Mótmæli við leik Íslands og Ísrael Lovísa Arnardóttir skrifar 9. apríl 2025 19:41 Sólveig Anna, formaður Eflingar, heldur á Palestínufána með öðrum mótmælendum. Vísir/Anton Brink Mótmælendur hafa nú safnast saman fyrir utan Ásvelli, íþróttamiðstöð Hauka í Hafnafirði, til að mótmæla veru ísraelska handboltaliðsins í kvennahandbolta sem keppir í kvöld við íslenska landsliðið í umspili um sæti á HM kvenna í handbolta í vetur. Leikurinn er spilaður fyrir luktum dyrum vegna tilmæla lögreglu til að verja öryggi leikmanna. Ísraelsku landsliðskonurnar mættu til leiks í lögreglufylgd fyrr í dag. Myndskeið af því má sjá hér að neðan. Leikurinn hófst klukkan 19.30. Landsliðskonum hafa í aðdraganda leiksins borist ýmis skilaboð. Kristinn Hrafnsson, ritstjóri Wikileaks, skrifaði til dæmis opið bréf til leikmanna þar sem hann biðlaði til þeirra um að spila ekki leikinn. Leikurinn er spilaður fyrir luktum dyrum. Vísir/Anton Brink „Þær sem mæta ykkur á vellinum hafa ef til vill ekki tekið beinan þátt í skefjalausu morðæði en þær eru hluti af þeirri vél. Farið heldur ekki í grafgötur með að Ísraelsher og þjóðarmorðsstjórnin líta svo á að þeirra landslið sé að vinna að réttlætingu þjóðarmorðsins. Þær mæta inn á völlinn með blóð barna á höndunum og þaðan mun það blóð berast til ykkar þegar boltinn fer á milli – ef þið leikið á móti þeim,“ sagði hann í bréfinu. Arnar Pétursson, þjálfari liðsins, sagði sniðgöngu á leiknum hafa komið til umræðu á vettvangi HSÍ. Það hefði haft þær afleiðingar að Ísrael færi áfram á HM í stað Íslands. Mótmælendur veifa palestínska fánanum og rauða spjaldinu fyrir utan Ásvelli. Nokkur fjöldi er samankominn í Hafnarfirði til að mótmæla. Vísir/Anton Brink Sólveig Anna, formaður Eflingar, heldur á Palestínufána með öðrum mótmælendum. Vísir/Anton Brink Leikurinn er spilaður fyrir luktum dyrum. Vísir/Anton Brink Handbolti Ísrael Átök í Ísrael og Palestínu Landslið kvenna í handbolta HSÍ HM kvenna í handbolta 2025 Tengdar fréttir Sniðganga var rædd innan HSÍ „Ég get alveg verið hreinskilinn með það að þetta hefur verið aðeins snúið. Þetta er aðeins öðruvísi en vanalega. Við erum að spila við andstæðing sem við klárlega völdum okkur ekki og þurfum þar af leiðandi aðeins að glíma við það,“ segir Arnar Pétursson um verkefni kvöldsins er Ísland mætir Ísrael í umspili um sæti á HM kvenna í handbolta í vetur. 9. apríl 2025 08:00 Í beinni: Ísland - Ísrael | Leikið í skugga deilna Stelpurnar okkar eru komnar með annan fótinn á HM eftir stórsigur, 39-27, gegn Ísrael í kvöld. Þetta var fyrri leikur liðanna en þau mætast aftur annað kvöld. Sá leikur á að vera formsatriði fyrir Ísland. 9. apríl 2025 18:47 „Við völdum okkur ekki andstæðinga“ Landsliðsþjálfarinn Arnar Pétursson segir stöðu íslenska kvennalandsliðsins vera snúna fyrir komandi leiki við Ísrael í umspili um sæti á HM í nóvember. Leikirnir fara fram í skugga gagnrýni en íslenska liðið er aðeins þessum tveimur leikjum frá heimsmeistaramóti. 8. apríl 2025 16:13 Mest lesið Moskítóflugan mætt til Íslands Innlent „Ég hélt ekki að ég ætti eftir að upplifa svona rosalegt bakslag“ Innlent Tegundin sé líklega komin til að vera Innlent Fjórði starfsmaðurinn hættir en reynslubolti kemur inn Innlent Gaf í skyn gróft kynlíf, gekk í skrokk á konu og dæmdur í fimm ára fangelsi Innlent Hafna aftur tillögu Trumps Erlent Alvarlegt umferðarslys austan við Klaustur Innlent Skikkar bændur í meirapróf Innlent Hafði komið sér fyrir í varðskipinu án leyfis Innlent Brennur fyrir borgarhönnun og sárnaði að vera kölluð hræsnari Innlent Fleiri fréttir Fjórði starfsmaðurinn hættir en reynslubolti kemur inn Fellur frá kröfu um meirapróf bænda Þarf ekki lengur tilvísun til sjúkraþjálfara næsta vor Tegundin sé líklega komin til að vera Ofbeldismál gegn kennurum komi upp á öllum skólastigum Bjartsýnn á lausn í vikunni þótt ekki hafi verið boðað til fundar Moskítóflugan og verkfallsaðgerðir flugumferðarstjóra Götulokanir vegna kvennaverkfalls Kröftug skjálftahrina í Mýrdalsjökli Skikkar bændur í meirapróf Moskítóflugan mætt til Íslands Alvarlegt umferðarslys austan við Klaustur Verulega skert þjónusta vegna kvennaverkfalls Gaf í skyn gróft kynlíf, gekk í skrokk á konu og dæmdur í fimm ára fangelsi „Ég hélt ekki að ég ætti eftir að upplifa svona rosalegt bakslag“ Hafði komið sér fyrir í varðskipinu án leyfis Brennur fyrir borgarhönnun og sárnaði að vera kölluð hræsnari Verkfall flugumferðarstjóra hafið Samkomulag við Þjóðverja eigi að tryggja varnir og öryggi Íslendinga Rödd Íslendinga í hinsegin baráttu hafi aldrei verið mikilvægari 105 ára boccia meistari í vesturbæ Reykjavíkur Nemendur gangi ítrekað í skrokk á kennurum Nemendur ganga í skrokk á kennurum og kjaradeila enn í hnút Lögregla aðstoðaði við að vísa gestum út af hóteli í 105 Þáttur Trumps gífurlega mikilvægur „Barnið mitt dó á ykkar vakt“ „Málið er fast“ Byggja þarf 5.500 íbúðir á Suðurlandi á næstu 10 árum „Stutt síðan að þeir voru í aðgerðum og ollu þar miklu tjóni“ Verkfallið vonbrigði og grímuklæddir glæpamenn í Louvre Sjá meira
Leikurinn er spilaður fyrir luktum dyrum vegna tilmæla lögreglu til að verja öryggi leikmanna. Ísraelsku landsliðskonurnar mættu til leiks í lögreglufylgd fyrr í dag. Myndskeið af því má sjá hér að neðan. Leikurinn hófst klukkan 19.30. Landsliðskonum hafa í aðdraganda leiksins borist ýmis skilaboð. Kristinn Hrafnsson, ritstjóri Wikileaks, skrifaði til dæmis opið bréf til leikmanna þar sem hann biðlaði til þeirra um að spila ekki leikinn. Leikurinn er spilaður fyrir luktum dyrum. Vísir/Anton Brink „Þær sem mæta ykkur á vellinum hafa ef til vill ekki tekið beinan þátt í skefjalausu morðæði en þær eru hluti af þeirri vél. Farið heldur ekki í grafgötur með að Ísraelsher og þjóðarmorðsstjórnin líta svo á að þeirra landslið sé að vinna að réttlætingu þjóðarmorðsins. Þær mæta inn á völlinn með blóð barna á höndunum og þaðan mun það blóð berast til ykkar þegar boltinn fer á milli – ef þið leikið á móti þeim,“ sagði hann í bréfinu. Arnar Pétursson, þjálfari liðsins, sagði sniðgöngu á leiknum hafa komið til umræðu á vettvangi HSÍ. Það hefði haft þær afleiðingar að Ísrael færi áfram á HM í stað Íslands. Mótmælendur veifa palestínska fánanum og rauða spjaldinu fyrir utan Ásvelli. Nokkur fjöldi er samankominn í Hafnarfirði til að mótmæla. Vísir/Anton Brink Sólveig Anna, formaður Eflingar, heldur á Palestínufána með öðrum mótmælendum. Vísir/Anton Brink Leikurinn er spilaður fyrir luktum dyrum. Vísir/Anton Brink
Handbolti Ísrael Átök í Ísrael og Palestínu Landslið kvenna í handbolta HSÍ HM kvenna í handbolta 2025 Tengdar fréttir Sniðganga var rædd innan HSÍ „Ég get alveg verið hreinskilinn með það að þetta hefur verið aðeins snúið. Þetta er aðeins öðruvísi en vanalega. Við erum að spila við andstæðing sem við klárlega völdum okkur ekki og þurfum þar af leiðandi aðeins að glíma við það,“ segir Arnar Pétursson um verkefni kvöldsins er Ísland mætir Ísrael í umspili um sæti á HM kvenna í handbolta í vetur. 9. apríl 2025 08:00 Í beinni: Ísland - Ísrael | Leikið í skugga deilna Stelpurnar okkar eru komnar með annan fótinn á HM eftir stórsigur, 39-27, gegn Ísrael í kvöld. Þetta var fyrri leikur liðanna en þau mætast aftur annað kvöld. Sá leikur á að vera formsatriði fyrir Ísland. 9. apríl 2025 18:47 „Við völdum okkur ekki andstæðinga“ Landsliðsþjálfarinn Arnar Pétursson segir stöðu íslenska kvennalandsliðsins vera snúna fyrir komandi leiki við Ísrael í umspili um sæti á HM í nóvember. Leikirnir fara fram í skugga gagnrýni en íslenska liðið er aðeins þessum tveimur leikjum frá heimsmeistaramóti. 8. apríl 2025 16:13 Mest lesið Moskítóflugan mætt til Íslands Innlent „Ég hélt ekki að ég ætti eftir að upplifa svona rosalegt bakslag“ Innlent Tegundin sé líklega komin til að vera Innlent Fjórði starfsmaðurinn hættir en reynslubolti kemur inn Innlent Gaf í skyn gróft kynlíf, gekk í skrokk á konu og dæmdur í fimm ára fangelsi Innlent Hafna aftur tillögu Trumps Erlent Alvarlegt umferðarslys austan við Klaustur Innlent Skikkar bændur í meirapróf Innlent Hafði komið sér fyrir í varðskipinu án leyfis Innlent Brennur fyrir borgarhönnun og sárnaði að vera kölluð hræsnari Innlent Fleiri fréttir Fjórði starfsmaðurinn hættir en reynslubolti kemur inn Fellur frá kröfu um meirapróf bænda Þarf ekki lengur tilvísun til sjúkraþjálfara næsta vor Tegundin sé líklega komin til að vera Ofbeldismál gegn kennurum komi upp á öllum skólastigum Bjartsýnn á lausn í vikunni þótt ekki hafi verið boðað til fundar Moskítóflugan og verkfallsaðgerðir flugumferðarstjóra Götulokanir vegna kvennaverkfalls Kröftug skjálftahrina í Mýrdalsjökli Skikkar bændur í meirapróf Moskítóflugan mætt til Íslands Alvarlegt umferðarslys austan við Klaustur Verulega skert þjónusta vegna kvennaverkfalls Gaf í skyn gróft kynlíf, gekk í skrokk á konu og dæmdur í fimm ára fangelsi „Ég hélt ekki að ég ætti eftir að upplifa svona rosalegt bakslag“ Hafði komið sér fyrir í varðskipinu án leyfis Brennur fyrir borgarhönnun og sárnaði að vera kölluð hræsnari Verkfall flugumferðarstjóra hafið Samkomulag við Þjóðverja eigi að tryggja varnir og öryggi Íslendinga Rödd Íslendinga í hinsegin baráttu hafi aldrei verið mikilvægari 105 ára boccia meistari í vesturbæ Reykjavíkur Nemendur gangi ítrekað í skrokk á kennurum Nemendur ganga í skrokk á kennurum og kjaradeila enn í hnút Lögregla aðstoðaði við að vísa gestum út af hóteli í 105 Þáttur Trumps gífurlega mikilvægur „Barnið mitt dó á ykkar vakt“ „Málið er fast“ Byggja þarf 5.500 íbúðir á Suðurlandi á næstu 10 árum „Stutt síðan að þeir voru í aðgerðum og ollu þar miklu tjóni“ Verkfallið vonbrigði og grímuklæddir glæpamenn í Louvre Sjá meira
Sniðganga var rædd innan HSÍ „Ég get alveg verið hreinskilinn með það að þetta hefur verið aðeins snúið. Þetta er aðeins öðruvísi en vanalega. Við erum að spila við andstæðing sem við klárlega völdum okkur ekki og þurfum þar af leiðandi aðeins að glíma við það,“ segir Arnar Pétursson um verkefni kvöldsins er Ísland mætir Ísrael í umspili um sæti á HM kvenna í handbolta í vetur. 9. apríl 2025 08:00
Í beinni: Ísland - Ísrael | Leikið í skugga deilna Stelpurnar okkar eru komnar með annan fótinn á HM eftir stórsigur, 39-27, gegn Ísrael í kvöld. Þetta var fyrri leikur liðanna en þau mætast aftur annað kvöld. Sá leikur á að vera formsatriði fyrir Ísland. 9. apríl 2025 18:47
„Við völdum okkur ekki andstæðinga“ Landsliðsþjálfarinn Arnar Pétursson segir stöðu íslenska kvennalandsliðsins vera snúna fyrir komandi leiki við Ísrael í umspili um sæti á HM í nóvember. Leikirnir fara fram í skugga gagnrýni en íslenska liðið er aðeins þessum tveimur leikjum frá heimsmeistaramóti. 8. apríl 2025 16:13