„Mikilvæg skref“ en allt velti á því hvort Pútín sé í stuði fyrir frið Vésteinn Örn Pétursson skrifar 11. maí 2025 12:07 Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir utanríkisráðherra fundaði með bandalagsþjóðum Úkraínu í gær, og ítrekaði stuðning Íslands við 30 daga skilyrðislaust vopnahlé. Vísir/Anton Brink Mikilvæg skref hafa verið stigin í átt að vopnahléi í Úkraínu síðustu daga, að sögn utanríkisráðherra. Rússar segjast tilbúnir til viðræðna, en Úkraína og bandalagsþjóðir hennar hafa gert kröfu um skilyrðislaust vopnahlé fyrst. Pútín Rússlandsforseti lagði í gær til að hefja beinar viðræður við Úkraínumenn í vikunni. Þar vilji hann ræða grunnástæður innrásar Rússlands í Úkraínu, og tryggja hagsmuni Rússlands. Vólódímír Selenskí, forseti Úkraínu, hefur lengi sagt að hann sé tilbúinn til beinna viðræðna við Rússa. Fyrst þurfi þó að koma á vopnahléi. Hann sagðist í morgun jákvæður fyrir ummælum Pútíns um vilja til viðræðna, en sagði fyrsta skrefið verða að vera vopnahlé. Talsmenn Rússlands hafa svarað því til að viðræður verði að koma fyrst, svo vopnahlé. Rússum sé ekki treystandi Utanríkisráðherra Íslands segir jákvæða þróun hafa orðið síðan Selenskí og Donald Trump Bandaríkjaforseti funduðu í Vatíkaninu fyrir tveimur vikum. „Það hefur tekist mjög mikilvægur samningur á milli Bandaríkjanna og Úkraínu. Bandaríkin, sem eru mjög mikilvæg, eru að undirstrika sjálfstæði Úkraínu, frjálsa, friðsæla og ekki síst fullvalda Úkraínu,“ segir Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir, utanríkisráðherra Íslands. Ótækt sé að ganga til friðarviðræðna nema vopnahlé komist fyrst á. „Rússar hafa í áratugi sýnt fram á það að þeim er ekki treystandi. Þeir hafa brotið samkomulag ítrekað.“ Fer allt eftir þeim gír sem Pútín verður í Leiðtogar Bretlands, Frakklands, Þýskalands og Póllands hafa krafist þess að Pútín samþykkti almennt þrjátíu daga vopnahlé, sem ríkisstjórn Bandaríkjanna hefur lagt til. Selenskí hefur lýst því yfir að hann ætlist til þess að sú krafa verði samþykkt. Utanríkisráðherra var á fundi bandalagsþjóða Úkraínu í gær, og studdi þar þrjátíu daga skilyrðislaust vopnahlé fyrir hönd Íslands. „Myndin núna í dag er að mínu mati jákvæðari og sterkari fyrir friði, sterkari Úkraínu og um leið öruggari Evrópu. Mikilvæg skref hafa verið stigin síðustu daga, en á endanum veltur þetta allt á Pútín og í hvernig stuði hann er fyrir friði,“ segir Þorgerður Katrín. Rússland Vladimír Pútín Innrás Rússa í Úkraínu Úkraína Donald Trump Hernaður Bandaríkin Utanríkismál Mest lesið Reyndist fjölmennt matarboð „þar sem gleðin var við völd“ Innlent „Það nægir ekki ESB að rústa eigin iðnaðarframleiðslu“ Innlent Skógasafn vill Gunnfaxa en beðið svara eigenda Innlent Leita leiða til að kveða ranglega útgefnar sektir í kútinn Fréttir Segir eðlilegast að strandveiðiheimildir verði fyrir utan alla potta Innlent Biðst afsökunar en segist hvorki þuklari, flassari né dónakarl Erlent „Góðu fréttirnar eru að það sem hann segir skiptir engu máli“ Erlent Vill bjóða borgarstjóra í vöfflukaffi eftir deilurnar Innlent Áfram gýs úr einum gíg Innlent Mikið viðbragð vegna umferðarslyss Innlent Fleiri fréttir Forsætisráðherra segir að átökin gætu færst nær stríði Biðst afsökunar en segist hvorki þuklari, flassari né dónakarl „Góðu fréttirnar eru að það sem hann segir skiptir engu máli“ „Tími til kominn að ljúka stríðinu á Gasa“ Lýsa yfir herlögum í Taílandi Ísraelsþing ályktar um innlimun Vesturbakkans Jeremy Corbyn leiðir nýja stjórnmálahreyfingu Þrýstingur eykst á Starmer að hann fari sömu leið og Frakkar Samninganefndir ræða fund leiðtoganna Karlmaður á fertugsaldri handtekinn fyrir sprengjuhótunina Ísraelskur ráðherra kynnir áform um þjóðernishreinsun á Gasa Epstein-skjölin og Trump: Eitthvað virðist rotið í Danaveldi Frakkland viðurkennir Palestínu sem sjálfstætt ríki Hjálparstarf og fréttaflutningur í uppnámi vegna hungursneyðar Alls 81 barn látist úr hungri Maxwell boðuð á fund með fulltrúum Trump-stjórnarinnar Columbia greiðir tvö hundruð milljóna dala sáttagreiðslu Selenskí dregur í land Danskri sjónvarpsstöð barst sprengjuhótun Heitir bótum en stendur við lögin umdeildu Rússnesk farþegaflugvél hrapaði og á fimmta tug talinn af Níu látnir er landamæradeilur blossa upp Höfða mál vegna fullyrðinga um að forsetafrúin sé karlmaður Trump látinn vita að nafn hans væri í Epstein-skjölunum Málinu lokið og Kohberger sleppur við dauðarefsingu Hvalavinurinn ekki lengur eftirlýstur Ríki mega kæra hvert annað fyrir loftslagsbreytingar Epstein mætti í brúðkaup Trumps Selenskí sagður stíga skref í átt að alræði Norskur maður ákærður fyrir njósnir í þágu Rússa og Írana Sjá meira
Pútín Rússlandsforseti lagði í gær til að hefja beinar viðræður við Úkraínumenn í vikunni. Þar vilji hann ræða grunnástæður innrásar Rússlands í Úkraínu, og tryggja hagsmuni Rússlands. Vólódímír Selenskí, forseti Úkraínu, hefur lengi sagt að hann sé tilbúinn til beinna viðræðna við Rússa. Fyrst þurfi þó að koma á vopnahléi. Hann sagðist í morgun jákvæður fyrir ummælum Pútíns um vilja til viðræðna, en sagði fyrsta skrefið verða að vera vopnahlé. Talsmenn Rússlands hafa svarað því til að viðræður verði að koma fyrst, svo vopnahlé. Rússum sé ekki treystandi Utanríkisráðherra Íslands segir jákvæða þróun hafa orðið síðan Selenskí og Donald Trump Bandaríkjaforseti funduðu í Vatíkaninu fyrir tveimur vikum. „Það hefur tekist mjög mikilvægur samningur á milli Bandaríkjanna og Úkraínu. Bandaríkin, sem eru mjög mikilvæg, eru að undirstrika sjálfstæði Úkraínu, frjálsa, friðsæla og ekki síst fullvalda Úkraínu,“ segir Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir, utanríkisráðherra Íslands. Ótækt sé að ganga til friðarviðræðna nema vopnahlé komist fyrst á. „Rússar hafa í áratugi sýnt fram á það að þeim er ekki treystandi. Þeir hafa brotið samkomulag ítrekað.“ Fer allt eftir þeim gír sem Pútín verður í Leiðtogar Bretlands, Frakklands, Þýskalands og Póllands hafa krafist þess að Pútín samþykkti almennt þrjátíu daga vopnahlé, sem ríkisstjórn Bandaríkjanna hefur lagt til. Selenskí hefur lýst því yfir að hann ætlist til þess að sú krafa verði samþykkt. Utanríkisráðherra var á fundi bandalagsþjóða Úkraínu í gær, og studdi þar þrjátíu daga skilyrðislaust vopnahlé fyrir hönd Íslands. „Myndin núna í dag er að mínu mati jákvæðari og sterkari fyrir friði, sterkari Úkraínu og um leið öruggari Evrópu. Mikilvæg skref hafa verið stigin síðustu daga, en á endanum veltur þetta allt á Pútín og í hvernig stuði hann er fyrir friði,“ segir Þorgerður Katrín.
Rússland Vladimír Pútín Innrás Rússa í Úkraínu Úkraína Donald Trump Hernaður Bandaríkin Utanríkismál Mest lesið Reyndist fjölmennt matarboð „þar sem gleðin var við völd“ Innlent „Það nægir ekki ESB að rústa eigin iðnaðarframleiðslu“ Innlent Skógasafn vill Gunnfaxa en beðið svara eigenda Innlent Leita leiða til að kveða ranglega útgefnar sektir í kútinn Fréttir Segir eðlilegast að strandveiðiheimildir verði fyrir utan alla potta Innlent Biðst afsökunar en segist hvorki þuklari, flassari né dónakarl Erlent „Góðu fréttirnar eru að það sem hann segir skiptir engu máli“ Erlent Vill bjóða borgarstjóra í vöfflukaffi eftir deilurnar Innlent Áfram gýs úr einum gíg Innlent Mikið viðbragð vegna umferðarslyss Innlent Fleiri fréttir Forsætisráðherra segir að átökin gætu færst nær stríði Biðst afsökunar en segist hvorki þuklari, flassari né dónakarl „Góðu fréttirnar eru að það sem hann segir skiptir engu máli“ „Tími til kominn að ljúka stríðinu á Gasa“ Lýsa yfir herlögum í Taílandi Ísraelsþing ályktar um innlimun Vesturbakkans Jeremy Corbyn leiðir nýja stjórnmálahreyfingu Þrýstingur eykst á Starmer að hann fari sömu leið og Frakkar Samninganefndir ræða fund leiðtoganna Karlmaður á fertugsaldri handtekinn fyrir sprengjuhótunina Ísraelskur ráðherra kynnir áform um þjóðernishreinsun á Gasa Epstein-skjölin og Trump: Eitthvað virðist rotið í Danaveldi Frakkland viðurkennir Palestínu sem sjálfstætt ríki Hjálparstarf og fréttaflutningur í uppnámi vegna hungursneyðar Alls 81 barn látist úr hungri Maxwell boðuð á fund með fulltrúum Trump-stjórnarinnar Columbia greiðir tvö hundruð milljóna dala sáttagreiðslu Selenskí dregur í land Danskri sjónvarpsstöð barst sprengjuhótun Heitir bótum en stendur við lögin umdeildu Rússnesk farþegaflugvél hrapaði og á fimmta tug talinn af Níu látnir er landamæradeilur blossa upp Höfða mál vegna fullyrðinga um að forsetafrúin sé karlmaður Trump látinn vita að nafn hans væri í Epstein-skjölunum Málinu lokið og Kohberger sleppur við dauðarefsingu Hvalavinurinn ekki lengur eftirlýstur Ríki mega kæra hvert annað fyrir loftslagsbreytingar Epstein mætti í brúðkaup Trumps Selenskí sagður stíga skref í átt að alræði Norskur maður ákærður fyrir njósnir í þágu Rússa og Írana Sjá meira