Vill rannsóknarnefnd um rannsókn hrunmálanna Árni Sæberg skrifar 19. maí 2025 16:42 Guðrún Hafsteinsdóttir mun leggja til að stofnuð verði sérstök rannsóknarnefnd um rannsókn hrunmálanna. Vísir/Anton Brink Guðrún Hafsteinsdóttir, formaður Sjálfstæðisflokksins, hyggst leggja fram þingsályktunartillögu um rannsókn á störfum réttarvörslu- og eftirlitsstofnana í kjölfar fjármálahrunsins. Frá þessu greindi Guðrún í óundirbúnum fyrirspurnatíma á Alþingi í dag, þegar hún beindi fyrirspurn til Þorbjargar Sigríðar Gunnlaugsdóttur dómsmálaráðherra. Guðrún hóf fyrirspurn sína á því að reifa stuttlega mál sem varðar gagnaleka frá embætti Sérstaks saksóknara, sem mikið hefur verið fjallað um undanfarið. Vísir birti í morgun yfirgripsmikla fréttaskýringu um málið, þar sem tilraun var gerð til að skýra flókið mál sem teygir sig yfir sautján ár og sér ekki fyrir endann á. „Virðulegi forseti. Undanfarið hefur verið fjallað um ógnvekjandi lekamál sem snýr að stórfelldum trúnaðarbresti innan réttarkerfisins. Um er að ræða gögn sem tilheyra rannsókn á málum sérstaks saksóknara, meðal annars símhleranir, ljósmyndir og upptökur sem á einhvern hátt fóru í hendur einkaaðila. Í einhverjum tilvikum var lögregluvald beinlínis framselt til þessara sömu einkaaðila. Þessar upplýsingar virðast hafa verið hagnýttar í viðskiptalegum tilgangi árum saman af fyrrverandi starfsmönnum embættis sérstaks saksóknara,“ sagði Guðrún. Afdráttarlaus í orðum en ekki aðgerðum Guðrín sagði að dómsmálaráðherra hefði hingað til verið afdráttarlaus í orðum en ekki í aðgerðum hvað málið varðar. Vísað hefði verið til lögreglu, eftirlitsnefnda og embættis Ríkissaksóknara, sem hvert um sig hefðu afar takmarkaðar heimildir til að skoða heildarmyndina af starfsháttum ákæruvaldsins eftir hrun og sumir hefðu jafnvel verið tengdir málinu þegar það átti sér stað. „Þetta mál snýst um meira en þennan gagnaleka. Það snýst um traust ríkisins um réttaröryggi borgaranna og um hvort ákæruvaldið hafi starfað með þeim hætti sem stjórnarskrá og mannréttindasáttmáli krefjast. Þess vegna vil ég spyrja hæstvirtan dómsmálaráðherra: Telur ráðherra að ákæruvaldið og embætti Sérstaks saksóknara hafi á sínum tíma farið að lögum? Ef ekki, hvers vegna hefur hún þá ekki þegar boðað sjálfstæða rannsókn, og ef hún telur sig ekki þurfa að gera það, hvað þarf þá að gerast til þess að hún sjái tilefni til þess?“ Hvatti þingmanninn til að fylgjast betur með Þorbjörg Sigríður dómsmálaráðherra svaraði Guðrúnu fullum hálsi. „Frú forseti. Ég myndi kannski vilja svara, hvað þarf að gerast til þess að háttvirtur þingmaður, formaður Sjálfstæðisflokksins, fylgist með störfum þingsins? Ég var hér í síðustu viku þar sem ég upplýsti um afdráttarlausar aðgerðir mínar í þessu máli. Ég hef ekki látið mér nægja að vísa í einhverja aðila úti í bæ. Ég hef þegar óskað eftir upplýsingum í skriflegu erindi mínu til embættis Héraðssaksóknara um lykilatriði í málinu.“ Hún hefði þegar óskað eftir upplýsingum frá Ólafi Þór Haukssyni, þáverandi sérstökum saksóknara og núverandi héraðssaksóknara, um sex tiltekin atriði. „Hvernig var vörslu gagnað háttað? Hvernig var öryggi þeirra tryggt? Hver var aðgangsstýringin og voru gerðar ráðstafanir til að koma í veg fyrir misnotkun á aðgangi? Hvaða reglur giltu um eyðingu gagna? Hvenær var gögnum eytt? Giltu sérstakar reglur um gögn sem ekki töldust varða sakarefni máls?“ Skilaboð hennar væru skýr, að svona megi ekki gerast. Þegar svona gerist þá sé brugðist við. Það hefði stjórnskipunar- og eftirlitsnefnd þingsins þegar gert. Hún hefði setið fund með nefndinni í morgun og greint frá aðgerðum sínum í málinu. „Það breytir ekki því að lögregla er að rannsaka þetta mál sem sakamál, að nefnd, sjálfstæð nefnd um eftirlit með störfum lögreglu er að skoða þetta mál og Persónuvernd er að skoða þetta mál fyrir sitt leyti. Ég verð að segja, mér finnst með ólíkindum, hafi formaður Sjálfstæðisflokksins áhyggjur af þessu máli, að hún þekki ekki betur til þess. Ég hræðist ekki mínar stjórnunar- og eftirlitsheimildir og hef þá þegar beitt þeim. Svarið er þetta: Ég legg þunga áherslu á að þetta mál verði tekið til rannsóknar. Það hefur verið tekið til rannsóknar. Ég hef beitt þeim verkferlum sem ég bý yfir í þeim tilgangi.“ Rannsaki þvingunarráðstafanir, ákærur og niðurfellingar Í fréttatilkynningu frá Sjálfstæðisflokknum varðandi málið segir að í tillögu Guðrúnar verði lagt til, í samræmi við lög um rannsóknarnefndir, að skipa þriggja manna rannsóknarnefnd sem skuli rannsaka starfsemi þeirra réttarvörslu- og eftirlitsstofnana sem komu að rannsókn og málsmeðferð sakamála í kjölfar fjármálahrunsins árið 2008. Nefndin muni taka til umfjöllunar ákvarðanir embættis Sérstaks saksóknara varðandi rannsóknir mála, meðal annars um þvingunarráðstafanir, ákærur og niðurfellingu mála. Þá muni rannsóknarnefndin einnig fjalla um hvort starfsemi embættisins hafi verið í samræmi við lög og reglur og taka til athugunar störf annarra stofnanna og embættismanna, svo sem lögreglunnar, embættis Ríkissaksóknara, Fjármálaeftirlitsins, Ramkeppniseftirlitsins, Skattrannsóknarstjóra ríkisins og annarra réttarvörslu- og eftirlitsstofnanna. Nefndinni verði heimilt, að því marki sem nauðsynlegt þykir, að láta rannsókn taka til atburða eftir að embætti Sérstaks saksóknara var lagt niður eða gera tillögu um frekari rannsókn á slíkum atburðum. Hún muni skila Alþingi niðurstöðum og tillögum að úrbótum eigi síðar en ári frá skipun hennar. Kerfið megi ekki rannsaka sjálft sig „Við þurfum að vita hvort ákæruvaldið fór að lögum, hvort réttindi borgaranna voru virt og hvernig meðferð valds var háttað í einu mikilvægasta umbrotatímabili lýðveldissögunnar,“ er haft eftir Guðrún. Nauðsynlegt væri að Alþingi taki af skarið þar sem framkvæmdavaldið hafi ekki sýnt vilja til að setja málið í réttan farveg. „Ef réttarkerfið á að njóta trausts þarf það að vera undir eftirliti – og þegar efasemdir vakna um lögmæti beitingar valdsins, má hvorki stinga þeim undir teppið né treysta því að kerfið rannsaki sjálft sig.“ Ámælisvert Guðrún sté í pontu öðru sinni og sagði dómsmálaráðherra virðast telja nægilegt að vísa í að málið væri nú til skoðunar hjá stofnunum sem hvorki hefðu úrræði né hlutverk til að leggja heildarmat á lögmæti þvingunaraðgerða, fagmennsku ákæruvaldsins eða mannréttindavernd þeirra sem urðu fyrir aðgerðum ríkisvaldsins. „Það finnst mér ámælisvert. Þess vegna spyr ég aftur hæstvirtan dómsmálaráðherra: Hvernig ætlar dómsmálaráðherra að endurheimta traust á réttarkerfinu þegar ákæruvaldið stendur sjálft undir grun og málið er látið í hendur stofnana sem voru hluti af þeirri framkvæmd sem nú er gagnrýnd? Telur ráðherra raunverulega að réttarkerfið geti metið sjálft sig án utanaðkomandi og sjálfstæðrar skoðunar? Og að lokum vil ég spyrja hæstvirtan ráðherra: Mun ráðherra styðja þingsályktunartillögu um rannsóknarnefnd?“ Til í að skoða stofnun rannsóknarnefndar Þorbjörg Sigríður sagði að hún tæki stjórnskipunar- og eftirlitsheimildum sínum alvarlega og endurtók að hún hefði verið á fundi stjórnskipunar- og eftirlitsnefndar um málið í dag, sem hefði hafið frumkvæðisrannsókn. „Ég veit ekki hvort við séum að horfa upp á enn eitt dæmið um klofinn þingflokk Sjálfstæðisflokksins í þessari aðgerð, hvort í þessu felist vantraust á formann nefndarinnar, Vilhjálm Árnason, eða hvað hér er á seyði. Ég segi og endurtek það sem ég hef áður sagt: Ég tel mikilvægt að þessi tími verði gerður upp og að markmiðið þar hljóti að vera að leiða í ljós hvað þarna átti sér stað og hvað gerðist. Ég tel fulla ástæðu til að rýna það alvarlega hvort það sé ástæða til að skoða rannsóknarefni í þessu samhengi en ég beini því til þingmannsins að skoða lög um rannsóknarnefndir þingsins því þar eru ákveðnar kríteríur um það hvað eigi að hafa átt sér stað áður en til þess kemur.“ Gögnum stolið frá sérstökum saksóknara Hrunið Alþingi Ríkisstjórn Kristrúnar Frostadóttur Sjálfstæðisflokkurinn Mest lesið Afdrif Hörpunnar enn á huldu Innlent Hundrað milljónum stolið af landsmönnum Innlent RÚV muni óska eftir upplýsingum frá EBU um símakosninguna Innlent „Ég er ekki sannfærður um að við höfum efni á þessu“ Innlent Dæmi um að tvær fjölskyldur deili einni au pair Innlent Spænska ríkissjónvarpið vill að símakosningin verði yfirfarin Erlent Hnúfubakur í banastuði í Hvalfirði Innlent Fimm bjargað úr sjónum eftir að skemmtibát hvolfdi Innlent „Vinnubrögð sem maður er ekki vanur“ Innlent Forsætisráðherra Spánar vill Ísrael í bann frá Eurovision Erlent Fleiri fréttir Ætla að vinda ofan af jafnlaunavottun „Ég er ekki sannfærður um að við höfum efni á þessu“ Heimkoma Grindvíkinga, umdeild söngvakeppni og „kassabyggingum“ mótmælt Í annarlegu ástandi með tvo hnífa Hundrað milljónum stolið af landsmönnum Vill rannsóknarnefnd um rannsókn hrunmálanna Hnúfubakur í banastuði í Hvalfirði Steinn verður reistur við og brúin yfir Mógilsá löguð RÚV muni óska eftir upplýsingum frá EBU um símakosninguna Fimm bjargað úr sjónum eftir að skemmtibát hvolfdi „Skiptir máli að við séum öll að tala sama tungumál“ Göngubrúin sett upp í nótt og Sæbrautin lokuð á meðan Brýna fyrir eigendum að skilja hunda ekki eftir í bílum Hársbreidd frá hitameti í borginni Grindvíkingar fá að gista heima í sumar og hjúkrunarfræðingar vilja hertar reglur „Vinnubrögð sem maður er ekki vanur“ Forsetahjónin á leið á heimssýninguna í Japan Grindvíkingar fá að gista í húsunum sem þeir seldu Dæmi um að tvær fjölskyldur deili einni au pair Vill að háskólinn laði til sín landflótta fræðimenn frá Bandaríkjunum Afdrif Hörpunnar enn á huldu Sérstakar hleranir og símtölin sem gætu alltaf orðið til Verði að kunna íslensku til að geta hjúkrað Tveir menn handteknir eftir að hafa komið sér fyrir í sameign húss Segist ekki taka hagsmuni sela fram yfir hagsmuni íþrótta Saumandi hressar og skemmtilegar bútasaumskonur Hundur drapst af völdum hitaslags á höfuðborgarsvæðinu Besta maíveður í manna minnum og ungir ofurhugar Varað við bikblæðingum um land allt Líþíumrafhlaða líkleg orsök eldsins Sjá meira
Frá þessu greindi Guðrún í óundirbúnum fyrirspurnatíma á Alþingi í dag, þegar hún beindi fyrirspurn til Þorbjargar Sigríðar Gunnlaugsdóttur dómsmálaráðherra. Guðrún hóf fyrirspurn sína á því að reifa stuttlega mál sem varðar gagnaleka frá embætti Sérstaks saksóknara, sem mikið hefur verið fjallað um undanfarið. Vísir birti í morgun yfirgripsmikla fréttaskýringu um málið, þar sem tilraun var gerð til að skýra flókið mál sem teygir sig yfir sautján ár og sér ekki fyrir endann á. „Virðulegi forseti. Undanfarið hefur verið fjallað um ógnvekjandi lekamál sem snýr að stórfelldum trúnaðarbresti innan réttarkerfisins. Um er að ræða gögn sem tilheyra rannsókn á málum sérstaks saksóknara, meðal annars símhleranir, ljósmyndir og upptökur sem á einhvern hátt fóru í hendur einkaaðila. Í einhverjum tilvikum var lögregluvald beinlínis framselt til þessara sömu einkaaðila. Þessar upplýsingar virðast hafa verið hagnýttar í viðskiptalegum tilgangi árum saman af fyrrverandi starfsmönnum embættis sérstaks saksóknara,“ sagði Guðrún. Afdráttarlaus í orðum en ekki aðgerðum Guðrín sagði að dómsmálaráðherra hefði hingað til verið afdráttarlaus í orðum en ekki í aðgerðum hvað málið varðar. Vísað hefði verið til lögreglu, eftirlitsnefnda og embættis Ríkissaksóknara, sem hvert um sig hefðu afar takmarkaðar heimildir til að skoða heildarmyndina af starfsháttum ákæruvaldsins eftir hrun og sumir hefðu jafnvel verið tengdir málinu þegar það átti sér stað. „Þetta mál snýst um meira en þennan gagnaleka. Það snýst um traust ríkisins um réttaröryggi borgaranna og um hvort ákæruvaldið hafi starfað með þeim hætti sem stjórnarskrá og mannréttindasáttmáli krefjast. Þess vegna vil ég spyrja hæstvirtan dómsmálaráðherra: Telur ráðherra að ákæruvaldið og embætti Sérstaks saksóknara hafi á sínum tíma farið að lögum? Ef ekki, hvers vegna hefur hún þá ekki þegar boðað sjálfstæða rannsókn, og ef hún telur sig ekki þurfa að gera það, hvað þarf þá að gerast til þess að hún sjái tilefni til þess?“ Hvatti þingmanninn til að fylgjast betur með Þorbjörg Sigríður dómsmálaráðherra svaraði Guðrúnu fullum hálsi. „Frú forseti. Ég myndi kannski vilja svara, hvað þarf að gerast til þess að háttvirtur þingmaður, formaður Sjálfstæðisflokksins, fylgist með störfum þingsins? Ég var hér í síðustu viku þar sem ég upplýsti um afdráttarlausar aðgerðir mínar í þessu máli. Ég hef ekki látið mér nægja að vísa í einhverja aðila úti í bæ. Ég hef þegar óskað eftir upplýsingum í skriflegu erindi mínu til embættis Héraðssaksóknara um lykilatriði í málinu.“ Hún hefði þegar óskað eftir upplýsingum frá Ólafi Þór Haukssyni, þáverandi sérstökum saksóknara og núverandi héraðssaksóknara, um sex tiltekin atriði. „Hvernig var vörslu gagnað háttað? Hvernig var öryggi þeirra tryggt? Hver var aðgangsstýringin og voru gerðar ráðstafanir til að koma í veg fyrir misnotkun á aðgangi? Hvaða reglur giltu um eyðingu gagna? Hvenær var gögnum eytt? Giltu sérstakar reglur um gögn sem ekki töldust varða sakarefni máls?“ Skilaboð hennar væru skýr, að svona megi ekki gerast. Þegar svona gerist þá sé brugðist við. Það hefði stjórnskipunar- og eftirlitsnefnd þingsins þegar gert. Hún hefði setið fund með nefndinni í morgun og greint frá aðgerðum sínum í málinu. „Það breytir ekki því að lögregla er að rannsaka þetta mál sem sakamál, að nefnd, sjálfstæð nefnd um eftirlit með störfum lögreglu er að skoða þetta mál og Persónuvernd er að skoða þetta mál fyrir sitt leyti. Ég verð að segja, mér finnst með ólíkindum, hafi formaður Sjálfstæðisflokksins áhyggjur af þessu máli, að hún þekki ekki betur til þess. Ég hræðist ekki mínar stjórnunar- og eftirlitsheimildir og hef þá þegar beitt þeim. Svarið er þetta: Ég legg þunga áherslu á að þetta mál verði tekið til rannsóknar. Það hefur verið tekið til rannsóknar. Ég hef beitt þeim verkferlum sem ég bý yfir í þeim tilgangi.“ Rannsaki þvingunarráðstafanir, ákærur og niðurfellingar Í fréttatilkynningu frá Sjálfstæðisflokknum varðandi málið segir að í tillögu Guðrúnar verði lagt til, í samræmi við lög um rannsóknarnefndir, að skipa þriggja manna rannsóknarnefnd sem skuli rannsaka starfsemi þeirra réttarvörslu- og eftirlitsstofnana sem komu að rannsókn og málsmeðferð sakamála í kjölfar fjármálahrunsins árið 2008. Nefndin muni taka til umfjöllunar ákvarðanir embættis Sérstaks saksóknara varðandi rannsóknir mála, meðal annars um þvingunarráðstafanir, ákærur og niðurfellingu mála. Þá muni rannsóknarnefndin einnig fjalla um hvort starfsemi embættisins hafi verið í samræmi við lög og reglur og taka til athugunar störf annarra stofnanna og embættismanna, svo sem lögreglunnar, embættis Ríkissaksóknara, Fjármálaeftirlitsins, Ramkeppniseftirlitsins, Skattrannsóknarstjóra ríkisins og annarra réttarvörslu- og eftirlitsstofnanna. Nefndinni verði heimilt, að því marki sem nauðsynlegt þykir, að láta rannsókn taka til atburða eftir að embætti Sérstaks saksóknara var lagt niður eða gera tillögu um frekari rannsókn á slíkum atburðum. Hún muni skila Alþingi niðurstöðum og tillögum að úrbótum eigi síðar en ári frá skipun hennar. Kerfið megi ekki rannsaka sjálft sig „Við þurfum að vita hvort ákæruvaldið fór að lögum, hvort réttindi borgaranna voru virt og hvernig meðferð valds var háttað í einu mikilvægasta umbrotatímabili lýðveldissögunnar,“ er haft eftir Guðrún. Nauðsynlegt væri að Alþingi taki af skarið þar sem framkvæmdavaldið hafi ekki sýnt vilja til að setja málið í réttan farveg. „Ef réttarkerfið á að njóta trausts þarf það að vera undir eftirliti – og þegar efasemdir vakna um lögmæti beitingar valdsins, má hvorki stinga þeim undir teppið né treysta því að kerfið rannsaki sjálft sig.“ Ámælisvert Guðrún sté í pontu öðru sinni og sagði dómsmálaráðherra virðast telja nægilegt að vísa í að málið væri nú til skoðunar hjá stofnunum sem hvorki hefðu úrræði né hlutverk til að leggja heildarmat á lögmæti þvingunaraðgerða, fagmennsku ákæruvaldsins eða mannréttindavernd þeirra sem urðu fyrir aðgerðum ríkisvaldsins. „Það finnst mér ámælisvert. Þess vegna spyr ég aftur hæstvirtan dómsmálaráðherra: Hvernig ætlar dómsmálaráðherra að endurheimta traust á réttarkerfinu þegar ákæruvaldið stendur sjálft undir grun og málið er látið í hendur stofnana sem voru hluti af þeirri framkvæmd sem nú er gagnrýnd? Telur ráðherra raunverulega að réttarkerfið geti metið sjálft sig án utanaðkomandi og sjálfstæðrar skoðunar? Og að lokum vil ég spyrja hæstvirtan ráðherra: Mun ráðherra styðja þingsályktunartillögu um rannsóknarnefnd?“ Til í að skoða stofnun rannsóknarnefndar Þorbjörg Sigríður sagði að hún tæki stjórnskipunar- og eftirlitsheimildum sínum alvarlega og endurtók að hún hefði verið á fundi stjórnskipunar- og eftirlitsnefndar um málið í dag, sem hefði hafið frumkvæðisrannsókn. „Ég veit ekki hvort við séum að horfa upp á enn eitt dæmið um klofinn þingflokk Sjálfstæðisflokksins í þessari aðgerð, hvort í þessu felist vantraust á formann nefndarinnar, Vilhjálm Árnason, eða hvað hér er á seyði. Ég segi og endurtek það sem ég hef áður sagt: Ég tel mikilvægt að þessi tími verði gerður upp og að markmiðið þar hljóti að vera að leiða í ljós hvað þarna átti sér stað og hvað gerðist. Ég tel fulla ástæðu til að rýna það alvarlega hvort það sé ástæða til að skoða rannsóknarefni í þessu samhengi en ég beini því til þingmannsins að skoða lög um rannsóknarnefndir þingsins því þar eru ákveðnar kríteríur um það hvað eigi að hafa átt sér stað áður en til þess kemur.“
Gögnum stolið frá sérstökum saksóknara Hrunið Alþingi Ríkisstjórn Kristrúnar Frostadóttur Sjálfstæðisflokkurinn Mest lesið Afdrif Hörpunnar enn á huldu Innlent Hundrað milljónum stolið af landsmönnum Innlent RÚV muni óska eftir upplýsingum frá EBU um símakosninguna Innlent „Ég er ekki sannfærður um að við höfum efni á þessu“ Innlent Dæmi um að tvær fjölskyldur deili einni au pair Innlent Spænska ríkissjónvarpið vill að símakosningin verði yfirfarin Erlent Hnúfubakur í banastuði í Hvalfirði Innlent Fimm bjargað úr sjónum eftir að skemmtibát hvolfdi Innlent „Vinnubrögð sem maður er ekki vanur“ Innlent Forsætisráðherra Spánar vill Ísrael í bann frá Eurovision Erlent Fleiri fréttir Ætla að vinda ofan af jafnlaunavottun „Ég er ekki sannfærður um að við höfum efni á þessu“ Heimkoma Grindvíkinga, umdeild söngvakeppni og „kassabyggingum“ mótmælt Í annarlegu ástandi með tvo hnífa Hundrað milljónum stolið af landsmönnum Vill rannsóknarnefnd um rannsókn hrunmálanna Hnúfubakur í banastuði í Hvalfirði Steinn verður reistur við og brúin yfir Mógilsá löguð RÚV muni óska eftir upplýsingum frá EBU um símakosninguna Fimm bjargað úr sjónum eftir að skemmtibát hvolfdi „Skiptir máli að við séum öll að tala sama tungumál“ Göngubrúin sett upp í nótt og Sæbrautin lokuð á meðan Brýna fyrir eigendum að skilja hunda ekki eftir í bílum Hársbreidd frá hitameti í borginni Grindvíkingar fá að gista heima í sumar og hjúkrunarfræðingar vilja hertar reglur „Vinnubrögð sem maður er ekki vanur“ Forsetahjónin á leið á heimssýninguna í Japan Grindvíkingar fá að gista í húsunum sem þeir seldu Dæmi um að tvær fjölskyldur deili einni au pair Vill að háskólinn laði til sín landflótta fræðimenn frá Bandaríkjunum Afdrif Hörpunnar enn á huldu Sérstakar hleranir og símtölin sem gætu alltaf orðið til Verði að kunna íslensku til að geta hjúkrað Tveir menn handteknir eftir að hafa komið sér fyrir í sameign húss Segist ekki taka hagsmuni sela fram yfir hagsmuni íþrótta Saumandi hressar og skemmtilegar bútasaumskonur Hundur drapst af völdum hitaslags á höfuðborgarsvæðinu Besta maíveður í manna minnum og ungir ofurhugar Varað við bikblæðingum um land allt Líþíumrafhlaða líkleg orsök eldsins Sjá meira