„Mér finnst þetta ómöguleg framkoma“ Vésteinn Örn Pétursson og Bjarki Sigurðsson skrifa 2. maí 2025 13:34 Bryndís og Jón Baldvin telja málið allt hið ömurlegasta, og segja skilning stjórnvalda engan. Vísir/Anton Brink Hjónin Jón Baldvin Hannibalsson fyrrverandi ráðherra og Bryndís Schram eiginkona hans voru meðal mótmælenda fyrir utan ríkisstjórnarfund í dag. Þau kröfðust þess að hinum 17 ára gamla Oscar Andre Bocanegra Florez yrði veitt dvalarleyfi. „Þetta er barnaverndarmál. Ég skrifaði barnaverndarráðherra um málið, og benti á að fyrir liggur umsókn ágæts fólks um að taka hann í fóstur,“ sagði Jón Baldvin þegar hann var tekinn tali á mótmælunum í dag. Þar vísaði hann til hjónanna Sonju Magnúsdóttur og Svavars Jóhannssonar, sem hafa boðist til að taka drenginn í fóstur. Honum hefur verið synjað um dvalarleyfi hér á landi og gæti því verið sendur til Kólumbíu hvenær sem er. „Barnaverndaryfirvöld þurfa bara að segja já takk við því góða boði. Málið leyst. En ég hef ekki fengið neitt svar í heila viku. Það er ekki tekinn síminn, ekki neitt. Mér finnst þetta ómöguleg framkoma,“ sagði Jón Baldvin. Bryndís Schram sagði mikinn stuðning í samfélaginu með Oscari. Fleiri hafi mætt á síðasta mótmælafund en þann sem fram fór í morgun. „Og maður fann það hvað fólk stóð þétt að baki þessara hjóna. Þetta er yndislegt fólk. Ég skil ekki tilganginn með þessu. Það átti að senda hann út í síðasta mánuði, það eru komnar margar vikur síðan. Hann hefur ekki getað sofið, hann hefur ekki getað stundað nám. Hvar er samúðin með börnum? Ég get bara grátið yfir þessu,“ sagði Bryndís. Teljið þið að ríkisstjórnin muni bregðast við í þessu? „Ég trúi ekki öðru en að þeir hegði sér eins og menn,“ sagði Jón Baldvin. Bryndís bætti við að þegar ráðherrar mættu á fundinn hafi þeir brosað og veifað til mótmælenda. „En hvað býr að baki? Enginn skilningur.“ Flóttafólk á Íslandi Kólumbía Börn og uppeldi Ofbeldi gegn börnum Hælisleitendur Ríkisstjórn Kristrúnar Frostadóttur Mál Oscars frá Kólumbíu Tengdar fréttir „Við gerum ekki svona við börn“ „Ég er gáttaður á því hvernig þetta samfélag kýs að koma fram við börn,“ segir tónlistarmaðurinn Páll Óskar Hjálmtýsson. Hann er meðal þeirra sem mótmæltu fyrirhugaðri brottvísun hins 17 ára Oscars við fundarstað ríkisstjórnar í dag. 2. maí 2025 10:37 Mótmælt við ríkisstjórnarfund: „Oscar á heima hér“ Mótmæli standa nú yfir fyrir utan fundarstað ríkisstjórnarinnar á Hverfisgötu. Mótmælendur krefjast þess að stjórnvöld dragi til baka brottvísun hins kólumbíska Oscar Andre Bocanegra Florez. 2. maí 2025 09:33 Mest lesið Læknir í Kópavogi blekkti fjölskyldu sína með lygasögu um krabbamein Innlent Tugir drengja fastir í rústum skóla sem hrundi til grunna Erlent Kallar þjóðaröryggisráð saman Innlent Hættir sem þingflokksformaður Innlent Leiðtogar fagna áætluninni en bíða svara frá Hamas Erlent Hópslagsmál og hundaárás Innlent Sundlaugar borgarinnar verði bættar fyrir ungbarnafjölskyldur Innlent Ná ekki að leika árangur Wagner eftir Erlent Vonsviknir ferðamenn og reiði út í Icelandair vegna hækkunar fargjalda Innlent Arnarflug lifað lengst í samkeppni við Icelandair Innlent Fleiri fréttir Kallar þjóðaröryggisráð saman Verulegt högg fyrir ferðaþjónustuna Eftirköstin af gjaldþroti Play og friðaráætlun á Gasa Læknir í Kópavogi blekkti fjölskyldu sína með lygasögu um krabbamein Áhyggjur landsmanna af útbreiðslu hernaðarátaka í Evrópu aukast Hættir sem þingflokksformaður Sundlaugar borgarinnar verði bættar fyrir ungbarnafjölskyldur Hópslagsmál og hundaárás Vonsviknir ferðamenn og reiði út í Icelandair vegna hækkunar fargjalda Arnarflug lifað lengst í samkeppni við Icelandair Fall Play frá öllum hliðum Tilkynnt um dróna yfir Keflavíkurflugvelli Þriggja ára fangelsi: Tók ekki mark á lygilegri frásögn Neyðast til að millilenda, tapaður peningur og rándýr flug heim Lítur svo á að hann njóti ekki trausts og hefur beðist lausnar Banaslys á Skagavegi 2024: Drukknaði eftir að hafa misst stjórn í beygju Sjokk, stress og særindi í Leifsstöð Bein útsending: Lýðheilsuvísar 2025 kynntir Ekki erfitt að vera föst í 25 gráðum en ástæðan sorgleg „Óvænt og líka mjög leiðinlegt“ Play hættir að fljúga, hundruð missa vinnuna og strandaglópar í Leifsstöð Föst í Portúgal: „Siðlaust“ að fljúga vélunum út í morgun Fara yfir stöðuna vegna Play og skipuleggja sig Bílstjórinn þrettán ára Vísað burtu af hóteli og svo handtekinn í sameign 29 prósent heimila skipuð einstæðingum: „Meðvituð ákvörðun til að njóta frelsis“ Aldrei neinn afsláttur gefinn í flugprófunum Allt niður í þriggja mánaða fiðluleikara „Virðist bitna á saklausum ferðamönnum“ „Ákveðinn miski“ að geta ekki treyst vatninu Sjá meira
„Þetta er barnaverndarmál. Ég skrifaði barnaverndarráðherra um málið, og benti á að fyrir liggur umsókn ágæts fólks um að taka hann í fóstur,“ sagði Jón Baldvin þegar hann var tekinn tali á mótmælunum í dag. Þar vísaði hann til hjónanna Sonju Magnúsdóttur og Svavars Jóhannssonar, sem hafa boðist til að taka drenginn í fóstur. Honum hefur verið synjað um dvalarleyfi hér á landi og gæti því verið sendur til Kólumbíu hvenær sem er. „Barnaverndaryfirvöld þurfa bara að segja já takk við því góða boði. Málið leyst. En ég hef ekki fengið neitt svar í heila viku. Það er ekki tekinn síminn, ekki neitt. Mér finnst þetta ómöguleg framkoma,“ sagði Jón Baldvin. Bryndís Schram sagði mikinn stuðning í samfélaginu með Oscari. Fleiri hafi mætt á síðasta mótmælafund en þann sem fram fór í morgun. „Og maður fann það hvað fólk stóð þétt að baki þessara hjóna. Þetta er yndislegt fólk. Ég skil ekki tilganginn með þessu. Það átti að senda hann út í síðasta mánuði, það eru komnar margar vikur síðan. Hann hefur ekki getað sofið, hann hefur ekki getað stundað nám. Hvar er samúðin með börnum? Ég get bara grátið yfir þessu,“ sagði Bryndís. Teljið þið að ríkisstjórnin muni bregðast við í þessu? „Ég trúi ekki öðru en að þeir hegði sér eins og menn,“ sagði Jón Baldvin. Bryndís bætti við að þegar ráðherrar mættu á fundinn hafi þeir brosað og veifað til mótmælenda. „En hvað býr að baki? Enginn skilningur.“
Flóttafólk á Íslandi Kólumbía Börn og uppeldi Ofbeldi gegn börnum Hælisleitendur Ríkisstjórn Kristrúnar Frostadóttur Mál Oscars frá Kólumbíu Tengdar fréttir „Við gerum ekki svona við börn“ „Ég er gáttaður á því hvernig þetta samfélag kýs að koma fram við börn,“ segir tónlistarmaðurinn Páll Óskar Hjálmtýsson. Hann er meðal þeirra sem mótmæltu fyrirhugaðri brottvísun hins 17 ára Oscars við fundarstað ríkisstjórnar í dag. 2. maí 2025 10:37 Mótmælt við ríkisstjórnarfund: „Oscar á heima hér“ Mótmæli standa nú yfir fyrir utan fundarstað ríkisstjórnarinnar á Hverfisgötu. Mótmælendur krefjast þess að stjórnvöld dragi til baka brottvísun hins kólumbíska Oscar Andre Bocanegra Florez. 2. maí 2025 09:33 Mest lesið Læknir í Kópavogi blekkti fjölskyldu sína með lygasögu um krabbamein Innlent Tugir drengja fastir í rústum skóla sem hrundi til grunna Erlent Kallar þjóðaröryggisráð saman Innlent Hættir sem þingflokksformaður Innlent Leiðtogar fagna áætluninni en bíða svara frá Hamas Erlent Hópslagsmál og hundaárás Innlent Sundlaugar borgarinnar verði bættar fyrir ungbarnafjölskyldur Innlent Ná ekki að leika árangur Wagner eftir Erlent Vonsviknir ferðamenn og reiði út í Icelandair vegna hækkunar fargjalda Innlent Arnarflug lifað lengst í samkeppni við Icelandair Innlent Fleiri fréttir Kallar þjóðaröryggisráð saman Verulegt högg fyrir ferðaþjónustuna Eftirköstin af gjaldþroti Play og friðaráætlun á Gasa Læknir í Kópavogi blekkti fjölskyldu sína með lygasögu um krabbamein Áhyggjur landsmanna af útbreiðslu hernaðarátaka í Evrópu aukast Hættir sem þingflokksformaður Sundlaugar borgarinnar verði bættar fyrir ungbarnafjölskyldur Hópslagsmál og hundaárás Vonsviknir ferðamenn og reiði út í Icelandair vegna hækkunar fargjalda Arnarflug lifað lengst í samkeppni við Icelandair Fall Play frá öllum hliðum Tilkynnt um dróna yfir Keflavíkurflugvelli Þriggja ára fangelsi: Tók ekki mark á lygilegri frásögn Neyðast til að millilenda, tapaður peningur og rándýr flug heim Lítur svo á að hann njóti ekki trausts og hefur beðist lausnar Banaslys á Skagavegi 2024: Drukknaði eftir að hafa misst stjórn í beygju Sjokk, stress og særindi í Leifsstöð Bein útsending: Lýðheilsuvísar 2025 kynntir Ekki erfitt að vera föst í 25 gráðum en ástæðan sorgleg „Óvænt og líka mjög leiðinlegt“ Play hættir að fljúga, hundruð missa vinnuna og strandaglópar í Leifsstöð Föst í Portúgal: „Siðlaust“ að fljúga vélunum út í morgun Fara yfir stöðuna vegna Play og skipuleggja sig Bílstjórinn þrettán ára Vísað burtu af hóteli og svo handtekinn í sameign 29 prósent heimila skipuð einstæðingum: „Meðvituð ákvörðun til að njóta frelsis“ Aldrei neinn afsláttur gefinn í flugprófunum Allt niður í þriggja mánaða fiðluleikara „Virðist bitna á saklausum ferðamönnum“ „Ákveðinn miski“ að geta ekki treyst vatninu Sjá meira
„Við gerum ekki svona við börn“ „Ég er gáttaður á því hvernig þetta samfélag kýs að koma fram við börn,“ segir tónlistarmaðurinn Páll Óskar Hjálmtýsson. Hann er meðal þeirra sem mótmæltu fyrirhugaðri brottvísun hins 17 ára Oscars við fundarstað ríkisstjórnar í dag. 2. maí 2025 10:37
Mótmælt við ríkisstjórnarfund: „Oscar á heima hér“ Mótmæli standa nú yfir fyrir utan fundarstað ríkisstjórnarinnar á Hverfisgötu. Mótmælendur krefjast þess að stjórnvöld dragi til baka brottvísun hins kólumbíska Oscar Andre Bocanegra Florez. 2. maí 2025 09:33