Lengri útivistartími barna Diljá Mist Einarsdóttir skrifar 7. apríl 2025 08:00 Mér barst áskorun frá vöskum stelpum í Vestmannaeyjum, þeim Söru Rós, Ingibjörgu og Kamillu, um að útivistartími 10 til 12 ára barna yrði lengdur. Þeim þótti það einfaldlega ekki sanngjarnt að þessi aldurshópur byggi við sömu takmarkanir og 6 ára börn. Þessu til stuðnings bentu þær á að þær vildu getað leikið sér lengur úti og verið lengur í sundi sem væri mun betra en að hanga heima í síma eða tölvu. Ég get tekið heilshugar undir efni áskorunarinnar. Í raun þannig að ég hef nú lagt fram frumvarp með hópi sjálfstæðismanna um breytingar á lögum um útivistartíma barna. Með því leggjum við til að almennur útivistartími barna á aldrinum 10 til 12 ára verði lengdur um eina klukkustund. Þá verði lengri útivistartími barna yfir sumartímann útvíkkaður þannig að apríl og september séu þar sömuleiðis undir. Offita og skjánotkun Á þeim tíma sem liðinn er frá því að reglur um útivistartíma barna voru lögfestar hefur margt breyst í íslensku samfélagi. Umræða um skjánotkun barna og mikilvægi þess að takmarka hana er orðin mjög hávær. Þá fer hlutfall íslenskra barna sem glíma við offitu vaxandi. Um þessar mundir glíma rúmlega sjö af hverjum hundrað íslenskum börnum við offitu, en hlutfallið er hærra hér en annars staðar á Norðurlöndum. Tugir íslenskra barna eru á biðlista eftir því að komast í Heilsuskóla Barnaspítala Hringsins sem aðstoðar fjölskyldur barna með offitu. Óásættanlegt að íslensk börn séu feitari Að baki frumvarpinu um rýmkaðan útivistartíma barna liggja lýðheilsusjónarmið. Það er til mikils að vinna að börn eyði meiri tíma úti við og í samvistum við önnur börn, en félagsleg hegðun þeirra hefur tekið stakkaskiptum vegna örra tæknibreytinga, m.a. vegna aukinnar skjánotkunar. Þá er það óásættanleg staða að íslensk börn séu of feit í samanburði við börn í nágrannalöndum. Sanngirnisrök hníga að því að útivistartími 10 til 12 ára barna sé rýmri en útivistartími yngri barna. Birtu- og veðurskilyrði styðja það að tímabil rýmri útivistartíma yfir sumarið og mánuðina í kring sé lengt um einn mánuð í báða enda. Í landi þar sem er myrkur svo stóran hluta árs og allra veðra von er sömuleiðis mikilvægt að frelsi barna sé rýmkað eins og kostur er yfir mildari mánuði ársins. Vonandi verður málinu vel tekið á Alþingi Íslendinga. Höfundur er þingmaður Sjálfstæðisflokksins Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Diljá Mist Einarsdóttir Sjálfstæðisflokkurinn Börn og uppeldi Mest lesið Það er flókið að eiga næstum 500 milljarða króna á Íslandi Þórður Snær Júlíusson Skoðun 5.maí Alþjóðadagur ljósmæðra Unnur Berglind Friðriksdóttir Skoðun Lýðræði og framtíð RÚV: Tími til breytinga? Erling Valur Ingason Skoðun Við höfum ekki efni á tvískinnungi SFS Vala Árnadóttir Skoðun Ferðamenn: Vanmetnir skattgreiðendur í íslensku hagkerfi Þórir Garðarsson Skoðun Endurnýjun hugarfarsins Bjarni Karlsson Skoðun Er kominn tími á Útlendingafrí? Marion Poilvez Skoðun Rússar pyntuðu og myrtu úkraínsku blaðakonuna Viktoriiu Roshchyna Erlingur Erlingsson Skoðun Hvað getum við lært af Víetnamstríðinu? Einar Magnússon Skoðun Góður rekstur Mosfellsbæjar og framtíðin björt Halla Karen Kristjánsdóttir,Anna Sigríður Guðnadóttir ,Lovísa Jónsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Þegar rafmagn hættir að vera sjálfsagður hlutur Árni B. Möller skrifar Skoðun Það er flókið að eiga næstum 500 milljarða króna á Íslandi Þórður Snær Júlíusson skrifar Skoðun Lýðræði og framtíð RÚV: Tími til breytinga? Erling Valur Ingason skrifar Skoðun 5.maí Alþjóðadagur ljósmæðra Unnur Berglind Friðriksdóttir skrifar Skoðun Endurnýjun hugarfarsins Bjarni Karlsson skrifar Skoðun Ferðamenn: Vanmetnir skattgreiðendur í íslensku hagkerfi Þórir Garðarsson skrifar Skoðun Góð vísa... Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Við höfum ekki efni á tvískinnungi SFS Vala Árnadóttir skrifar Skoðun Hvað getum við lært af Víetnamstríðinu? Einar Magnússon skrifar Skoðun Góður rekstur Mosfellsbæjar og framtíðin björt Halla Karen Kristjánsdóttir,Anna Sigríður Guðnadóttir ,Lovísa Jónsdóttir skrifar Skoðun Fristund.is fyrir öll - líka eldra fólk Sara Björg Sigurðardóttir skrifar Skoðun Ríkisstjórn sem skeytir engu Diljá Matthíasardóttir skrifar Skoðun Áskorun til ráðherra mennta- og barnamála og ráðherra menningarmála Anna Klara Georgsdóttir skrifar Skoðun Fólkið sem gleymdist í Grindavík Bryndís Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Rússar pyntuðu og myrtu úkraínsku blaðakonuna Viktoriiu Roshchyna Erlingur Erlingsson skrifar Skoðun Á að sameina ÍSÍ og UMFÍ? Ómar Stefánsson skrifar Skoðun Elsku ASÍ, bara… Nei Sunna Arnardóttir skrifar Skoðun Gigtarmaí 2025 – Stuðlum að forvörnum, fræðslu og vitundarvakningu Hrönn Stefánsdóttir skrifar Skoðun Við höfum ekki efni á norsku leiðinni Heiðrún Lind Marteinsdóttir skrifar Skoðun Sósíalistar á vaktinni í átta ár Sanna Magdalena Mörtudóttir skrifar Skoðun Styðjum þá sem bjarga okkur Jens Garðar Helgason skrifar Skoðun Hver er viðskiptalegur ávinningur af EES-samningnum? Sigurbjörn Svavarsson skrifar Skoðun Embætti þitt geta allir séð Ragnheiður Davíðsdóttir skrifar Skoðun Opið bréf til hæstvirts innviðaráðherra, Eyjólfs Ármannssonar, um íslensku og ábyrgð Nichole Leigh Mosty skrifar Skoðun Hver á dómur að vera hjá ungmenni fyrir að fremja alvarlegt afbrot, jafnvel morð? Davíð Bergmann skrifar Skoðun Sigursaga Evrópu í 21 ár Pawel Bartoszek skrifar Skoðun Verkalýðshreyfingin, Dagbjört og ESB Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Börnin á Gasa Ebba Margrét Magnúsdóttir skrifar Skoðun Myndir þú ráða fatlað fólk í vinnu? Alma Ýr Ingólfsdóttir skrifar Skoðun Hvað ert þú að gera? Eiður Welding skrifar Sjá meira
Mér barst áskorun frá vöskum stelpum í Vestmannaeyjum, þeim Söru Rós, Ingibjörgu og Kamillu, um að útivistartími 10 til 12 ára barna yrði lengdur. Þeim þótti það einfaldlega ekki sanngjarnt að þessi aldurshópur byggi við sömu takmarkanir og 6 ára börn. Þessu til stuðnings bentu þær á að þær vildu getað leikið sér lengur úti og verið lengur í sundi sem væri mun betra en að hanga heima í síma eða tölvu. Ég get tekið heilshugar undir efni áskorunarinnar. Í raun þannig að ég hef nú lagt fram frumvarp með hópi sjálfstæðismanna um breytingar á lögum um útivistartíma barna. Með því leggjum við til að almennur útivistartími barna á aldrinum 10 til 12 ára verði lengdur um eina klukkustund. Þá verði lengri útivistartími barna yfir sumartímann útvíkkaður þannig að apríl og september séu þar sömuleiðis undir. Offita og skjánotkun Á þeim tíma sem liðinn er frá því að reglur um útivistartíma barna voru lögfestar hefur margt breyst í íslensku samfélagi. Umræða um skjánotkun barna og mikilvægi þess að takmarka hana er orðin mjög hávær. Þá fer hlutfall íslenskra barna sem glíma við offitu vaxandi. Um þessar mundir glíma rúmlega sjö af hverjum hundrað íslenskum börnum við offitu, en hlutfallið er hærra hér en annars staðar á Norðurlöndum. Tugir íslenskra barna eru á biðlista eftir því að komast í Heilsuskóla Barnaspítala Hringsins sem aðstoðar fjölskyldur barna með offitu. Óásættanlegt að íslensk börn séu feitari Að baki frumvarpinu um rýmkaðan útivistartíma barna liggja lýðheilsusjónarmið. Það er til mikils að vinna að börn eyði meiri tíma úti við og í samvistum við önnur börn, en félagsleg hegðun þeirra hefur tekið stakkaskiptum vegna örra tæknibreytinga, m.a. vegna aukinnar skjánotkunar. Þá er það óásættanleg staða að íslensk börn séu of feit í samanburði við börn í nágrannalöndum. Sanngirnisrök hníga að því að útivistartími 10 til 12 ára barna sé rýmri en útivistartími yngri barna. Birtu- og veðurskilyrði styðja það að tímabil rýmri útivistartíma yfir sumarið og mánuðina í kring sé lengt um einn mánuð í báða enda. Í landi þar sem er myrkur svo stóran hluta árs og allra veðra von er sömuleiðis mikilvægt að frelsi barna sé rýmkað eins og kostur er yfir mildari mánuði ársins. Vonandi verður málinu vel tekið á Alþingi Íslendinga. Höfundur er þingmaður Sjálfstæðisflokksins
Góður rekstur Mosfellsbæjar og framtíðin björt Halla Karen Kristjánsdóttir,Anna Sigríður Guðnadóttir ,Lovísa Jónsdóttir Skoðun
Skoðun Góður rekstur Mosfellsbæjar og framtíðin björt Halla Karen Kristjánsdóttir,Anna Sigríður Guðnadóttir ,Lovísa Jónsdóttir skrifar
Skoðun Áskorun til ráðherra mennta- og barnamála og ráðherra menningarmála Anna Klara Georgsdóttir skrifar
Skoðun Rússar pyntuðu og myrtu úkraínsku blaðakonuna Viktoriiu Roshchyna Erlingur Erlingsson skrifar
Skoðun Gigtarmaí 2025 – Stuðlum að forvörnum, fræðslu og vitundarvakningu Hrönn Stefánsdóttir skrifar
Skoðun Opið bréf til hæstvirts innviðaráðherra, Eyjólfs Ármannssonar, um íslensku og ábyrgð Nichole Leigh Mosty skrifar
Skoðun Hver á dómur að vera hjá ungmenni fyrir að fremja alvarlegt afbrot, jafnvel morð? Davíð Bergmann skrifar
Góður rekstur Mosfellsbæjar og framtíðin björt Halla Karen Kristjánsdóttir,Anna Sigríður Guðnadóttir ,Lovísa Jónsdóttir Skoðun