Hve lengi tekur sjórinn við? Björn Brynjúlfur Björnsson skrifar 3. apríl 2025 11:01 Ný ríkisstjórn hefur ekki setið auðum höndum fyrstu 100 daga sína. Mikil áhersla hefur verið lögð á sjávarútveginn, nú síðast með áformum um tvöföldun veiðigjalds. Til viðbótar hefur hækkun kolefnisgjalds verið boðuð, nýjar reglur um upplýsingagjöf og eignatengsl kynntar og loforð gefið um auknar strandveiðar. En hver verða áhrif þessara fjögurra aðgerða á greinina? Tvöföldun veiðigjalds Stjórnvöld áætla að hækkun veiðigjalda muni skila um 10 milljörðum króna aukalega í ríkiskassann á ári. Þessi skattahækkun, því veiðigjöld eru sannarlega skattur, mun hafa íþyngjandi áhrif á útgerðir landsins. Samkvæmt áhrifamati frumvarpsins getur skattbyrði einstaka stofna margfaldast, jafnvel þótt heildaráhrifin á greinina séu tvöföldun. Hækkunin kemur með nokkuð skömmum fyrirvara og mun draga úr getu sjávarútvegsfyrirtækja til fjárfestinga og arðgreiðslna. Þá er útfærsla hækkunarinnar með þeim hætti að hún dregur úr hvötum til að starfrækja fiskvinnslu a Íslandi, með fyrirséðum neikvæðum afleiðingum á byggðir víða um land. Hækkun kolefnisgjalds Á sama tíma leggur ríkisstjórnin til 25% hækkun kolefnisgjalds, ofan á 60% hækkun sem þegar hafði verið samþykkt í fjárlögum fyrir árið 2025. Samanlagt jafngilda þessar tvær hækkanir tvöföldun kolefnisgjalds á skömmum tíma. Kolefnisgjald á að vera liður í orkuskiptum – en þau eru einfaldlega ekki raunhæf fyrir sjávarútveg með núverandi tækni. Fyrirtækin hafa því engin úrræði til að komast hjá gjaldinu og því verður það í raun hefðbundin skattheimta, án tengsla við umhverfisstefnu. Kvaðir um upplýsingagjöf Áform eru uppi um að innleiða nýjar reglur um upplýsingaskyldu tengdra aðila í sjávarútvegi, þar sem aðilum í greininni er gert að skila skýrslu um eigendur á þriggja mánaða fresti, og víðtækri skilgreiningu á tengslum milli aðila – jafnvel þar sem slík tengsl væru ekki talin til staðar í öðrum atvinnugreinum. Þetta felur í sér mismunun gagnvart greininni, leggur þyngri byrði á smærri útgerðir og dregur úr hagkvæmni hjá þeim stærri. Þessar nýju kvaðir eru því til þess fallnar að draga úr krafti íslenskra sjávarútvegsfyrirtækja. Auknar strandveiðar Við myndun ríkisstjórnarinnar voru kynnt áform um að tryggja 48 daga strandveiðar. Til að ná því þarf að færa aflaheimildir úr aflamarkskerfinu yfir í strandveiðikerfið. Slík tilfærsla færir verðmæti frá þeim sem nýta auðlindina best yfir til óhagkvæmari veiða. Þeir sem greitt hafa fyrir aðgang að auðlindinni munu sitja eftir með minna, en þeir sem ekki hafa greitt munu njóta góðs af. Afleiðingin verður minni hagkvæmni og verri afkoma fyrir greinina í heild. Hve lengi tekur sjórinn við? Framangreindar aðgerðir ríkisstjórnarinnar leggjast ofan á nýjan 10% innflutningstoll sem bandarísk stjórnvöld hafa nú lagt á Ísland. Það mun draga úr eftirspurn eftir sjávarfangi á einum mikilvægasta útflutningsmarkaði íslenskra sjávarútvegsfyrirtækja. Stundum er sagt að lengi taki sjórinn við. En þegar litið er til samverkandi áhrifa tveggja skattahækkana, nýrra upplýsingakvaða, skertra aflaheimilda og nú síðast tollmúra vaknar upp spurningin: hve lengi? Á einhverjum tímapunkti munu allar þessar aðgerðir draga svo úr þrótti íslenskra sjávarútvegsfyrirtækja að skatttekjur vegna greinarinnar munu dragast saman til lengri tíma litið. Þá eru ótalin neikvæð áhrif á þau störf, byggðalög og það fólk sem nýtur góðs af starfsemi þessara fyrirtækja í dag. Í stað þess að rugga bátnum með þessum hætti væri farsælli stefna stjórnvalda að bæta rekstrarumhverfi sjávarútvegsins í ljósi þeirrar ógnar sem nú steðjar að greininni í formi tollmúra. Þannig tryggjum við að íslensk sjávarútvegsfyrirtæki geti áfram siglt á mið útflutningsmarkaða, samfélaginu öllu til heilla. Höfundur er framkvæmdastjóri Viðskiptaráðs. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Björn Brynjúlfur Björnsson Sjávarútvegur Ríkisstjórn Kristrúnar Frostadóttur Breytingar á veiðigjöldum Strandveiðar Mest lesið Skýr stefna um málfrelsi Róbert H. Haraldsson Skoðun Sporin þín Valtýr Soffía Sigurðardóttir Skoðun Þriggja stiga þögn Bjarni Karlsson Skoðun Að saga rótina undan trénu og halda að stofninn vaxi hraðar: hugleiðing um tillögur Viðskiptráðs. Birgir Orri Ásgrímsson Skoðun Mikilvægi aðgengis og algildrar hönnunar að byggingum í dag og til framtíðar Þuríður Harpa Sigurðardóttir Skoðun Nú þarf að gyrða sig í brók Gunnlaugur Stefánsson Skoðun Svarað á sama máli Ingibjörg Ferdinandsdóttir Skoðun Hvers vegna sífellt fleiri sækjast eftir einveru Ingrid Kuhlman Skoðun Dettifoss: Lokað! Baldvin Esra Einarsson Skoðun Sjallar og lyklaborðið Sigfús Ómar Höskuldsson Skoðun Skoðun Skoðun Sporin þín Valtýr Soffía Sigurðardóttir skrifar Skoðun Að saga rótina undan trénu og halda að stofninn vaxi hraðar: hugleiðing um tillögur Viðskiptráðs. Birgir Orri Ásgrímsson skrifar Skoðun Mikilvægi aðgengis og algildrar hönnunar að byggingum í dag og til framtíðar Þuríður Harpa Sigurðardóttir skrifar Skoðun Sjallar og lyklaborðið Sigfús Ómar Höskuldsson skrifar Skoðun Fimm af tíu veitingastöðum hættu með hvalkjöt Valgerður Árnadóttir,Stefán Yngvi Pétursson,Rósa Líf Darradóttir,Anahita S. Babaei skrifar Skoðun „Stóra fallega frumvarpið“ hans Trump Gunnar Alexander Ólafsson skrifar Skoðun Verndun vatns og stjórn vatnamála Ólafur Arnar Jónsson,Sigurður Guðjónsson skrifar Skoðun Gegn hernaði hvers konar Gunnar Björgvinsson skrifar Skoðun Hvers vegna sífellt fleiri sækjast eftir einveru Ingrid Kuhlman skrifar Skoðun Þriggja stiga þögn Bjarni Karlsson skrifar Skoðun Nú þarf að gyrða sig í brók Gunnlaugur Stefánsson skrifar Skoðun Lesblindir og stuðningur í skólum Snævar Ívarsson skrifar Skoðun Skóli án aðgreiningar – fallegt orðalag en brotakennd framkvæmd Sóldís Birta Reynisdóttir skrifar Skoðun Rýnt í stöðu kvenna með örorkulífeyri Huld Magnúsdóttir skrifar Skoðun Brot sem fyrnast í höndum lögreglu – hversu mörg í viðbót? Þórhildur Gyða Arnarsdóttir skrifar Skoðun Olíuleit á Drekasvæði - tilvistarleit Halldór Reynisson skrifar Skoðun Kosningar í september Guðveig Lind Eyglóardóttir skrifar Skoðun Þegar orkuöflun er sett á ís - dæmið frá Suður-Afríku Hallgrímur Óskarsson skrifar Skoðun Framtíð nemenda í Kópavogi í fyrsta sæti Halla Björg Evans skrifar Skoðun Skýr stefna um málfrelsi Róbert H. Haraldsson skrifar Skoðun Heilsufarsmat á vinnustöðum: Góð fjárfesting í heilbrigði og vellíðan starfsfólks Gígja Valgerður Harðardóttir skrifar Skoðun Munar þig um 5-7 milljónir árlega? Jón Pétur Zimzen skrifar Skoðun Keldnaland – fjölmenn hverfi í mótun Þorsteinn R. Hermannsson skrifar Skoðun Eflum traustið Helgi Áss Grétarsson,Marta Guðjónsdóttir skrifar Skoðun Börn í gámaskólum á meðan bæjarskrifstofur stækka – hvar er forgangsröðin? Ásgeir Elvar Garðarsson skrifar Skoðun Hver er kjarninn í samfélagi sem selur hjarta sitt? Trausti Breiðfjörð Magnússon skrifar Skoðun Seljum börnum nikótín! Hugi Halldórsson skrifar Skoðun Sundrung á vinstri væng Jökull Sólberg Auðunsson skrifar Skoðun Þegar samfélagið missir vinnuna Hrafn Splidt Þorvaldsson skrifar Skoðun Akademískt frelsi og ókurteisi Kolbeinn H. Stefánsson skrifar Sjá meira
Ný ríkisstjórn hefur ekki setið auðum höndum fyrstu 100 daga sína. Mikil áhersla hefur verið lögð á sjávarútveginn, nú síðast með áformum um tvöföldun veiðigjalds. Til viðbótar hefur hækkun kolefnisgjalds verið boðuð, nýjar reglur um upplýsingagjöf og eignatengsl kynntar og loforð gefið um auknar strandveiðar. En hver verða áhrif þessara fjögurra aðgerða á greinina? Tvöföldun veiðigjalds Stjórnvöld áætla að hækkun veiðigjalda muni skila um 10 milljörðum króna aukalega í ríkiskassann á ári. Þessi skattahækkun, því veiðigjöld eru sannarlega skattur, mun hafa íþyngjandi áhrif á útgerðir landsins. Samkvæmt áhrifamati frumvarpsins getur skattbyrði einstaka stofna margfaldast, jafnvel þótt heildaráhrifin á greinina séu tvöföldun. Hækkunin kemur með nokkuð skömmum fyrirvara og mun draga úr getu sjávarútvegsfyrirtækja til fjárfestinga og arðgreiðslna. Þá er útfærsla hækkunarinnar með þeim hætti að hún dregur úr hvötum til að starfrækja fiskvinnslu a Íslandi, með fyrirséðum neikvæðum afleiðingum á byggðir víða um land. Hækkun kolefnisgjalds Á sama tíma leggur ríkisstjórnin til 25% hækkun kolefnisgjalds, ofan á 60% hækkun sem þegar hafði verið samþykkt í fjárlögum fyrir árið 2025. Samanlagt jafngilda þessar tvær hækkanir tvöföldun kolefnisgjalds á skömmum tíma. Kolefnisgjald á að vera liður í orkuskiptum – en þau eru einfaldlega ekki raunhæf fyrir sjávarútveg með núverandi tækni. Fyrirtækin hafa því engin úrræði til að komast hjá gjaldinu og því verður það í raun hefðbundin skattheimta, án tengsla við umhverfisstefnu. Kvaðir um upplýsingagjöf Áform eru uppi um að innleiða nýjar reglur um upplýsingaskyldu tengdra aðila í sjávarútvegi, þar sem aðilum í greininni er gert að skila skýrslu um eigendur á þriggja mánaða fresti, og víðtækri skilgreiningu á tengslum milli aðila – jafnvel þar sem slík tengsl væru ekki talin til staðar í öðrum atvinnugreinum. Þetta felur í sér mismunun gagnvart greininni, leggur þyngri byrði á smærri útgerðir og dregur úr hagkvæmni hjá þeim stærri. Þessar nýju kvaðir eru því til þess fallnar að draga úr krafti íslenskra sjávarútvegsfyrirtækja. Auknar strandveiðar Við myndun ríkisstjórnarinnar voru kynnt áform um að tryggja 48 daga strandveiðar. Til að ná því þarf að færa aflaheimildir úr aflamarkskerfinu yfir í strandveiðikerfið. Slík tilfærsla færir verðmæti frá þeim sem nýta auðlindina best yfir til óhagkvæmari veiða. Þeir sem greitt hafa fyrir aðgang að auðlindinni munu sitja eftir með minna, en þeir sem ekki hafa greitt munu njóta góðs af. Afleiðingin verður minni hagkvæmni og verri afkoma fyrir greinina í heild. Hve lengi tekur sjórinn við? Framangreindar aðgerðir ríkisstjórnarinnar leggjast ofan á nýjan 10% innflutningstoll sem bandarísk stjórnvöld hafa nú lagt á Ísland. Það mun draga úr eftirspurn eftir sjávarfangi á einum mikilvægasta útflutningsmarkaði íslenskra sjávarútvegsfyrirtækja. Stundum er sagt að lengi taki sjórinn við. En þegar litið er til samverkandi áhrifa tveggja skattahækkana, nýrra upplýsingakvaða, skertra aflaheimilda og nú síðast tollmúra vaknar upp spurningin: hve lengi? Á einhverjum tímapunkti munu allar þessar aðgerðir draga svo úr þrótti íslenskra sjávarútvegsfyrirtækja að skatttekjur vegna greinarinnar munu dragast saman til lengri tíma litið. Þá eru ótalin neikvæð áhrif á þau störf, byggðalög og það fólk sem nýtur góðs af starfsemi þessara fyrirtækja í dag. Í stað þess að rugga bátnum með þessum hætti væri farsælli stefna stjórnvalda að bæta rekstrarumhverfi sjávarútvegsins í ljósi þeirrar ógnar sem nú steðjar að greininni í formi tollmúra. Þannig tryggjum við að íslensk sjávarútvegsfyrirtæki geti áfram siglt á mið útflutningsmarkaða, samfélaginu öllu til heilla. Höfundur er framkvæmdastjóri Viðskiptaráðs.
Að saga rótina undan trénu og halda að stofninn vaxi hraðar: hugleiðing um tillögur Viðskiptráðs. Birgir Orri Ásgrímsson Skoðun
Mikilvægi aðgengis og algildrar hönnunar að byggingum í dag og til framtíðar Þuríður Harpa Sigurðardóttir Skoðun
Skoðun Að saga rótina undan trénu og halda að stofninn vaxi hraðar: hugleiðing um tillögur Viðskiptráðs. Birgir Orri Ásgrímsson skrifar
Skoðun Mikilvægi aðgengis og algildrar hönnunar að byggingum í dag og til framtíðar Þuríður Harpa Sigurðardóttir skrifar
Skoðun Fimm af tíu veitingastöðum hættu með hvalkjöt Valgerður Árnadóttir,Stefán Yngvi Pétursson,Rósa Líf Darradóttir,Anahita S. Babaei skrifar
Skoðun Skóli án aðgreiningar – fallegt orðalag en brotakennd framkvæmd Sóldís Birta Reynisdóttir skrifar
Skoðun Brot sem fyrnast í höndum lögreglu – hversu mörg í viðbót? Þórhildur Gyða Arnarsdóttir skrifar
Skoðun Heilsufarsmat á vinnustöðum: Góð fjárfesting í heilbrigði og vellíðan starfsfólks Gígja Valgerður Harðardóttir skrifar
Skoðun Börn í gámaskólum á meðan bæjarskrifstofur stækka – hvar er forgangsröðin? Ásgeir Elvar Garðarsson skrifar
Að saga rótina undan trénu og halda að stofninn vaxi hraðar: hugleiðing um tillögur Viðskiptráðs. Birgir Orri Ásgrímsson Skoðun
Mikilvægi aðgengis og algildrar hönnunar að byggingum í dag og til framtíðar Þuríður Harpa Sigurðardóttir Skoðun