EES-ríkin þrjú efla samstarf við ESB á sviði öryggismála Magnús Jochum Pálsson skrifar 21. maí 2025 21:42 Espen Barth Eide utanríkisráðherra Noregs, Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir utanríkisráðherra Íslands, Sabine Monauni utanríkisráðherra Liechtenstein og Kaja Kallas, utanríkismálastjóri ESB. Ísland, Noregur og Liechtenstein, EFTA-ríkin innan EES, og Evrópusambandið hafa sammælst um að efla samstarf sitt á sviði utanríkis- og öryggismála. Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir, utanríkisráðherra, undirritaði sameiginlega yfirlýsingu þess efnis í tengslum við fund EES-ráðsins sem fram fór í Brussel í dag. Í yfirlýsingunni er kveðið á um pólitískt samráð, að ríkin samræmi afstöðu til alþjóðamála, efli samstarf sitt á sviði öryggis- og varnarmála og vinni saman að því að standa vörð um mannréttindi. „Við núverandi aðstæður á alþjóðavettvangi er mikilvægt að styrkja samstarfið við okkar helstu vina- og samstarfsþjóðir. Samstarf við Evrópusambandið um alþjóðamál hefur frá upphafi verið hluti af EES-samstarfinu og mikilvægt að efla það með þessum hætti,“ sagði Þorgerður í tilkynningu frá utanríkisráðuneytinu. Úkraína, hungursneyð á Gasa og Norðurslóðir Samkeppnisfærni, viðskipti og efnahagslegt öryggi voru í brennidepli á fundi EES-ráðsins í Brussel. Utanríkisráðherrar EFTA-ríkjanna þriggja áttu einnig pólitískt samráð við Kaju Kallas, utanríkismálastjóra ESB, þar sem rætt var um stöðuna í Úkraínu, ástandið á Gaza og málefni Norðurslóða. Þorgerður Katrín ávarpaði EES-ráðsfundinn og lagði þar áherslu á aukið mikilvægi efnahagslegs öryggis innan EES-samstarfsins og hlutverki þess þegar kemur að eflingu öryggis og viðnámsþróttar innan EES-ríkjanna. Áréttaði hún að viðskiptahindranir geti haft í för með sér alvarlegar afleiðingar fyrir efnahagslegt öryggi. Utanríkisráðherra fundar í fyrramálið með Maroš Šefčovič, framkvæmdastjóra utanríkisviðskipta og efnahagslegs öryggis í framkvæmdastjórn ESB sem einnig fer með málefni EES-samstarfsins, en hann tók einnig þátt í fundi EES-ráðsins í dag. Öryggis- og varnarmál Evrópusambandið Ríkisstjórn Kristrúnar Frostadóttur EFTA Utanríkismál Tengdar fréttir Opni Ísraelar ekki fyrir mannúðaraðstoð „þá verða að vera þvinganir“ Utanríkisráðherra Íslands segir alþjóðasamfélagið þurfa að bregðast harðar við aðgerðum Ísrael ellegar horfa upp á þjóðernishreinsanir á Gasa. Takturinn sé að breytast hjá ríkjum Evrópu en meira þurfti til. Beita þurfi Ísrael þvingunum opni þeir ekki fyrir mannúðaraðstoð. 21. maí 2025 20:03 Mest lesið Umdeildur skólastjóri í leyfi á meðan úttekt er gerð Innlent „Ég er sá sem getur fellt hann“ Erlent Moskító mætt á Suðurland Innlent Sakfelldur fyrir morð og refsing þyngd verulega Innlent Hafi kallað drenginn „grenjuskjóðu“ Innlent Bera ábyrgð á þjófnaði gámsins en sleppa með skrekkinn Innlent Þorleifur Kamban er látinn Innlent Hellti bjór yfir slasaðan hjólreiðamann sem lá í götunni Innlent Starfsmaður Múlaborgar játar sök að hluta Innlent Þreyttir íbúar Grjótaþorpsins fá einstefnu Innlent Fleiri fréttir Sakborningur enn að störfum og atvikið ekki tilkynnt Brotið á Stuðlum ekki tilkynnt og foreldrar taka mál í eigin hendur Sakfelldur fyrir morð og refsing þyngd verulega Kolröng skilaboð að brosa á mynd með ESB í miðjum storminum Prófkjör hjá Sjálfstæðismönnum í Mosfellsbæ Kennarar fara með kjaradeilu fyrir Félagsdóm Fólk komi vonandi sjaldnar með dýr í neyð Umdeildur skólastjóri í leyfi á meðan úttekt er gerð Starfsmaður Múlaborgar játar sök að hluta Bera ábyrgð á þjófnaði gámsins en sleppa með skrekkinn Kjósa um sex efstu í prófkjöri hjá Sjálfstæðisflokki í Hafnarfirði Hafi kallað drenginn „grenjuskjóðu“ Umboðsmaður barna segir að staðan í meðferðakerfinu sé grafalvarleg Þreyttir íbúar Grjótaþorpsins fá einstefnu ÍSÍ ætli að skoða kostnað við æfingagjöld barna Moskító mætt á Suðurland Tillaga Sjálfstæðismanna um gjaldfrjáls stæði á messutíma felld Hellti bjór yfir slasaðan hjólreiðamann sem lá í götunni Veðmálafyrirtækin geti eflt íþróttafélög til muna Framlag Íslands til Parísarsamningsins óháð ESB-markmiði Loftgæði verði áfram slæm Árelía kveður borgarpólitíkina Tilfinningar í þingsal og Inga brosir hringinn „Meiddist og varð mjög hræddur um líf sitt“ Nú eru kettir og hundar leyfðir í fjölbýli Vondar fréttir af tollum ESB og gróf árás á Stuðlum Samingur SÞ um réttindi fatlaðs fólks lögfestur Hæstiréttur hafnaði kröfum hópnauðgara Íbúar kvarta undan myrkri „Dáldið vók“ Diljá sé sjálf með forneskjuleg viðhorf til kvenna Sjá meira
Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir, utanríkisráðherra, undirritaði sameiginlega yfirlýsingu þess efnis í tengslum við fund EES-ráðsins sem fram fór í Brussel í dag. Í yfirlýsingunni er kveðið á um pólitískt samráð, að ríkin samræmi afstöðu til alþjóðamála, efli samstarf sitt á sviði öryggis- og varnarmála og vinni saman að því að standa vörð um mannréttindi. „Við núverandi aðstæður á alþjóðavettvangi er mikilvægt að styrkja samstarfið við okkar helstu vina- og samstarfsþjóðir. Samstarf við Evrópusambandið um alþjóðamál hefur frá upphafi verið hluti af EES-samstarfinu og mikilvægt að efla það með þessum hætti,“ sagði Þorgerður í tilkynningu frá utanríkisráðuneytinu. Úkraína, hungursneyð á Gasa og Norðurslóðir Samkeppnisfærni, viðskipti og efnahagslegt öryggi voru í brennidepli á fundi EES-ráðsins í Brussel. Utanríkisráðherrar EFTA-ríkjanna þriggja áttu einnig pólitískt samráð við Kaju Kallas, utanríkismálastjóra ESB, þar sem rætt var um stöðuna í Úkraínu, ástandið á Gaza og málefni Norðurslóða. Þorgerður Katrín ávarpaði EES-ráðsfundinn og lagði þar áherslu á aukið mikilvægi efnahagslegs öryggis innan EES-samstarfsins og hlutverki þess þegar kemur að eflingu öryggis og viðnámsþróttar innan EES-ríkjanna. Áréttaði hún að viðskiptahindranir geti haft í för með sér alvarlegar afleiðingar fyrir efnahagslegt öryggi. Utanríkisráðherra fundar í fyrramálið með Maroš Šefčovič, framkvæmdastjóra utanríkisviðskipta og efnahagslegs öryggis í framkvæmdastjórn ESB sem einnig fer með málefni EES-samstarfsins, en hann tók einnig þátt í fundi EES-ráðsins í dag.
Öryggis- og varnarmál Evrópusambandið Ríkisstjórn Kristrúnar Frostadóttur EFTA Utanríkismál Tengdar fréttir Opni Ísraelar ekki fyrir mannúðaraðstoð „þá verða að vera þvinganir“ Utanríkisráðherra Íslands segir alþjóðasamfélagið þurfa að bregðast harðar við aðgerðum Ísrael ellegar horfa upp á þjóðernishreinsanir á Gasa. Takturinn sé að breytast hjá ríkjum Evrópu en meira þurfti til. Beita þurfi Ísrael þvingunum opni þeir ekki fyrir mannúðaraðstoð. 21. maí 2025 20:03 Mest lesið Umdeildur skólastjóri í leyfi á meðan úttekt er gerð Innlent „Ég er sá sem getur fellt hann“ Erlent Moskító mætt á Suðurland Innlent Sakfelldur fyrir morð og refsing þyngd verulega Innlent Hafi kallað drenginn „grenjuskjóðu“ Innlent Bera ábyrgð á þjófnaði gámsins en sleppa með skrekkinn Innlent Þorleifur Kamban er látinn Innlent Hellti bjór yfir slasaðan hjólreiðamann sem lá í götunni Innlent Starfsmaður Múlaborgar játar sök að hluta Innlent Þreyttir íbúar Grjótaþorpsins fá einstefnu Innlent Fleiri fréttir Sakborningur enn að störfum og atvikið ekki tilkynnt Brotið á Stuðlum ekki tilkynnt og foreldrar taka mál í eigin hendur Sakfelldur fyrir morð og refsing þyngd verulega Kolröng skilaboð að brosa á mynd með ESB í miðjum storminum Prófkjör hjá Sjálfstæðismönnum í Mosfellsbæ Kennarar fara með kjaradeilu fyrir Félagsdóm Fólk komi vonandi sjaldnar með dýr í neyð Umdeildur skólastjóri í leyfi á meðan úttekt er gerð Starfsmaður Múlaborgar játar sök að hluta Bera ábyrgð á þjófnaði gámsins en sleppa með skrekkinn Kjósa um sex efstu í prófkjöri hjá Sjálfstæðisflokki í Hafnarfirði Hafi kallað drenginn „grenjuskjóðu“ Umboðsmaður barna segir að staðan í meðferðakerfinu sé grafalvarleg Þreyttir íbúar Grjótaþorpsins fá einstefnu ÍSÍ ætli að skoða kostnað við æfingagjöld barna Moskító mætt á Suðurland Tillaga Sjálfstæðismanna um gjaldfrjáls stæði á messutíma felld Hellti bjór yfir slasaðan hjólreiðamann sem lá í götunni Veðmálafyrirtækin geti eflt íþróttafélög til muna Framlag Íslands til Parísarsamningsins óháð ESB-markmiði Loftgæði verði áfram slæm Árelía kveður borgarpólitíkina Tilfinningar í þingsal og Inga brosir hringinn „Meiddist og varð mjög hræddur um líf sitt“ Nú eru kettir og hundar leyfðir í fjölbýli Vondar fréttir af tollum ESB og gróf árás á Stuðlum Samingur SÞ um réttindi fatlaðs fólks lögfestur Hæstiréttur hafnaði kröfum hópnauðgara Íbúar kvarta undan myrkri „Dáldið vók“ Diljá sé sjálf með forneskjuleg viðhorf til kvenna Sjá meira
Opni Ísraelar ekki fyrir mannúðaraðstoð „þá verða að vera þvinganir“ Utanríkisráðherra Íslands segir alþjóðasamfélagið þurfa að bregðast harðar við aðgerðum Ísrael ellegar horfa upp á þjóðernishreinsanir á Gasa. Takturinn sé að breytast hjá ríkjum Evrópu en meira þurfti til. Beita þurfi Ísrael þvingunum opni þeir ekki fyrir mannúðaraðstoð. 21. maí 2025 20:03