Danakonungur til Grænlands í annað sinn á skömmum tíma Kristján Már Unnarsson skrifar 30. apríl 2025 12:10 Friðriki Danakonungi var vel fagnað í Nuuk í gær. Kongehuset Friðrik Danakonungur er kominn í þriggja daga heimsókn til Grænlands. Konungi var tekið fagnandi af íbúum Nuuk sem fjölmenntu á skipulagða viðburði til að heilsa upp á þjóðhöfðingja sinn. Einkaþota danska hersins lenti með Friðrik á nýja alþjóðaflugvellinum í Nuuk í gærmorgun. Með um borð í fluginu frá Kaupmannahöfn var einnig Jens-Frederik Nielsen, hinn nýkjörni formaður landsstjórnar Grænlands, sem var að koma úr fyrstu opinberu heimsókn sinni til Danmerkur sem leiðtogi Grænlendinga. Konungur á göngu um götur Nuuk klæddur grænlenskum búningi.Kongehuset Aðeins eru tíu mánuðir frá síðustu heimsókn Friðriks til Grænlands. Sérfræðingar í málefnum Grænlands, sem grænlenska ríkisútvarpið KNR ræddi við, telja að það sé engin tilviljun að konungurinn sé núna kominn svo fljótt aftur til landsins. Heimsóknina verði að skoða í ljósi ítrekaðra yfirlýsinga Donalds Trump Bandaríkjaforseta um að Bandaríkin ættu að taka Grænland yfir. „Kannski vegna þess að ég kem frá Grænlandi túlka ég það sem merki til alls danska konungsríkisins um að stærsta markmið konungs sé að varðveita konungsríkið. Ég held að hann leggi áherslu á það með heimsókn sinni,“ segir Nauja Bianco, óháður ráðgjafi um Grænland og norðurslóðir, í viðtali við KNR. Danakonungur í siglingu í gær með Jens-Frederik Nielsen, formanni landsstjórnar Grænlands. Úlpa konungs er merkt með þjóðfánum bæði Danmerkur og Grænlands.Kongehuset Grænlandsheimsókn Danakonungs hófst með því að formaður landsstjórnarinnar bauð konungi í fjarðasiglingu um nágrenni Nuuk. Jafnframt var hádegisverður snæddur um borð. Um miðjan dag tók konungur þátt í kaffisamsæti í menningarhúsinu Katuaq. Þar heilsaði hann upp á íbúa en samkoman var opin öllum. Friðrik heilsar Grænlendingum í menningarhúsinu í Nuuk.Kongehuset Síðdegis fór hann í fjallgöngu í útjaðri höfuðstaðarins. Þar fékk hann að upplifa grænlenskt landslag í vetrarbúningi og var fræddur um náttúru, dýralíf og sögu svæðisins. Hátíðarkvöldverður var svo snæddur í Hans Egedes-húsinu i Nuuk. Í morgun hófst dagskrá Danakonungs á heimsókn í Háskóla Grænlands. Þar heilsaði hann meðal annars upp á nemendur í umhverfisfræðum. Einnig heimsækir hann Sjávarútvegsstofnun Grænlands. Friðrik í fjallgöngu í útjaðri Nuuk síðdegis í gær.Kongehuset Til stóð að eftir hádegi myndi konungur í fylgd varnarmálaráðherra Danmerkur, Troels Lund Poulsen, heimsækja Station Nord, sem er nyrsta mannaða stöð Grænlands. Þeirri ferð hefur hins vegar verið aflýst vegna veðurs og sömuleiðis sleðaferð með Sirius-hersveitinni. Station Nord var komið á fót árið 1952 sem veður- og fjarskiptastöð og sem neyðarbækistöð. Henni var lokað árið 1972 en síðan opnuð aftur árið 1975 og þá sem herstöð. Þar er flugbraut og eru jafnan fimm hermenn staðsettir þar. Grænland Danmörk Donald Trump Norðurslóðir Öryggis- og varnarmál Friðrik X Danakonungur Kóngafólk Tengdar fréttir Skoða kostnaðinn við yfirtöku Grænlands Starfsmenn Hvíta hússins hafa að undanförnu unnið að skýrslu um hvað það myndi kosta Bandaríkin að taka yfir Grænland. Meðal annars er verið að skoða hvað það myndi kosta að stýra stjórnsýslu Grænlands og hvaða tekjur Bandaríkin gætu haft af auðlindum eyjunnar. 2. apríl 2025 10:10 „Við náum Grænlandi, hundrað prósent“ Donald Trump Bandaríkjaforseti sagði í símaviðtali við blaðamann NBC í gær að hann hafi átt alvarleg samtöl um að innlima Grænland í Bandaríkin. Hann sagði góðar líkur á að það næðist án beitingar hervalds en sagðist ekki útiloka neitt. 30. mars 2025 09:59 Mette Frederiksen heldur til Grænlands Mette Frederiksen, forsætisráðherra Danmerkur, heldur til Grænlands í vikunni sem kemur þar sem hún fer á fund Jens-Frederiks Nielsen, nýs landstjórnarformanns. 29. mars 2025 17:35 Mest lesið Hjalti Snær sá sem fannst látinn Innlent Grunaður árásarmaður í Úlfarsárdal handtekinn Innlent Haraldur Jóhannsson er látinn Innlent Bað lögreglustjóra að „veita framvegis réttar upplýsingar“ Innlent Leigubílstjóri fór í svaðilför á Teslunni upp í Þórsmörk og sneri heill heim Innlent Þrettán skemmtiferðaskip og Ísland uppselt Innlent Ber fyrir sig minnisleysi á verknaðarstundu Innlent Hæstiréttur gefur grænt ljós á búvörulögin Innlent Dvöl á Hrauninu fram undan eftir kókaínsmygl Innlent Synir El Chapo sagðir hafa myndað afdrífaríkt bandalag Erlent Fleiri fréttir Handtóku unga öfgahægrimenn sem hugðu á hryðjuverk Úkraínskur fyrrverandi embættismaður skotinn til bana í Madrid Norðmenn þurfa að taka tillit til loftslagsáhrifa olíuvinnslunar Dreifing hjálpargagna enn ekki hafin Senda farandfólk frá Asíu til Suður-Súdan Synir El Chapo sagðir hafa myndað afdrífaríkt bandalag Ætlar að eyða mun minna í pólitíkina Hætta viðræðum við Ísrael og boða aðgerðir Evrópuríki leggja refsiaðgerðir á „skuggaflota“ Rússa Fjarlægja höfundarmerkingu einnar frægustu fréttaljósmyndar sögunnar Leiðtogar Bretlands, Frakklands og Kanada hóta aðgerðum gegn Ísrael Sagði „Diddy“ hafa hótað að láta hana hverfa Suðureyjargöng náðu ekki í gegnum Lögþingið Borga fyrir skotfæri til Úkraínu með frystum eigum Rússa „Frábært“ símtal en án niðurstöðu Forsætisráðherra Spánar vill Ísrael í bann frá Eurovision Banna „óæskilega“ starfsemi Amnesty International í Rússlandi Stefnir í baráttu á milli frjálslyndis og íhalds í Póllandi Árangur í viðræðum Bretlands við Evrópusambandið Ísraelsk stjórnvöld segjast ætla að hleypa hjálpargögnum á Gasa Spænska ríkissjónvarpið vill að símakosningin verði yfirfarin Nicusor Dan nýr forseti Rúmeníu Trump sorgmæddur yfir greiningu Biden Joe Biden með krabbamein Íslenskur farþegi í bílslysi þar sem barn lést Rúmenar ganga aftur að kjörborðinu Leó orðinn páfi Tveir létust þegar skip á leið til Íslands sigldi á Brooklyn-brúna Ætlar að tala við Pútín um að „binda enda á blóðbaðið“ Fimm látnir eftir þyrluslys í Finnlandi Sjá meira
Einkaþota danska hersins lenti með Friðrik á nýja alþjóðaflugvellinum í Nuuk í gærmorgun. Með um borð í fluginu frá Kaupmannahöfn var einnig Jens-Frederik Nielsen, hinn nýkjörni formaður landsstjórnar Grænlands, sem var að koma úr fyrstu opinberu heimsókn sinni til Danmerkur sem leiðtogi Grænlendinga. Konungur á göngu um götur Nuuk klæddur grænlenskum búningi.Kongehuset Aðeins eru tíu mánuðir frá síðustu heimsókn Friðriks til Grænlands. Sérfræðingar í málefnum Grænlands, sem grænlenska ríkisútvarpið KNR ræddi við, telja að það sé engin tilviljun að konungurinn sé núna kominn svo fljótt aftur til landsins. Heimsóknina verði að skoða í ljósi ítrekaðra yfirlýsinga Donalds Trump Bandaríkjaforseta um að Bandaríkin ættu að taka Grænland yfir. „Kannski vegna þess að ég kem frá Grænlandi túlka ég það sem merki til alls danska konungsríkisins um að stærsta markmið konungs sé að varðveita konungsríkið. Ég held að hann leggi áherslu á það með heimsókn sinni,“ segir Nauja Bianco, óháður ráðgjafi um Grænland og norðurslóðir, í viðtali við KNR. Danakonungur í siglingu í gær með Jens-Frederik Nielsen, formanni landsstjórnar Grænlands. Úlpa konungs er merkt með þjóðfánum bæði Danmerkur og Grænlands.Kongehuset Grænlandsheimsókn Danakonungs hófst með því að formaður landsstjórnarinnar bauð konungi í fjarðasiglingu um nágrenni Nuuk. Jafnframt var hádegisverður snæddur um borð. Um miðjan dag tók konungur þátt í kaffisamsæti í menningarhúsinu Katuaq. Þar heilsaði hann upp á íbúa en samkoman var opin öllum. Friðrik heilsar Grænlendingum í menningarhúsinu í Nuuk.Kongehuset Síðdegis fór hann í fjallgöngu í útjaðri höfuðstaðarins. Þar fékk hann að upplifa grænlenskt landslag í vetrarbúningi og var fræddur um náttúru, dýralíf og sögu svæðisins. Hátíðarkvöldverður var svo snæddur í Hans Egedes-húsinu i Nuuk. Í morgun hófst dagskrá Danakonungs á heimsókn í Háskóla Grænlands. Þar heilsaði hann meðal annars upp á nemendur í umhverfisfræðum. Einnig heimsækir hann Sjávarútvegsstofnun Grænlands. Friðrik í fjallgöngu í útjaðri Nuuk síðdegis í gær.Kongehuset Til stóð að eftir hádegi myndi konungur í fylgd varnarmálaráðherra Danmerkur, Troels Lund Poulsen, heimsækja Station Nord, sem er nyrsta mannaða stöð Grænlands. Þeirri ferð hefur hins vegar verið aflýst vegna veðurs og sömuleiðis sleðaferð með Sirius-hersveitinni. Station Nord var komið á fót árið 1952 sem veður- og fjarskiptastöð og sem neyðarbækistöð. Henni var lokað árið 1972 en síðan opnuð aftur árið 1975 og þá sem herstöð. Þar er flugbraut og eru jafnan fimm hermenn staðsettir þar.
Grænland Danmörk Donald Trump Norðurslóðir Öryggis- og varnarmál Friðrik X Danakonungur Kóngafólk Tengdar fréttir Skoða kostnaðinn við yfirtöku Grænlands Starfsmenn Hvíta hússins hafa að undanförnu unnið að skýrslu um hvað það myndi kosta Bandaríkin að taka yfir Grænland. Meðal annars er verið að skoða hvað það myndi kosta að stýra stjórnsýslu Grænlands og hvaða tekjur Bandaríkin gætu haft af auðlindum eyjunnar. 2. apríl 2025 10:10 „Við náum Grænlandi, hundrað prósent“ Donald Trump Bandaríkjaforseti sagði í símaviðtali við blaðamann NBC í gær að hann hafi átt alvarleg samtöl um að innlima Grænland í Bandaríkin. Hann sagði góðar líkur á að það næðist án beitingar hervalds en sagðist ekki útiloka neitt. 30. mars 2025 09:59 Mette Frederiksen heldur til Grænlands Mette Frederiksen, forsætisráðherra Danmerkur, heldur til Grænlands í vikunni sem kemur þar sem hún fer á fund Jens-Frederiks Nielsen, nýs landstjórnarformanns. 29. mars 2025 17:35 Mest lesið Hjalti Snær sá sem fannst látinn Innlent Grunaður árásarmaður í Úlfarsárdal handtekinn Innlent Haraldur Jóhannsson er látinn Innlent Bað lögreglustjóra að „veita framvegis réttar upplýsingar“ Innlent Leigubílstjóri fór í svaðilför á Teslunni upp í Þórsmörk og sneri heill heim Innlent Þrettán skemmtiferðaskip og Ísland uppselt Innlent Ber fyrir sig minnisleysi á verknaðarstundu Innlent Hæstiréttur gefur grænt ljós á búvörulögin Innlent Dvöl á Hrauninu fram undan eftir kókaínsmygl Innlent Synir El Chapo sagðir hafa myndað afdrífaríkt bandalag Erlent Fleiri fréttir Handtóku unga öfgahægrimenn sem hugðu á hryðjuverk Úkraínskur fyrrverandi embættismaður skotinn til bana í Madrid Norðmenn þurfa að taka tillit til loftslagsáhrifa olíuvinnslunar Dreifing hjálpargagna enn ekki hafin Senda farandfólk frá Asíu til Suður-Súdan Synir El Chapo sagðir hafa myndað afdrífaríkt bandalag Ætlar að eyða mun minna í pólitíkina Hætta viðræðum við Ísrael og boða aðgerðir Evrópuríki leggja refsiaðgerðir á „skuggaflota“ Rússa Fjarlægja höfundarmerkingu einnar frægustu fréttaljósmyndar sögunnar Leiðtogar Bretlands, Frakklands og Kanada hóta aðgerðum gegn Ísrael Sagði „Diddy“ hafa hótað að láta hana hverfa Suðureyjargöng náðu ekki í gegnum Lögþingið Borga fyrir skotfæri til Úkraínu með frystum eigum Rússa „Frábært“ símtal en án niðurstöðu Forsætisráðherra Spánar vill Ísrael í bann frá Eurovision Banna „óæskilega“ starfsemi Amnesty International í Rússlandi Stefnir í baráttu á milli frjálslyndis og íhalds í Póllandi Árangur í viðræðum Bretlands við Evrópusambandið Ísraelsk stjórnvöld segjast ætla að hleypa hjálpargögnum á Gasa Spænska ríkissjónvarpið vill að símakosningin verði yfirfarin Nicusor Dan nýr forseti Rúmeníu Trump sorgmæddur yfir greiningu Biden Joe Biden með krabbamein Íslenskur farþegi í bílslysi þar sem barn lést Rúmenar ganga aftur að kjörborðinu Leó orðinn páfi Tveir létust þegar skip á leið til Íslands sigldi á Brooklyn-brúna Ætlar að tala við Pútín um að „binda enda á blóðbaðið“ Fimm látnir eftir þyrluslys í Finnlandi Sjá meira
Skoða kostnaðinn við yfirtöku Grænlands Starfsmenn Hvíta hússins hafa að undanförnu unnið að skýrslu um hvað það myndi kosta Bandaríkin að taka yfir Grænland. Meðal annars er verið að skoða hvað það myndi kosta að stýra stjórnsýslu Grænlands og hvaða tekjur Bandaríkin gætu haft af auðlindum eyjunnar. 2. apríl 2025 10:10
„Við náum Grænlandi, hundrað prósent“ Donald Trump Bandaríkjaforseti sagði í símaviðtali við blaðamann NBC í gær að hann hafi átt alvarleg samtöl um að innlima Grænland í Bandaríkin. Hann sagði góðar líkur á að það næðist án beitingar hervalds en sagðist ekki útiloka neitt. 30. mars 2025 09:59
Mette Frederiksen heldur til Grænlands Mette Frederiksen, forsætisráðherra Danmerkur, heldur til Grænlands í vikunni sem kemur þar sem hún fer á fund Jens-Frederiks Nielsen, nýs landstjórnarformanns. 29. mars 2025 17:35