Hvers vegna? Ingólfur Sverrisson skrifar 11. nóvember 2025 10:31 Síðustu árin hafa margir velt fyrir sér hvers vegna fjöldi fyrirtækja hér á landi nýta evrur eða dollara í rekstri sínum og halda sig þar með í hæfilegri fjarlægð frá íslensku krónunni. Er ástæðan sú að það sé hagkvæmara að reka þessi ágætu fyrirtæki í erlendum gjaldmiðlum eða er þetta bara einhver óskilgreind sérviska eða útlendingaaðdáun sem kemur vitsmunalegum rekstri ekkert við? Einasta einhverjir barnalegir og jafnvel hættulegir stælar sem nauðsyn er að forða öðrum fyrirtækjum og afgangi þjóðarinnar frá ef ekki á illa að fara. Getur hitt þó verið sönnu nær, að með því að færa allt sitt í alþjóðagjaldmiðlum hafi fyrirtækin raunverulega komist í mun betra starfsumhverfi og kæra sig ekki um krónuhagkerfið okkar; það sé einfaldlega ekki samkeppnishæft og því hreint ábyrgðarleysi að dvelja lengur undir því oki en aðstæður krefjast. Nú er sú furðulega staða uppi á Íslandi að þjóðinni er skipt í tvo hópa sem búa að þessu leyti við gjörólíkar aðstæður og mismunun sem á sér enga hliðstæðu. Margir stjórnmálamenn virðast samt sem áður sjá þetta sem hina fögru og eftirsóknarverðu framtíðarsýn sem verði að festa með öllum ráðum í sessi um langa framtíð. Eftir stendur tvíklofin þjóð úti í ballarhafi þar sem ójöfnuður hefur verið lögfestur og jafnvel talinn eftirsóknarverður. Fyrirmyndarríki hefur risið og gegnir því dapurlega hlutverki að mismuna þegnunum. Sendir öðrum helmingnum alltaf reikninginn til að reyna að halda aftur af verðbólgunni en hinn helmingurinn sleppur og brosir áfram góðlátlega í kampinn. Virðist jafnvel fá eitthvað út úr því að horfa á hina borga brúsann og taka út þær þjáningar sem því fylgir. Ekkert samviskubit vegna þess arna en látið eins og þetta sé bara í góðu lagi og til eftirbreytni. Sama má sega um þá stjórnmálamenn og -konur sem telja ekki einu sinni þess virði að ræða þessa stöðu, tala bara um frasa ef nefnt er að taka upp alþjóða gjaldmiðil fyrir alla en ekki bara suma. Halda því jafnvel fram að sú afstaða þeirra sé til marks um staðfasta þjóðrækni og vilja til að halda sjálfstæði landsins í heiðri. Þess vegna beri nauðsyn til að skipta þjóðinni í tvo hópa; gera vel við annan þeirra með því að tryggja honum aðgengi að ódýru fjármagni sem íslenskir bankar og fjármálastofnanir geta ekki eða vilja ekki bjóða hinum. Lemja hins vegar miskunnarlaust á þeim hópi eins og væri hann harðfiskur. Lemja og lemja. Þannig verði fullveldi þjóðarinnar raunverulega tryggt með því að virkja ójöfnuð meðal þegnanna. Er þetta framtíðin? Er þetta sú hugsjón sem ungu fólki, sem er að koma sér þaki yfir höfuðið, er boðið; umhverfið sem þeim, minni og meðalstórum fyrirtækjum verður gert að vinna í? Þrisvar sinnum hærri vextir en tíðkast í samkeppnislöndunum og engin raunveruleg samkeppni milli fjármálastofnana og tryggingarfélaga? Allt í fjötrum. Þegar svona er komið fyrir þjóð okkar er síst að undra að einhver þóttist heyra þrumandi rödd Jóns Sigurðssonar forseta og frelsishetju úr Sumarlandinu þegar hann spurði: “Til hvers var barist? Aldrei hefðu Danir gert okkur þetta. Erum við ennþá sjálfum okkur verst?” Og það sló þögn á viðstadda í landi sumarsins, vandræðalega þögn. Höfundur er eftirlaunaþegi og fyrrum forstöðumaður samtaka fyrirtækja í málm- og skipaiðnaði. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Ingólfur Sverrisson Mest lesið Heilbrigðiskerfi Íslands - landsbyggðin, lýðheilsa og lækningar Victor Guðmundsson Skoðun Falleg heimasíða — tóm kirkja Hilmar Kristinsson Skoðun Að fá óvæntan skatt í jólagjöf Tina Paic Skoðun Er komið að næsta skrefi í jafnréttisbaráttu kvenna? Guðmundur Ingi Þóroddsson Skoðun Ég á þetta ég má þetta Arnar Atlason Skoðun Ríkisstjórn Kristrúnar Frostadóttur grefur undan EES Diljá Mist Einarsdóttir Skoðun Framlög aukin til fjölmargra málaflokka Ragnar Þór Ingólfsson Skoðun Er ekki bara best að sleppa hagræðingu þegar kemur að líðan barna og ungmenna? Bjarnveig Birta Bjarnadóttir Skoðun Hækkaði Sjálfstæðisflokkurinn erfðafjárskatt um 6,3 milljarða? Þórður Snær Júlíusson Skoðun Spörum við áfram aurinn og hendum krónunni? Kristján Ra. Kristjánsson Skoðun Skoðun Skoðun Réttarríki barna: Færum tálmun úr geðþótta í lögbundið ferli Halldóra Lillý Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Kaffistofa Samhjálpar og minnstu bræður okkar Einar Baldvin skrifar Skoðun Erfðafjárskattur og vondir skattar Helgi Tómasson skrifar Skoðun Sagan um þorskinn og sjálfstæðið Svanur Guðmundsson skrifar Skoðun Hvatning til Seðlabankans um að slaka á lánþegaskilyrðum Halla Gunnarsdóttir,Sigurður Hannesson skrifar Skoðun Réttlæti í almannatryggingum Eggert Sigurbergsson skrifar Skoðun Veljum íslensk jólatré – styðjum skógrækt og umhverfið Ragnhildur Freysteinsdóttir skrifar Skoðun Er komið að næsta skrefi í jafnréttisbaráttu kvenna? Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Mikilvægi málumhverfis í leikskólum Kristín Kolbrún Waage Kolbeinsdóttir skrifar Skoðun Heilbrigðiskerfi Íslands - landsbyggðin, lýðheilsa og lækningar Victor Guðmundsson skrifar Skoðun Framlög aukin til fjölmargra málaflokka Ragnar Þór Ingólfsson skrifar Skoðun Er ekki bara best að sleppa hagræðingu þegar kemur að líðan barna og ungmenna? Bjarnveig Birta Bjarnadóttir skrifar Skoðun Hver á nektarmynd af þér? Lísa Margrét Gunnarsdóttir,Íris Björk Ágústsdóttir skrifar Skoðun Spörum við áfram aurinn og hendum krónunni? Kristján Ra. Kristjánsson skrifar Skoðun Ríkisstjórn Kristrúnar Frostadóttur grefur undan EES Diljá Mist Einarsdóttir skrifar Skoðun Samvirkni íslenskrar ferðaþjónustu mun fyrst nást með skemmtiferðaskipum Unnur Elva Arnardóttir,Emma Kjartansdóttir skrifar Skoðun Áhyggjur af stöðu tónlistarmenntunar á degi tónlistar Aron Örn Óskarsson,Edda Austmann,Sigrún Grendal skrifar Skoðun Hækkaði Sjálfstæðisflokkurinn erfðafjárskatt um 6,3 milljarða? Þórður Snær Júlíusson skrifar Skoðun Að fá óvæntan skatt í jólagjöf Tina Paic skrifar Skoðun Falleg heimasíða — tóm kirkja Hilmar Kristinsson skrifar Skoðun Samvera er heilsuefling Þröstur V. Söring skrifar Skoðun Skuldaskellir, nýr jólasveinn sveitarfélaga? Þuríður Harpa Sigurðardóttir skrifar Skoðun Fullveldi á okkar forsendum Guðrún Hafsteinsdóttir skrifar Skoðun Ferðaþjónustan er ekki vandamálið – hún heldur hjólum landsins gangandi Þórir Garðarsson skrifar Skoðun Gagnaver – reynsla frá Danmörku Hallgrímur Óskarsson skrifar Skoðun Ofbeldi barna og verkferlar Kennarasambandsins Ásdís Bergþórsdóttir skrifar Skoðun Móðurást milli rimlanna Rósa Líf Darradóttir,Darri Gunnarsson skrifar Skoðun Sögulegur dagur Inga Lind Karlsdóttir skrifar Skoðun Fræðsla, forvarnir og lög gegn stafrænu ofbeldi Kolbrún Halldórsdóttir skrifar Skoðun Hvaða öryggistæki á daginn í dag? Hrefna Sigurjónsdóttir skrifar Sjá meira
Síðustu árin hafa margir velt fyrir sér hvers vegna fjöldi fyrirtækja hér á landi nýta evrur eða dollara í rekstri sínum og halda sig þar með í hæfilegri fjarlægð frá íslensku krónunni. Er ástæðan sú að það sé hagkvæmara að reka þessi ágætu fyrirtæki í erlendum gjaldmiðlum eða er þetta bara einhver óskilgreind sérviska eða útlendingaaðdáun sem kemur vitsmunalegum rekstri ekkert við? Einasta einhverjir barnalegir og jafnvel hættulegir stælar sem nauðsyn er að forða öðrum fyrirtækjum og afgangi þjóðarinnar frá ef ekki á illa að fara. Getur hitt þó verið sönnu nær, að með því að færa allt sitt í alþjóðagjaldmiðlum hafi fyrirtækin raunverulega komist í mun betra starfsumhverfi og kæra sig ekki um krónuhagkerfið okkar; það sé einfaldlega ekki samkeppnishæft og því hreint ábyrgðarleysi að dvelja lengur undir því oki en aðstæður krefjast. Nú er sú furðulega staða uppi á Íslandi að þjóðinni er skipt í tvo hópa sem búa að þessu leyti við gjörólíkar aðstæður og mismunun sem á sér enga hliðstæðu. Margir stjórnmálamenn virðast samt sem áður sjá þetta sem hina fögru og eftirsóknarverðu framtíðarsýn sem verði að festa með öllum ráðum í sessi um langa framtíð. Eftir stendur tvíklofin þjóð úti í ballarhafi þar sem ójöfnuður hefur verið lögfestur og jafnvel talinn eftirsóknarverður. Fyrirmyndarríki hefur risið og gegnir því dapurlega hlutverki að mismuna þegnunum. Sendir öðrum helmingnum alltaf reikninginn til að reyna að halda aftur af verðbólgunni en hinn helmingurinn sleppur og brosir áfram góðlátlega í kampinn. Virðist jafnvel fá eitthvað út úr því að horfa á hina borga brúsann og taka út þær þjáningar sem því fylgir. Ekkert samviskubit vegna þess arna en látið eins og þetta sé bara í góðu lagi og til eftirbreytni. Sama má sega um þá stjórnmálamenn og -konur sem telja ekki einu sinni þess virði að ræða þessa stöðu, tala bara um frasa ef nefnt er að taka upp alþjóða gjaldmiðil fyrir alla en ekki bara suma. Halda því jafnvel fram að sú afstaða þeirra sé til marks um staðfasta þjóðrækni og vilja til að halda sjálfstæði landsins í heiðri. Þess vegna beri nauðsyn til að skipta þjóðinni í tvo hópa; gera vel við annan þeirra með því að tryggja honum aðgengi að ódýru fjármagni sem íslenskir bankar og fjármálastofnanir geta ekki eða vilja ekki bjóða hinum. Lemja hins vegar miskunnarlaust á þeim hópi eins og væri hann harðfiskur. Lemja og lemja. Þannig verði fullveldi þjóðarinnar raunverulega tryggt með því að virkja ójöfnuð meðal þegnanna. Er þetta framtíðin? Er þetta sú hugsjón sem ungu fólki, sem er að koma sér þaki yfir höfuðið, er boðið; umhverfið sem þeim, minni og meðalstórum fyrirtækjum verður gert að vinna í? Þrisvar sinnum hærri vextir en tíðkast í samkeppnislöndunum og engin raunveruleg samkeppni milli fjármálastofnana og tryggingarfélaga? Allt í fjötrum. Þegar svona er komið fyrir þjóð okkar er síst að undra að einhver þóttist heyra þrumandi rödd Jóns Sigurðssonar forseta og frelsishetju úr Sumarlandinu þegar hann spurði: “Til hvers var barist? Aldrei hefðu Danir gert okkur þetta. Erum við ennþá sjálfum okkur verst?” Og það sló þögn á viðstadda í landi sumarsins, vandræðalega þögn. Höfundur er eftirlaunaþegi og fyrrum forstöðumaður samtaka fyrirtækja í málm- og skipaiðnaði.
Er ekki bara best að sleppa hagræðingu þegar kemur að líðan barna og ungmenna? Bjarnveig Birta Bjarnadóttir Skoðun
Skoðun Réttarríki barna: Færum tálmun úr geðþótta í lögbundið ferli Halldóra Lillý Jóhannsdóttir skrifar
Skoðun Hvatning til Seðlabankans um að slaka á lánþegaskilyrðum Halla Gunnarsdóttir,Sigurður Hannesson skrifar
Skoðun Veljum íslensk jólatré – styðjum skógrækt og umhverfið Ragnhildur Freysteinsdóttir skrifar
Skoðun Heilbrigðiskerfi Íslands - landsbyggðin, lýðheilsa og lækningar Victor Guðmundsson skrifar
Skoðun Er ekki bara best að sleppa hagræðingu þegar kemur að líðan barna og ungmenna? Bjarnveig Birta Bjarnadóttir skrifar
Skoðun Samvirkni íslenskrar ferðaþjónustu mun fyrst nást með skemmtiferðaskipum Unnur Elva Arnardóttir,Emma Kjartansdóttir skrifar
Skoðun Áhyggjur af stöðu tónlistarmenntunar á degi tónlistar Aron Örn Óskarsson,Edda Austmann,Sigrún Grendal skrifar
Skoðun Hækkaði Sjálfstæðisflokkurinn erfðafjárskatt um 6,3 milljarða? Þórður Snær Júlíusson skrifar
Skoðun Ferðaþjónustan er ekki vandamálið – hún heldur hjólum landsins gangandi Þórir Garðarsson skrifar
Er ekki bara best að sleppa hagræðingu þegar kemur að líðan barna og ungmenna? Bjarnveig Birta Bjarnadóttir Skoðun