#blessmeta - önnur grein Guðrún Hrefna Guðmundsdóttir skrifar 24. maí 2025 10:02 Maria Ressa hlaut Friðarverðlaun Nóbels árið 2021 fyrir hugrekki í blaðamennsku. Hún er frá Filippseyjum, ólst upp í Bandaríkjunum og gerðist síðan blaðamaður í heimalandi sínu. Bók hennar, „Hvernig veita má einræðisherra mótstöðu“ (How to stand up to a dictator), er reynslusaga úr einræðisríki. Hún fylgdist með því hvernig Duterte komst til valda á Filippseyjum sem þá var ungt og viðkvæmt lýðræðisríki. Facebook gegndi þar lykilhlutverki með markvissri útbreiðslu lyga og áróðurs. Þetta gerðist í maí 2016 og var fyrsta dæmið um áhrif miðilsins á niðurstöður kosninga, næsta dæmið voru kosningarnar í Bandaríkjunum síðar sama ár. Maria Ressa hafði verið hrifin af Facebook og nýtt miðilinn í starfi sínu sem blaðamaður og við rekstur netblaðsins Rappler sem hún stofnaði 2012. En smám saman fór hún að efast um heilindi fyrirtækisins. Hún reyndi að koma upplýsingum um óæskileg áhrif Facebook á framfæri við stjórnendur þess. En hún talaði fyrir tómum eyrum. Núna er hún skýr í afstöðu sinni: Facebook grefur undan lýðræðinu og hefur engan áhuga á að bæta sig. „Að mínu mati er Facebook alvarleg ógn við lýðræðisríki í heiminum ... ég er stórhissa á að við höfum látið tæknifyrirtæki sem eingöngu vilja vaxa og græða hrifsa af okkur frelsið.“ Það sem er sérlega hættulegt, bendir Maria á, er að völdin í heiminum hafa færst frá lýðræðislega kjörnum fulltrúum yfir til forstjóra tæknirisanna. Þeir hafa engan áhuga á velferð almennings og lúta ekki lögmálum réttarríkisins eins og kjörnir fulltrúar þurfa að gera. Engin leið er til að veita þeim aðhald. Auk þess grafa þeir markvisst undan hefðbundnum fjölmiðlum með því að raka til sín auglýsingatekjur. Fjölmiðlar eru mikilvægur vettvangur samfélagsumræðu og tæki til að halda stjórnvöldum við efnið. Maria Ressa var aðal fyrirlesari á fyrstu ráðstefnu hátíðarárs kaþólsku kirkjunnar sem var haldin í Páfagarði í janúar. Hún segist hafa átt samtal við Frans páfa áður og sagt honum skoðun sína á samfélagsmiðlum. Augljóst er að páfi hefur talið málið mikilvægt fyrst hann fékk hana til að tala. Hér er tengill á Rappler-síðu þar sem er bæði hægt að hlusta á ráðstefnuna og lesa ræðu Mariu: https://www.rappler.com/world/global-affairs/video-full-text-transcript-dialogue-maria-ressa-colum-mccann-vatican/ Hægt er að hlusta á fyrirlestra, ræður og viðtöl við Maria Ressa á netinu. Hún er afar sterk rödd í baráttunni til að frelsa mannkyn undan árásum samfélagsmiðla og þeirri ógn sem þeir eru lýðræðinu (um 72% mannkyns býr núna undir einræði skv. nýrri sænskri rannsókn sem Maria vitnar óspart í). Aðferðarfræði samfélagsmiðla eru lítil áreiti sem ýta undir ótta, reiði og hatur. Okkur er skapað umhverfi þar sem við förum að efast um staðreyndir, vitum ekki hvað er satt og rétt og missum þannig smám saman traustið til stofnana samfélagsins. Með því að vera á samfélagsmiðlum veitum við alls kyns lítt velviljuðum öflum aðgang að okkar innstu leyndarmálum, því miðillinn hefur fyrir löngu lesið út hver við erum og hvað skiptir okkur máli, það er hans söluvara. Við þurfum að skilja hættuleg áhrif samfélagsmiðla sem stela athygli okkar til að selja okkur vöru. Þeir móta skoðanir okkar og líðan, ræna okkur frelsinu til að lifa af yfirvegun. En það er hægt að forða sér. Völdin eru í höndum okkar, hvers og eins. Ég hætti á Facebook 14. júlí 2018. Þann 17. apríl 2025 sagði ég upp Instagram og og sleit samskiptum við Meta. Á Twitter hætti ég 16. nóvember 2022. Á heimasíðunni www.personuvernd.is eru leiðbeiningar um hvernig einstaklingar geti mótmælt því að persónuleg gögn þeirra á Facebook verði notuð til að þróa gervigreind. Höfundur brennur fyrir því að lýðræðið lifi af. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Guðrún Hrefna Guðmundsdóttir Samfélagsmiðlar Meta Facebook X (Twitter) Fjölmiðlar Mest lesið Kyn og vægi líkamans Gunnar Snorri Árnason Skoðun Bakslag í skoðanafrelsi? Kári Allansson Skoðun Lokun Leo Seafood - Afleiðing tvöföldunar veiðigjalda Sigurgeir B. Kristgeirsson Skoðun Við getum öll stutt við lesskilning barna - Gleðilegan dag læsis Auður Soffía Björgvinsdóttir Skoðun Við erum ekki valdalausar. Við erum óbrjótandi Noorina Khalikyar Skoðun Vægið eftir sem áður dropi í hafið Hjörtur J Guðmundsson Skoðun Allir geta hjálpað einhverjum Árni Sigurðsson Skoðun Að gjamma á stóra grábjörninn getur haft afleiðingar! Davíð Bergmann Skoðun Getur þjóð orðið of rík? – Ádeila frá Noregi sem getur átt við um Ísland Júlíus Valsson Skoðun Halldór 06.09.2025 Halldór Skoðun Skoðun Að gjamma á stóra grábjörninn getur haft afleiðingar! Davíð Bergmann skrifar Skoðun Lokun Leo Seafood - Afleiðing tvöföldunar veiðigjalda Sigurgeir B. Kristgeirsson skrifar Skoðun Við getum öll stutt við lesskilning barna - Gleðilegan dag læsis Auður Soffía Björgvinsdóttir skrifar Skoðun Allir geta hjálpað einhverjum Árni Sigurðsson skrifar Skoðun Við erum ekki valdalausar. Við erum óbrjótandi Noorina Khalikyar skrifar Skoðun Vægið eftir sem áður dropi í hafið Hjörtur J Guðmundsson skrifar Skoðun Getur þjóð orðið of rík? – Ádeila frá Noregi sem getur átt við um Ísland Júlíus Valsson skrifar Skoðun Fólk í sárum veldur tárum Árni Sigurðsson skrifar Skoðun Sveitarstjórn Grímsnes- og Grafningshrepps reynir að skrá fólk út úr samfélaginu Guðrún M. Njálsdóttir,Ragna Ívarsdóttir,Þröstur Sverrisson skrifar Skoðun Akademískt frelsi og grátur í draumum Viðar Hreinsson skrifar Skoðun Skóli án aðgreiningar - tékklisti fyrir stjórnvöld til að gera betur Unnur Helga Óttarsdóttir,Anna Lára Steindal skrifar Skoðun Fjöldi kynja – treystir þú þér í samtalið með velferð barna að leiðarljósi? Böðvar Ingi Guðbjartsson skrifar Skoðun Ókeypis minnisblað fyrir Alþingi: Jafnrétti er ekki skoðun- en umræðan er það Sigríður Ásta Hauksdóttir skrifar Skoðun Segðu skilið við sektarkenndina Finnur Th. Eiríksson skrifar Skoðun Að útrýma menningu og þjóð Dagrún Ósk Jónsdóttir,Esther Ösp Valdimarsdóttir,Snædís Sunna Thorlacius skrifar Skoðun Lög um vinnu og virknimiðstöðvar Atli Már Haraldsson skrifar Skoðun Áfram Breiðholt og Kjalarnes! Skúli Helgason skrifar Skoðun Austurland situr eftir þrátt fyrir fjórðung vöruútflutningstekna Berglind Harpa Svavarsdóttir skrifar Skoðun Vesturlönd mega ekki leyfa Pútín að skrifa leikreglurnar Daði Freyr Ólafsson skrifar Skoðun Umfjöllun Kastljóss Þorgrímur Sigmundsson skrifar Skoðun Gulur september María Heimisdóttir skrifar Skoðun Kyn og vægi líkamans Gunnar Snorri Árnason skrifar Skoðun Sakborningur hjá saksóknara Páll Steingrímsson skrifar Skoðun Reiði á tímum allsnægta Jökull Gíslason skrifar Skoðun 60.000 auðir fermetrar Dagur B. Eggertsson skrifar Skoðun Kristinn átrúnaður á tímum þjóðarmorðs Bjarni Karlsson skrifar Skoðun Tölur segja ekki alla söguna Bryngeir Valdimarsson skrifar Skoðun Skólinn er ekki verksmiðja Kristinn Jón Ólafsson,Halldóra Mogensen skrifar Skoðun Enn úr sömu sveitinni Trausti Hjálmarsson skrifar Skoðun Palestínsk börn eiga betra skilið Anna Lúðvíksdóttir,Tótla I. Sæmundsdóttir skrifar Sjá meira
Maria Ressa hlaut Friðarverðlaun Nóbels árið 2021 fyrir hugrekki í blaðamennsku. Hún er frá Filippseyjum, ólst upp í Bandaríkjunum og gerðist síðan blaðamaður í heimalandi sínu. Bók hennar, „Hvernig veita má einræðisherra mótstöðu“ (How to stand up to a dictator), er reynslusaga úr einræðisríki. Hún fylgdist með því hvernig Duterte komst til valda á Filippseyjum sem þá var ungt og viðkvæmt lýðræðisríki. Facebook gegndi þar lykilhlutverki með markvissri útbreiðslu lyga og áróðurs. Þetta gerðist í maí 2016 og var fyrsta dæmið um áhrif miðilsins á niðurstöður kosninga, næsta dæmið voru kosningarnar í Bandaríkjunum síðar sama ár. Maria Ressa hafði verið hrifin af Facebook og nýtt miðilinn í starfi sínu sem blaðamaður og við rekstur netblaðsins Rappler sem hún stofnaði 2012. En smám saman fór hún að efast um heilindi fyrirtækisins. Hún reyndi að koma upplýsingum um óæskileg áhrif Facebook á framfæri við stjórnendur þess. En hún talaði fyrir tómum eyrum. Núna er hún skýr í afstöðu sinni: Facebook grefur undan lýðræðinu og hefur engan áhuga á að bæta sig. „Að mínu mati er Facebook alvarleg ógn við lýðræðisríki í heiminum ... ég er stórhissa á að við höfum látið tæknifyrirtæki sem eingöngu vilja vaxa og græða hrifsa af okkur frelsið.“ Það sem er sérlega hættulegt, bendir Maria á, er að völdin í heiminum hafa færst frá lýðræðislega kjörnum fulltrúum yfir til forstjóra tæknirisanna. Þeir hafa engan áhuga á velferð almennings og lúta ekki lögmálum réttarríkisins eins og kjörnir fulltrúar þurfa að gera. Engin leið er til að veita þeim aðhald. Auk þess grafa þeir markvisst undan hefðbundnum fjölmiðlum með því að raka til sín auglýsingatekjur. Fjölmiðlar eru mikilvægur vettvangur samfélagsumræðu og tæki til að halda stjórnvöldum við efnið. Maria Ressa var aðal fyrirlesari á fyrstu ráðstefnu hátíðarárs kaþólsku kirkjunnar sem var haldin í Páfagarði í janúar. Hún segist hafa átt samtal við Frans páfa áður og sagt honum skoðun sína á samfélagsmiðlum. Augljóst er að páfi hefur talið málið mikilvægt fyrst hann fékk hana til að tala. Hér er tengill á Rappler-síðu þar sem er bæði hægt að hlusta á ráðstefnuna og lesa ræðu Mariu: https://www.rappler.com/world/global-affairs/video-full-text-transcript-dialogue-maria-ressa-colum-mccann-vatican/ Hægt er að hlusta á fyrirlestra, ræður og viðtöl við Maria Ressa á netinu. Hún er afar sterk rödd í baráttunni til að frelsa mannkyn undan árásum samfélagsmiðla og þeirri ógn sem þeir eru lýðræðinu (um 72% mannkyns býr núna undir einræði skv. nýrri sænskri rannsókn sem Maria vitnar óspart í). Aðferðarfræði samfélagsmiðla eru lítil áreiti sem ýta undir ótta, reiði og hatur. Okkur er skapað umhverfi þar sem við förum að efast um staðreyndir, vitum ekki hvað er satt og rétt og missum þannig smám saman traustið til stofnana samfélagsins. Með því að vera á samfélagsmiðlum veitum við alls kyns lítt velviljuðum öflum aðgang að okkar innstu leyndarmálum, því miðillinn hefur fyrir löngu lesið út hver við erum og hvað skiptir okkur máli, það er hans söluvara. Við þurfum að skilja hættuleg áhrif samfélagsmiðla sem stela athygli okkar til að selja okkur vöru. Þeir móta skoðanir okkar og líðan, ræna okkur frelsinu til að lifa af yfirvegun. En það er hægt að forða sér. Völdin eru í höndum okkar, hvers og eins. Ég hætti á Facebook 14. júlí 2018. Þann 17. apríl 2025 sagði ég upp Instagram og og sleit samskiptum við Meta. Á Twitter hætti ég 16. nóvember 2022. Á heimasíðunni www.personuvernd.is eru leiðbeiningar um hvernig einstaklingar geti mótmælt því að persónuleg gögn þeirra á Facebook verði notuð til að þróa gervigreind. Höfundur brennur fyrir því að lýðræðið lifi af.
Við getum öll stutt við lesskilning barna - Gleðilegan dag læsis Auður Soffía Björgvinsdóttir Skoðun
Skoðun Við getum öll stutt við lesskilning barna - Gleðilegan dag læsis Auður Soffía Björgvinsdóttir skrifar
Skoðun Getur þjóð orðið of rík? – Ádeila frá Noregi sem getur átt við um Ísland Júlíus Valsson skrifar
Skoðun Sveitarstjórn Grímsnes- og Grafningshrepps reynir að skrá fólk út úr samfélaginu Guðrún M. Njálsdóttir,Ragna Ívarsdóttir,Þröstur Sverrisson skrifar
Skoðun Skóli án aðgreiningar - tékklisti fyrir stjórnvöld til að gera betur Unnur Helga Óttarsdóttir,Anna Lára Steindal skrifar
Skoðun Fjöldi kynja – treystir þú þér í samtalið með velferð barna að leiðarljósi? Böðvar Ingi Guðbjartsson skrifar
Skoðun Ókeypis minnisblað fyrir Alþingi: Jafnrétti er ekki skoðun- en umræðan er það Sigríður Ásta Hauksdóttir skrifar
Skoðun Að útrýma menningu og þjóð Dagrún Ósk Jónsdóttir,Esther Ösp Valdimarsdóttir,Snædís Sunna Thorlacius skrifar
Skoðun Austurland situr eftir þrátt fyrir fjórðung vöruútflutningstekna Berglind Harpa Svavarsdóttir skrifar
Við getum öll stutt við lesskilning barna - Gleðilegan dag læsis Auður Soffía Björgvinsdóttir Skoðun