Vaktin: Tollar Trump valda usla Samúel Karl Ólason og Eiður Þór Árnason skrifa 3. apríl 2025 10:55 Donald Trump í garði Hvíta hússins í gær. AP/Evan Vucci Donald Trump, forseti Bandaríkjanna, boðaði í gær umfangsmikla tolla á flest ríki heims. Sakaði hann umheiminn um að hafa um árabil haft Bandaríkin að féþúfu. Margir af ráðamönnum heimsins hafa boðað viðbrögð við tollum Trumps og stefnir í umfangsmikið viðskiptastríð. Almennu tíu prósenta tollarnir eiga að taka gildi þann 5. apríl. Hinir þann 9. apríl. Tollarnir fela í sér að minnst tíu prósenta skattur verður lagður á allar vörur sem fluttar verða inn til Bandaríkjanna. Tollarnir hafa verið kynntir sem „gagnkvæmir tollar“ vestanhafs og áttu þeir að hafa tekið mið af því hvaða tollum er beitt gegn vörum frá Bandaríkjunum. Þess í stað taka þeir þó mið af viðskiptahalla Bandaríkjanna við tiltekin ríki. Í einföldu máli sagt, ef ríki kaupir ekki meira af Bandaríkjunum en Bandaríkin kaupa af því, þá fær það ríki hærri toll en tíu prósent og er prósentutalan í hlutfalli við viðskiptahalla ríkjanna. Asíski markaðurinn lækkaði í kjölfar stórfelldra tollahækkana Bandaríkjanna í nótt. Fylgst verður með helstu vendingum dagsins í vaktinni hér að neðan. Sjáist hún ekki, gæti þurft að endurhlaða síðuna.
Margir af ráðamönnum heimsins hafa boðað viðbrögð við tollum Trumps og stefnir í umfangsmikið viðskiptastríð. Almennu tíu prósenta tollarnir eiga að taka gildi þann 5. apríl. Hinir þann 9. apríl. Tollarnir fela í sér að minnst tíu prósenta skattur verður lagður á allar vörur sem fluttar verða inn til Bandaríkjanna. Tollarnir hafa verið kynntir sem „gagnkvæmir tollar“ vestanhafs og áttu þeir að hafa tekið mið af því hvaða tollum er beitt gegn vörum frá Bandaríkjunum. Þess í stað taka þeir þó mið af viðskiptahalla Bandaríkjanna við tiltekin ríki. Í einföldu máli sagt, ef ríki kaupir ekki meira af Bandaríkjunum en Bandaríkin kaupa af því, þá fær það ríki hærri toll en tíu prósent og er prósentutalan í hlutfalli við viðskiptahalla ríkjanna. Asíski markaðurinn lækkaði í kjölfar stórfelldra tollahækkana Bandaríkjanna í nótt. Fylgst verður með helstu vendingum dagsins í vaktinni hér að neðan. Sjáist hún ekki, gæti þurft að endurhlaða síðuna.
Bandaríkin Donald Trump Skattar og tollar Mest lesið Þorvaldur tekur við af Kristjáni hjá Samherja Viðskipti innlent „Brunaútsala“ á hlutabréfum eftir eldsvoðann í Hong Kong Viðskipti erlent Rúmur milljarður til Viðskiptaráðs og SA á fimm árum Viðskipti innlent Afrek að verkáætlun hafi staðist samhliða níu eldgosum Viðskipti innlent Hvernig bý ég mig undir barneignir? Viðskipti innlent Prada gengur frá kaupunum á Versace Viðskipti innlent Uppselt á stórtónleika Bubba – aukatónleikar fara í sölu á morgun Samstarf Bíða enn eftir tæpri milljón í endurgreiðslu eftir fall Play Neytendur Ketill nýr framkvæmdastjóri hjá Heilsugæslunni Viðskipti innlent Vara við listeríu í rifnu grísakjöti Neytendur Fleiri fréttir „Brunaútsala“ á hlutabréfum eftir eldsvoðann í Hong Kong Fjögurra billjóna hagnaður léttir fyrir fjárfesta Stefna Jóni Þorgrími vegna Rauða heftarans Segir engan óhultan ef gervigreindarbólan springur Trump fellir niður tolla á tugi matvæla Paramount, Comcast og Netflix vilja kaupa Warner Kári og Hannes stofna fyrirtæki: „Erum aðallega bara að velta fyrir okkur heiminum“ PlayStation 5 slær Xbox 360 við Reyna að halda sjaldgæfum málmum frá hernum Jensens Bøfhus lokað Samþykktu stærðarinnar launapakka Musks Græða á tá og fingri á svikum og prettum Fresta reynsluflugi rafmagnsflugvélar Segist engin deili kunna á rafmyntajöfri sem hann náðaði Sjá meira