skrifar Skoðun Er kominn tími til að loka álverinu á Grundartanga og kísilverinu á Húsavík – fyrir framtíð íslands? Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Ólögleg veðmálastarfsemi á Íslandi Hákon Skúlason skrifar Skoðun Bætum fleiri stólum við borðið Ingibjörg Lilja Þórmundsdóttir skrifar Skoðun Hvers virði er starfsleyfið okkar? Eva Hauksdóttir,Katrín Sigurðardóttir,Laufey Elísabet Gissurardóttir,Steinunn Bergmann,Þóra Leósdóttir skrifar Skoðun Pyrrosar sigur Helgi Tómasson skrifar Skoðun Ákall til stjórnvalda - Ekki skattleggja útivist og áhugamál enn frekar Arnar Þór Hafsteinsson skrifar Skoðun Mér var sagt að þegja á meðan fréttatíminn var Haukur Brynjarsson skrifar Skoðun Allt fyrir Brussel og Nató, hitt reddast einhvern veginn Davíð Bergmann skrifar Skoðun Forljót grá hús Hjalti Andrason skrifar Skoðun Líf eftir afplánun Eva Sóley Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Fáni okkar allra Hörður Lárusson skrifar Skoðun Séríslensk hávaxtastefna Sigurjón Þórðarson skrifar Skoðun Leikur að lýðræðinu Ása Valdís Árnadóttir,Björn Kristinn Pálmarsson,Smári Bergmann Kolbeinsson skrifar Skoðun Ég hef… Karólína Helga Símonardóttir skrifar Skoðun Vísindin geta læknað krabbamein en ekki grænmetissafar og kaffistólpípur Dögg Guðmundsdóttir,Guðrún Nanna Egilsdóttir,Vilborg Kolbrún Vilmundardóttir skrifar Skoðun Þöggun, hroki og afneitun voru móttökur Samfylkingarinnar til okkar Elín A. Eyfjörð Ármannsdóttir skrifar Skoðun Er yfirvöldum alveg sama um fólk á bifhjólum? Njáll Gunnlaugsson skrifar Skoðun Ekki mamman í hópnum - leiðtoginn í hópnum Katrín Ásta Sigurjónsdóttir skrifar Skoðun Rannsóknarnefnd styrjalda Gunnar Einarsson skrifar Skoðun Börn eiga ekki heima í fangelsi Tótla I. Sæmundsdóttir skrifar Skoðun Aðförin að einkabílnum eða bara meira frelsi? Kristín Hrefna Halldórsdóttir skrifar Skoðun Kvöld sem er ekki bara fyrir börnin Alicja Lei skrifar Skoðun Verkakonur samtímans – og nýtt skeið í kvennabaráttu! Guðrún Margrét Guðmundsdóttir,Aleksandra Leonardsdóttir skrifar Skoðun Málið er dautt (A Modest Proposal) skrifar Skoðun Femínísk utanríkisstefna: aukin samstaða og aðgerðir Guillaume Bazard skrifar Skoðun Hagsmunir flugrekstrar á Íslandi eru miklir Jóhannes Bjarni Guðmundsson skrifar Sjá meira
Nýlega varð barn fyrir árás frá öðrum börnum utan skólatíma. Málið er grafalvarlegt og líklegt að barnið sem fyrir árásinni varð hafi hlotið skaða af jafnvel til lengri tíma. Árásir utan skólatíma eru sérlega erfiðar. Þótt atvikið gerist ekki inn í skólabyggingunni eða á skólalóðinni verður skóli barnanna sem um ræðir engu að síður að axla ábyrgð séu gerendur og þolendur í sama skóla. Ábyrgðin er jafnframt foreldrana, foreldra geranda og þolenda enda vinnast svona mál sjaldan að heitið geti nema með ríkri aðkomu foreldra. Ríki og borg þurfa að taka höndum saman í þessum málum þótt oftar kunni að reyna á sveitarfélögin þegar upp koma mál af þessu tagi í skólum. Ofbeldi á sér margar birtingarmyndir. Einelti viðgengst enn víða þrátt fyrir að heilmikil vitundarvakning hafi orðið síðustu áratuginn eða svo. Það er átakanlegt að heyra barn lýsa hvernig því hefur verið strítt, elt og hrellt, í það sparkað eða slegið, að því hæðst eða það hunsað. Því lengur sem einelti varir og því grófara sem það er, því alvarlegri er skaðsemin. Afleiðingar vara oft alla ævi og geta birst m.a. í brotinni sjálfsmynd og félagslegu óöryggi. Einelti hefur alvarlegar afleiðingar bæði fyrir þolendur en einnig fyrir gerendur. Minningin um að hafa verið lagður í einelti lifir og minningar um að hafa lagt í einelti eru ekki síður þrautseigar og geta fylgt gerendum eineltis ævilangt. Barn sem er þolandi eineltis á þá ósk heitast að gerandinn (gerendur) láti það vera, að það geti gengið um skólann sinn, á skólalóðinni eða hverfið sitt án þess að vera áreitt, strítt eða lamið. Ofbeldi á netinu hefur einnig færst í aukana og beinist oftar en ekki að einhverjum einum. Stundum er einelti svo vel falið að jafnvel enginn sem umgengst þolandann veit af því. Margir skóla eru til fyrirmyndar þegar kemur að því að taka á eineltis- og ofbeldismálum. Stuðningur hefur aukist og stefnt er að því að sérfræðingar komi fyrr að málum á fyrri stigum. Unnið hefur verið á grundvelli farsældarlaga og komið á samþættingu og stuðningsteymum til að samræma vinnubrögð skóla, velferðarsviða sveitarfélaga og barnaverndar og eftir atvikum þriðja stigs úrræða á vegum ríkisins eins og Barna og unglingageðdeildar. Þessi vinna stendur yfir en mætti ganga hraðar. Miðar okkur áfram og til betri vegar í þessum málum? Sem sálfræðingur til áratuga hef ég komið að fjölda eineltismála. Ég hef í gegnum árin spurt sömu spurningar nánast árlega. Miðar okkur áfram í baráttunni gegn þessum vágesti sem einelti er eða stöndum í stað? Í skólum er sífellt rætt um þessi mál við börnin og foreldra. Það sem ég tel þó mikilvægt er að kortleggja reglulega stöðu eineltismála í skólum landsins með tilliti til forvarna, viðbragða og vinnsluferla kvörtunarmála. Kortlagning af þessu tagi gæti gefið vísbendingar um hvernig miðar áfram með þennan erfiða málaflokk og hvort þurfi að samræma aðgerðir milli skóla svo börn sitji við sama borð. Skólar þurfa að standa jafnfætis um forvarnir, viðbragðsáætlun og úrvinnsluferli. Að öðrum kosti er verið að mismuna börnum eftir því í hvaða skóla þau ganga. Í einum skóla er vinna með forvarnir og eineltismál e.t.v. til fyrirmyndar á meðan henni er ábótavant í öðrum. Í öllum skólum, íþrótta- og tómstundamiðstöðvum eiga að vera tiltæk verkfæri: aðferðir og úrræði, bæði sértæk og almenn, til að geta meðtekið og unnið úr eineltiskvörtun með faglegum hætti. Hjálpa þarf gerandanum Einelti á meðal barna má ekki ná fótfestu, hvað þá að þrífast. Byrja þarf á grunninum og það er að útskýra fyrir börnum um leið og þroski leyfir hvaða hegðun er ekki liðin. Sú hegðun sem er ekki liðin er að hóta, meiða, berja, klípa, slá, hrinda, hrækja á, eða sýna dónaskap og/eða útiloka annað barn eða börn. Barn sem stríðir og meiðir í leikskóla er í áhættu með að halda því áfram í grunnskóla og fram á fullorðinsár ef ekki er unnið með vandann strax í byrjun. Fræðslan þarf einnig að fela í sér hvað þýðir að vera „fylgjandi“ geranda. Ef barn er t.d. að horfa á og hlæja með, þá finnst gerandanum hann vera sniðugur og er líklegri til að stríða og meiða aftur. Þetta þurfa börnin að vita. Mikilvægt er að minna börnin ítrekað á að taka aldrei þátt í að vera vond/ur við aðra. Verði þau vör við að einhver sé að stríða eða meiða, eiga þau að láta strax einhvern fullorðinn vita. Barn sem hrekkir, stríðir eða leggur í einelti glímir oftast sjálft við vanlíðan og óöryggi. Orsakir/áhættuþættir eru oft blanda af innri og ytri þáttum. Þessar breytur þarf að finna til að geta unnið með þær og hjálpað geranda eineltis að slökkva á eineltishegðun sinni. Vinna þarf einnig með allan hópinn/bekkjarandann. En til að geta gripið strax inn í og veitt aðstoðina þarf hjálpin að vera tiltæk, aðgengileg og án biðar. Umræða um góða samskiptahætti þarf að vera daglega bæði í leik- og grunnskólum, í íþróttum, tómstundum og á frístundaheimilum um land allt. Umræðan þarf einnig að vera lifandi bæði í borgarstjórn og á alþingi. Þessi mál koma okkur öllum við. Við megum einfaldlega aldrei sofna á verðinum í þessum málum. Ef það gerist miðar okkur ekki áfram heldur stöndum í stað. Höfundur er alþingismaður.
Hvers virði er starfsleyfið okkar? Eva Hauksdóttir,Katrín Sigurðardóttir,Laufey Elísabet Gissurardóttir,Steinunn Bergmann,Þóra Leósdóttir Skoðun
Ákall til stjórnvalda - Ekki skattleggja útivist og áhugamál enn frekar Arnar Þór Hafsteinsson Skoðun
Er kominn tími til að loka álverinu á Grundartanga og kísilverinu á Húsavík – fyrir framtíð íslands? Sigvaldi Einarsson Skoðun
Skoðun Er ofbeldi gagnvart eldri borgurum vandamál á Íslandi? Björn Snæbjörnsson,Sigurður Ágúst Sigurðsson skrifar
Skoðun Er kominn tími til að loka álverinu á Grundartanga og kísilverinu á Húsavík – fyrir framtíð íslands? Sigvaldi Einarsson skrifar
Skoðun Hvers virði er starfsleyfið okkar? Eva Hauksdóttir,Katrín Sigurðardóttir,Laufey Elísabet Gissurardóttir,Steinunn Bergmann,Þóra Leósdóttir skrifar
Skoðun Ákall til stjórnvalda - Ekki skattleggja útivist og áhugamál enn frekar Arnar Þór Hafsteinsson skrifar
Skoðun Leikur að lýðræðinu Ása Valdís Árnadóttir,Björn Kristinn Pálmarsson,Smári Bergmann Kolbeinsson skrifar
Skoðun Vísindin geta læknað krabbamein en ekki grænmetissafar og kaffistólpípur Dögg Guðmundsdóttir,Guðrún Nanna Egilsdóttir,Vilborg Kolbrún Vilmundardóttir skrifar
Skoðun Þöggun, hroki og afneitun voru móttökur Samfylkingarinnar til okkar Elín A. Eyfjörð Ármannsdóttir skrifar
Skoðun Verkakonur samtímans – og nýtt skeið í kvennabaráttu! Guðrún Margrét Guðmundsdóttir,Aleksandra Leonardsdóttir skrifar
Hvers virði er starfsleyfið okkar? Eva Hauksdóttir,Katrín Sigurðardóttir,Laufey Elísabet Gissurardóttir,Steinunn Bergmann,Þóra Leósdóttir Skoðun
Ákall til stjórnvalda - Ekki skattleggja útivist og áhugamál enn frekar Arnar Þór Hafsteinsson Skoðun
Er kominn tími til að loka álverinu á Grundartanga og kísilverinu á Húsavík – fyrir framtíð íslands? Sigvaldi Einarsson Skoðun