Bretar fyrstir til að semja við Trump Samúel Karl Ólason skrifar 8. maí 2025 16:05 Keir Starmer, forsætisráðherra Bretlands, og Donald Trump, forseti Bandaríkjanna, í Hvíta húsinu í febrúar. AP/Carl Court Donald Trump, forseti Bandaríkjanna, opinberaði í dag „sögulegan“ viðskiptasamning við Bretland sem opna ætti á aukinn útflutning fyrir Bandaríkjamenn. Bretar urðu þar með fyrstir til að semja við Trump eftir að hann boðaði umfangsmikla tolla í síðasta mánuði. Trump segir að þó eigi eftir að klára samninginn að fullu og segja fjölmiðlar ytra að tilkynningin virðist frekar snúast um drög að viðskiptasamningi en kláruðum samningi. Samkvæmt þessum drögum munu bæði Bretar og Bandaríkjamenn lækka tolla á ákveðnar vörur og gera almenn samkomulög um tolla á öðrum sviðum. Bandaríkjamenn munu meðal annars lækka tolla á stál, ál og bíla frá Bretlandi. Almennur tíu prósenta tollur Trumps mun þó áfram standa á innflutning frá Bretlandi. Tollur á breska bíla mun lækka úr 27,5 prósentum í tíu. Bretar munu lækka tolla á landbúnaðarafurðir frá Bandaríkjunum, gos, morgunkorn og aðrar vöru. New York Times segir að viðræður um samninginn gætu tekið nokkra mánuði og að slíkar viðræður geti verið flóknar og erfiðar. Margt geti farið úrskeiðis. Bretland var ellefti stærsti viðskiptaaðili Bandaríkjanna á fyrsta fjórðungi ársins. Viðskipti við Bretland voru 2,9 prósent af öllum viðskiptum Bandaríkjanna á ársfjórðungnum. Mest flytja Bandaríkjamenn lyf inn frá Bretlandi. Trump hefur boðað tolla á slíkar vörur en Keir Starmer, forsætisráðherra Bretlands, segir að þessi nýi samningur muni gera Bretum kleift að fá sérmeðferð þar. Trump var spurður í dag hvort samningurinn hefði áhrif á tolla á kvikmyndir sem framleiddar eru í öðrum löndum, sem Trump hefur boðað. Forsetinn svaraði ekki beint en sagði þó að James Bond þyrfti ekki að hafa neinar áhyggjur. Vill semja við fleiri Eins og frægt er hefur Trump sett almennan tíu prósenta toll á allan innflutning til Bandaríkjanna. Hann hefur einnig boðað umfangsmikla tolla á ríki sem selja meira til Bandaríkjanna en þau kaupa en þeim tollum var frestað um níutíu daga, eftir að þeir voru fyrst boðaðir. Þetta hefur Trump sagst vilja nota til að gera nýja viðskiptasamninga við ríki heimsins en það hefur hingað til ekki skilað miklum árangri. Sjá einnig: Engar viðræður fyrr en Trump fellir niður tolla Þegar Trump var spurður út í minni umferð í bandarískum höfnum sagði forsetinn það jákvæðar fréttir. „Það þýðir að við töpum minna af peningum.“ Fregnir hafa borist af töluverðum samdrætti á innflutningi en í grein NYT segir að svo virðist sem bandarískur útflutningur sé einnig í vandræðum. Það eigi sérstaklega við útflutning á landbúnaðarafurðum til Kína. REPORTER: But we're seeing as a result that ports here in the US, the traffic has really slowed and now thousands of dockworkers are truck drivers are worried about their jobsTRUMP: That means we lose less money ... when you say it slowed down, that's a good thing, not a bad… pic.twitter.com/6nW5CG6IFY— Aaron Rupar (@atrupar) May 8, 2025 Bandaríkin Bretland Donald Trump Skattar og tollar Mest lesið Seldi íbúðina og keypti Bitcoin í staðinn Viðskipti innlent Hótar þrjátíu prósenta tolli á ESB Viðskipti erlent Selja Lagarfoss með tæplega hálfs milljarðs tapi Viðskipti innlent Ójafnrétti að konur þurfi að ganga á veikindarétt vegna barneigna Viðskipti innlent Íbúðum í byggingu fækkar Viðskipti innlent Fyrsta íslenska grænkera ostagerðin í hættu Viðskipti innlent Gleymdi að skrá sig úr stæðinu og því rukkuð um 48 þúsund Neytendur Um forvitna yfirmanninn Atvinnulíf Eiginkona stjórnarmanns keypti óvart í bankanum Viðskipti innlent Völdu Noreg fram yfir Ísland þrátt fyrir að besta lausnin væri hér Viðskipti innlent Fleiri fréttir Hótar þrjátíu prósenta tolli á ESB Hótar Kanadamönnum hærri tollgjöldum Forstjóri X hættir óvænt Kynna nýtt kerfi gegn „gervigreindarsópum“ SAS í sókn og kaupir 55 brasilískar vélar Forstjóri Flügger ákærður fyrir brot á viðskiptaþvingunum „Alltaf leiðindamál að lenda í svona“ Loka fyrir færslur á Workplace í haust Trump segir sjaldgæfa málma og segla aftur á leið til Bandaríkjanna Viðvörunarbjöllur glymja vegna Kína og sjaldgæfra málma Tollar á ál og stál hækka Sjá meira
Trump segir að þó eigi eftir að klára samninginn að fullu og segja fjölmiðlar ytra að tilkynningin virðist frekar snúast um drög að viðskiptasamningi en kláruðum samningi. Samkvæmt þessum drögum munu bæði Bretar og Bandaríkjamenn lækka tolla á ákveðnar vörur og gera almenn samkomulög um tolla á öðrum sviðum. Bandaríkjamenn munu meðal annars lækka tolla á stál, ál og bíla frá Bretlandi. Almennur tíu prósenta tollur Trumps mun þó áfram standa á innflutning frá Bretlandi. Tollur á breska bíla mun lækka úr 27,5 prósentum í tíu. Bretar munu lækka tolla á landbúnaðarafurðir frá Bandaríkjunum, gos, morgunkorn og aðrar vöru. New York Times segir að viðræður um samninginn gætu tekið nokkra mánuði og að slíkar viðræður geti verið flóknar og erfiðar. Margt geti farið úrskeiðis. Bretland var ellefti stærsti viðskiptaaðili Bandaríkjanna á fyrsta fjórðungi ársins. Viðskipti við Bretland voru 2,9 prósent af öllum viðskiptum Bandaríkjanna á ársfjórðungnum. Mest flytja Bandaríkjamenn lyf inn frá Bretlandi. Trump hefur boðað tolla á slíkar vörur en Keir Starmer, forsætisráðherra Bretlands, segir að þessi nýi samningur muni gera Bretum kleift að fá sérmeðferð þar. Trump var spurður í dag hvort samningurinn hefði áhrif á tolla á kvikmyndir sem framleiddar eru í öðrum löndum, sem Trump hefur boðað. Forsetinn svaraði ekki beint en sagði þó að James Bond þyrfti ekki að hafa neinar áhyggjur. Vill semja við fleiri Eins og frægt er hefur Trump sett almennan tíu prósenta toll á allan innflutning til Bandaríkjanna. Hann hefur einnig boðað umfangsmikla tolla á ríki sem selja meira til Bandaríkjanna en þau kaupa en þeim tollum var frestað um níutíu daga, eftir að þeir voru fyrst boðaðir. Þetta hefur Trump sagst vilja nota til að gera nýja viðskiptasamninga við ríki heimsins en það hefur hingað til ekki skilað miklum árangri. Sjá einnig: Engar viðræður fyrr en Trump fellir niður tolla Þegar Trump var spurður út í minni umferð í bandarískum höfnum sagði forsetinn það jákvæðar fréttir. „Það þýðir að við töpum minna af peningum.“ Fregnir hafa borist af töluverðum samdrætti á innflutningi en í grein NYT segir að svo virðist sem bandarískur útflutningur sé einnig í vandræðum. Það eigi sérstaklega við útflutning á landbúnaðarafurðum til Kína. REPORTER: But we're seeing as a result that ports here in the US, the traffic has really slowed and now thousands of dockworkers are truck drivers are worried about their jobsTRUMP: That means we lose less money ... when you say it slowed down, that's a good thing, not a bad… pic.twitter.com/6nW5CG6IFY— Aaron Rupar (@atrupar) May 8, 2025
Bandaríkin Bretland Donald Trump Skattar og tollar Mest lesið Seldi íbúðina og keypti Bitcoin í staðinn Viðskipti innlent Hótar þrjátíu prósenta tolli á ESB Viðskipti erlent Selja Lagarfoss með tæplega hálfs milljarðs tapi Viðskipti innlent Ójafnrétti að konur þurfi að ganga á veikindarétt vegna barneigna Viðskipti innlent Íbúðum í byggingu fækkar Viðskipti innlent Fyrsta íslenska grænkera ostagerðin í hættu Viðskipti innlent Gleymdi að skrá sig úr stæðinu og því rukkuð um 48 þúsund Neytendur Um forvitna yfirmanninn Atvinnulíf Eiginkona stjórnarmanns keypti óvart í bankanum Viðskipti innlent Völdu Noreg fram yfir Ísland þrátt fyrir að besta lausnin væri hér Viðskipti innlent Fleiri fréttir Hótar þrjátíu prósenta tolli á ESB Hótar Kanadamönnum hærri tollgjöldum Forstjóri X hættir óvænt Kynna nýtt kerfi gegn „gervigreindarsópum“ SAS í sókn og kaupir 55 brasilískar vélar Forstjóri Flügger ákærður fyrir brot á viðskiptaþvingunum „Alltaf leiðindamál að lenda í svona“ Loka fyrir færslur á Workplace í haust Trump segir sjaldgæfa málma og segla aftur á leið til Bandaríkjanna Viðvörunarbjöllur glymja vegna Kína og sjaldgæfra málma Tollar á ál og stál hækka Sjá meira