EES-ríkin þrjú efla samstarf við ESB á sviði öryggismála Magnús Jochum Pálsson skrifar 21. maí 2025 21:42 Espen Barth Eide utanríkisráðherra Noregs, Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir utanríkisráðherra Íslands, Sabine Monauni utanríkisráðherra Liechtenstein og Kaja Kallas, utanríkismálastjóri ESB. Ísland, Noregur og Liechtenstein, EFTA-ríkin innan EES, og Evrópusambandið hafa sammælst um að efla samstarf sitt á sviði utanríkis- og öryggismála. Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir, utanríkisráðherra, undirritaði sameiginlega yfirlýsingu þess efnis í tengslum við fund EES-ráðsins sem fram fór í Brussel í dag. Í yfirlýsingunni er kveðið á um pólitískt samráð, að ríkin samræmi afstöðu til alþjóðamála, efli samstarf sitt á sviði öryggis- og varnarmála og vinni saman að því að standa vörð um mannréttindi. „Við núverandi aðstæður á alþjóðavettvangi er mikilvægt að styrkja samstarfið við okkar helstu vina- og samstarfsþjóðir. Samstarf við Evrópusambandið um alþjóðamál hefur frá upphafi verið hluti af EES-samstarfinu og mikilvægt að efla það með þessum hætti,“ sagði Þorgerður í tilkynningu frá utanríkisráðuneytinu. Úkraína, hungursneyð á Gasa og Norðurslóðir Samkeppnisfærni, viðskipti og efnahagslegt öryggi voru í brennidepli á fundi EES-ráðsins í Brussel. Utanríkisráðherrar EFTA-ríkjanna þriggja áttu einnig pólitískt samráð við Kaju Kallas, utanríkismálastjóra ESB, þar sem rætt var um stöðuna í Úkraínu, ástandið á Gaza og málefni Norðurslóða. Þorgerður Katrín ávarpaði EES-ráðsfundinn og lagði þar áherslu á aukið mikilvægi efnahagslegs öryggis innan EES-samstarfsins og hlutverki þess þegar kemur að eflingu öryggis og viðnámsþróttar innan EES-ríkjanna. Áréttaði hún að viðskiptahindranir geti haft í för með sér alvarlegar afleiðingar fyrir efnahagslegt öryggi. Utanríkisráðherra fundar í fyrramálið með Maroš Šefčovič, framkvæmdastjóra utanríkisviðskipta og efnahagslegs öryggis í framkvæmdastjórn ESB sem einnig fer með málefni EES-samstarfsins, en hann tók einnig þátt í fundi EES-ráðsins í dag. Öryggis- og varnarmál Evrópusambandið Ríkisstjórn Kristrúnar Frostadóttur EFTA Utanríkismál Tengdar fréttir Opni Ísraelar ekki fyrir mannúðaraðstoð „þá verða að vera þvinganir“ Utanríkisráðherra Íslands segir alþjóðasamfélagið þurfa að bregðast harðar við aðgerðum Ísrael ellegar horfa upp á þjóðernishreinsanir á Gasa. Takturinn sé að breytast hjá ríkjum Evrópu en meira þurfti til. Beita þurfi Ísrael þvingunum opni þeir ekki fyrir mannúðaraðstoð. 21. maí 2025 20:03 Mest lesið Mannleg mistök leiddu til birtingar draga í stað lokaútgáfu Innlent Færa vinsæla útitónleika yfir á sunnudag: „Ég ætla ekki bara að dæma ungmennin“ Innlent Segist vilja komast til himna Erlent Ísland frumstætt samanborið við Noreg Innlent Einn hugðist bera sig og ber að ofan öskraði Innlent „Á farsælum þrettán ára ferli hef ég bara heyrt af þessu tvívegis“ Innlent Kinnhestur frá Ingvari E. Sigurðssyni í tilefni af nýjum bjór Innlent Ekkert bendi til tengsla milli bankastuldsins og Gufunesmálsins Innlent Ísraelar taki ekki annað í mál en lausn allra gísla Erlent Tilkynnt um par að slást Innlent Fleiri fréttir Slökktu eld í íbúð í fjölbýlishúsi í Breiðholti Mannleg mistök leiddu til birtingar draga í stað lokaútgáfu Einn hugðist bera sig og ber að ofan öskraði Ísland frumstætt samanborið við Noreg Færa vinsæla útitónleika yfir á sunnudag: „Ég ætla ekki bara að dæma ungmennin“ Kinnhestur frá Ingvari E. Sigurðssyni í tilefni af nýjum bjór „Á farsælum þrettán ára ferli hef ég bara heyrt af þessu tvívegis“ Ekkert bendi til tengsla milli bankastuldsins og Gufunesmálsins Tilkynnt um par að slást Norskir kafarar og dularfullur hraðbankaþjófnaður Líkið ekki innan um aðra sjúklinga Norsku kafararnir mættir í Haukadalsá Ekki allt sem sýnist varðandi launin Húsleit á heimili þekkts brotamanns Hraðari aflögun í Krýsuvík en áður Þess sem stýrir rannsókn að ákveða lengd símabanns fanga Fordæmisgefandi fyrir Ísland hvernig haldið verði á málum Úkraínu Sóttu skipverja á rússnesku skipi langt út á sjó og svo beint í Hrafntinnusker Kanna starfshætti, verklag og aðstæður Vöknuðu með rottu upp í rúmi Töldu mann ætla að nota riffil með hljóðdeyfi í Gufunesmálinu Notuðu gröfu til að brjótast inn í hraðbanka Flösku með bensíni kastað í hús í Hafnarfirði Strætó hættir að bíða svo fólk þurfi ekki að bíða Lík hafi legið í námunda við aðra um klukkustundaskeið „Réttu spilin og réttu vopnin“ „Það er hetja á Múlaborg“ Hringir daglega í brotaþola og lykilvitni Faðir á Múlaborg í áfalli, leiðtogafundur í Washington og símtöl sakbornings Stjórnvöld þurfi að bregðast við veðmálavandanum Sjá meira
Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir, utanríkisráðherra, undirritaði sameiginlega yfirlýsingu þess efnis í tengslum við fund EES-ráðsins sem fram fór í Brussel í dag. Í yfirlýsingunni er kveðið á um pólitískt samráð, að ríkin samræmi afstöðu til alþjóðamála, efli samstarf sitt á sviði öryggis- og varnarmála og vinni saman að því að standa vörð um mannréttindi. „Við núverandi aðstæður á alþjóðavettvangi er mikilvægt að styrkja samstarfið við okkar helstu vina- og samstarfsþjóðir. Samstarf við Evrópusambandið um alþjóðamál hefur frá upphafi verið hluti af EES-samstarfinu og mikilvægt að efla það með þessum hætti,“ sagði Þorgerður í tilkynningu frá utanríkisráðuneytinu. Úkraína, hungursneyð á Gasa og Norðurslóðir Samkeppnisfærni, viðskipti og efnahagslegt öryggi voru í brennidepli á fundi EES-ráðsins í Brussel. Utanríkisráðherrar EFTA-ríkjanna þriggja áttu einnig pólitískt samráð við Kaju Kallas, utanríkismálastjóra ESB, þar sem rætt var um stöðuna í Úkraínu, ástandið á Gaza og málefni Norðurslóða. Þorgerður Katrín ávarpaði EES-ráðsfundinn og lagði þar áherslu á aukið mikilvægi efnahagslegs öryggis innan EES-samstarfsins og hlutverki þess þegar kemur að eflingu öryggis og viðnámsþróttar innan EES-ríkjanna. Áréttaði hún að viðskiptahindranir geti haft í för með sér alvarlegar afleiðingar fyrir efnahagslegt öryggi. Utanríkisráðherra fundar í fyrramálið með Maroš Šefčovič, framkvæmdastjóra utanríkisviðskipta og efnahagslegs öryggis í framkvæmdastjórn ESB sem einnig fer með málefni EES-samstarfsins, en hann tók einnig þátt í fundi EES-ráðsins í dag.
Öryggis- og varnarmál Evrópusambandið Ríkisstjórn Kristrúnar Frostadóttur EFTA Utanríkismál Tengdar fréttir Opni Ísraelar ekki fyrir mannúðaraðstoð „þá verða að vera þvinganir“ Utanríkisráðherra Íslands segir alþjóðasamfélagið þurfa að bregðast harðar við aðgerðum Ísrael ellegar horfa upp á þjóðernishreinsanir á Gasa. Takturinn sé að breytast hjá ríkjum Evrópu en meira þurfti til. Beita þurfi Ísrael þvingunum opni þeir ekki fyrir mannúðaraðstoð. 21. maí 2025 20:03 Mest lesið Mannleg mistök leiddu til birtingar draga í stað lokaútgáfu Innlent Færa vinsæla útitónleika yfir á sunnudag: „Ég ætla ekki bara að dæma ungmennin“ Innlent Segist vilja komast til himna Erlent Ísland frumstætt samanborið við Noreg Innlent Einn hugðist bera sig og ber að ofan öskraði Innlent „Á farsælum þrettán ára ferli hef ég bara heyrt af þessu tvívegis“ Innlent Kinnhestur frá Ingvari E. Sigurðssyni í tilefni af nýjum bjór Innlent Ekkert bendi til tengsla milli bankastuldsins og Gufunesmálsins Innlent Ísraelar taki ekki annað í mál en lausn allra gísla Erlent Tilkynnt um par að slást Innlent Fleiri fréttir Slökktu eld í íbúð í fjölbýlishúsi í Breiðholti Mannleg mistök leiddu til birtingar draga í stað lokaútgáfu Einn hugðist bera sig og ber að ofan öskraði Ísland frumstætt samanborið við Noreg Færa vinsæla útitónleika yfir á sunnudag: „Ég ætla ekki bara að dæma ungmennin“ Kinnhestur frá Ingvari E. Sigurðssyni í tilefni af nýjum bjór „Á farsælum þrettán ára ferli hef ég bara heyrt af þessu tvívegis“ Ekkert bendi til tengsla milli bankastuldsins og Gufunesmálsins Tilkynnt um par að slást Norskir kafarar og dularfullur hraðbankaþjófnaður Líkið ekki innan um aðra sjúklinga Norsku kafararnir mættir í Haukadalsá Ekki allt sem sýnist varðandi launin Húsleit á heimili þekkts brotamanns Hraðari aflögun í Krýsuvík en áður Þess sem stýrir rannsókn að ákveða lengd símabanns fanga Fordæmisgefandi fyrir Ísland hvernig haldið verði á málum Úkraínu Sóttu skipverja á rússnesku skipi langt út á sjó og svo beint í Hrafntinnusker Kanna starfshætti, verklag og aðstæður Vöknuðu með rottu upp í rúmi Töldu mann ætla að nota riffil með hljóðdeyfi í Gufunesmálinu Notuðu gröfu til að brjótast inn í hraðbanka Flösku með bensíni kastað í hús í Hafnarfirði Strætó hættir að bíða svo fólk þurfi ekki að bíða Lík hafi legið í námunda við aðra um klukkustundaskeið „Réttu spilin og réttu vopnin“ „Það er hetja á Múlaborg“ Hringir daglega í brotaþola og lykilvitni Faðir á Múlaborg í áfalli, leiðtogafundur í Washington og símtöl sakbornings Stjórnvöld þurfi að bregðast við veðmálavandanum Sjá meira
Opni Ísraelar ekki fyrir mannúðaraðstoð „þá verða að vera þvinganir“ Utanríkisráðherra Íslands segir alþjóðasamfélagið þurfa að bregðast harðar við aðgerðum Ísrael ellegar horfa upp á þjóðernishreinsanir á Gasa. Takturinn sé að breytast hjá ríkjum Evrópu en meira þurfti til. Beita þurfi Ísrael þvingunum opni þeir ekki fyrir mannúðaraðstoð. 21. maí 2025 20:03