Leik lokið: Tindastóll - Stjarnan 77-82 | Stjarnan er Íslandsmeistari Arnar Skúli Atlason og Ágúst Orri Arnarson skrifa 21. maí 2025 22:00 Stjarnan er Íslandsmeistari. Fyrirliðinn Ægir Þór Steinarsson var valinn verðmætasti leikmaður úrslitakeppninnar. vísir / hulda margrét Stjarnan er Íslandsmeistari karla í körfubolta í fyrsta sinn í sögu félagsins eftir 77-82 sigur gegn Tindastól í oddaleik sem fór fram í Síkinu á Sauðárkróki. Tindastóll var með forystuna lengst af í leiknum en Stjarnan barðist til baka á lokamínútunum. Sadio Doucoure í liði Tindastóls fékk samt tækifæri til að jafna en hitti ekki úr þriggja stiga skotinu. Síðustu sekúndurnar urðu æsispennandi og upp úr varð alls kyns vitleysa. Tindastóll kastaði boltanum frá sér og gerði það svo aftur. Á endanum braut Tindastóll ekki og Stjarnan sigldi sigrinum í höfn. Lokasekúndur leiksins og fagnaðarlæti Stjörnumanna má sjá í spilaranum hér fyrir neðan. Nánari upprifjun á atvikum leiksins er enn neðar í fréttinni. Fyrirliðinn Ægir Þór Steinarsson, leikmaður Stjörnunnar, var valinn verðmætasti leikmaður úrslitakeppninnar og tók síðan við titlinum fyrir hönd Stjörnunnar. Stjarnan hafði tapað báðum leikjum seríunnar í Síkinu fram að þessu. Aðeins einu liði tókst að vinna Tindastól í Síkinu á tímabilinu, þar til Stjarnan lék það eftir í kvöld. Þetta er í fyrsta sinn sem Stjarnan verður Íslandsmeistari en liðið hafði tapað tveimur úrslitaeinvígum áður. Hilmar Smári spilaði stórkostlega í úrslitaseríunni. vísir / Hulda margrét Stemningin stórkostleg í stúkunni þegar titilinn var í höfn.vísir / Hulda margrét Bjarni Guðmann og Júlíus Orri féllust í faðma. vísir / Hulda margrét Þróun leiksins Tindastóll byrjaði betur Tindastóll byrjaði betur í kvöld og komst yfir í upphafi leiks. Tindastóll var að hitta hrikalega vel í upphafi en Stjarnan var að keyra á körfuna og skora mikið af sínu stigum undir körfunni. Leikurinn var samt sem áður jafn og mikil harka í þessu. Giannis Agravanis sem og Sigtryggur Arnar var vel tengdur í upphafi leiks hja Tindastól. Hjá Stjörnunni voru Bjarni Guðmann og Hilmar Smári að setja stig á töfluna. Orri minnkaði muninn í lok fyrsta Tindastóll virtist ætla að sigla með þægilega forystu eftir fyrsta leikhlutann en Orri Gunnarsson skoraði tvær þriggja stiga körfur fyrir Stjörnuna með stuttu millibili og minnkaði muninn niður í eitt stig. Tindastóll leiddi eftir leikhlutann 24-23. Æsispenna í öðrum leikhluta en Tindastóll skrefi á undan Leikurinn hélt áfram að vera spennandi í öðrum leikhluta. En Tindastóll hélt áfram að vera skrefinu á undan. Arnar hélt áfram að koma stigum á töfluna og fékk hjálp hjá Sadio Doucoure. Hilmar hélt áfram að koma stigum á töfluna fyrir Stjörnuna og Jase Fabres hjálpaði honum að reyna að halda í við Tindastól. Tindastóll samt betri og leiddu í hálfleik 48-40. Munurinn hélst í þriðja en stemningin sveiflaðist Tindastóll byrjaði betur í þriðja leikhluta og munurinn hélst. Adomas Drungilas bættist við hjá Tindastól að koma stigum á töfluna. Júlíus Orri tók yfir sóknarleikinn hjá Stjörnunni á þessum tímapunkti. Hann skoraði 9 stig í leikhlutanum og var góður á báðum helmingum vallarins. Um miðjan leikhlutann sveiflaðist stemmningin yfir til Stjörnuna og þeir kláruðu leikhlutann á seinustu stigum hans. En Tindastóll leiddi enn 69-64. Stjarnan herti vörnina í fjórða og vann leikinn Stjarnan herti gífurlega vörnina í fjórða leikhluta og Tindastóll átti enginn svör. Stjarnan mallaði áfram. Orri raðaði ofaní körfunum fyrir Stjörnuna og fékk hjálp frá Jase og Shaquille Rombley. Það var ekkert að frétta hjá Tindastól. Staðir sóknarlega og fundu engar glufur á vörn Stjörnunar. Stjarnan sigldi þessu heim 77-82. Atvik leiksins Hlynur Bæringsson jafnaði leikinn í upphafi fjórða leikhluta með þriggja stiga körfu og öll trú og stemmning sveiflaðist þá yfir til Stjörnunnar sem sigldu þessu heim nokkuð þægilega. Stjörnur Hjá Stjörnunni var það Hilmar Smári sem skein skærast í kvöld og var gjörsamlega frábær. Orri Gunnarsson var mjög öflugur sem og Jase Fabres. Það má ekki gleyma aukaleikurunum Júlíus, Bjarni Guðmann og Hlynur Bæringsson komu með stig og eitthvað aukalega sem þarf í svona leik. Hjá Tindastól voru Arnar Björnsson og Dedrick Basile sem voru hvað öflugastir, aðrir með minna framlag. Stemning og umgjörð Sturluð stemning í Síkinu. Allt til fyrirmyndar. Silfurskeiðinn og Grettismenn tókust á í söngvum og það var allt í topp málum. Dómarar [9] Sigmundur Herbertsson, Kristinn Óskarsson og Davíð Hreiðarsson. Ekki auðveldur leikur að dæma en þeir voru gjörsamlega frábærir í kvöld. Viðtöl Berast á Vísi í kvöld. Bónus-deild karla Tindastóll Stjarnan
Stjarnan er Íslandsmeistari karla í körfubolta í fyrsta sinn í sögu félagsins eftir 77-82 sigur gegn Tindastól í oddaleik sem fór fram í Síkinu á Sauðárkróki. Tindastóll var með forystuna lengst af í leiknum en Stjarnan barðist til baka á lokamínútunum. Sadio Doucoure í liði Tindastóls fékk samt tækifæri til að jafna en hitti ekki úr þriggja stiga skotinu. Síðustu sekúndurnar urðu æsispennandi og upp úr varð alls kyns vitleysa. Tindastóll kastaði boltanum frá sér og gerði það svo aftur. Á endanum braut Tindastóll ekki og Stjarnan sigldi sigrinum í höfn. Lokasekúndur leiksins og fagnaðarlæti Stjörnumanna má sjá í spilaranum hér fyrir neðan. Nánari upprifjun á atvikum leiksins er enn neðar í fréttinni. Fyrirliðinn Ægir Þór Steinarsson, leikmaður Stjörnunnar, var valinn verðmætasti leikmaður úrslitakeppninnar og tók síðan við titlinum fyrir hönd Stjörnunnar. Stjarnan hafði tapað báðum leikjum seríunnar í Síkinu fram að þessu. Aðeins einu liði tókst að vinna Tindastól í Síkinu á tímabilinu, þar til Stjarnan lék það eftir í kvöld. Þetta er í fyrsta sinn sem Stjarnan verður Íslandsmeistari en liðið hafði tapað tveimur úrslitaeinvígum áður. Hilmar Smári spilaði stórkostlega í úrslitaseríunni. vísir / Hulda margrét Stemningin stórkostleg í stúkunni þegar titilinn var í höfn.vísir / Hulda margrét Bjarni Guðmann og Júlíus Orri féllust í faðma. vísir / Hulda margrét Þróun leiksins Tindastóll byrjaði betur Tindastóll byrjaði betur í kvöld og komst yfir í upphafi leiks. Tindastóll var að hitta hrikalega vel í upphafi en Stjarnan var að keyra á körfuna og skora mikið af sínu stigum undir körfunni. Leikurinn var samt sem áður jafn og mikil harka í þessu. Giannis Agravanis sem og Sigtryggur Arnar var vel tengdur í upphafi leiks hja Tindastól. Hjá Stjörnunni voru Bjarni Guðmann og Hilmar Smári að setja stig á töfluna. Orri minnkaði muninn í lok fyrsta Tindastóll virtist ætla að sigla með þægilega forystu eftir fyrsta leikhlutann en Orri Gunnarsson skoraði tvær þriggja stiga körfur fyrir Stjörnuna með stuttu millibili og minnkaði muninn niður í eitt stig. Tindastóll leiddi eftir leikhlutann 24-23. Æsispenna í öðrum leikhluta en Tindastóll skrefi á undan Leikurinn hélt áfram að vera spennandi í öðrum leikhluta. En Tindastóll hélt áfram að vera skrefinu á undan. Arnar hélt áfram að koma stigum á töfluna og fékk hjálp hjá Sadio Doucoure. Hilmar hélt áfram að koma stigum á töfluna fyrir Stjörnuna og Jase Fabres hjálpaði honum að reyna að halda í við Tindastól. Tindastóll samt betri og leiddu í hálfleik 48-40. Munurinn hélst í þriðja en stemningin sveiflaðist Tindastóll byrjaði betur í þriðja leikhluta og munurinn hélst. Adomas Drungilas bættist við hjá Tindastól að koma stigum á töfluna. Júlíus Orri tók yfir sóknarleikinn hjá Stjörnunni á þessum tímapunkti. Hann skoraði 9 stig í leikhlutanum og var góður á báðum helmingum vallarins. Um miðjan leikhlutann sveiflaðist stemmningin yfir til Stjörnuna og þeir kláruðu leikhlutann á seinustu stigum hans. En Tindastóll leiddi enn 69-64. Stjarnan herti vörnina í fjórða og vann leikinn Stjarnan herti gífurlega vörnina í fjórða leikhluta og Tindastóll átti enginn svör. Stjarnan mallaði áfram. Orri raðaði ofaní körfunum fyrir Stjörnuna og fékk hjálp frá Jase og Shaquille Rombley. Það var ekkert að frétta hjá Tindastól. Staðir sóknarlega og fundu engar glufur á vörn Stjörnunar. Stjarnan sigldi þessu heim 77-82. Atvik leiksins Hlynur Bæringsson jafnaði leikinn í upphafi fjórða leikhluta með þriggja stiga körfu og öll trú og stemmning sveiflaðist þá yfir til Stjörnunnar sem sigldu þessu heim nokkuð þægilega. Stjörnur Hjá Stjörnunni var það Hilmar Smári sem skein skærast í kvöld og var gjörsamlega frábær. Orri Gunnarsson var mjög öflugur sem og Jase Fabres. Það má ekki gleyma aukaleikurunum Júlíus, Bjarni Guðmann og Hlynur Bæringsson komu með stig og eitthvað aukalega sem þarf í svona leik. Hjá Tindastól voru Arnar Björnsson og Dedrick Basile sem voru hvað öflugastir, aðrir með minna framlag. Stemning og umgjörð Sturluð stemning í Síkinu. Allt til fyrirmyndar. Silfurskeiðinn og Grettismenn tókust á í söngvum og það var allt í topp málum. Dómarar [9] Sigmundur Herbertsson, Kristinn Óskarsson og Davíð Hreiðarsson. Ekki auðveldur leikur að dæma en þeir voru gjörsamlega frábærir í kvöld. Viðtöl Berast á Vísi í kvöld.