Búum til réttlátt lífeyriskerfi Hrafn Magnússon skrifar 4. apríl 2025 09:33 Núverandi lög um almannatryggingar tóku gildi í ársbyrjun 2017. Markmið þeirrar lagasetningar var að einfalda almannatryggingakerfið með því að sameina bótaflokka. Þannig var ellilífeyrir, sem hér eftir verður nefndur grunnlífeyrir, tekjutrygging og framfærsluuppbót sett í einn bótaflokk. Í frumvarpi ríkisstjórnarinnar sem lagt var fram haustið 2016 voru öll frítekjumörk felld niður og allar tekjur skertar um 45 %, hvort sem um var að ræða lífeyrissjóðatekjur, launatekjur eða vaxtatekjur. Nefnd sú sem vann að þessari lagasmíð var fjölmenn og einkum skipuð aðilum vinnumarkaðarins og fulltrúum stjórnmálaflokka. Í þessari fjölmennu nefnd átti Landsamband eldri borgara aðeins einn fulltrúa sem telja verður sérkennilegt þar sem lögin fjölluðu eingöngu um málefni eldri borgara þar sem að Öryrkjabandalag Íslands dró sig úr nefndarstörfum. Fjölmennasta og þróttmesta félag eldri borgara í Reykjavík og nágrenni FEB, mótmælti harðlega þessum tillögum, sem að mati félagsins miðuðu í þá átt að gera Tryggingastofnun að eins konar fátæktarstofnun. Þess má geta að umrætt frumvarp og þar með lögin virtust bera keim af sérstakri vanþekkingu og hroðvirkni. Ekki verður séð að upplýsinga hafi verið aflað um almannatryggingar annars staðar, sérstaklega á Norðurlöndunum, en réttindagrunnur almennra lífeyrissjóðs verkafólks hér á landi var einmitt sniðinn að ATP kerfinu í Danmörku. Ekki voru skoðaðar tekjuskerðingar í löndum OECD ríkjanna, sem full þörf hefði verið að gera. Ein afdrifaríkustu mistökin voru þau að meðhöndla lífeyrissjóðagreiðslurnar með sama hætti og aðrar tekjur. Allt fram að hruni fjármálamarkaða 2008 skertu lífeyrissjóðatekjur ekki grunnlífeyri almannatrygginga. Það var hins vegar gert tímabundið eftir hrun, en leiðrétt svo aftur. Þúsundir eftirlaunaþega misstu hins vegar grunnlífeyrinn í ársbyrjun 2017.Í stefnuyfirlýsingu núverandi ríkisstjórnar segir um almannatryggingar: „frítekjumark ellilífeyris hækkar í skrefum upp í 60 þúsund krónur á mánuði, tekið verður upp frítekjumark ellilífeyris vegna vaxtatekna og dregið úr skerðingum lífeyris vegna atvinnutekna.“ . Hækkun frítekjumarka um hænufet er ekki lausn. Allt frá því að tekjutryggingin var tekin upp árið 1971 hefur það verið endalaus barátta verkalýðshreyfingarinnar að hækka frítekjumörkin. Með einu pennastriki voru síðan frítekjumörkin nær því alveg felld niður árið 2017. Sú þróun að hækka frítekjumark launa en skilja eftir frítekjumark lífeyrissjóðatekna er í hæsta lagi óeðlileg og ósanngjörn. Ef menn vilja tjasla eitthvað upp á almannatryggingakerfið væri fyrsta skrefið að hækka svo um munar frítekjumark lífeyrissjóðatekna. Hitt er svo annað mál og ætti að vera megin krafa Landsambands eldri borgara að fram fari heildarendurskoðun á almannatryggingakerfinu. Ríkisstjórnin ætti nú þegar að skipa sérstaka verkefnastjórn sem hefði það að megin verkefni að koma á réttlátu ellilífeyriskerfi. Sú verkefnastjórn á ekki að vera fjölmenn, en aðal atriðið er að hún verði skipuð kunnáttumönnum. Búum til réttlátt og sanngjarnt almannatryggingakerfi sem þarf ekki marga mánuði til að undirbúa. Höfundur er fyrrverandi framkvæmdastjóri Landssamtaka lífeyrissjóða. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Lífeyrissjóðir Eldri borgarar Mest lesið Hvað vilja sumarbústaðaeigendur í Grímsnes- og Grafningshreppi? Bergdís Linda Kjartansdóttir Skoðun Tár, kvár og kvennafrídagurinn Kristína Ösp Steinke Skoðun Ég þarf ekki að læra íslensku til að búa hérna Halla Hrund Logadóttir Skoðun Þjóð án máls – hver þegir, hver fær að tala? Guðjón Heiðar Pálsson Skoðun „Dánaraðstoð er viðurkenning á sjálfræði sjúklings og mannlegri reisn” Ingrid Kuhlman Skoðun Stjórnmálaklækir og hræsni Salvör Gullbrá Þórarinsdóttir Skoðun Lífsstílsvísindi og breytingaskeiðið Harpa Lind Hilmarsdóttir Skoðun „Þú þarft ekki að skilja, bara virða“ Hanna Birna Valdimarsdóttir Skoðun Enn einn dagur í baráttunni Ásta F. Flosadóttir Skoðun Þetta er ekki tölfræði, heldu líf fólks Sandra B. Franks Skoðun Skoðun Skoðun „Dánaraðstoð er viðurkenning á sjálfræði sjúklings og mannlegri reisn” Ingrid Kuhlman skrifar Skoðun Þjóð án máls – hver þegir, hver fær að tala? Guðjón Heiðar Pálsson skrifar Skoðun Hvað vilja sumarbústaðaeigendur í Grímsnes- og Grafningshreppi? Bergdís Linda Kjartansdóttir skrifar Skoðun Lýðræði og samfélagsmiðlar Ása Berglind Hjálmarsdóttir skrifar Skoðun „Þú þarft ekki að skilja, bara virða“ Hanna Birna Valdimarsdóttir skrifar Skoðun Þetta er ekki tölfræði, heldu líf fólks Sandra B. Franks skrifar Skoðun Stjórnmálaklækir og hræsni Salvör Gullbrá Þórarinsdóttir skrifar Skoðun Samfélag sem stendur saman Benóný Valur Jakobsson skrifar Skoðun Er biðin á enda? Halla Thoroddsen skrifar Skoðun Lífsstílsvísindi og breytingaskeiðið Harpa Lind Hilmarsdóttir skrifar Skoðun Hærri skattar á ferðamenn draga úr tekjum ríkissjóðs Þórir Garðarsson skrifar Skoðun Ég þarf ekki að læra íslensku til að búa hérna Halla Hrund Logadóttir skrifar Skoðun Ósýnilegu bjargráð lögreglumannsins Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Allt á einum stað – framtíð stafrænnar þjónustu ríkis og sveitarfélaga Einar Sveinbjörn Guðmundsson skrifar Skoðun Óttast Þorgerður úrskurð EFTA-dómstólsins? Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Jafnréttisþjóðin sem gleymdi dansinum Brogan Davison,Pétur Ármannsson skrifar Skoðun Hver er að væla? Guðríður Eldey Arnardóttir skrifar Skoðun Tár, kvár og kvennafrídagurinn Kristína Ösp Steinke skrifar Skoðun Skattaæfingar tengdar landbúnaðarstarfsemi Björn Bjarki Þorsteinsson skrifar Skoðun Konan - Vinnan - Kjörin í 40 ár Sara Björg Sigurðardóttir skrifar Skoðun Rangfærslur og hræðsluáróður meirihluta sveitarstjórnar Grímsnes- og Grafningshrepps í nafni lýðræðis Ragna Ívarsdóttir,Guðrún Margrét Njálsdóttir,Þröstur Sverrisson skrifar Skoðun Íslenskur her og íslensk leyniþjónusta Steingrímur Jónsson skrifar Skoðun Er jafnrétti fyrir allar? Anna Bergþórsdóttir skrifar Skoðun Ættu konur að fara í háskólanám? Lísa Margrét Gunnarsdóttir,Íris Björk Ágústsdóttir skrifar Skoðun Enn einn dagur í baráttunni Ásta F. Flosadóttir skrifar Skoðun Verðmætasköpunarlaust haust Jón Gunnarsson skrifar Skoðun Enginn grunnur fyrir nýju starfsleyfi Ísteka Rósa Líf Darradóttir,Guðrún Scheving Thorsteinsson skrifar Skoðun Krafan sem kvennahreyfingin gleymdi Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Börn geta ekki beðið – krefjumst tafarlausra aðgerða! Elín H. Hinriksdóttir,Bóas Valdórsson,Árný Ingvarsdóttir,,Anna Lára Steindal,Alma Ýr Ingólfsdóttir skrifar Skoðun Einfaldar lausnir á vaxtamálavanda bankanna Guðmundur Ásgeirsson skrifar Sjá meira
Núverandi lög um almannatryggingar tóku gildi í ársbyrjun 2017. Markmið þeirrar lagasetningar var að einfalda almannatryggingakerfið með því að sameina bótaflokka. Þannig var ellilífeyrir, sem hér eftir verður nefndur grunnlífeyrir, tekjutrygging og framfærsluuppbót sett í einn bótaflokk. Í frumvarpi ríkisstjórnarinnar sem lagt var fram haustið 2016 voru öll frítekjumörk felld niður og allar tekjur skertar um 45 %, hvort sem um var að ræða lífeyrissjóðatekjur, launatekjur eða vaxtatekjur. Nefnd sú sem vann að þessari lagasmíð var fjölmenn og einkum skipuð aðilum vinnumarkaðarins og fulltrúum stjórnmálaflokka. Í þessari fjölmennu nefnd átti Landsamband eldri borgara aðeins einn fulltrúa sem telja verður sérkennilegt þar sem lögin fjölluðu eingöngu um málefni eldri borgara þar sem að Öryrkjabandalag Íslands dró sig úr nefndarstörfum. Fjölmennasta og þróttmesta félag eldri borgara í Reykjavík og nágrenni FEB, mótmælti harðlega þessum tillögum, sem að mati félagsins miðuðu í þá átt að gera Tryggingastofnun að eins konar fátæktarstofnun. Þess má geta að umrætt frumvarp og þar með lögin virtust bera keim af sérstakri vanþekkingu og hroðvirkni. Ekki verður séð að upplýsinga hafi verið aflað um almannatryggingar annars staðar, sérstaklega á Norðurlöndunum, en réttindagrunnur almennra lífeyrissjóðs verkafólks hér á landi var einmitt sniðinn að ATP kerfinu í Danmörku. Ekki voru skoðaðar tekjuskerðingar í löndum OECD ríkjanna, sem full þörf hefði verið að gera. Ein afdrifaríkustu mistökin voru þau að meðhöndla lífeyrissjóðagreiðslurnar með sama hætti og aðrar tekjur. Allt fram að hruni fjármálamarkaða 2008 skertu lífeyrissjóðatekjur ekki grunnlífeyri almannatrygginga. Það var hins vegar gert tímabundið eftir hrun, en leiðrétt svo aftur. Þúsundir eftirlaunaþega misstu hins vegar grunnlífeyrinn í ársbyrjun 2017.Í stefnuyfirlýsingu núverandi ríkisstjórnar segir um almannatryggingar: „frítekjumark ellilífeyris hækkar í skrefum upp í 60 þúsund krónur á mánuði, tekið verður upp frítekjumark ellilífeyris vegna vaxtatekna og dregið úr skerðingum lífeyris vegna atvinnutekna.“ . Hækkun frítekjumarka um hænufet er ekki lausn. Allt frá því að tekjutryggingin var tekin upp árið 1971 hefur það verið endalaus barátta verkalýðshreyfingarinnar að hækka frítekjumörkin. Með einu pennastriki voru síðan frítekjumörkin nær því alveg felld niður árið 2017. Sú þróun að hækka frítekjumark launa en skilja eftir frítekjumark lífeyrissjóðatekna er í hæsta lagi óeðlileg og ósanngjörn. Ef menn vilja tjasla eitthvað upp á almannatryggingakerfið væri fyrsta skrefið að hækka svo um munar frítekjumark lífeyrissjóðatekna. Hitt er svo annað mál og ætti að vera megin krafa Landsambands eldri borgara að fram fari heildarendurskoðun á almannatryggingakerfinu. Ríkisstjórnin ætti nú þegar að skipa sérstaka verkefnastjórn sem hefði það að megin verkefni að koma á réttlátu ellilífeyriskerfi. Sú verkefnastjórn á ekki að vera fjölmenn, en aðal atriðið er að hún verði skipuð kunnáttumönnum. Búum til réttlátt og sanngjarnt almannatryggingakerfi sem þarf ekki marga mánuði til að undirbúa. Höfundur er fyrrverandi framkvæmdastjóri Landssamtaka lífeyrissjóða.
Hvað vilja sumarbústaðaeigendur í Grímsnes- og Grafningshreppi? Bergdís Linda Kjartansdóttir Skoðun
Skoðun „Dánaraðstoð er viðurkenning á sjálfræði sjúklings og mannlegri reisn” Ingrid Kuhlman skrifar
Skoðun Hvað vilja sumarbústaðaeigendur í Grímsnes- og Grafningshreppi? Bergdís Linda Kjartansdóttir skrifar
Skoðun Allt á einum stað – framtíð stafrænnar þjónustu ríkis og sveitarfélaga Einar Sveinbjörn Guðmundsson skrifar
Skoðun Rangfærslur og hræðsluáróður meirihluta sveitarstjórnar Grímsnes- og Grafningshrepps í nafni lýðræðis Ragna Ívarsdóttir,Guðrún Margrét Njálsdóttir,Þröstur Sverrisson skrifar
Skoðun Enginn grunnur fyrir nýju starfsleyfi Ísteka Rósa Líf Darradóttir,Guðrún Scheving Thorsteinsson skrifar
Skoðun Börn geta ekki beðið – krefjumst tafarlausra aðgerða! Elín H. Hinriksdóttir,Bóas Valdórsson,Árný Ingvarsdóttir,,Anna Lára Steindal,Alma Ýr Ingólfsdóttir skrifar
Hvað vilja sumarbústaðaeigendur í Grímsnes- og Grafningshreppi? Bergdís Linda Kjartansdóttir Skoðun