Lögfræðingurinn sem gleymdi tilgangi laga Sigríður Svanborgardóttir skrifar 13. maí 2025 10:31 Það vekur sérstaka athygli þegar fyrrverandi dómsmálaráðherra og lögfræðimenntuð þingkona, Sigríður Á. Andersen, heldur því fram í þættinum Spursmál að eini tilgangur skattlagningar sé að „afla ríkissjóði tekna“ – og að „menn laga ekki siðferði með sköttum“. Það er vissulega gagnlegt að fá áminningu um svona einfalda hagfræðilega nálgun frá þeim sem eitt sinn bar ábyrgð á dómskerfi landsins. Maður skyldi ætla að lögfræðingur – hvað þá fyrrverandi ráðherra – hefði einhverja yfirsýn yfir meginreglur laga, stjórnarskrá og siðferðilegar skyldur stjórnvalda. En annað virðist raunin. Sem borgari og fagmaður í félags- og samfélagsmálum verð ég að mótmæla þessari þröngu og í raun hættulegu sýn á samfélagið. Ríkið er ekki peningavél. Það hefur siðferðislegar skyldur, sérstaklega þegar kemur að ráðstöfun auðlinda og jafnræði í samfélaginu. Skattlagning er ekki bara bókhald – hún er pólitísk og siðferðileg yfirlýsing um hvað við viljum standa fyrir sem samfélag. Stjórnarskrá lýðveldisins Íslands nr. 33/1944 kveður skýrt á um það hlutverk stjórnvalda að gæta jafnræðis og mannréttinda. Í 1. gr. er fjallað um að Ísland sé lýðveldi með þingbundinni stjórn, og í 65. gr. kemur skýrt fram að allir skuli vera jafnir fyrir lögum. Það er ekki hægt að fella þessar grundvallarreglur í einhvers konar pólitískan minimalisma sem gengur út á að „skattur er bara skattur“. Þegar Grímur Grímsson, þingmaður Viðreisnar, bendir á að veiðigjöld snúist líka um siðferði, þá er hann í raun að minna okkur á að þjóðin á auðlindirnar – ekki útgerðirnar. Þá ber að nýta á sanngjarnan og ábyrgan hátt, þannig að samfélagið í heild njóti góðs af, ekki bara örfáir aðilar sem hafa haft tangarhald á fiskimiðum og áhrif í gegnum valdakerfi landsins. Og já – það er siðferðislegt mál. Af hverju ætti það ekki að vera það? Það sem Sigríður kallar „ranghugmyndir“ eru í raun lýðræðislegar kröfur um gagnsæi, ábyrgð og félagslegt réttlæti. Ef við förum að líta á allar slíkar kröfur sem „misskilning á hlutverki skatta“, þá höfum við misst sjónar á því hvað ríkið á að vera – samfélagsleg samábyrgð, ekki þjónusta fyrir útvalda. Það er þessi hugsun – að siðferði eigi ekki heima í stjórnmálum eða skattamálum – sem leiðir til vantrausts á stjórnmálamenn og vaxandi fjarlægðar milli almennings og valdhafa. Þegar siðferðileg ábyrgð víkur fyrir markaðslegri hugsun, þá verður lýðræðið veikara. Það er engin tilviljun að slík ummæli koma frá þingmanni Sjálfstæðisflokksins, flokks sem hefur lengi átt í tilfinningasambandi við sérhagsmuni sjávarútvegsins og stundað pólitískt afneitunarferli gagnvart gagnrýni almennings. Það má vera að Sigríður telji skattlagningu ekki vera siðferðilegt mál – en í því felst bæði vanmat og virðingarleysi gagnvart lýðræðislegu samtali, hlutverki stjórnmálamanna og ábyrgð þeirra gagnvart þjóðinni. Stjórnendur bera ekki aðeins lagalega ábyrgð – heldur líka siðferðislega. Og það ætti lögmaður að vita. En í ljósi þess að Sigríður hefur einungis réttindi til að fara með mál í héraðsdómi, þá er það nokkuð víst að hún hafi ekki það gott vald á megininnihaldi laganna og hvernig eigi að túlka þau. Höfundur er ljósmyndari, nemi í félagsráðgjöf, með bakgrunn í mannréttindum og samfélagmálum. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Mest lesið Vilja komast í orku Íslands Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Ökuréttindi á beinskiptan og sjálfskiptan bíl Þuríður B. Ægisdóttir Skoðun Tölum um 7.645 íbúðirnar sem einstaklingar hafa safnað upp Arna Lára Jónsdóttir Skoðun Röng klukka siðan 1968: Kominn tími á breytingar Erla Björnsdóttir Skoðun 57 eignir óska eftir eigendum Sæunn Gísladóttir Skoðun Vindhanagal Helgi Brynjarsson Skoðun Endurreisn Grindavíkur Kristín María Birgisdóttir Skoðun Ríkislögreglustjóri verður að víkja Einar Steingrímsson Skoðun Á eineltisdaginn minnum við á eineltisdaginn Helga Björk Magnúsdóttir Grétudóttir,Ögmundur Jónasson Skoðun Ísland á krossgötum: Gervigreindarver í stað álvera! Eggert Sigurbergsson Skoðun Skoðun Skoðun Hagræn áhrif íþrótta og mikilvægi þeirra á Íslandi Helgi Sigurður Haraldsson skrifar Skoðun Vegið að heilbrigðri samkeppni Herdís Dröfn Fjeldsted skrifar Skoðun Frjósemisvitund ungs fólks Sigríður Auðunsdóttir skrifar Skoðun Ökuréttindi á beinskiptan og sjálfskiptan bíl Þuríður B. Ægisdóttir skrifar Skoðun Á eineltisdaginn minnum við á eineltisdaginn Helga Björk Magnúsdóttir Grétudóttir,Ögmundur Jónasson skrifar Skoðun Ísland á krossgötum: Gervigreindarver í stað álvera! Eggert Sigurbergsson skrifar Skoðun Endurreisn Grindavíkur Kristín María Birgisdóttir skrifar Skoðun Plan sem er sett í framkvæmd í stað áralangrar kyrrstöðu Ása Berglind Hjálmarsdóttir skrifar Skoðun 57 eignir óska eftir eigendum Sæunn Gísladóttir skrifar Skoðun Vindhanagal Helgi Brynjarsson skrifar Skoðun Vilja komast í orku Íslands Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Tölum um 7.645 íbúðirnar sem einstaklingar hafa safnað upp Arna Lára Jónsdóttir skrifar Skoðun Ríkislögreglustjóri verður að víkja Einar Steingrímsson skrifar Skoðun Röng klukka siðan 1968: Kominn tími á breytingar Erla Björnsdóttir skrifar Skoðun Ísland 2040: Veljum við Star Trek - eða Star Wars leiðina? Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Hærri vörugjöld á bíla: Vondar fréttir fyrir okkur öll Jóhannes Þór Skúlason skrifar Skoðun Hvar er skýrslan um Arnarholt? Gunnar Salvarsson skrifar Skoðun Fólkið á landsbyggðinni lendir í sleggjunni Margrét Rós Ingólfsdóttir skrifar Skoðun Höldum fast í auðjöfnuð Íslands Víðir Þór Rúnarsson skrifar Skoðun Fjárfesting í fólki Heiða Björg Hilmisdóttir skrifar Skoðun Evran getur verið handan við hornið Kristján Reykjalín Vigfússon skrifar Skoðun Um vændi Drífa Snædal skrifar Skoðun Leikskólinn og þarfir barna og foreldra á árinu 2025 Ólafur Grétar Gunnarsson skrifar Skoðun Hvernig hjálpargögnin komast (ekki) til Gasa Birna Þórarinsdóttir skrifar Skoðun Vestfirðir gullkista Íslands Gylfi Ólafsson skrifar Skoðun Iceland Airwaves – hjartsláttur íslenskrar tónlistar Einar Bárðarson skrifar Skoðun 3003 Elliði Vignisson skrifar Skoðun Lestin brunar, hraðar, hraðar Haukur Ásberg Hilmarsson skrifar Skoðun Segið það bara: Þetta var rangt – þá byrjar lækningin Hilmar Kristinsson skrifar Skoðun Loftslagsmál á tímamótum Nótt Thorberg skrifar Sjá meira
Það vekur sérstaka athygli þegar fyrrverandi dómsmálaráðherra og lögfræðimenntuð þingkona, Sigríður Á. Andersen, heldur því fram í þættinum Spursmál að eini tilgangur skattlagningar sé að „afla ríkissjóði tekna“ – og að „menn laga ekki siðferði með sköttum“. Það er vissulega gagnlegt að fá áminningu um svona einfalda hagfræðilega nálgun frá þeim sem eitt sinn bar ábyrgð á dómskerfi landsins. Maður skyldi ætla að lögfræðingur – hvað þá fyrrverandi ráðherra – hefði einhverja yfirsýn yfir meginreglur laga, stjórnarskrá og siðferðilegar skyldur stjórnvalda. En annað virðist raunin. Sem borgari og fagmaður í félags- og samfélagsmálum verð ég að mótmæla þessari þröngu og í raun hættulegu sýn á samfélagið. Ríkið er ekki peningavél. Það hefur siðferðislegar skyldur, sérstaklega þegar kemur að ráðstöfun auðlinda og jafnræði í samfélaginu. Skattlagning er ekki bara bókhald – hún er pólitísk og siðferðileg yfirlýsing um hvað við viljum standa fyrir sem samfélag. Stjórnarskrá lýðveldisins Íslands nr. 33/1944 kveður skýrt á um það hlutverk stjórnvalda að gæta jafnræðis og mannréttinda. Í 1. gr. er fjallað um að Ísland sé lýðveldi með þingbundinni stjórn, og í 65. gr. kemur skýrt fram að allir skuli vera jafnir fyrir lögum. Það er ekki hægt að fella þessar grundvallarreglur í einhvers konar pólitískan minimalisma sem gengur út á að „skattur er bara skattur“. Þegar Grímur Grímsson, þingmaður Viðreisnar, bendir á að veiðigjöld snúist líka um siðferði, þá er hann í raun að minna okkur á að þjóðin á auðlindirnar – ekki útgerðirnar. Þá ber að nýta á sanngjarnan og ábyrgan hátt, þannig að samfélagið í heild njóti góðs af, ekki bara örfáir aðilar sem hafa haft tangarhald á fiskimiðum og áhrif í gegnum valdakerfi landsins. Og já – það er siðferðislegt mál. Af hverju ætti það ekki að vera það? Það sem Sigríður kallar „ranghugmyndir“ eru í raun lýðræðislegar kröfur um gagnsæi, ábyrgð og félagslegt réttlæti. Ef við förum að líta á allar slíkar kröfur sem „misskilning á hlutverki skatta“, þá höfum við misst sjónar á því hvað ríkið á að vera – samfélagsleg samábyrgð, ekki þjónusta fyrir útvalda. Það er þessi hugsun – að siðferði eigi ekki heima í stjórnmálum eða skattamálum – sem leiðir til vantrausts á stjórnmálamenn og vaxandi fjarlægðar milli almennings og valdhafa. Þegar siðferðileg ábyrgð víkur fyrir markaðslegri hugsun, þá verður lýðræðið veikara. Það er engin tilviljun að slík ummæli koma frá þingmanni Sjálfstæðisflokksins, flokks sem hefur lengi átt í tilfinningasambandi við sérhagsmuni sjávarútvegsins og stundað pólitískt afneitunarferli gagnvart gagnrýni almennings. Það má vera að Sigríður telji skattlagningu ekki vera siðferðilegt mál – en í því felst bæði vanmat og virðingarleysi gagnvart lýðræðislegu samtali, hlutverki stjórnmálamanna og ábyrgð þeirra gagnvart þjóðinni. Stjórnendur bera ekki aðeins lagalega ábyrgð – heldur líka siðferðislega. Og það ætti lögmaður að vita. En í ljósi þess að Sigríður hefur einungis réttindi til að fara með mál í héraðsdómi, þá er það nokkuð víst að hún hafi ekki það gott vald á megininnihaldi laganna og hvernig eigi að túlka þau. Höfundur er ljósmyndari, nemi í félagsráðgjöf, með bakgrunn í mannréttindum og samfélagmálum.
Á eineltisdaginn minnum við á eineltisdaginn Helga Björk Magnúsdóttir Grétudóttir,Ögmundur Jónasson Skoðun
Skoðun Á eineltisdaginn minnum við á eineltisdaginn Helga Björk Magnúsdóttir Grétudóttir,Ögmundur Jónasson skrifar
Skoðun Plan sem er sett í framkvæmd í stað áralangrar kyrrstöðu Ása Berglind Hjálmarsdóttir skrifar
Á eineltisdaginn minnum við á eineltisdaginn Helga Björk Magnúsdóttir Grétudóttir,Ögmundur Jónasson Skoðun