Geti sagt fyrir um eldgos við höfuðborgarsvæðið með nokkurra vikna fyrirvara Berghildur Erla Bernharðsdóttir skrifar 9. apríl 2025 14:40 Benedikt Ófeigsson fagstjóri hjá Veðurstofunni. Vísir/Arnar Veðurstofan hefur stórbætt vöktunarkerfi sitt síðan eldvirkni hófst á Reykjanesi að sögn fagstjóra. Reynslan sýni að hægt sé að vara við eldsumbrotum með nokkurra vikna fyrirvara. Hann segir ekkert nýtt í nýrri skýrslu um náttúruvá á höfuðborgarsvæðinu þar sem varað er við mögulegum eldsumbrotum og jarðskjálftum. Hins vegar sé um að ræða mikilvæga samantekt um mismunandi sviðsmyndir á svæðinu. Sveitarfélög á höfuðborgarsvæðinu þurfa að aðlagast nýjum veruleika og undirbúa sig fyrir að takast á við afleiðingar eldgosa í nágrenni sínu vegna eldsumbrota á Reykjanesi. Tjónið geti orðið gríðarlegt. Þetta kemur fram í nýrri skýrslu Veðurstofu Íslands um náttúruvá á höfuðborgarsvæðinu. Fram kemur að í kjölfar þess að nýtt gosskeið sé hafið á Reykjanesskaga kenni sagan að flest eldstöðvakerfi skagans virkist sem eru í nágrenni höfuðborgarsvæðisins. Benedikt Ófeigsson fagstjóri á Veðurstofunni segir áhættu af kerfum í grennd við höfuðborgarsvæðið vel þekkta. Það séu því ekki nýjar upplýsingar sem komi fram í skýrslunni. Hún sé hins vegar mikilvæg samantekt. Hann segir að Veðurstofan hafi byrjað að vakta kerfin fyrir um fimm árum í upphafi goshrinunnar á Reykjanesi.. „Það kemur í raun ekkert nýtt fram í þessari skýrslu en þetta er mikilvæg samantekt. Hér á Veðurstofunni höfum við byggt upp mjög góð GPS og skjálfta vöktunarkerfinu á Reykjanesi síðan 2020,“ segir Benedikt. Hann segir að höfuðborgarsvæðinu stafi mestu hættu af Krýsuvíkurkerfinu. Veðurstofan vakti því það kerfi sérstaklega nú. „Kvikuinnskot gæti t.d. skotið sér að Heiðmörk. Búrfellsgjá er í Krýsuvíkurkerfinu og hraunrennsli þaðan gæti haft talsverð áhrif á höfuðborgarsvæðið. Vöktun okkar gengur út á að sjá þetta fyrir,“ segir hann. Hann segir að reynslan frá vöktun á Reykjanesskaga síðustu ár sýni að Veðurstofan geti sagt fyrir um eldgos einhverjum vikum áður en það kemur upp. „Þegar eldvirknin hófst þar sögðum við að von væri á eldgosi nokkrum vikum áður. Þannig að við eigum að geta séð með talsverðum fyrirvara áður en eldgos hefst. Það er hins vegar oft mikil óvissa um hvernig eldvirknin þróast,“ segir Benedikt Ófeigsson. Eldgos og jarðhræringar Eldgos á Reykjanesskaga Mest lesið Hafþór keppir í Rússlandi: „Auðvitað veldur þessi ákvörðun ákveðnum vonbriðgum“ Innlent Einhleypir karlmenn standa verst Innlent Nafn mannsins sem lést í Garðabæ Innlent Verkföll á Tenerife: „Það eru mikil læti sem fylgja þessu“ Erlent Hótar að banna erlenda nemendur í Harvard Erlent Háværar framkvæmdir stöðvaðar Innlent Vantar sjálfboðaliða til að laga 500 hjól handa efnaminni fjölskyldum Innlent Geti haft í för með sér „ónæði, mengun og álag á fráveitu“ Innlent Fjórir létust þegar kláfferja hrapaði á Ítalíu Erlent Hótelstarfsmenn á Tenerife í verkfalli Erlent Fleiri fréttir Rafmennt í samstarf og kaupir eignir þrotabúsins Kartöflugeymsla orðin að menningarhúsi Selfyssinga Hafa áhyggjur af því að sýn Veitna á Heiðmörk sé of þröng Skortur á reglum um sæðisgjafir og menningarmiðstöð í kartöflugeymslu Háværar framkvæmdir stöðvaðar Hafþór keppir í Rússlandi: „Auðvitað veldur þessi ákvörðun ákveðnum vonbriðgum“ Rannsaka ólöglegt fiskeldi Áformin dragi verulega úr möguleikum til útivistar Geti haft í för með sér „ónæði, mengun og álag á fráveitu“ Ofbeldi í nánum samböndum og mótmæli á Tenerife Einhleypir karlmenn standa verst Misskilnings gætt um breytingar á lögum um innritun í framhaldsskóla Andstaða forstjóra Flugleiða við Cargolux réð því að hluturinn fór Bað lögreglu um að bjarga kettinum úr klóm nágrannans Vantar sjálfboðaliða til að laga 500 hjól handa efnaminni fjölskyldum „Umhverfi sem gerir eðlilegt og lögmætt flug að forréttindum stóru rekstraraðilanna“ Nafn mannsins sem lést í Garðabæ Af Alþingi til Fjallabyggðar „Vísbendingar um að fjárhagur sé að vænkast hjá borginni“ „Þeir voru fullir af hatri á meðan þeir lömdu mig“ Engin mygla í 200 húsum byggingameistara á Selfossi „Með allra besta móti miðað við árstíma“ Jónas Ingimundarson er látinn Búið að loka hringveginum vegna ófærðar Sex hópnauðganir til rannsóknar og lengri opnunartími sundlauga Von á fallegum, litríkum og kvikum norðurljósum í kvöld Sex hópnauðganir á borð lögreglu á árinu Steindór Andersen er látinn Gæsluvarðhald framlengt yfir konunni Sjálfstæðisflokkur fengi tæpan þriðjung Sjá meira
Sveitarfélög á höfuðborgarsvæðinu þurfa að aðlagast nýjum veruleika og undirbúa sig fyrir að takast á við afleiðingar eldgosa í nágrenni sínu vegna eldsumbrota á Reykjanesi. Tjónið geti orðið gríðarlegt. Þetta kemur fram í nýrri skýrslu Veðurstofu Íslands um náttúruvá á höfuðborgarsvæðinu. Fram kemur að í kjölfar þess að nýtt gosskeið sé hafið á Reykjanesskaga kenni sagan að flest eldstöðvakerfi skagans virkist sem eru í nágrenni höfuðborgarsvæðisins. Benedikt Ófeigsson fagstjóri á Veðurstofunni segir áhættu af kerfum í grennd við höfuðborgarsvæðið vel þekkta. Það séu því ekki nýjar upplýsingar sem komi fram í skýrslunni. Hún sé hins vegar mikilvæg samantekt. Hann segir að Veðurstofan hafi byrjað að vakta kerfin fyrir um fimm árum í upphafi goshrinunnar á Reykjanesi.. „Það kemur í raun ekkert nýtt fram í þessari skýrslu en þetta er mikilvæg samantekt. Hér á Veðurstofunni höfum við byggt upp mjög góð GPS og skjálfta vöktunarkerfinu á Reykjanesi síðan 2020,“ segir Benedikt. Hann segir að höfuðborgarsvæðinu stafi mestu hættu af Krýsuvíkurkerfinu. Veðurstofan vakti því það kerfi sérstaklega nú. „Kvikuinnskot gæti t.d. skotið sér að Heiðmörk. Búrfellsgjá er í Krýsuvíkurkerfinu og hraunrennsli þaðan gæti haft talsverð áhrif á höfuðborgarsvæðið. Vöktun okkar gengur út á að sjá þetta fyrir,“ segir hann. Hann segir að reynslan frá vöktun á Reykjanesskaga síðustu ár sýni að Veðurstofan geti sagt fyrir um eldgos einhverjum vikum áður en það kemur upp. „Þegar eldvirknin hófst þar sögðum við að von væri á eldgosi nokkrum vikum áður. Þannig að við eigum að geta séð með talsverðum fyrirvara áður en eldgos hefst. Það er hins vegar oft mikil óvissa um hvernig eldvirknin þróast,“ segir Benedikt Ófeigsson.
Eldgos og jarðhræringar Eldgos á Reykjanesskaga Mest lesið Hafþór keppir í Rússlandi: „Auðvitað veldur þessi ákvörðun ákveðnum vonbriðgum“ Innlent Einhleypir karlmenn standa verst Innlent Nafn mannsins sem lést í Garðabæ Innlent Verkföll á Tenerife: „Það eru mikil læti sem fylgja þessu“ Erlent Hótar að banna erlenda nemendur í Harvard Erlent Háværar framkvæmdir stöðvaðar Innlent Vantar sjálfboðaliða til að laga 500 hjól handa efnaminni fjölskyldum Innlent Geti haft í för með sér „ónæði, mengun og álag á fráveitu“ Innlent Fjórir létust þegar kláfferja hrapaði á Ítalíu Erlent Hótelstarfsmenn á Tenerife í verkfalli Erlent Fleiri fréttir Rafmennt í samstarf og kaupir eignir þrotabúsins Kartöflugeymsla orðin að menningarhúsi Selfyssinga Hafa áhyggjur af því að sýn Veitna á Heiðmörk sé of þröng Skortur á reglum um sæðisgjafir og menningarmiðstöð í kartöflugeymslu Háværar framkvæmdir stöðvaðar Hafþór keppir í Rússlandi: „Auðvitað veldur þessi ákvörðun ákveðnum vonbriðgum“ Rannsaka ólöglegt fiskeldi Áformin dragi verulega úr möguleikum til útivistar Geti haft í för með sér „ónæði, mengun og álag á fráveitu“ Ofbeldi í nánum samböndum og mótmæli á Tenerife Einhleypir karlmenn standa verst Misskilnings gætt um breytingar á lögum um innritun í framhaldsskóla Andstaða forstjóra Flugleiða við Cargolux réð því að hluturinn fór Bað lögreglu um að bjarga kettinum úr klóm nágrannans Vantar sjálfboðaliða til að laga 500 hjól handa efnaminni fjölskyldum „Umhverfi sem gerir eðlilegt og lögmætt flug að forréttindum stóru rekstraraðilanna“ Nafn mannsins sem lést í Garðabæ Af Alþingi til Fjallabyggðar „Vísbendingar um að fjárhagur sé að vænkast hjá borginni“ „Þeir voru fullir af hatri á meðan þeir lömdu mig“ Engin mygla í 200 húsum byggingameistara á Selfossi „Með allra besta móti miðað við árstíma“ Jónas Ingimundarson er látinn Búið að loka hringveginum vegna ófærðar Sex hópnauðganir til rannsóknar og lengri opnunartími sundlauga Von á fallegum, litríkum og kvikum norðurljósum í kvöld Sex hópnauðganir á borð lögreglu á árinu Steindór Andersen er látinn Gæsluvarðhald framlengt yfir konunni Sjálfstæðisflokkur fengi tæpan þriðjung Sjá meira