Fluttu mun minna til Bandaríkjanna en meira annað Samúel Karl Ólason skrifar 9. maí 2025 12:16 Frá höfninni í Qingdao í Kína. AP/Chinatopix Útflutningur Kínverja til Bandaríkjanna dróst verulega saman í síðasta mánuði, eftir að Donald Trump, forseti Bandaríkjanna, beitti umfangsmiklum tollum á vörur frá Kína. Þrátt fyrir að jókst útflutningur Kínverja á heimsvísu, samkvæmt nýjum tölum frá Kína, þar sem kínversk fyrirtæki hafa leitað til annarra markaða. Útflutningurinn til Bandaríkjanna dróst saman um 21 prósent í apríl, borið saman við apríl í fyrra. Heilt yfir jókst útflutningur Kína þó um 8,1 prósent, þó Bandaríkin hafi verið stærsti viðskiptaaðili Kína. Það er rakið til mun meiri útflutnings frá Kína til annarra ríkja í Asíu (+21%), Suður-Ameríku (+17%), Afríku (+25%) og Evrópusambandsins (+8,3 prósent). Í grein New York Times segir að tölur um innflutning frá Taívan og Suður-Kóreu bendi til þess að Kínverjar séu að nota níutíu daga frest Trumps á tollum á vörur frá öðrum ríkjum, til að koma vörum til Bandaríkjanna gegnum önnur ríki í Asíu. Eins og frægt er hefur forseti Bandaríkjanna sett 145 prósenta toll á vörur frá Kína og almennan tíu prósenta toll á allar vörur sem fluttar eru til Bandaríkjanna. Þar að auki hefur Trump sett tolla á ál, stál og bíla og heitið því að setja tolla á hálfleiðara og lyf. Hann hefur einnig boðað umfangsmikla tolla á ríki sem selja meira til Bandaríkjanna en þau kaupa en þeim tollum var frestað um níutíu daga, eftir að þeir voru fyrst boðaðir. Kínverjar hafa sett 125 prósenta tolla á bandarískar vörur. Viðræður um helgina Bandarískir og kínverskir erindrekar munu funda í Sviss um helgina en samkvæmt Wall Street Journal er vonast til þess að það muni opna á frekari viðræður um viðskipti ríkjanna á milli. Heimildarmenn WSJ í Bandaríkjunum og Kína segja markmiðið að draga úr spennu milli ríkjanna. Trump hefur gefið til kynna að undanförnu að hann ætli sér að lækka tolla á vörur frá Kína. Það gerði hann síðast nú í morgun á Truth Social, samfélagsmiðli hans. „Áttatíu prósenta tollur á Kína virðist rétt! Scott B. ræður því,“ skrifaði Trump og vísaði hann þar til Scott Bessent, fjármálaráðherra hans. Skömmu áður hafði Trump skrifað: „KÍNA ÆTTI AÐ OPNA MARKAÐ SINN FYRIR BANDARÍKJUNUM. VÆRI SVO GOTT FYRIR ÞÁ!!! LOKAÐIR MARKAÐIR VIRKA EKKI LENGUR!!!“ Kína Bandaríkin Donald Trump Skattar og tollar Mest lesið „Brunaútsala“ á hlutabréfum eftir eldsvoðann í Hong Kong Viðskipti erlent Þorvaldur tekur við af Kristjáni hjá Samherja Viðskipti innlent Rúmur milljarður til Viðskiptaráðs og SA á fimm árum Viðskipti innlent Afrek að verkáætlun hafi staðist samhliða níu eldgosum Viðskipti innlent Hvernig bý ég mig undir barneignir? Viðskipti innlent Prada gengur frá kaupunum á Versace Viðskipti innlent Ketill nýr framkvæmdastjóri hjá Heilsugæslunni Viðskipti innlent Bíða enn eftir tæpri milljón í endurgreiðslu eftir fall Play Neytendur Uppselt á stórtónleika Bubba – aukatónleikar fara í sölu á morgun Samstarf Vara við listeríu í rifnu grísakjöti Neytendur Fleiri fréttir „Brunaútsala“ á hlutabréfum eftir eldsvoðann í Hong Kong Fjögurra billjóna hagnaður léttir fyrir fjárfesta Stefna Jóni Þorgrími vegna Rauða heftarans Segir engan óhultan ef gervigreindarbólan springur Trump fellir niður tolla á tugi matvæla Paramount, Comcast og Netflix vilja kaupa Warner Kári og Hannes stofna fyrirtæki: „Erum aðallega bara að velta fyrir okkur heiminum“ PlayStation 5 slær Xbox 360 við Reyna að halda sjaldgæfum málmum frá hernum Jensens Bøfhus lokað Samþykktu stærðarinnar launapakka Musks Græða á tá og fingri á svikum og prettum Fresta reynsluflugi rafmagnsflugvélar Segist engin deili kunna á rafmyntajöfri sem hann náðaði Sjá meira
Útflutningurinn til Bandaríkjanna dróst saman um 21 prósent í apríl, borið saman við apríl í fyrra. Heilt yfir jókst útflutningur Kína þó um 8,1 prósent, þó Bandaríkin hafi verið stærsti viðskiptaaðili Kína. Það er rakið til mun meiri útflutnings frá Kína til annarra ríkja í Asíu (+21%), Suður-Ameríku (+17%), Afríku (+25%) og Evrópusambandsins (+8,3 prósent). Í grein New York Times segir að tölur um innflutning frá Taívan og Suður-Kóreu bendi til þess að Kínverjar séu að nota níutíu daga frest Trumps á tollum á vörur frá öðrum ríkjum, til að koma vörum til Bandaríkjanna gegnum önnur ríki í Asíu. Eins og frægt er hefur forseti Bandaríkjanna sett 145 prósenta toll á vörur frá Kína og almennan tíu prósenta toll á allar vörur sem fluttar eru til Bandaríkjanna. Þar að auki hefur Trump sett tolla á ál, stál og bíla og heitið því að setja tolla á hálfleiðara og lyf. Hann hefur einnig boðað umfangsmikla tolla á ríki sem selja meira til Bandaríkjanna en þau kaupa en þeim tollum var frestað um níutíu daga, eftir að þeir voru fyrst boðaðir. Kínverjar hafa sett 125 prósenta tolla á bandarískar vörur. Viðræður um helgina Bandarískir og kínverskir erindrekar munu funda í Sviss um helgina en samkvæmt Wall Street Journal er vonast til þess að það muni opna á frekari viðræður um viðskipti ríkjanna á milli. Heimildarmenn WSJ í Bandaríkjunum og Kína segja markmiðið að draga úr spennu milli ríkjanna. Trump hefur gefið til kynna að undanförnu að hann ætli sér að lækka tolla á vörur frá Kína. Það gerði hann síðast nú í morgun á Truth Social, samfélagsmiðli hans. „Áttatíu prósenta tollur á Kína virðist rétt! Scott B. ræður því,“ skrifaði Trump og vísaði hann þar til Scott Bessent, fjármálaráðherra hans. Skömmu áður hafði Trump skrifað: „KÍNA ÆTTI AÐ OPNA MARKAÐ SINN FYRIR BANDARÍKJUNUM. VÆRI SVO GOTT FYRIR ÞÁ!!! LOKAÐIR MARKAÐIR VIRKA EKKI LENGUR!!!“
Kína Bandaríkin Donald Trump Skattar og tollar Mest lesið „Brunaútsala“ á hlutabréfum eftir eldsvoðann í Hong Kong Viðskipti erlent Þorvaldur tekur við af Kristjáni hjá Samherja Viðskipti innlent Rúmur milljarður til Viðskiptaráðs og SA á fimm árum Viðskipti innlent Afrek að verkáætlun hafi staðist samhliða níu eldgosum Viðskipti innlent Hvernig bý ég mig undir barneignir? Viðskipti innlent Prada gengur frá kaupunum á Versace Viðskipti innlent Ketill nýr framkvæmdastjóri hjá Heilsugæslunni Viðskipti innlent Bíða enn eftir tæpri milljón í endurgreiðslu eftir fall Play Neytendur Uppselt á stórtónleika Bubba – aukatónleikar fara í sölu á morgun Samstarf Vara við listeríu í rifnu grísakjöti Neytendur Fleiri fréttir „Brunaútsala“ á hlutabréfum eftir eldsvoðann í Hong Kong Fjögurra billjóna hagnaður léttir fyrir fjárfesta Stefna Jóni Þorgrími vegna Rauða heftarans Segir engan óhultan ef gervigreindarbólan springur Trump fellir niður tolla á tugi matvæla Paramount, Comcast og Netflix vilja kaupa Warner Kári og Hannes stofna fyrirtæki: „Erum aðallega bara að velta fyrir okkur heiminum“ PlayStation 5 slær Xbox 360 við Reyna að halda sjaldgæfum málmum frá hernum Jensens Bøfhus lokað Samþykktu stærðarinnar launapakka Musks Græða á tá og fingri á svikum og prettum Fresta reynsluflugi rafmagnsflugvélar Segist engin deili kunna á rafmyntajöfri sem hann náðaði Sjá meira