Fótbolti

Há­kon Arnar kveður kollega sinn í fram­líninu sem getur valið úr til­boðum

Runólfur Trausti Þórhallsson skrifar
Jonathan David og Hákon Arnar Haraldsson á góðri stundu.
Jonathan David og Hákon Arnar Haraldsson á góðri stundu. Rico Brouwer/Getty Images

Hinn 25 ára gamli Jonathan David verður samningslaus í sumar og er sagður geta valið úr félögum eftir góðan árangur með Lille undanfarin ár.

Ítalski skúbb-blaðamaðurinn Fabrizio Romano hefur ítrekað bendlað David við hin og þessi lið. Nú er kanadíski framherjinn loks á leið frá Lille og tímasetningin gæti vart verið betri eftir að hafa skoraði 25 mörk og gefið 12 stoðsendingar á leiktíðinni sem lýkur von bráðar. David greindi frá því að nú væri kominn tími til að prófa eitthvað nýtt á Instagram-síðu sinni.

Framherjinn hefur verið orðaður við fjölda liða undanfarna mánuði og spilar þar inn í að hann fæst frítt, allavega hvað varðar kaupverð. Arsenal og Liverpool eru bæði sögð hafa rennt hýru auga til David sem og Newcastle United ef Alexander Isak verður seldur.

Einnig eru félög á borð við Napoli og Barcelona nefnd til sögunnar. Það er ljóst að David verður einn af eftirsóttustu leikmönnum Evrópu í sumar enda eru félög alltaf á höttunum á eftir leikmönnum sem sérhæfa sig í að koma knettinum í net andstæðinganna.

Síðasti leikur David fyrir Lille verður gegn Reims þann 17. maí. Hákon Arnar Haraldsson og félagar eiga enn möguleika á að ná Meistaradeildarsæti. Til þess þarf Nice að stigum og Lille að fá fleiri þar sem bæði lið eru jöfn með 57 stig nú en Nice með betri markatölu.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×