Að finna rétt veiðigjald... Bolli Héðinsson skrifar 7. apríl 2025 12:16 Næstum allir segja í orði kveðnu að sanngjarnt sé að þjóðinni sé greitt gjald fyrir að fá að veiða úr fiskveiðiauðlindinni sem er ótvírætt í hennar eigu. Svo er reynt að finna leið til að ákvarða það gjald. Búin er til leið (reiknistofn) þar sem vegnar eru saman ýmsar stærðir úr afkomutölum sjávarútvegs og út kemur tala sem ákvarðar veiðigjaldið. Ein af lykilstærðunum í þessari jöfnu er „markaðsverð“ á fiskinum. Þá vandast málið. Milliverðlagning Stór sjávarútvegsfyrirtæki kjósa að hafa allt á einni hendi, veiðar og vinnslu. Sú tilhögun hefur sýnt sig að geta verið heppileg þar sem hún á við. Engu að síður verðleggja þessi fyrirtæki sjávarfangið frá skipi til fiskvinnslu. Augljóst er að sú verðlagning getur verið með ýmsu móti þar sem hún ræðst ekki af framboði og eftirspurn á markaði. Þannig geta fyrirtæki séð sér hag í því að hafa verðið sem lægst milli veiða og vinnslu líkt og þau sjá sér hag í því milli vinnslu og sölu sbr. þegar stjórnandi í einu slíku fyrirtæki sendi eftirfarandi tölvupóst: „Tilgangurinn er eftirfarandi: Að búa til hagnað innan sölufyrirtækisins þar sem enginn skattur er á hagnað fyrirtækisins. Við teljum Kýpur vera rétta landið. Með því að búa til hagnað innan sölufyrirtækisins getum við lækkað skiptahlut sjómanna og stjórnað betur á hvaða verðum við myndum gera upp. Með því að draga úr hagnaði þar og láta hagnaðinn myndast hjá sölufyrirtækinu þá tækist okkur að auka hagnað heildarinnar.“ (Heimildin 16. nóv. 2019) Þetta er aðeins dæmi um hvernig má misnota verðlagningu sem á sér stað innan fyrirtækja úr einni deild þess í aðra en slík tilbúin verðlagning þekkist víða. Augljóst má því vera að hæpið er að styðjast við slíka „milliverðlagningu“ innan fyrirtækja til að byggja opinbera gjaldtöku á. Sanngjörn leið Fyrst ákveðið hefur verið að reikna veiðileyfagjald (sem rennur til þjóðarinnar sem sanngjarnt afgjald fyrir afnot fiskimiðanna) með lykilstærð sem getur leikið svo mikill vafi á að eigi sér stað í raunveruleikanum, þá hljóta allir réttsýnir menn að vilja leita sannleikans í þessum efnum og finna stærð sem kemst næst því að vera „rétt“ stærð. - Sú leið sem stungið er uppá í frumvarpi til laga um breytingu á lögum um aflaverðmæti í reiknistofni og miðar við meðalverð á hvert kg hvers mánaðar á fiskmarkaði yfir 12 mánaða tímabil, virðist því vera afar sanngjarnt og hógvært úrræði til að reyna að komast sem næst því hvað geti talist „rétt“ upphæð til viðmiðunar í útreikningi veiðigjalds. Þeir sem eru ekki sáttir við að loksins séu settar inn sannanlegar tölur í þann reiknistofn sem gildir um útreikning veiðigjalds ættu frekar að krefjast þess að aðrar aðferðir verði notaðar til að finna veiðigjald heldur en sú sem gilt hefur undanfarin ár. Höfundur er hagfræðingur. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Bolli Héðinsson Skattar og tollar Sjávarútvegur Mest lesið Köllum Skjöld Íslands réttu nafni: Rasískt götugengi Ian McDonald Skoðun Hverjir eru komnir með nóg? Nichole Leigh Mosty Skoðun Að leigja okkar eigin innviði Halldóra Mogensen Skoðun Evrópusambandsaðild - valdefling íslensks almennings Magnús Árni Skjöld Magnússon Skoðun Málþóf sem valdníðsla Einar G. Harðarson Skoðun Þið voruð í partýinu líka! Gísli Sigurður Gunnlaugsson Skoðun Alltof mörg sveitarfélög á Íslandi! Gunnar Alexander Ólafsson Skoðun Lýðheilsan að veði? Willum Þór Þórsson Skoðun Hvernig spyr ég gervigreind til að fá besta svarið? Björgmundur Örn Guðmundsson Skoðun Ertu bitur? Björn Leví Gunnarsson Skoðun Skoðun Skoðun Alltof mörg sveitarfélög á Íslandi! Gunnar Alexander Ólafsson skrifar Skoðun Öryggi betur tryggt – fangelsismál færð til nútímans Þorbjörg Sigríður Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Lýðheilsan að veði? Willum Þór Þórsson skrifar Skoðun Evrópusambandsaðild - valdefling íslensks almennings Magnús Árni Skjöld Magnússon skrifar Skoðun Köllum Skjöld Íslands réttu nafni: Rasískt götugengi Ian McDonald skrifar Skoðun Hverjir eru komnir með nóg? Nichole Leigh Mosty skrifar Skoðun Að leigja okkar eigin innviði Halldóra Mogensen skrifar Skoðun Málþóf sem valdníðsla Einar G. Harðarson skrifar Skoðun Klaufaskapur og reynsluleysi? Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Hvernig spyr ég gervigreind til að fá besta svarið? Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar Skoðun Ertu bitur? Björn Leví Gunnarsson skrifar Skoðun Er hægt að læra af draumum? Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Afstæði Ábyrgðar Matthildur Björnsdóttir skrifar Skoðun Klassapróf fína fólksins – eða hvernig erfingjar kenna okkur að lifa Sigríður Svanborgardóttir skrifar Skoðun Fjárhagslegt virði vörumerkja Elías Larsen skrifar Skoðun Við ákærum – hver sveik strandveiðisjómenn? Kjartan Páll Sveinsson skrifar Skoðun Þið voruð í partýinu líka! Gísli Sigurður Gunnlaugsson skrifar Skoðun Af hverju varð heimsókn framkvæmdastjóra ESB að NATO-fundi? Helen Ólafsdóttir skrifar Skoðun Veimiltítustjórn og tugþúsundir dáinna barna Viðar Hreinsson skrifar Skoðun Bragðefni eru ekki vandamálið - Bann við þeim myndi skaða lýðheilsu Abdullah Shihab Wahid skrifar Skoðun Swuayda blæðir: Hróp sem heimurinn heyrir ekki Mouna Nasr skrifar Skoðun Skattar fyrst, svo allt hitt – og hagræðingin sem gleymdist Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar Skoðun Áfangasigur í baráttunni við hernaðinn gegn heimkynnum villta laxins Ingólfur Ásgeirsson,Árni Baldursson skrifar Skoðun Þetta er allt hinum að kenna! Helgi Brynjarsson skrifar Skoðun Þjóðþrifamálin sem stjórnarandstaðan fórnaði á altari útgerðanna Heimir Már Pétursson skrifar Skoðun Sleppir ekki takinu svo auðveldlega aftur Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Opið bréf til fullorðna fólksins Úlfhildur Elísa Hróbjartsdóttir skrifar Skoðun Vill Sjálfstæðisflokkurinn láta taka sig alvarlega? Dagbjört Hákonardóttir skrifar Skoðun Þjórsá í hættu – Hvammsvirkjun og rof á náttúrulegu ástandi árinnar Gunnar Þór Jónsson skrifar Skoðun Undirbúum börnin fyrir skólann með hjálp gervigreindar Sigvaldi Einarsson skrifar Sjá meira
Næstum allir segja í orði kveðnu að sanngjarnt sé að þjóðinni sé greitt gjald fyrir að fá að veiða úr fiskveiðiauðlindinni sem er ótvírætt í hennar eigu. Svo er reynt að finna leið til að ákvarða það gjald. Búin er til leið (reiknistofn) þar sem vegnar eru saman ýmsar stærðir úr afkomutölum sjávarútvegs og út kemur tala sem ákvarðar veiðigjaldið. Ein af lykilstærðunum í þessari jöfnu er „markaðsverð“ á fiskinum. Þá vandast málið. Milliverðlagning Stór sjávarútvegsfyrirtæki kjósa að hafa allt á einni hendi, veiðar og vinnslu. Sú tilhögun hefur sýnt sig að geta verið heppileg þar sem hún á við. Engu að síður verðleggja þessi fyrirtæki sjávarfangið frá skipi til fiskvinnslu. Augljóst er að sú verðlagning getur verið með ýmsu móti þar sem hún ræðst ekki af framboði og eftirspurn á markaði. Þannig geta fyrirtæki séð sér hag í því að hafa verðið sem lægst milli veiða og vinnslu líkt og þau sjá sér hag í því milli vinnslu og sölu sbr. þegar stjórnandi í einu slíku fyrirtæki sendi eftirfarandi tölvupóst: „Tilgangurinn er eftirfarandi: Að búa til hagnað innan sölufyrirtækisins þar sem enginn skattur er á hagnað fyrirtækisins. Við teljum Kýpur vera rétta landið. Með því að búa til hagnað innan sölufyrirtækisins getum við lækkað skiptahlut sjómanna og stjórnað betur á hvaða verðum við myndum gera upp. Með því að draga úr hagnaði þar og láta hagnaðinn myndast hjá sölufyrirtækinu þá tækist okkur að auka hagnað heildarinnar.“ (Heimildin 16. nóv. 2019) Þetta er aðeins dæmi um hvernig má misnota verðlagningu sem á sér stað innan fyrirtækja úr einni deild þess í aðra en slík tilbúin verðlagning þekkist víða. Augljóst má því vera að hæpið er að styðjast við slíka „milliverðlagningu“ innan fyrirtækja til að byggja opinbera gjaldtöku á. Sanngjörn leið Fyrst ákveðið hefur verið að reikna veiðileyfagjald (sem rennur til þjóðarinnar sem sanngjarnt afgjald fyrir afnot fiskimiðanna) með lykilstærð sem getur leikið svo mikill vafi á að eigi sér stað í raunveruleikanum, þá hljóta allir réttsýnir menn að vilja leita sannleikans í þessum efnum og finna stærð sem kemst næst því að vera „rétt“ stærð. - Sú leið sem stungið er uppá í frumvarpi til laga um breytingu á lögum um aflaverðmæti í reiknistofni og miðar við meðalverð á hvert kg hvers mánaðar á fiskmarkaði yfir 12 mánaða tímabil, virðist því vera afar sanngjarnt og hógvært úrræði til að reyna að komast sem næst því hvað geti talist „rétt“ upphæð til viðmiðunar í útreikningi veiðigjalds. Þeir sem eru ekki sáttir við að loksins séu settar inn sannanlegar tölur í þann reiknistofn sem gildir um útreikning veiðigjalds ættu frekar að krefjast þess að aðrar aðferðir verði notaðar til að finna veiðigjald heldur en sú sem gilt hefur undanfarin ár. Höfundur er hagfræðingur.
Skoðun Öryggi betur tryggt – fangelsismál færð til nútímans Þorbjörg Sigríður Gunnlaugsdóttir skrifar
Skoðun Klassapróf fína fólksins – eða hvernig erfingjar kenna okkur að lifa Sigríður Svanborgardóttir skrifar
Skoðun Bragðefni eru ekki vandamálið - Bann við þeim myndi skaða lýðheilsu Abdullah Shihab Wahid skrifar
Skoðun Skattar fyrst, svo allt hitt – og hagræðingin sem gleymdist Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar
Skoðun Áfangasigur í baráttunni við hernaðinn gegn heimkynnum villta laxins Ingólfur Ásgeirsson,Árni Baldursson skrifar
Skoðun Þjóðþrifamálin sem stjórnarandstaðan fórnaði á altari útgerðanna Heimir Már Pétursson skrifar
Skoðun Þjórsá í hættu – Hvammsvirkjun og rof á náttúrulegu ástandi árinnar Gunnar Þór Jónsson skrifar