Tæknirisarnir sjö fengu skell þegar markaðir opnuðu Magnús Jochum Pálsson skrifar 3. apríl 2025 07:50 Markaðir í Asíu fundu rækilega fyrir tollum Trump og féllu bréf víða. Getty Asíski markaðurinn lækkaði í kjölfar stórfelldra tollahækkana Bandaríkjanna í nótt. Markaðsvirði tæknirisanna sjö lækkaði um 760 milljarða dala og gull náði nýjum hæðum meðan olíuverð lækkaði um þrjú prósent. Evrópskum mörkuðum er spáð sambærilegum lækkunum. Tæknigeirinn fann rækilega fyrir aðgerðum Trump sem setti þrjátíu prósent tolla á bæði Kína og Tævan. Álögur á kínverskan innflutning til Bandaríkjanna eru því orðnar 54 prósent. Þá setti Trump 46 prósent toll á Víetnam, 26 prósent á Indland, 25 prósent á Suður-Kóreu, 24 prósent á Japan og tíu prósent á Ástralíu. „Virkt skatthlutfall Bandaríkjanna á allan innflutning virðist vera það hæsta í meira en öld,“ sagði Ben Wiltshire, viðskiptasérfræðingur hjá fjárfestingarbankanum Citigroup. Peningurinn losaður og settur í gull Framvirk viðskipti með bréf Nasdaq féllu um fjögur prósent og markaðsvirði tæknirisanna (Apple, Microsoft, Amazon, Alphabet, Meta, Nvidia, og Tesla) sjö lækkaði um 760 milljarða dala (um 99 þúsund milljarða króna). Hlutabréf í Apple lækkuðu um tæplega sjö prósent en gullkálfur fyrirtækisins, iPhone-síminn, er framleiddur í Kína. Framvirk viðskipti með S&P 500 féllu um 3,3 prósent, FTSE um 1,8 prósent, meðan framvirk viðskipti í bréfum evrópskra fyrirtækja féllu um nærri tvö prósent. Verð á gulli hækkaði á sama tíma skarpt og er í sögulegum hæðum en olía lækkaði um meira en þrjú prósent. Nikkei-vísitalan féll um 3,9 prósent og hefur ekki verið lægri í átta mánuði. Bréf í nánast öllum 225 fyrirtækjunum féllu. Kospi-vísitalan í Suður-Kóreu féll um tvö prósent, VanEck Víetnam ETF-vísitalan féll um meira en átta prósent og áströlsk bréf féllu um tvö prósent. Vænta efnahagslegrar lægðar Bandaríkjadalur styrkti sig gegn flestum asískum myntum nema japanska jeninu. Búist er við að tollahækkunum Bandaríkjanna verði svarað í sömu mynt sem gæti leitt til mikilla verðhækkana. „Tollskrártaxtarnir sem voru afhjúpaðir í morgun eru mun hærri en vænst var til. Ef það verður ekki samið skjótlega um lækkun þeirra munu væntingar eftir bandarískri efnahagslægð aukast gífurlega,“ sagði Tony Sycamore, greinandi hjá IG. Útlitið hjá evrópskum mörkuðum er heldur ekki gott og féll kauphöll Lundúna þegar hún opnaði í morgun. FTSE 100-vísitalan féll um rúmlega 1,4 prósent. Skattar og tollar Donald Trump Bandaríkin Kína Víetnam Japan Apple Amazon Tesla Meta Microsoft Mest lesið Afsláttardagar skýri skyndilega hækkun bensínverðs Neytendur Viðskiptafréttir ársins 2025: Leik Play lokið, langþráðar lækkanir og tuttugu milljóna klúbburinn Viðskipti innlent Verðmunur getur verið allt að 28 prósent Neytendur Landsbjörg innkallar pakka eftir að rakettur sprungu of snemma Viðskipti innlent Gert að afhenda búslóðina eftir að hafa haldið henni í gíslingu Neytendur Strætómiðinn mun kosta 690 krónur eftir áramót Neytendur Algeng meiðsli fótboltamanna kveikjan að appinu sem hún þróaði Atvinnulíf Hámark tvær vikur í heilsutengd áramótaheit með eiginkonunni Atvinnulíf Aðlaga lánamál ríkisins að breyttum aðstæðum Viðskipti innlent Samherji gæti tvöfaldast Viðskipti innlent Fleiri fréttir Í hóp fimm milljarðamæringa úr tónlistarsenunni Bandaríkjamenn banna innflutning dróna Ekkert verður úr TikTok-banni með nýjum samningi Hæstu stýrivextir í þrjátíu ár Höfnuðu yfirtökutilboði Paramount Messenger-forritið heyrir sögunni til Lofar að koma böndum á CNN Reyna fjandsamlega yfirtöku á Warner Bros. Kaup Netflix á hluta Warner Bros. gætu reynst „vandamál“ ESB sektar samfélagsmiðil Musk um milljarða Google birtir lista yfir vinsælustu leitarorðin Netflix í viðræðum um kaup á HBO frá Warner Bros Hringir viðvörunarbjöllum vegna samkeppni frá Google „Brunaútsala“ á hlutabréfum eftir eldsvoðann í Hong Kong Sjá meira
Tæknigeirinn fann rækilega fyrir aðgerðum Trump sem setti þrjátíu prósent tolla á bæði Kína og Tævan. Álögur á kínverskan innflutning til Bandaríkjanna eru því orðnar 54 prósent. Þá setti Trump 46 prósent toll á Víetnam, 26 prósent á Indland, 25 prósent á Suður-Kóreu, 24 prósent á Japan og tíu prósent á Ástralíu. „Virkt skatthlutfall Bandaríkjanna á allan innflutning virðist vera það hæsta í meira en öld,“ sagði Ben Wiltshire, viðskiptasérfræðingur hjá fjárfestingarbankanum Citigroup. Peningurinn losaður og settur í gull Framvirk viðskipti með bréf Nasdaq féllu um fjögur prósent og markaðsvirði tæknirisanna (Apple, Microsoft, Amazon, Alphabet, Meta, Nvidia, og Tesla) sjö lækkaði um 760 milljarða dala (um 99 þúsund milljarða króna). Hlutabréf í Apple lækkuðu um tæplega sjö prósent en gullkálfur fyrirtækisins, iPhone-síminn, er framleiddur í Kína. Framvirk viðskipti með S&P 500 féllu um 3,3 prósent, FTSE um 1,8 prósent, meðan framvirk viðskipti í bréfum evrópskra fyrirtækja féllu um nærri tvö prósent. Verð á gulli hækkaði á sama tíma skarpt og er í sögulegum hæðum en olía lækkaði um meira en þrjú prósent. Nikkei-vísitalan féll um 3,9 prósent og hefur ekki verið lægri í átta mánuði. Bréf í nánast öllum 225 fyrirtækjunum féllu. Kospi-vísitalan í Suður-Kóreu féll um tvö prósent, VanEck Víetnam ETF-vísitalan féll um meira en átta prósent og áströlsk bréf féllu um tvö prósent. Vænta efnahagslegrar lægðar Bandaríkjadalur styrkti sig gegn flestum asískum myntum nema japanska jeninu. Búist er við að tollahækkunum Bandaríkjanna verði svarað í sömu mynt sem gæti leitt til mikilla verðhækkana. „Tollskrártaxtarnir sem voru afhjúpaðir í morgun eru mun hærri en vænst var til. Ef það verður ekki samið skjótlega um lækkun þeirra munu væntingar eftir bandarískri efnahagslægð aukast gífurlega,“ sagði Tony Sycamore, greinandi hjá IG. Útlitið hjá evrópskum mörkuðum er heldur ekki gott og féll kauphöll Lundúna þegar hún opnaði í morgun. FTSE 100-vísitalan féll um rúmlega 1,4 prósent.
Skattar og tollar Donald Trump Bandaríkin Kína Víetnam Japan Apple Amazon Tesla Meta Microsoft Mest lesið Afsláttardagar skýri skyndilega hækkun bensínverðs Neytendur Viðskiptafréttir ársins 2025: Leik Play lokið, langþráðar lækkanir og tuttugu milljóna klúbburinn Viðskipti innlent Verðmunur getur verið allt að 28 prósent Neytendur Landsbjörg innkallar pakka eftir að rakettur sprungu of snemma Viðskipti innlent Gert að afhenda búslóðina eftir að hafa haldið henni í gíslingu Neytendur Strætómiðinn mun kosta 690 krónur eftir áramót Neytendur Algeng meiðsli fótboltamanna kveikjan að appinu sem hún þróaði Atvinnulíf Hámark tvær vikur í heilsutengd áramótaheit með eiginkonunni Atvinnulíf Aðlaga lánamál ríkisins að breyttum aðstæðum Viðskipti innlent Samherji gæti tvöfaldast Viðskipti innlent Fleiri fréttir Í hóp fimm milljarðamæringa úr tónlistarsenunni Bandaríkjamenn banna innflutning dróna Ekkert verður úr TikTok-banni með nýjum samningi Hæstu stýrivextir í þrjátíu ár Höfnuðu yfirtökutilboði Paramount Messenger-forritið heyrir sögunni til Lofar að koma böndum á CNN Reyna fjandsamlega yfirtöku á Warner Bros. Kaup Netflix á hluta Warner Bros. gætu reynst „vandamál“ ESB sektar samfélagsmiðil Musk um milljarða Google birtir lista yfir vinsælustu leitarorðin Netflix í viðræðum um kaup á HBO frá Warner Bros Hringir viðvörunarbjöllum vegna samkeppni frá Google „Brunaútsala“ á hlutabréfum eftir eldsvoðann í Hong Kong Sjá meira
Viðskiptafréttir ársins 2025: Leik Play lokið, langþráðar lækkanir og tuttugu milljóna klúbburinn Viðskipti innlent
Viðskiptafréttir ársins 2025: Leik Play lokið, langþráðar lækkanir og tuttugu milljóna klúbburinn Viðskipti innlent