ESB sagt íhuga að útvatna loftslagsmarkmið sín Kjartan Kjartansson skrifar 31. mars 2025 12:38 Woepke Hoekstra, loftslagsstjóri framkvæmdastjórnar Evrópusambandsins, reynir að ná málamiðlun um loftslagsmarkmið sambandsins. Vísir/EPA Til greina kemur að veita Evrópuríkjum aukið svigrúm til þess að ná loftslagsmarkmiðum Evrópusambandsins fyrir árið 2040. Loftslagsmálastjóri sambandsins er sagður reyna að útvatna reglurnar til þess að liðka fyrir því að þær verði samþykktar. Evrópusambandið stefnir að því að losun gróðurhúsalofttegunda dragist saman um 90 prósent fyrir árið 2040. Framkvæmdastjórn þess stefnir á að leggja fram frumvörp að regluverki til þess að ná því markmiði á næstu vikum. Nú segir evrópska blaðið Politico að Wopke Hoekstra, loftslagsmálastjóri framkvæmdastjórnar ESB, skoði að gera markmiðið sveigjanlegra, meðal annars með því að leyfa aðildarríkjum að telja kolefnisbindingu eða jöfnun að hluta til fram í stað þess að draga úr losun. Þetta gætu þau meðal annars gert með því að kaupa bindingareiningar á alþjóðlegum kolefnismörkuðum. Hugmyndirnar koma fram í skugga vaxandi andstöðu sumra stjórnmálafla í Evrópu við loftslagsmarkmiðin. Politico segir að hægristjórnin á Ítalíu hafi farið fram á að losunarmarkmiðið verði endurskoðað þannig að stefnt verði að 85 prósent samdrætti í stað 90 prósentum. Þá er ekki talið öruggt að ný ríkisstjórn í Þýskalandi styðji núverandi markmið. Níutíu prósent markmiðið er þó sagt njóta stuðnings meirihluta Evrópuríkja. Hætta á að endurtaka mistök fortíðar Félagasamtök vara við því að útvatna loftslagsmarkmiðin og lög til þess að ná þeim. Sam Van den plas frá samtökunum Kolefnismarkaðavaktinni, segir að hugmyndirnar sem nú sé velt upp dragi athyglina frá nauðsyn þess að draga úr losun til þess að stöðva frekari loftslagsbreytingar. Þá er Van den plas minnugur þess þegar mikið framboð af alþjóðlegum kolefniseiningum lækkaði verulega kostnað við að losa kolefni í Evrópu á öðrum áratug þessarar aldar. „Það er mikil hætta á því að endurtaka mistök fortíðarinnar,“ segir hann. Loftslagaðgerðir hafa að miklu leyti fallið í skuggann af öðrum málum á síðustu misserum, ekki síst öryggis- og varnarmálum Evrópu. Undir stjórn Ursulu von der Leyen, forseta framkvæmdastjórnar Evrópusambandsins, hefur verið lögð áherslu á afregluvæðingu, ekki síst að afnema reglur sem eiga að vernda umhverfi og loftslag. Evrópusambandið Loftslagsmál Stóriðja Mest lesið Hafi verið látinn fljúga þrátt fyrir þekkt andleg veikindi Innlent Umfangsmiklar og óútskýrðar rafmagnstruflanir á Íberíuskaga Erlent Ráðist að fólki við Breiðholtsskóla um hábjartan dag Innlent Benedikt telur undanbrögð útvarpsstjóra grátleg Innlent Engin hópnauðgun um páskana á borði lögreglu Innlent Allt á áætlun en Spánarfarar beðnir um að fylgjast með Innlent Rafmagnsleysið „fordæmalaust“ en engar vísbendingar um tölvuárás Erlent Réðust á tvo menn á göngu Innlent Vissu ekki að þeir væru að ræna Kim Kardashian Erlent Saka Ingu um metnaðarleysi eftir skipun flokksmanna í stjórn Innlent Fleiri fréttir Lýsir yfir einhliða vopnahléi vegna sigurhátíðar í næstu viku Rafmagnsleysið „fordæmalaust“ en engar vísbendingar um tölvuárás Páfakjör hefst í næstu viku Umfangsmiklar og óútskýrðar rafmagnstruflanir á Íberíuskaga Mæðgur alvarlega særðar eftir sprengingu í úthverfi Stokkhólms Rússar segjast hafa handsamað morðingja herforingjans Ökumaðurinn í Vancouver ákærður fyrir manndráp Sixtínsku kapellunni lokað vegna páfakjörs Telur að Selenskí geti samþykkt að gefa eftir Krímskaga Kjördagur framundan í Kanada Vissu ekki að þeir væru að ræna Kim Kardashian Ellefu manns látnir og talan gæti hækkað Rúmur helmingur óhress með Trump Eðlilegt að endurskoða sjálfstjórnarlögin Framtíðin sé járntjald frá Finnlandi niður að Svartahafi Gröf Frans páfa opin gestum Bréf ritað um borð í Titanic seldist á tugi milljóna Sprenging í Íran varð 25 að bana Níu létust í árásinni í Vancouver Úkraínskir hermenn séu farnir úr Kúrsk með hjálp Norður-Kóreu Segir Pútin ekki vilja enda stríðið Hittust í fyrsta sinn eftir að upp úr sauð Myndir: Ráðamenn heims fylgja Frans páfa til hinstu hvílu Virginia Giuffre er látin Bein útsending: Útför Frans Páfa Bandaríkin vilja láta meira undan Rússum en Evrópa Hátt settur herforingi fórst í bílsprengju nærri Moskvu Mislingar á mörkum þess að verða landlægir í Bandaríkjunum aftur Þrír látnir og tugir særðir Byrjaður að selja varning merktan „Trump 2028“ Sjá meira
Evrópusambandið stefnir að því að losun gróðurhúsalofttegunda dragist saman um 90 prósent fyrir árið 2040. Framkvæmdastjórn þess stefnir á að leggja fram frumvörp að regluverki til þess að ná því markmiði á næstu vikum. Nú segir evrópska blaðið Politico að Wopke Hoekstra, loftslagsmálastjóri framkvæmdastjórnar ESB, skoði að gera markmiðið sveigjanlegra, meðal annars með því að leyfa aðildarríkjum að telja kolefnisbindingu eða jöfnun að hluta til fram í stað þess að draga úr losun. Þetta gætu þau meðal annars gert með því að kaupa bindingareiningar á alþjóðlegum kolefnismörkuðum. Hugmyndirnar koma fram í skugga vaxandi andstöðu sumra stjórnmálafla í Evrópu við loftslagsmarkmiðin. Politico segir að hægristjórnin á Ítalíu hafi farið fram á að losunarmarkmiðið verði endurskoðað þannig að stefnt verði að 85 prósent samdrætti í stað 90 prósentum. Þá er ekki talið öruggt að ný ríkisstjórn í Þýskalandi styðji núverandi markmið. Níutíu prósent markmiðið er þó sagt njóta stuðnings meirihluta Evrópuríkja. Hætta á að endurtaka mistök fortíðar Félagasamtök vara við því að útvatna loftslagsmarkmiðin og lög til þess að ná þeim. Sam Van den plas frá samtökunum Kolefnismarkaðavaktinni, segir að hugmyndirnar sem nú sé velt upp dragi athyglina frá nauðsyn þess að draga úr losun til þess að stöðva frekari loftslagsbreytingar. Þá er Van den plas minnugur þess þegar mikið framboð af alþjóðlegum kolefniseiningum lækkaði verulega kostnað við að losa kolefni í Evrópu á öðrum áratug þessarar aldar. „Það er mikil hætta á því að endurtaka mistök fortíðarinnar,“ segir hann. Loftslagaðgerðir hafa að miklu leyti fallið í skuggann af öðrum málum á síðustu misserum, ekki síst öryggis- og varnarmálum Evrópu. Undir stjórn Ursulu von der Leyen, forseta framkvæmdastjórnar Evrópusambandsins, hefur verið lögð áherslu á afregluvæðingu, ekki síst að afnema reglur sem eiga að vernda umhverfi og loftslag.
Evrópusambandið Loftslagsmál Stóriðja Mest lesið Hafi verið látinn fljúga þrátt fyrir þekkt andleg veikindi Innlent Umfangsmiklar og óútskýrðar rafmagnstruflanir á Íberíuskaga Erlent Ráðist að fólki við Breiðholtsskóla um hábjartan dag Innlent Benedikt telur undanbrögð útvarpsstjóra grátleg Innlent Engin hópnauðgun um páskana á borði lögreglu Innlent Allt á áætlun en Spánarfarar beðnir um að fylgjast með Innlent Rafmagnsleysið „fordæmalaust“ en engar vísbendingar um tölvuárás Erlent Réðust á tvo menn á göngu Innlent Vissu ekki að þeir væru að ræna Kim Kardashian Erlent Saka Ingu um metnaðarleysi eftir skipun flokksmanna í stjórn Innlent Fleiri fréttir Lýsir yfir einhliða vopnahléi vegna sigurhátíðar í næstu viku Rafmagnsleysið „fordæmalaust“ en engar vísbendingar um tölvuárás Páfakjör hefst í næstu viku Umfangsmiklar og óútskýrðar rafmagnstruflanir á Íberíuskaga Mæðgur alvarlega særðar eftir sprengingu í úthverfi Stokkhólms Rússar segjast hafa handsamað morðingja herforingjans Ökumaðurinn í Vancouver ákærður fyrir manndráp Sixtínsku kapellunni lokað vegna páfakjörs Telur að Selenskí geti samþykkt að gefa eftir Krímskaga Kjördagur framundan í Kanada Vissu ekki að þeir væru að ræna Kim Kardashian Ellefu manns látnir og talan gæti hækkað Rúmur helmingur óhress með Trump Eðlilegt að endurskoða sjálfstjórnarlögin Framtíðin sé járntjald frá Finnlandi niður að Svartahafi Gröf Frans páfa opin gestum Bréf ritað um borð í Titanic seldist á tugi milljóna Sprenging í Íran varð 25 að bana Níu létust í árásinni í Vancouver Úkraínskir hermenn séu farnir úr Kúrsk með hjálp Norður-Kóreu Segir Pútin ekki vilja enda stríðið Hittust í fyrsta sinn eftir að upp úr sauð Myndir: Ráðamenn heims fylgja Frans páfa til hinstu hvílu Virginia Giuffre er látin Bein útsending: Útför Frans Páfa Bandaríkin vilja láta meira undan Rússum en Evrópa Hátt settur herforingi fórst í bílsprengju nærri Moskvu Mislingar á mörkum þess að verða landlægir í Bandaríkjunum aftur Þrír látnir og tugir særðir Byrjaður að selja varning merktan „Trump 2028“ Sjá meira