Sérstakar hleranir og símtölin sem gætu alltaf orðið til Kolbeinn Tumi Daðason skrifar 19. maí 2025 07:00 Jón Óttar og Ólafur Þór voru saman hjá sérstökum saksóknara frá árinu 2009 og þar til Ólafur kærði Jón Óttar fyrir brot á þagnarskyldu. Gögn úr rannsóknum sérstaks saksóknara, upptökur af símtölum, eru enn í umferð. Vísir/Ívar/Vilhelm Leki á gögnum frá sérstökum saksóknara er kominn til rannsóknar hjá lögreglunni á Suðurlandi í máli sem má rekja allt aftur til falls bankanna haustið 2008. Hleranir, njósnir, vanhæfi, auðmenn og embættið sem enginn vildi stýra; allt er orðið að miklum graut og margir hættir að skilja málið. Jafnvel Namibíumál Samherja fléttast inn í það. Stóra málið í dag er að upptökum af samtölum fólks sem fengust með hlerunum fyrir hálfum öðrum áratug var ekki eytt. Samtöl sem vörðuðu sakamál sem heyra sögunni til og líka samtöl fólks um alls ótengd efni. Þau eru enn í vörslu þess sem kom gögnum til Kveiks. Í þessari fréttaskýringu verður gerð tilraun til að skýra flókið mál sem teygir sig yfir sautján ár og sér ekki fyrir endann á. Hér varð hrun Í október 2008 var stemningin á Íslandi þung og kvíðafull. Bankakerfið hrundi á örfáum dögum og efnahagskerfið stóð á brauðfótum. Fólk missti sparnaðinn, atvinnuöryggi fjaraði út og íslenska krónan féll hratt í verði. Margir upplifðu óöryggi, reiði og vantraust gagnvart stjórnvöldum, íslensku bönkunum og fjármálakerfinu í heild sinni. Þegar Geir H. Haarde forsætisráðherra bað Guð um að blessa Ísland í beinni útsendingu mátti heyra saumnál detta á heimilum og vinnustöðum landsins. Orð hans vöktu mikla athygli – sumir sáu þau sem einlæga bón, aðrir sem tákn um að stjórnvöld væru ráðalaus. Andrúmsloftið einkenndist af samstöðu en líka djúpum áhyggjum um framtíð þjóðarinnar. Embætti verður til Eftir regluleg mótmæli í búsáhaldabyltingunni svonefndu sleit Samfylkingin ríkisstjórnarsamstarfi við Sjálfstæðisflokkinn og Geir Haarde sagði af sér. Minnihlutastjórn Samfylkingar og Vinstri grænna tók við undir forystu Jóhönnu Sigurðardóttur. Vikurnar á undan hafði Alþingi samþykkt lög um stofnun nýs embætti, sérstaks saksóknara. Embættið átti að rannsaka grun um refsiverða háttsemi í aðdraganda og tengslum við bankahrunið. Samstaða var um málið á Alþingi og flaug lagafrumvarp Björns Bjarnasonar dómsmálaráðherra í gegnum þingið. Þótt mikil stemmning væri í samfélaginu fyrir rannsókn á bankakerfinu var enginn sem taldist hæfur sem sótti um í fyrra skiptið sem embættið var auglýst. Var umsóknarfrestur framlengdur og sóttu þá tveir um. Annar var Ólafur Þór Hauksson, þá sýslumaður á Akranesi. Hann sagðist hafa verið hvattur til að sækja um af „aðilum innan stjórnarráðsins.“ Dómsmálaráðherra hafði samráð við fulltrúa allra þingflokka við skipanina. Frá því Ólafur Þór mætti fyrst til vinnu á skrifstofu nýja embættisins og þar til fyrstu dómar fóru að falla í hrunmálum árið 2012 tók embættið stakkaskiptum. Ólafur Þór hafði litla reynslu af rannsóknum slíkra mála og var meðal annars sótt ráðgjöf til Evu Joly, rannsóknardómara frá Frakklandi. Þá voru starfsmenn embættisins fimm en meðal annars vegna þrýstings og orða Joly í fjölmiðlum fjölgaði starfsfólki hjá sérstökum hratt og urðu um hundrað þegar mest var þremur árum síðar. Þá hafði efnahagsbrotadeild ríkislögreglustjóra runnið inn í embættið enda hafði sérstakur þá þegar fengið fjölmarga starfsmenn þess yfir til sín. Með þeirri breytingu sá sérstakur saksóknari um að rannsaka og flytja fyrir dómi nær öll efnahags- og fjármálabrot á Íslandi, tengd eða ótengd hruninu. Embættið hafði þannig vaxið úr því að vera tímabundin lausn til að greiða úr flóknum hrunmálum í að vera miðlæg stofnun í baráttunni gegn fjármálaglæpum almennt. Dómar vekja athygli heimspressunnar Eftir hægan upphafstakt dró til tíðinda fyrir dómstólum árið 2012. Í desember það ár féll fyrsti dómurinn yfir bankamanni þegar forstjóri Glitnis og framkvæmdastjóri bankans voru dæmdir í fangelsi fyrir vafasöm milljarða króna lán til fjárfestingafélagsins Milestone. Dómurinn vakti athygli heimspressunnar enda Ísland langt í frá eina landið þar sem sauð á almenningi vegna efnahagshrunsins 2008. Næstu árin féllu líka dómar yfir bankastjórum og stjórnendum Kaupþings og Landsbankans. Ólafur Þór sagði í viðtali við Reuters að dómur yfir Kaupþingsmönnum í febrúar 2015 sendi sterk skilaboð sem vekja myndu umræðu. Rannsóknirnar væru kannski flóknar en þær gætu skilað árangri. Vakin var athygli á því í frétt Reuters hve mikill munur væri á meðferð hrunmála á Íslandi miðað við Evrópu og Bandaríkin þar sem bankar hefðu verið sektaðir en fáir stjórnendur svarað til saka. Ólafur Þór bætti við að dómarnir minnkuðu líkurnar á að svipaðir skandalar gætu endurtekið sig í íslensku bankakerfi. Guardian, Financial Times, The Times, Bloomberg og New York Times fjölluðu öll um „íslensku leiðina“ og dómar yfir hverjum bankamanninum á fætur öðrum rötuðu í fréttir um allan heim. Athyglisvert þótti að á Íslandi sætu bankamenn í fangelsi en ekki mótmælendur. Hrunið leiddi víða til mótmæla og dóma yfir mótmælendum en ekki bankastjórum. Í grunninn var tónninn sá að Ísland hefði staðið sig betur en margir í að taka til eftir fjármálahrunið: það hreinsaði til í bankakerfinu, skipti um stjórnmálaleiðtoga og lét brotlega bankamenn sæta ábyrgð. Árið 2018 höfðu alls 36 Íslendingar verið dæmdir í samtals 96 ára fangelsisvist í hrunmálum. Á sama tíma voru nokkur umfangsmikil mál sem enduðu með sýknudómi, svo sem Aserta-málið og Aurum Holding málið. Ríkisendurskoðun tók saman skýrslu um embættið árið 2016. Hleranir sættu gagnrýni Starfshættir embættisins voru ekki lausir við gagnrýni og þá helst frá verjendum sakborninga í hrunmálum. Var sérstaklega deilt um umfang símahlustana - hlerana. Þær skiptu hundruðum og töldu verjendur embættið fara offari í þeim efnum. Alvarlegasta ásökunin sneri að því að hlustað hefði verið á símtöl verjenda við skjólstæðinga sína sem var og er óheimilt. Héraðsdómur Reykjavíkur komst að þeirri niðurstöðu sumarið 2014 að embætti sérstaks saksóknara hefði brotið lög um meðferð sakamála með því að láta ekki af hlerunum, þegar í ljós kom að um samtal sakbornings við verjanda væri að ræða, og að eyða ekki upptökum af símtalinu þegar í stað. Fleiri verjendur bankastjóra stigu fram og sögðust hafa gert athugasemd við slíkt háttalag. Verjandi bankastjóra Kaupþings kærði hleranir sérstaks saksóknara til ríkissaksóknara eftir að hann komst að því fyrir tilviljun að sérstakur saksóknari hefði tekið upp samtal hans við bankastjórann. Í lögum um meðferð sakamála kemur fram að upptökum af símtölum, hljóðupptökum, myndum eða öðrum upplýsingum sem aflað er með hlerunum skuli eyða jafnskjótt og þeirra sé ekki lengur þörf. Ef um er að ræða samtöl sakbornings við verjanda sinn skuli eyða þeim strax. Sigríður Friðjónsdóttir, ríkissaksóknari, taldi ekki ástæðu til að aðhafast vegna þessa. Hún sagði í framhaldinu að breyting hefði verið gerð á eftirliti með símhlerunum sem væri orðið betra. Árið 2016 voru ný lög um hleranir samþykkt á Alþingi. Starfsmenn sérstaks saksóknara kærðir Það vakti mikla athygli í maí 2012 þegar Ólafur Þór Hauksson kærði tvo starfsmenn sína til embættis ríkissaksóknara fyrir brot á þagnarskyldu. Jón Óttar Ólafsson og Guðmundur Haukur Gunnarsson, sem nú er látinn, voru meðal þeirra lögreglumanna sem gengu snemma til liðs við sérstakan saksóknara frá lögreglunni. Þeir voru sakaðir um að hafa selt upplýsingar sem þeir urðu sér úti um í störfum sínum fyrir sérstakan saksóknara, til þriðja aðila - skiptastjóra fjárfestingafélagsins Milestone. Hér þarf aðeins að skilja hvað varð um bankana og fjárfestingafélög eftir hrunið. Glitnir, Kaupþing og Landsbanki fóru allir í umsjá slitastjórna eftir hrunið. Verkefni slitastjórna, skipaðar lögfræðingum og fjármálasérfræðingum, var að stýra slitum bankanna og gæta hagsmuna kröfuhafa, þeirra sem áttu peninga í bankanum eða höfðu veitt honum lán. Fjárfestingafélögum á borð við Milestone sem urðu gjaldþrota var skipaður skiptastjóri yfir þrotabúinu sem hafði á sama hátt það verkefni að ráðstafa þeim eignum sem voru eftir og greiða sem mest af skuldum. Slitastjórnir og skiptastjórar rýndu í gögn bankanna og fjárfestingafélaganna og komust í sumum tilföllum að því að pottur hefði verið brotinn við vafasamar lánveitingar. Með hagsmuni kröfuhafa í huga skoðuðu slitastjórnir og skiptastjórar hvort hægt væri að fara í einkamál við stjórnendur bankanna. Því má segja að sérstakur saksóknari, slitastjórnir og skiptastjórar hafi átt sameiginlegra hagsmuna að gæta. Færa sönnur á lögbrot bankamanna og stjórnenda fjárfestingafélaga fyrir dómi, í sakamálum annars vegar og einkamálum hins vegar. Slitastjórnir og skiptastjórar kölluðu reglulega eftir gögnum frá sérstökum saksóknara vegna þessa. Þrjátíu milljónir fyrir skýrslu til Milestone Á meðan Jón Óttar og Guðmundur Haukur sinntu sakamálarannsóknum hjá sérstökum saksóknara haustið 2011 í fullu starfi tóku þeir að sér verkefni fyrir þrotabú Milestone undir merkjum ráðgjafarfyrirtækisins Pars Per Pars, PPP. Skiluðu þeir skýrslu til skiptastjóra Milestone sem greiddi þeim þrjátíu milljónir króna fyrir vinnu frá september til nóvember 2011. Verjandi eins eigenda Milestone sagði um mjög alvarlegt brot að ræða. Aðeins starfsmenn lögreglu ættu að hafa aðgang að slíkum gögnum en ekki menn sem störfuðu fyrir ráðgjafarstofu. Jón Óttar og Guðmundur Haukur hættu störfum sem lögreglumenn hjá sérstökum saksóknara þann 1. janúar 2012. Þeir héldu áfram störfum sem fyrirtækið PPP og tóku að sér verkefni hjá sérstökum saksóknara, slitastjórnir, þrotabú og einkaaðila. Ólafur Þór sagði embættið á þeim tíma ekki hafa haft vitneskju um aukavinnu félaganna sem einkaaðilar á vegum PPP fyrir þrotabú Milestone. Jón Óttar hefur á móti fullyrt að störf þeirra hafi verið með vitund Ólafs Þórs og Hólmsteins Gauta Sigurðssonar, saksóknara hjá sérstökum, sem vann náið með þeim PPP-mönnum. Jón Óttar hefur vísað til tölvupósts frá skiptastjóra Milestone til Hólmsteins Gauta í október 2011 þar sem Hólmsteinn biður Jón Óttar og Guðmund Hauk að skoða hvaða gögn sérstakur geti afhent þrotabúinu. Hólmsteinn sagði af og frá að hann hefði vitað að þeir væru að vinna sem einkaaðilar fyrir þrotabúið á sama tíma og hann bað þá um að útvega þrotabúinu gögn. Skrifað undir samning Ólafur Þór sagði í yfirlýsingu vegna kærunnar í maí 2012 að grunsemdir um brot Jóns Óttars og Guðmundar Hauks hefðu vaknað eftir að þeir létu af störfum sem fastir starfsmenn hjá sérstökum um áramótin og fóru að starfa sjálfstætt. Skoðun embættisins í apríl hefði leitt til kærunnar. Jón Óttar segir þá félaga hafa haldið áfram vinnu fyrir þrotabú Milestone sem einkaaðilar undir merkjum PPP í janúar og febrúar 2012. Á sama tíma sinntu þeir verktöku hjá sérstökum og aðstoðuðu Hólmstein Gauta við rannsókn á máli tengdu Milestone. Myndin að neðan er frá þingfestingu málsins í janúar 2012 þar sem þeir sitja hvor sínu megin við Hólmstein saksóknara Þeir Jón Óttar Ólafsson (tv) og Guðmundur Haukur Gunnarsson (th) aðstoðuðu Hólmstein Gauta Sigurðsson fyrir dómi í máli tengdu Milestone í janúar 2012. Vísir/Anton Brink Jón Óttar sagði í nýlegu viðtali að Ólafur Þór hefði komið til þeirra í mars, vakið athygli á því að hann hefði verið búinn að greiða reikninga frá PPP en þyrfti skriflegan samning vegna pappírsvinnu fyrir fjársýslu ríkisins. Guðmundur hefði rekið augun í að samningurinn útilokaði PPP frá því að starfa fyrir aðra aðila, til dæmis slitastjórn Glitnis sem þeir hafi þá verið að vinna fyrir. Ólafur Þór hefði fallist á að bæta við samninginn að hann væri meðvitaður um vinnu þeirra fyrir slitastjórn Glitnis. Þá hefði sérstakur saksóknari spurt þá hvort ekki væri í lagi að samningurinn væri dagsettur aftur í tímann, frá áramótum sem þeir hefðu ekki gert athugasemdir við. Jón Óttar telur Ólaf vísvitandi hafa gert það til að klekkja á þeim. Sumarið 2012 hafi Sigríður Friðjónsdóttir, ríkissaksóknari, yfirheyrt Jón Óttar, borið samninginn undir hann og þau rök sérstaks saksóknara að þeir félagar hefðu í janúar og febrúar haldið vinnu sinni fyrir þrotabú Milestone frá honum. Jón Óttar lýsir því að hafa bent Sigríði á að samningurinn hefði verið gerður í mars, eftir að Milestone-vinnunni var lokið. Því til staðfestingar væri efnisgreinin um störf þeirra fyrir slitastjórn Glitnis í samningnum sem þeir hefðu ekki byrjað á fyrr en í lok febrúar. Jón Óttar segist síðar meir hafa áttað sig á því að það væri óeðlilegt að hann starfaði fyrir sérstakan saksóknara og slitastjórnir á sama tíma. En alls ekki á þeim tíma sem þeir gerðu það. Rannsakaði samstarfsmenn sambýlismanns síns Hulda María Stefánsdóttir, saksóknari hjá ríkissaksóknara fór með rannsóknina á Jóni Óttari og Guðmundi Hauki. Hún skilaði þeirri niðurstöðu í febrúar 2013 að málið þætti ekki líklegt til sakfellingar og var málið látið falla niður. Barnsfaðir og sambýlismaður Huldu Maríu á þeim tíma var lögreglumaður og samstarfsmaður Jóns Óttars og Guðmundar Hauks hjá sérstökum saksóknara. Samkvæmt heimildum fréttastofu voru aðrir starfsmenn sérstaks saksóknara á sínum tíma hugsi yfir því að ótengdari aðili hefði ekki fengið málið í sínar hendur. Sigríður Friðjónsdóttir ríkissaksóknari sagði í svari við fyrirspurn fréttastofu á dögunum að hæfi Huldu Maríu, meðal annars með hliðsjón af störfum þáverandi sambýlismanns hennar sem starfaði hjá sérstökum saksóknara, hefði verið skoðað. Ekkert hefði komið fram sem gæti leitt til þess að hún teldist vanhæf til að sinna rannsókn málsins. Sigríður svaraði ekki fleiri skriflegum spurningum varðandi meint vanhæfi. Jón Óttar sagði í viðtali á dögunum að erfitt væri að finna nokkurn í kerfinu sem þekkti ekki sig og Guðmund Hauk. Hrósaði hann embætti ríkissaksóknara fyrir rannsókn sína. Ólafur Þór hefur ekki svarað fyrirspurn varðandi hvort hann hafi velt því fyrir sér að maki saksóknara sem rannsakaði málið væri samstarfsmaður Jóns Óttars og Guðmundar Hauks. Njósnað fyrir Björgólf Thor Á meðan rannsókn ríkissaksóknara á þeim Jóni Óttari og Guðmundi Hauki stóð yfir árið 2012 héldu þeir ótrauðir áfram störfum sínum fyrir PPP. Fram kom í fréttaþættinum Kveik í Ríkisútvarpinu á dögunum að eitt verkefna þeirra hefði verið fyrir Björgólf Thor Björgólfsson, ríkasta mann landsins. Þetta sýndu gögn úr fórum PPP sem RÚV hafði undir höndum. Verkefni PPP var að fylgjast með ferðum hluthafa í fallna Landsbankanum sem stefndu á hópmálsókn á hendur Björgólfi Thor. Erjur Björgólfs og Róberts Wessman virðast þar hafa spilað hlutverk en Róbert var meðal þeirra sem fylgst var með. Í Kveik sáust bæði upptökur úr leynilegum myndavélum þar sem fólki var fylgt eftir en auk þess spilaðar hljóðupptökur af samtölum Birgis Más Ragnarssonar, hægri handar Björgólfs, við þá PPP menn. Þá kom á daginn að reyndum lögreglumanni hefði verið greitt fyrir að taka að sér verkefni hjá PPP í tengslum við njósnirnar. Hann var leystur frá starfsskyldum þegar málið kom upp. „Gögn sem ættu aldrei að vera úti í samfélaginu“ Viku síðar fjallaði Kastljós áfram um gögn úr fórum PPP. Þar væri að finna á fjórða tug upptaka og hundruð uppskrifta úr símtalshlerunum sérstaks saksóknara við rannsókn á hrunmálunum. Þar voru samtöl sakborninga í hrunmálum við fólk, í sumum tilfellum um málefni alls ótengd því sem var til rannsóknar. Gögnunum hefði átt að eyða að lokinni rannsókn eða þegar meðferð mála fyrir dómstólum lyki. „Þetta eru að sjálfsögðu ekki gögn sem eiga að vera úti í samfélaginu. Þetta eru gögn sem eiga að vera bundin trúnaði og hefðu aldrei átt að fara héðan út úr húsi,“ sagði Ólafur Þór í samtali við Kastljós. Í gögnunum var einnig að finna kynningar PPP til fyrirtækja sem þeir reyndu að selja þjónustu sína árið 2012, meðal annars tryggingafélagsins Sjóvá. Sjóvá segist hafa afþakkað þjónustu þeirra í kjölfar fundarins. Gagnalekinn var borinn undir Ólaf Þór, fyrrverandi sérstakan saksóknara og nú héraðssaksóknara, sem taldi hann sýna óheilindi Jóns Óttars og Guðmundar Hauks í starfi. „Við erum að sjá núna er að þær grunsemdir sem við höfðum þá um að gögn voru tekin reyndust réttar,“ sagði Ólafur Þór og vísaði til kærunnar á hendur þeim félögum árið 2012. „Við erum auðvitað miður okkar yfir því að upplýsingar sem varða fullt af einstaklingum séu komnar út í samfélagið þar sem þær eiga ekki að vera,“ segir Ólafur. Rúmlega hundrað manns hafi starfað hjá sérstökum saksóknara. Við starfslok hafi allar tölvur og gögn orðið eftir á staðnum og lokað fyrir aðgang að gögnum samkvæmt verklagi embættisins. „Það var hins vegar erfitt að koma í veg fyrir að fólk tæki gögn með sér áður en það hætti,“ segir Ólafur. Slitastjórn mætti en sérstakur ekki Jón Óttar segir að við starfslok þeirra sem lögreglumenn hjá sérstökum saksóknara í lok árs 2011 hafi þeim Guðmundi hvorki verið gert að skila tölvum sínum né hafi verið lokað fyrir aðgang þeirra. Enda hafi þeir starfað áfram hjá sérstökum sem fulltrúar PPP við rannsókn sakamála, allt þar til þeir voru kærðir í maí 2012. Fulltrúar frá slitastjórn Glitnis hafi mætt til þeirra og fjarlægt öll gögn tengd slitatjórninni af tölvum þeirra. Með slitastjórninni í för hafi verið Heiðar Þór Guðnason, helsti tæknimaður embættis sérstaks saksóknara, sem starfaði jafnframt fyrir slitastjórnina og var um leið sá sem PPP leitaði til varðandi tölvumál. Sérstakur saksóknari hafi aftur á móti ekki gripið til aðgerða vitandi af þeim gögnum sem Jón Óttar og Guðmundur Haukur hefðu á tölvum sínum hjá PPP. Jón Óttar segist hafa hent sinni tölvu fyrir meira en áratug og að tölva Guðmundar verið óhreyfð hjá ekkju Guðmundar síðan. Hann er því sannfærður um að gögnin úr þeirra tölvum hafi ekki farið á neitt flakk. Þá hafnar hann því alfarið að þeir hafi á sínum tíma nýtt sér rannsóknargögnin í störfum sínum fyrir PPP. Kenningar Jóns Óttars um gögnin En hvaðan komu þá öll þessi gögn, sem Kveikur og Kastljós hafa undir höndum og snúa að hrunmálum og kynningum PPP á þjónustu sinni? Jón Óttar segist hreinilega ekki vita það. Hann hafi staldrað við að ekki hafi verið birt nýrri gögn en frá árinu 2012 eða 2013 í umfjöllun Kveiks og Kastljóss. Það bendi til þess að gögnin hafi verið tekin úr tölvunni fyrir meira en áratug. Hann sjái raunar aðeins einn möguleika. Fyrrnefndur Heiðar Þór, sem hafi haft fjartengingu við tölvur þeirra á sínum tíma. Hann hljóti að hafa afritað gögnin af tölvum þeirra. Heiðar Þór hafnar kenningu Jóns Óttars í samtali við fréttastofu og segir varla svara verða. Með henni sé gróflega vegið að æru hans og starfsheiðri. Málið sé til rannsóknar hjá Lögreglunni á Suðurlandi sem hann muni veita allar upplýsingar. Hann ætli ekki að reka málið í fjölmiðlum. En hvers vegna eru þessi gögn, öllum þessum árum síðar, þá komin til RÚV? Jón Óttar, sem hefur skrifað nokkrar glæpasögur meðfram öðrum störfum og verið afar gagnrýninn á aðferðir sérstaks saksóknara á sínum tíma, hefur sínar kenningar um það. Sex ára Namibíurannsókn Jón Óttar telur Ólaf Þór hafa verið kominn í vandræði með hæfi sitt vegna rannsóknar embættis héraðssaksóknara á Namibíumálinu svokallaða sem staðið hefur yfir í á sjötta ár. Vegna þeirra vandræða hafi Ólafur Þór komið gögnunum með einum eða öðrum hætti til Kveiks. Namibíumálið snýr að meintum mútugreiðslum frá Samherja til namibískra embættismanna upp á rúman milljarð króna til að komast yfir kvóta í Namibíu. Árið 2021 var Jón Óttar, sem starfsmaður Samherja í Afríku, kallaður til yfirheyrslu hjá héraðssaksóknara og fékk við það réttarstöðu sakbornings í málinu. Jón Óttar kvartaði í lok árs 2024 til eftirlitsnefndar með lögreglu yfir rannsókn héraðssaksóknara. Hann sagðist við upphaf yfirheyrslu hjá sérstökum hafa lesið yfirlýsingu um að hann teldi embættið vanhæft til að rannsaka málið vegna kærunnar á hendur þeim Guðmundi Hauki árið 2012. Þrátt fyrir þetta hafi yfirheyrslur haldið áfram og málið enn til rannsóknar. Jón Óttar hafi við fyrirtöku í anga málsins í desember síðastliðnum heyrt í dómsal að Ólafur Þór hefði sjálfur stjórnað rannsókn þess frá upphafi árs 2019. „Þetta þykir mér óásættanlegt þar sem Ólafur Þór kærði mig sjálfur árið 2012 og var yfirmaður minn til langs tíma og því er hann bersýnilega vanhæfur til að rannsaka mál sem mig varða persónulega,“ sagði í bréf Jóns Óttars til nefndarinnar sem fréttastofa hefur undir höndum. Þar sem Ólafur Þór sé yfirmaður allra þeirra lögreglumanna sem komi að málinu eigi vanhæfi hans að ná til allra starfsmanna embættisins á grundvelli húsbóndaábyrgðar. Var nefndin hvött til að skera úr um hæfi Ólafs Þórs í málinu. Nefndin brást við þann 14. mars og sendi erindi til ríkissaksóknara. „Eftir yfirferð nefndarinnar á erindinu telur nefndin að senda beri erindið til þóknanlegrar meðferðar hjá embætti yðar,“ segir í bréfi Margrétar Lilju Hjaltadóttur, lögmanns sem starfar fyrir eftirlitsnefndina, til ríkissaksóknara sem Jón Óttar fékk afrit af. Ólafur hefur alfarið hafnað því að hafa látið Ríkisútvarpið fá gögnin. Hann hefur ekki viljað tjá sig opinberlega um málið eftir að ríkissaksóknari fól lögreglunni á Suðurlandi rannsókn á því. Þorbjörg Sigríður Gunnlaugsdóttir, dómsmálaráðherra, lítur málið grafalvarlegum augum. Hún er lögfræðingur að mennt, fyrrverandi lögreglukona og starfaði sem saksóknari hjá ríkissaksóknara á sínum tíma. „Stórfelldur gagnaþjófnaður úr kerfum sérstaks saksóknara fyrir rúmum áratug eru alvarleg svik við almenning í landinu og vitaskuld við þá sem um ræðir í þessum gögnum. Það er óþolandi tilhugsun að til séu þeir sem deilt hafa þessum gögnum með óviðkomandi fólki. Það heggur alvarlega í traust fólks til alls kerfisins, því miður,“ sagði Þorbjörg Sigríður á Alþingi. Koma verður í ljós hvað rannsókn Lögreglunnar á Suðurlandi leiðir í ljós og nákvæmlega hvernig henni verður háttað. Embættið hefur kallað eftir gögnum frá ríkissaksóknara en hafi lögbrot átt sér stað fyrir meira en áratug er ljóst að þau eru mögulega að miklu leyti fyrnd. Gögnum stolið frá sérstökum saksóknara Lögreglumál Samherjaskjölin Mest lesið Afdrif Hörpunnar enn á huldu Innlent Spænska ríkissjónvarpið vill að símakosningin verði yfirfarin Erlent Sérstakar hleranir og símtölin sem gætu alltaf orðið til Innlent Vilja að starfsleyfi hjúkrunarfræðinga fylgi krafa um íslenskukunnáttu Innlent Trump sorgmæddur yfir greiningu Biden Erlent Getur víða farið yfir tuttugu stig Veður Tveir menn handteknir eftir að hafa komið sér fyrir í sameign húss Innlent Segist ekki taka hagsmuni sela fram yfir hagsmuni íþrótta Innlent Hundur drapst af völdum hitaslags á höfuðborgarsvæðinu Innlent Joe Biden með krabbamein Erlent Fleiri fréttir Afdrif Hörpunnar enn á huldu Sérstakar hleranir og símtölin sem gætu alltaf orðið til Vilja að starfsleyfi hjúkrunarfræðinga fylgi krafa um íslenskukunnáttu Tveir menn handteknir eftir að hafa komið sér fyrir í sameign húss Segist ekki taka hagsmuni sela fram yfir hagsmuni íþrótta Saumandi hressar og skemmtilegar bútasaumskonur Hundur drapst af völdum hitaslags á höfuðborgarsvæðinu Besta maíveður í manna minnum og ungir ofurhugar Varað við bikblæðingum um land allt Líþíumrafhlaða líkleg orsök eldsins Gullfallegt fley Getty-kóngsins við Reykjavíkurhöfn Tilraun með ræktun hveitis á Íslandi gefur góð fyrirheit Grunaðir um að neyða pilt upp í bíl og gefa honum rafstuð Gegndarlaus áróður hafi tryggt gott gengi Ísraels Ekki hissa á góðu gengi Ísrael og innsetningarmessa páfans Segja kristnar kirkjur ekki geta staðið hjá Staðan í hagkerfinu og alþjóðamálin Eins og að vera fangi í eigin líkama Þrír réðust á ungan mann í Árbænum og flúðu á brott Þegar Þorvaldur í Síld og fisk varð örlagavaldur Loftleiða Framtíðar kvikmyndagerðarfólk í Sunnulækjarskóla á Selfossi Fölsuð ökuskírteini aldrei fleiri og aldrei verið eins fullkomin Laugdælingur og Hvergerðingur hlutskarpastir í Pangeu Fjölgun falsaðra skilríkja og úrslitakvöld Eurovision Hafa náð stjórn á sinueldi í sumarhúsabyggð Hryðjuverkamálið gæti haft verulega þýðingu Grunaður um að fá alls konar búnað frá fyrirtæki fyrir fíkniefnarækt „Það eru krakkar þarna núna sem eru bara í lífshættu” Styður tillögur að róttækum breytingum á byggingareftirliti Róttækar breytingar á byggingareftirliti og í beinni frá Basel Sjá meira
Stóra málið í dag er að upptökum af samtölum fólks sem fengust með hlerunum fyrir hálfum öðrum áratug var ekki eytt. Samtöl sem vörðuðu sakamál sem heyra sögunni til og líka samtöl fólks um alls ótengd efni. Þau eru enn í vörslu þess sem kom gögnum til Kveiks. Í þessari fréttaskýringu verður gerð tilraun til að skýra flókið mál sem teygir sig yfir sautján ár og sér ekki fyrir endann á. Hér varð hrun Í október 2008 var stemningin á Íslandi þung og kvíðafull. Bankakerfið hrundi á örfáum dögum og efnahagskerfið stóð á brauðfótum. Fólk missti sparnaðinn, atvinnuöryggi fjaraði út og íslenska krónan féll hratt í verði. Margir upplifðu óöryggi, reiði og vantraust gagnvart stjórnvöldum, íslensku bönkunum og fjármálakerfinu í heild sinni. Þegar Geir H. Haarde forsætisráðherra bað Guð um að blessa Ísland í beinni útsendingu mátti heyra saumnál detta á heimilum og vinnustöðum landsins. Orð hans vöktu mikla athygli – sumir sáu þau sem einlæga bón, aðrir sem tákn um að stjórnvöld væru ráðalaus. Andrúmsloftið einkenndist af samstöðu en líka djúpum áhyggjum um framtíð þjóðarinnar. Embætti verður til Eftir regluleg mótmæli í búsáhaldabyltingunni svonefndu sleit Samfylkingin ríkisstjórnarsamstarfi við Sjálfstæðisflokkinn og Geir Haarde sagði af sér. Minnihlutastjórn Samfylkingar og Vinstri grænna tók við undir forystu Jóhönnu Sigurðardóttur. Vikurnar á undan hafði Alþingi samþykkt lög um stofnun nýs embætti, sérstaks saksóknara. Embættið átti að rannsaka grun um refsiverða háttsemi í aðdraganda og tengslum við bankahrunið. Samstaða var um málið á Alþingi og flaug lagafrumvarp Björns Bjarnasonar dómsmálaráðherra í gegnum þingið. Þótt mikil stemmning væri í samfélaginu fyrir rannsókn á bankakerfinu var enginn sem taldist hæfur sem sótti um í fyrra skiptið sem embættið var auglýst. Var umsóknarfrestur framlengdur og sóttu þá tveir um. Annar var Ólafur Þór Hauksson, þá sýslumaður á Akranesi. Hann sagðist hafa verið hvattur til að sækja um af „aðilum innan stjórnarráðsins.“ Dómsmálaráðherra hafði samráð við fulltrúa allra þingflokka við skipanina. Frá því Ólafur Þór mætti fyrst til vinnu á skrifstofu nýja embættisins og þar til fyrstu dómar fóru að falla í hrunmálum árið 2012 tók embættið stakkaskiptum. Ólafur Þór hafði litla reynslu af rannsóknum slíkra mála og var meðal annars sótt ráðgjöf til Evu Joly, rannsóknardómara frá Frakklandi. Þá voru starfsmenn embættisins fimm en meðal annars vegna þrýstings og orða Joly í fjölmiðlum fjölgaði starfsfólki hjá sérstökum hratt og urðu um hundrað þegar mest var þremur árum síðar. Þá hafði efnahagsbrotadeild ríkislögreglustjóra runnið inn í embættið enda hafði sérstakur þá þegar fengið fjölmarga starfsmenn þess yfir til sín. Með þeirri breytingu sá sérstakur saksóknari um að rannsaka og flytja fyrir dómi nær öll efnahags- og fjármálabrot á Íslandi, tengd eða ótengd hruninu. Embættið hafði þannig vaxið úr því að vera tímabundin lausn til að greiða úr flóknum hrunmálum í að vera miðlæg stofnun í baráttunni gegn fjármálaglæpum almennt. Dómar vekja athygli heimspressunnar Eftir hægan upphafstakt dró til tíðinda fyrir dómstólum árið 2012. Í desember það ár féll fyrsti dómurinn yfir bankamanni þegar forstjóri Glitnis og framkvæmdastjóri bankans voru dæmdir í fangelsi fyrir vafasöm milljarða króna lán til fjárfestingafélagsins Milestone. Dómurinn vakti athygli heimspressunnar enda Ísland langt í frá eina landið þar sem sauð á almenningi vegna efnahagshrunsins 2008. Næstu árin féllu líka dómar yfir bankastjórum og stjórnendum Kaupþings og Landsbankans. Ólafur Þór sagði í viðtali við Reuters að dómur yfir Kaupþingsmönnum í febrúar 2015 sendi sterk skilaboð sem vekja myndu umræðu. Rannsóknirnar væru kannski flóknar en þær gætu skilað árangri. Vakin var athygli á því í frétt Reuters hve mikill munur væri á meðferð hrunmála á Íslandi miðað við Evrópu og Bandaríkin þar sem bankar hefðu verið sektaðir en fáir stjórnendur svarað til saka. Ólafur Þór bætti við að dómarnir minnkuðu líkurnar á að svipaðir skandalar gætu endurtekið sig í íslensku bankakerfi. Guardian, Financial Times, The Times, Bloomberg og New York Times fjölluðu öll um „íslensku leiðina“ og dómar yfir hverjum bankamanninum á fætur öðrum rötuðu í fréttir um allan heim. Athyglisvert þótti að á Íslandi sætu bankamenn í fangelsi en ekki mótmælendur. Hrunið leiddi víða til mótmæla og dóma yfir mótmælendum en ekki bankastjórum. Í grunninn var tónninn sá að Ísland hefði staðið sig betur en margir í að taka til eftir fjármálahrunið: það hreinsaði til í bankakerfinu, skipti um stjórnmálaleiðtoga og lét brotlega bankamenn sæta ábyrgð. Árið 2018 höfðu alls 36 Íslendingar verið dæmdir í samtals 96 ára fangelsisvist í hrunmálum. Á sama tíma voru nokkur umfangsmikil mál sem enduðu með sýknudómi, svo sem Aserta-málið og Aurum Holding málið. Ríkisendurskoðun tók saman skýrslu um embættið árið 2016. Hleranir sættu gagnrýni Starfshættir embættisins voru ekki lausir við gagnrýni og þá helst frá verjendum sakborninga í hrunmálum. Var sérstaklega deilt um umfang símahlustana - hlerana. Þær skiptu hundruðum og töldu verjendur embættið fara offari í þeim efnum. Alvarlegasta ásökunin sneri að því að hlustað hefði verið á símtöl verjenda við skjólstæðinga sína sem var og er óheimilt. Héraðsdómur Reykjavíkur komst að þeirri niðurstöðu sumarið 2014 að embætti sérstaks saksóknara hefði brotið lög um meðferð sakamála með því að láta ekki af hlerunum, þegar í ljós kom að um samtal sakbornings við verjanda væri að ræða, og að eyða ekki upptökum af símtalinu þegar í stað. Fleiri verjendur bankastjóra stigu fram og sögðust hafa gert athugasemd við slíkt háttalag. Verjandi bankastjóra Kaupþings kærði hleranir sérstaks saksóknara til ríkissaksóknara eftir að hann komst að því fyrir tilviljun að sérstakur saksóknari hefði tekið upp samtal hans við bankastjórann. Í lögum um meðferð sakamála kemur fram að upptökum af símtölum, hljóðupptökum, myndum eða öðrum upplýsingum sem aflað er með hlerunum skuli eyða jafnskjótt og þeirra sé ekki lengur þörf. Ef um er að ræða samtöl sakbornings við verjanda sinn skuli eyða þeim strax. Sigríður Friðjónsdóttir, ríkissaksóknari, taldi ekki ástæðu til að aðhafast vegna þessa. Hún sagði í framhaldinu að breyting hefði verið gerð á eftirliti með símhlerunum sem væri orðið betra. Árið 2016 voru ný lög um hleranir samþykkt á Alþingi. Starfsmenn sérstaks saksóknara kærðir Það vakti mikla athygli í maí 2012 þegar Ólafur Þór Hauksson kærði tvo starfsmenn sína til embættis ríkissaksóknara fyrir brot á þagnarskyldu. Jón Óttar Ólafsson og Guðmundur Haukur Gunnarsson, sem nú er látinn, voru meðal þeirra lögreglumanna sem gengu snemma til liðs við sérstakan saksóknara frá lögreglunni. Þeir voru sakaðir um að hafa selt upplýsingar sem þeir urðu sér úti um í störfum sínum fyrir sérstakan saksóknara, til þriðja aðila - skiptastjóra fjárfestingafélagsins Milestone. Hér þarf aðeins að skilja hvað varð um bankana og fjárfestingafélög eftir hrunið. Glitnir, Kaupþing og Landsbanki fóru allir í umsjá slitastjórna eftir hrunið. Verkefni slitastjórna, skipaðar lögfræðingum og fjármálasérfræðingum, var að stýra slitum bankanna og gæta hagsmuna kröfuhafa, þeirra sem áttu peninga í bankanum eða höfðu veitt honum lán. Fjárfestingafélögum á borð við Milestone sem urðu gjaldþrota var skipaður skiptastjóri yfir þrotabúinu sem hafði á sama hátt það verkefni að ráðstafa þeim eignum sem voru eftir og greiða sem mest af skuldum. Slitastjórnir og skiptastjórar rýndu í gögn bankanna og fjárfestingafélaganna og komust í sumum tilföllum að því að pottur hefði verið brotinn við vafasamar lánveitingar. Með hagsmuni kröfuhafa í huga skoðuðu slitastjórnir og skiptastjórar hvort hægt væri að fara í einkamál við stjórnendur bankanna. Því má segja að sérstakur saksóknari, slitastjórnir og skiptastjórar hafi átt sameiginlegra hagsmuna að gæta. Færa sönnur á lögbrot bankamanna og stjórnenda fjárfestingafélaga fyrir dómi, í sakamálum annars vegar og einkamálum hins vegar. Slitastjórnir og skiptastjórar kölluðu reglulega eftir gögnum frá sérstökum saksóknara vegna þessa. Þrjátíu milljónir fyrir skýrslu til Milestone Á meðan Jón Óttar og Guðmundur Haukur sinntu sakamálarannsóknum hjá sérstökum saksóknara haustið 2011 í fullu starfi tóku þeir að sér verkefni fyrir þrotabú Milestone undir merkjum ráðgjafarfyrirtækisins Pars Per Pars, PPP. Skiluðu þeir skýrslu til skiptastjóra Milestone sem greiddi þeim þrjátíu milljónir króna fyrir vinnu frá september til nóvember 2011. Verjandi eins eigenda Milestone sagði um mjög alvarlegt brot að ræða. Aðeins starfsmenn lögreglu ættu að hafa aðgang að slíkum gögnum en ekki menn sem störfuðu fyrir ráðgjafarstofu. Jón Óttar og Guðmundur Haukur hættu störfum sem lögreglumenn hjá sérstökum saksóknara þann 1. janúar 2012. Þeir héldu áfram störfum sem fyrirtækið PPP og tóku að sér verkefni hjá sérstökum saksóknara, slitastjórnir, þrotabú og einkaaðila. Ólafur Þór sagði embættið á þeim tíma ekki hafa haft vitneskju um aukavinnu félaganna sem einkaaðilar á vegum PPP fyrir þrotabú Milestone. Jón Óttar hefur á móti fullyrt að störf þeirra hafi verið með vitund Ólafs Þórs og Hólmsteins Gauta Sigurðssonar, saksóknara hjá sérstökum, sem vann náið með þeim PPP-mönnum. Jón Óttar hefur vísað til tölvupósts frá skiptastjóra Milestone til Hólmsteins Gauta í október 2011 þar sem Hólmsteinn biður Jón Óttar og Guðmund Hauk að skoða hvaða gögn sérstakur geti afhent þrotabúinu. Hólmsteinn sagði af og frá að hann hefði vitað að þeir væru að vinna sem einkaaðilar fyrir þrotabúið á sama tíma og hann bað þá um að útvega þrotabúinu gögn. Skrifað undir samning Ólafur Þór sagði í yfirlýsingu vegna kærunnar í maí 2012 að grunsemdir um brot Jóns Óttars og Guðmundar Hauks hefðu vaknað eftir að þeir létu af störfum sem fastir starfsmenn hjá sérstökum um áramótin og fóru að starfa sjálfstætt. Skoðun embættisins í apríl hefði leitt til kærunnar. Jón Óttar segir þá félaga hafa haldið áfram vinnu fyrir þrotabú Milestone sem einkaaðilar undir merkjum PPP í janúar og febrúar 2012. Á sama tíma sinntu þeir verktöku hjá sérstökum og aðstoðuðu Hólmstein Gauta við rannsókn á máli tengdu Milestone. Myndin að neðan er frá þingfestingu málsins í janúar 2012 þar sem þeir sitja hvor sínu megin við Hólmstein saksóknara Þeir Jón Óttar Ólafsson (tv) og Guðmundur Haukur Gunnarsson (th) aðstoðuðu Hólmstein Gauta Sigurðsson fyrir dómi í máli tengdu Milestone í janúar 2012. Vísir/Anton Brink Jón Óttar sagði í nýlegu viðtali að Ólafur Þór hefði komið til þeirra í mars, vakið athygli á því að hann hefði verið búinn að greiða reikninga frá PPP en þyrfti skriflegan samning vegna pappírsvinnu fyrir fjársýslu ríkisins. Guðmundur hefði rekið augun í að samningurinn útilokaði PPP frá því að starfa fyrir aðra aðila, til dæmis slitastjórn Glitnis sem þeir hafi þá verið að vinna fyrir. Ólafur Þór hefði fallist á að bæta við samninginn að hann væri meðvitaður um vinnu þeirra fyrir slitastjórn Glitnis. Þá hefði sérstakur saksóknari spurt þá hvort ekki væri í lagi að samningurinn væri dagsettur aftur í tímann, frá áramótum sem þeir hefðu ekki gert athugasemdir við. Jón Óttar telur Ólaf vísvitandi hafa gert það til að klekkja á þeim. Sumarið 2012 hafi Sigríður Friðjónsdóttir, ríkissaksóknari, yfirheyrt Jón Óttar, borið samninginn undir hann og þau rök sérstaks saksóknara að þeir félagar hefðu í janúar og febrúar haldið vinnu sinni fyrir þrotabú Milestone frá honum. Jón Óttar lýsir því að hafa bent Sigríði á að samningurinn hefði verið gerður í mars, eftir að Milestone-vinnunni var lokið. Því til staðfestingar væri efnisgreinin um störf þeirra fyrir slitastjórn Glitnis í samningnum sem þeir hefðu ekki byrjað á fyrr en í lok febrúar. Jón Óttar segist síðar meir hafa áttað sig á því að það væri óeðlilegt að hann starfaði fyrir sérstakan saksóknara og slitastjórnir á sama tíma. En alls ekki á þeim tíma sem þeir gerðu það. Rannsakaði samstarfsmenn sambýlismanns síns Hulda María Stefánsdóttir, saksóknari hjá ríkissaksóknara fór með rannsóknina á Jóni Óttari og Guðmundi Hauki. Hún skilaði þeirri niðurstöðu í febrúar 2013 að málið þætti ekki líklegt til sakfellingar og var málið látið falla niður. Barnsfaðir og sambýlismaður Huldu Maríu á þeim tíma var lögreglumaður og samstarfsmaður Jóns Óttars og Guðmundar Hauks hjá sérstökum saksóknara. Samkvæmt heimildum fréttastofu voru aðrir starfsmenn sérstaks saksóknara á sínum tíma hugsi yfir því að ótengdari aðili hefði ekki fengið málið í sínar hendur. Sigríður Friðjónsdóttir ríkissaksóknari sagði í svari við fyrirspurn fréttastofu á dögunum að hæfi Huldu Maríu, meðal annars með hliðsjón af störfum þáverandi sambýlismanns hennar sem starfaði hjá sérstökum saksóknara, hefði verið skoðað. Ekkert hefði komið fram sem gæti leitt til þess að hún teldist vanhæf til að sinna rannsókn málsins. Sigríður svaraði ekki fleiri skriflegum spurningum varðandi meint vanhæfi. Jón Óttar sagði í viðtali á dögunum að erfitt væri að finna nokkurn í kerfinu sem þekkti ekki sig og Guðmund Hauk. Hrósaði hann embætti ríkissaksóknara fyrir rannsókn sína. Ólafur Þór hefur ekki svarað fyrirspurn varðandi hvort hann hafi velt því fyrir sér að maki saksóknara sem rannsakaði málið væri samstarfsmaður Jóns Óttars og Guðmundar Hauks. Njósnað fyrir Björgólf Thor Á meðan rannsókn ríkissaksóknara á þeim Jóni Óttari og Guðmundi Hauki stóð yfir árið 2012 héldu þeir ótrauðir áfram störfum sínum fyrir PPP. Fram kom í fréttaþættinum Kveik í Ríkisútvarpinu á dögunum að eitt verkefna þeirra hefði verið fyrir Björgólf Thor Björgólfsson, ríkasta mann landsins. Þetta sýndu gögn úr fórum PPP sem RÚV hafði undir höndum. Verkefni PPP var að fylgjast með ferðum hluthafa í fallna Landsbankanum sem stefndu á hópmálsókn á hendur Björgólfi Thor. Erjur Björgólfs og Róberts Wessman virðast þar hafa spilað hlutverk en Róbert var meðal þeirra sem fylgst var með. Í Kveik sáust bæði upptökur úr leynilegum myndavélum þar sem fólki var fylgt eftir en auk þess spilaðar hljóðupptökur af samtölum Birgis Más Ragnarssonar, hægri handar Björgólfs, við þá PPP menn. Þá kom á daginn að reyndum lögreglumanni hefði verið greitt fyrir að taka að sér verkefni hjá PPP í tengslum við njósnirnar. Hann var leystur frá starfsskyldum þegar málið kom upp. „Gögn sem ættu aldrei að vera úti í samfélaginu“ Viku síðar fjallaði Kastljós áfram um gögn úr fórum PPP. Þar væri að finna á fjórða tug upptaka og hundruð uppskrifta úr símtalshlerunum sérstaks saksóknara við rannsókn á hrunmálunum. Þar voru samtöl sakborninga í hrunmálum við fólk, í sumum tilfellum um málefni alls ótengd því sem var til rannsóknar. Gögnunum hefði átt að eyða að lokinni rannsókn eða þegar meðferð mála fyrir dómstólum lyki. „Þetta eru að sjálfsögðu ekki gögn sem eiga að vera úti í samfélaginu. Þetta eru gögn sem eiga að vera bundin trúnaði og hefðu aldrei átt að fara héðan út úr húsi,“ sagði Ólafur Þór í samtali við Kastljós. Í gögnunum var einnig að finna kynningar PPP til fyrirtækja sem þeir reyndu að selja þjónustu sína árið 2012, meðal annars tryggingafélagsins Sjóvá. Sjóvá segist hafa afþakkað þjónustu þeirra í kjölfar fundarins. Gagnalekinn var borinn undir Ólaf Þór, fyrrverandi sérstakan saksóknara og nú héraðssaksóknara, sem taldi hann sýna óheilindi Jóns Óttars og Guðmundar Hauks í starfi. „Við erum að sjá núna er að þær grunsemdir sem við höfðum þá um að gögn voru tekin reyndust réttar,“ sagði Ólafur Þór og vísaði til kærunnar á hendur þeim félögum árið 2012. „Við erum auðvitað miður okkar yfir því að upplýsingar sem varða fullt af einstaklingum séu komnar út í samfélagið þar sem þær eiga ekki að vera,“ segir Ólafur. Rúmlega hundrað manns hafi starfað hjá sérstökum saksóknara. Við starfslok hafi allar tölvur og gögn orðið eftir á staðnum og lokað fyrir aðgang að gögnum samkvæmt verklagi embættisins. „Það var hins vegar erfitt að koma í veg fyrir að fólk tæki gögn með sér áður en það hætti,“ segir Ólafur. Slitastjórn mætti en sérstakur ekki Jón Óttar segir að við starfslok þeirra sem lögreglumenn hjá sérstökum saksóknara í lok árs 2011 hafi þeim Guðmundi hvorki verið gert að skila tölvum sínum né hafi verið lokað fyrir aðgang þeirra. Enda hafi þeir starfað áfram hjá sérstökum sem fulltrúar PPP við rannsókn sakamála, allt þar til þeir voru kærðir í maí 2012. Fulltrúar frá slitastjórn Glitnis hafi mætt til þeirra og fjarlægt öll gögn tengd slitatjórninni af tölvum þeirra. Með slitastjórninni í för hafi verið Heiðar Þór Guðnason, helsti tæknimaður embættis sérstaks saksóknara, sem starfaði jafnframt fyrir slitastjórnina og var um leið sá sem PPP leitaði til varðandi tölvumál. Sérstakur saksóknari hafi aftur á móti ekki gripið til aðgerða vitandi af þeim gögnum sem Jón Óttar og Guðmundur Haukur hefðu á tölvum sínum hjá PPP. Jón Óttar segist hafa hent sinni tölvu fyrir meira en áratug og að tölva Guðmundar verið óhreyfð hjá ekkju Guðmundar síðan. Hann er því sannfærður um að gögnin úr þeirra tölvum hafi ekki farið á neitt flakk. Þá hafnar hann því alfarið að þeir hafi á sínum tíma nýtt sér rannsóknargögnin í störfum sínum fyrir PPP. Kenningar Jóns Óttars um gögnin En hvaðan komu þá öll þessi gögn, sem Kveikur og Kastljós hafa undir höndum og snúa að hrunmálum og kynningum PPP á þjónustu sinni? Jón Óttar segist hreinilega ekki vita það. Hann hafi staldrað við að ekki hafi verið birt nýrri gögn en frá árinu 2012 eða 2013 í umfjöllun Kveiks og Kastljóss. Það bendi til þess að gögnin hafi verið tekin úr tölvunni fyrir meira en áratug. Hann sjái raunar aðeins einn möguleika. Fyrrnefndur Heiðar Þór, sem hafi haft fjartengingu við tölvur þeirra á sínum tíma. Hann hljóti að hafa afritað gögnin af tölvum þeirra. Heiðar Þór hafnar kenningu Jóns Óttars í samtali við fréttastofu og segir varla svara verða. Með henni sé gróflega vegið að æru hans og starfsheiðri. Málið sé til rannsóknar hjá Lögreglunni á Suðurlandi sem hann muni veita allar upplýsingar. Hann ætli ekki að reka málið í fjölmiðlum. En hvers vegna eru þessi gögn, öllum þessum árum síðar, þá komin til RÚV? Jón Óttar, sem hefur skrifað nokkrar glæpasögur meðfram öðrum störfum og verið afar gagnrýninn á aðferðir sérstaks saksóknara á sínum tíma, hefur sínar kenningar um það. Sex ára Namibíurannsókn Jón Óttar telur Ólaf Þór hafa verið kominn í vandræði með hæfi sitt vegna rannsóknar embættis héraðssaksóknara á Namibíumálinu svokallaða sem staðið hefur yfir í á sjötta ár. Vegna þeirra vandræða hafi Ólafur Þór komið gögnunum með einum eða öðrum hætti til Kveiks. Namibíumálið snýr að meintum mútugreiðslum frá Samherja til namibískra embættismanna upp á rúman milljarð króna til að komast yfir kvóta í Namibíu. Árið 2021 var Jón Óttar, sem starfsmaður Samherja í Afríku, kallaður til yfirheyrslu hjá héraðssaksóknara og fékk við það réttarstöðu sakbornings í málinu. Jón Óttar kvartaði í lok árs 2024 til eftirlitsnefndar með lögreglu yfir rannsókn héraðssaksóknara. Hann sagðist við upphaf yfirheyrslu hjá sérstökum hafa lesið yfirlýsingu um að hann teldi embættið vanhæft til að rannsaka málið vegna kærunnar á hendur þeim Guðmundi Hauki árið 2012. Þrátt fyrir þetta hafi yfirheyrslur haldið áfram og málið enn til rannsóknar. Jón Óttar hafi við fyrirtöku í anga málsins í desember síðastliðnum heyrt í dómsal að Ólafur Þór hefði sjálfur stjórnað rannsókn þess frá upphafi árs 2019. „Þetta þykir mér óásættanlegt þar sem Ólafur Þór kærði mig sjálfur árið 2012 og var yfirmaður minn til langs tíma og því er hann bersýnilega vanhæfur til að rannsaka mál sem mig varða persónulega,“ sagði í bréf Jóns Óttars til nefndarinnar sem fréttastofa hefur undir höndum. Þar sem Ólafur Þór sé yfirmaður allra þeirra lögreglumanna sem komi að málinu eigi vanhæfi hans að ná til allra starfsmanna embættisins á grundvelli húsbóndaábyrgðar. Var nefndin hvött til að skera úr um hæfi Ólafs Þórs í málinu. Nefndin brást við þann 14. mars og sendi erindi til ríkissaksóknara. „Eftir yfirferð nefndarinnar á erindinu telur nefndin að senda beri erindið til þóknanlegrar meðferðar hjá embætti yðar,“ segir í bréfi Margrétar Lilju Hjaltadóttur, lögmanns sem starfar fyrir eftirlitsnefndina, til ríkissaksóknara sem Jón Óttar fékk afrit af. Ólafur hefur alfarið hafnað því að hafa látið Ríkisútvarpið fá gögnin. Hann hefur ekki viljað tjá sig opinberlega um málið eftir að ríkissaksóknari fól lögreglunni á Suðurlandi rannsókn á því. Þorbjörg Sigríður Gunnlaugsdóttir, dómsmálaráðherra, lítur málið grafalvarlegum augum. Hún er lögfræðingur að mennt, fyrrverandi lögreglukona og starfaði sem saksóknari hjá ríkissaksóknara á sínum tíma. „Stórfelldur gagnaþjófnaður úr kerfum sérstaks saksóknara fyrir rúmum áratug eru alvarleg svik við almenning í landinu og vitaskuld við þá sem um ræðir í þessum gögnum. Það er óþolandi tilhugsun að til séu þeir sem deilt hafa þessum gögnum með óviðkomandi fólki. Það heggur alvarlega í traust fólks til alls kerfisins, því miður,“ sagði Þorbjörg Sigríður á Alþingi. Koma verður í ljós hvað rannsókn Lögreglunnar á Suðurlandi leiðir í ljós og nákvæmlega hvernig henni verður háttað. Embættið hefur kallað eftir gögnum frá ríkissaksóknara en hafi lögbrot átt sér stað fyrir meira en áratug er ljóst að þau eru mögulega að miklu leyti fyrnd.
Gögnum stolið frá sérstökum saksóknara Lögreglumál Samherjaskjölin Mest lesið Afdrif Hörpunnar enn á huldu Innlent Spænska ríkissjónvarpið vill að símakosningin verði yfirfarin Erlent Sérstakar hleranir og símtölin sem gætu alltaf orðið til Innlent Vilja að starfsleyfi hjúkrunarfræðinga fylgi krafa um íslenskukunnáttu Innlent Trump sorgmæddur yfir greiningu Biden Erlent Getur víða farið yfir tuttugu stig Veður Tveir menn handteknir eftir að hafa komið sér fyrir í sameign húss Innlent Segist ekki taka hagsmuni sela fram yfir hagsmuni íþrótta Innlent Hundur drapst af völdum hitaslags á höfuðborgarsvæðinu Innlent Joe Biden með krabbamein Erlent Fleiri fréttir Afdrif Hörpunnar enn á huldu Sérstakar hleranir og símtölin sem gætu alltaf orðið til Vilja að starfsleyfi hjúkrunarfræðinga fylgi krafa um íslenskukunnáttu Tveir menn handteknir eftir að hafa komið sér fyrir í sameign húss Segist ekki taka hagsmuni sela fram yfir hagsmuni íþrótta Saumandi hressar og skemmtilegar bútasaumskonur Hundur drapst af völdum hitaslags á höfuðborgarsvæðinu Besta maíveður í manna minnum og ungir ofurhugar Varað við bikblæðingum um land allt Líþíumrafhlaða líkleg orsök eldsins Gullfallegt fley Getty-kóngsins við Reykjavíkurhöfn Tilraun með ræktun hveitis á Íslandi gefur góð fyrirheit Grunaðir um að neyða pilt upp í bíl og gefa honum rafstuð Gegndarlaus áróður hafi tryggt gott gengi Ísraels Ekki hissa á góðu gengi Ísrael og innsetningarmessa páfans Segja kristnar kirkjur ekki geta staðið hjá Staðan í hagkerfinu og alþjóðamálin Eins og að vera fangi í eigin líkama Þrír réðust á ungan mann í Árbænum og flúðu á brott Þegar Þorvaldur í Síld og fisk varð örlagavaldur Loftleiða Framtíðar kvikmyndagerðarfólk í Sunnulækjarskóla á Selfossi Fölsuð ökuskírteini aldrei fleiri og aldrei verið eins fullkomin Laugdælingur og Hvergerðingur hlutskarpastir í Pangeu Fjölgun falsaðra skilríkja og úrslitakvöld Eurovision Hafa náð stjórn á sinueldi í sumarhúsabyggð Hryðjuverkamálið gæti haft verulega þýðingu Grunaður um að fá alls konar búnað frá fyrirtæki fyrir fíkniefnarækt „Það eru krakkar þarna núna sem eru bara í lífshættu” Styður tillögur að róttækum breytingum á byggingareftirliti Róttækar breytingar á byggingareftirliti og í beinni frá Basel Sjá meira