Munu geta aðgreint fanga eftir alvarleika brota í nýju fangelsi Lovísa Arnardóttir skrifar 9. maí 2025 15:15 Svona mun Stóra Hraun líta út þegar það verður tilbúið. Stjórnarráðið Ríkisstjórnin samþykkti í síðustu viku tillögu dómsmálaráðherra um að ráðast í byggingu öryggisfangelsis að Stóra Hrauni. Gert er ráð fyrir að í fyrsta áfanga verði byggð rými fyrir 92 fanga og er áætlaður kostnaður við hann 17,8 milljarðar króna. „Þetta er stærsta framfaraskref í fangelsismálum á Íslandi í áratugi og lykilatriði til að mæta breyttum áskorunum,“ segir Þorbjörg Sigríður Gunnlaugsdóttir, dómsmálaráðherra, í tilkynningu á vef stjórnarráðsins. Nýja fangelsið kemur í stað fyrirhugaðra endurbóta á Litla Hrauni þar sem ástand húsnæðisins reyndist mun verra en áður hafði verið talið. Stóra Hraun, sem er í næsta nágrenni við Litla Hraun, verður byggt upp í áföngum. Áætlað er að kostnaður við þennan fyrsta og stærsta áfanga verði 17,8 milljarðar króna og fellur sá kostnaður undir fjármálaáætlun fyrir árin 2026 til 2030. Þorbjörg Sigríður Gunnlaugsdóttir dómsmálaráðherra segir þetta mikil tímamót og miklar framfarir. Vísir/Vilhelm Samkvæmt tilkynningu verður fyrsti hluti framkvæmdanna boðinn út á næstunni og framkvæmdir svo hefjast fljótlega. Stefnt er að því að framkvæmdir við næsta áfanga hefjist svo í beinu framhaldi af þeim fyrri. Í fyrsta áfanga verksins er gert ráð fyrir 84 klefum á Stóra Hrauni og þangað til fangelsið verður fullbyggt verði nokkrir klefar á Litla Hrauni notaðir samhliða. Er því gert ráð fyrir að pláss verði fyrir um 90 til 98 fanga á hverjum tíma. Þegar fangelsið að Stóra Hrauni verður fullbyggt er gert ráð fyrir að það geti hýst allt að 128 fanga. „Öryggisfangelsið er hið fyrsta sinnar tegundar á Íslandi og verður jafnframt stærsta fangelsi landsins en eins og flest vita þá hefur fangelsiskerfið lengi glímt við alvarlegan húsnæðisskort og bágborinn aðbúnað. Því ætlum við að ráða bót á,“ segir Þorbjörg Sigríður. Þar kemur fram að fangelsinu verði skipt í öryggisstig sem hafi verið skilgreind í samræmi við norræna staðla. Sérstaklega hafi verið litið til Danmerkur. Öryggisstigin eru flokkuð frá eitt til þrjú, þar sem öryggisstig eitt gerir ráð fyrir mesta öryggi og öryggisstig þrjú minnsta. Draga úr líkum á tengslum skipulagðra brotahópa Samkvæmt tilkynningunni er gert ráð fyrir að með þeirri skiptingu verði unnt að bæta heildaröryggi innan fangelsiskerfisins sem og aðgreina fanga eftir alvarleika brota og draga úr líkum á tengslum milli skipulagðra brotahópa. „Það er mikilvægt að geta tryggt uppskiptingu fangahópsins á einum stað. Með því má stuðla að faglegra starfi sem og tryggja betur öryggi allra,“ segir Þorbjörg Sigríður og segir að gert sé ráð fyrir að fangelsið að Stóra Hrauni verði að meginstefnu til með öryggisstigi tvö, en jafnframt verði þar aðstaða fyrir deildir með bæði hærra og lægra öryggisstig. Alex Poulsen arkitektar (AP) og VA arkitektar komu að for- og frumhönnun verkefnisins en AP eru danskir ráðgjafar sem hafa hannað mörg sambærileg verkefni. Í dag er Arkís aðalhönnuður verkefnisins ásamt mörgum öðrum sérhæfðum hönnuðum og AP gegna ráðgefandi hlutverki. Fangelsismál Ríkisstjórn Kristrúnar Frostadóttur Árborg Mest lesið Létu sér andlát Hjörleifs í léttu rúmi liggja Innlent Lykillinn að kraftaverki að Birgir var frá Íslandi Erlent Tálbeitan ákærð fyrir rangt brot Innlent Vissu af auknum töfum en óraði ekki fyrir viðbrögðunum Innlent Magga Stína á leið til Gasa með Frelsisflotanum Innlent Samtök „gamalla karla“ sem sumum finnst „kúl“ Innlent Átján tegundir af sólarvörn teknar úr sölu í Ástralíu Erlent Fossvogsbrúin sé álíka gáfuleg og að setja göngustíg í Reynisfjöru Innlent Ríkisreksturinn í Bandaríkjunum í limbó Erlent Eggert Benedikt settur forstjóri Hafró Innlent Fleiri fréttir Tvö vilja byggja Fossvogsbrú en bæði yfir áætluðum kostnaði Tálbeitan ákærð fyrir rangt brot Ekki sama manneskjan eftir hörmungarnar á Gasa Skorar á ríkisstjórnina að fjármagna íslenskunám Eggert Benedikt settur forstjóri Hafró Samtök „gamalla karla“ sem sumum finnst „kúl“ Rafmagnslaust á Dalvík, Hrísey og nágrenni Hætt við sameiningu HA og Háskólans á Bifröst Bjóða Grindvíkingum á seiglunámskeið Fimmtungur getur ekki keypt afmælisgjafir fyrir börnin sín Reyna að bjarga starfseminni á Möltu og slæmar fregnir af makrílveiðinni Bein útsending: Loftslagsdagurinn Bein útsending: Staða launafólks á Íslandi Létu sér andlát Hjörleifs í léttu rúmi liggja Konur og háskólamenntaðir líklegri til að vilja frekari aðgerðir gegn Ísrael Bein útsending: Heilbrigðistæknilausnir og -þjónusta Biskup Íslands heimsækir Úkraínu Vissu af auknum töfum en óraði ekki fyrir viðbrögðunum Magga Stína á leið til Gasa með Frelsisflotanum Útköll vegna slagsmála Þurftu að finna lausn á uppskáldaðri hryðjuverkaárás á Íslandi Fossvogsbrúin sé álíka gáfuleg og að setja göngustíg í Reynisfjöru Ísland land númer 197 Skiptastjóri þurfi að ákveða hvort hann geri kröfu í dótturfélag Play Fjöldauppsagnir á Keflavíkurflugvelli Gjaldþrotið leiðir til hópuppsagnar og afarkostir Bandaríkjaforseta Fyrrum meðferðarheimili sett á sölu Strandaglópar slaga í tuttugu þúsund Sultuslakir strandaglópar eftir heilsuferð til Split Kallar þjóðaröryggisráð saman Sjá meira
„Þetta er stærsta framfaraskref í fangelsismálum á Íslandi í áratugi og lykilatriði til að mæta breyttum áskorunum,“ segir Þorbjörg Sigríður Gunnlaugsdóttir, dómsmálaráðherra, í tilkynningu á vef stjórnarráðsins. Nýja fangelsið kemur í stað fyrirhugaðra endurbóta á Litla Hrauni þar sem ástand húsnæðisins reyndist mun verra en áður hafði verið talið. Stóra Hraun, sem er í næsta nágrenni við Litla Hraun, verður byggt upp í áföngum. Áætlað er að kostnaður við þennan fyrsta og stærsta áfanga verði 17,8 milljarðar króna og fellur sá kostnaður undir fjármálaáætlun fyrir árin 2026 til 2030. Þorbjörg Sigríður Gunnlaugsdóttir dómsmálaráðherra segir þetta mikil tímamót og miklar framfarir. Vísir/Vilhelm Samkvæmt tilkynningu verður fyrsti hluti framkvæmdanna boðinn út á næstunni og framkvæmdir svo hefjast fljótlega. Stefnt er að því að framkvæmdir við næsta áfanga hefjist svo í beinu framhaldi af þeim fyrri. Í fyrsta áfanga verksins er gert ráð fyrir 84 klefum á Stóra Hrauni og þangað til fangelsið verður fullbyggt verði nokkrir klefar á Litla Hrauni notaðir samhliða. Er því gert ráð fyrir að pláss verði fyrir um 90 til 98 fanga á hverjum tíma. Þegar fangelsið að Stóra Hrauni verður fullbyggt er gert ráð fyrir að það geti hýst allt að 128 fanga. „Öryggisfangelsið er hið fyrsta sinnar tegundar á Íslandi og verður jafnframt stærsta fangelsi landsins en eins og flest vita þá hefur fangelsiskerfið lengi glímt við alvarlegan húsnæðisskort og bágborinn aðbúnað. Því ætlum við að ráða bót á,“ segir Þorbjörg Sigríður. Þar kemur fram að fangelsinu verði skipt í öryggisstig sem hafi verið skilgreind í samræmi við norræna staðla. Sérstaklega hafi verið litið til Danmerkur. Öryggisstigin eru flokkuð frá eitt til þrjú, þar sem öryggisstig eitt gerir ráð fyrir mesta öryggi og öryggisstig þrjú minnsta. Draga úr líkum á tengslum skipulagðra brotahópa Samkvæmt tilkynningunni er gert ráð fyrir að með þeirri skiptingu verði unnt að bæta heildaröryggi innan fangelsiskerfisins sem og aðgreina fanga eftir alvarleika brota og draga úr líkum á tengslum milli skipulagðra brotahópa. „Það er mikilvægt að geta tryggt uppskiptingu fangahópsins á einum stað. Með því má stuðla að faglegra starfi sem og tryggja betur öryggi allra,“ segir Þorbjörg Sigríður og segir að gert sé ráð fyrir að fangelsið að Stóra Hrauni verði að meginstefnu til með öryggisstigi tvö, en jafnframt verði þar aðstaða fyrir deildir með bæði hærra og lægra öryggisstig. Alex Poulsen arkitektar (AP) og VA arkitektar komu að for- og frumhönnun verkefnisins en AP eru danskir ráðgjafar sem hafa hannað mörg sambærileg verkefni. Í dag er Arkís aðalhönnuður verkefnisins ásamt mörgum öðrum sérhæfðum hönnuðum og AP gegna ráðgefandi hlutverki.
Fangelsismál Ríkisstjórn Kristrúnar Frostadóttur Árborg Mest lesið Létu sér andlát Hjörleifs í léttu rúmi liggja Innlent Lykillinn að kraftaverki að Birgir var frá Íslandi Erlent Tálbeitan ákærð fyrir rangt brot Innlent Vissu af auknum töfum en óraði ekki fyrir viðbrögðunum Innlent Magga Stína á leið til Gasa með Frelsisflotanum Innlent Samtök „gamalla karla“ sem sumum finnst „kúl“ Innlent Átján tegundir af sólarvörn teknar úr sölu í Ástralíu Erlent Fossvogsbrúin sé álíka gáfuleg og að setja göngustíg í Reynisfjöru Innlent Ríkisreksturinn í Bandaríkjunum í limbó Erlent Eggert Benedikt settur forstjóri Hafró Innlent Fleiri fréttir Tvö vilja byggja Fossvogsbrú en bæði yfir áætluðum kostnaði Tálbeitan ákærð fyrir rangt brot Ekki sama manneskjan eftir hörmungarnar á Gasa Skorar á ríkisstjórnina að fjármagna íslenskunám Eggert Benedikt settur forstjóri Hafró Samtök „gamalla karla“ sem sumum finnst „kúl“ Rafmagnslaust á Dalvík, Hrísey og nágrenni Hætt við sameiningu HA og Háskólans á Bifröst Bjóða Grindvíkingum á seiglunámskeið Fimmtungur getur ekki keypt afmælisgjafir fyrir börnin sín Reyna að bjarga starfseminni á Möltu og slæmar fregnir af makrílveiðinni Bein útsending: Loftslagsdagurinn Bein útsending: Staða launafólks á Íslandi Létu sér andlát Hjörleifs í léttu rúmi liggja Konur og háskólamenntaðir líklegri til að vilja frekari aðgerðir gegn Ísrael Bein útsending: Heilbrigðistæknilausnir og -þjónusta Biskup Íslands heimsækir Úkraínu Vissu af auknum töfum en óraði ekki fyrir viðbrögðunum Magga Stína á leið til Gasa með Frelsisflotanum Útköll vegna slagsmála Þurftu að finna lausn á uppskáldaðri hryðjuverkaárás á Íslandi Fossvogsbrúin sé álíka gáfuleg og að setja göngustíg í Reynisfjöru Ísland land númer 197 Skiptastjóri þurfi að ákveða hvort hann geri kröfu í dótturfélag Play Fjöldauppsagnir á Keflavíkurflugvelli Gjaldþrotið leiðir til hópuppsagnar og afarkostir Bandaríkjaforseta Fyrrum meðferðarheimili sett á sölu Strandaglópar slaga í tuttugu þúsund Sultuslakir strandaglópar eftir heilsuferð til Split Kallar þjóðaröryggisráð saman Sjá meira