Sýnum fordómum ekki umburðarlyndi Snorri Sturluson skrifar 29. maí 2025 16:30 Við búum í frjálsu landi, einu frjálsasta samfélagi heimsins. Hér getum við tjáð okkur og gert það sem við viljum svo fremi það skaði ekki aðra. Þetta er hornsteinn lýðræðis okkar, menningar og hugmyndafræði. Þessu frelsi fylgir ábyrgð, og ábyrgðin felst í því að verja þetta frelsi fyrir íhaldsöflum sem vilja þrengja að breytingum í samfélaginu þegar þær henta þeim ekki. Þessi íhaldsöfl eiga það sameiginlegt að vera á einhvern hátt handhafar valds, hvort sem það er raunverulegt vald eða ímyndað vald. Dæmi um handhafa valds eru t.d. eigendur kvótans og fjármagnseigendur (bankarnir). Við höfum séð nýlega hvað gerist þegar þessu valdi er ógnað. Það fer á yfirsnúning til að vernda sig, þrátt fyrir að hafa yfirburðarstöðu í samfélaginu. En það er líka annarskonar vald sem er ekki jafn augljóst og það er valdið sem felst í hinu hvíta feðraveldi Íslands. Lengst af í sögu okkar hefur þetta vald verið ósýnilegt, falið og haft sig lítið í frammi. Ástæðan er sú að þessu valdi hefur ekki oft verið ógnað í gegnum tíðina. Við höfum alist upp í þeirri trú að á Íslandi séu öll velkomin, hér séu engir fordómar, enginn rasismi og engin útlendingaandúð. Við horfðum til nágrannalanda okkar og hristum hausinn yfir þeim vandamálum sem þau voru að glíma við í þessum efnum, klöppuðum okkur á bakið og sögðum: „Við erum svo góð, við erum ekki með svona vandamál, við erum ekki rasistar“. Staðreyndin er allt önnur. Þangað til mjög nýlega voru Íslendingar nánast eingöngu hvítir og kristnir. Þeir fáu útlendingar sem hér bjuggu tala mörg um að það hafi verið erfitt að fóta sig í íslensku samfélagi, þau segjast hafa fundið fyrir hreinni andúð og tortryggni vegna þess að þau voru öðruvísi. Núna þegar samsetning samfélagsins hefur gjörbreyst á undraskömmum tíma sitjum við uppi með þessi sömu vandamál og við sáum nágrannaþjóðir okkar glíma við fyrir 30-40 árum síðan. Það sem við hefðum getað gert, en gerðum ekki, var að læra af mistökum þeirra. Við hefðum átt að taka á móti útlendingum sem hingað koma með inngildingu að leiðarljósi í stað þess að mæta þeim með tortryggni og útilokun. Núna stöndum við frammi fyrir því að við erum búin að búa til tvær þjóðir í landinu, við og hin. „Við“ erum hinir „upprunalegu“ Íslendingar. Við erum hvít, tilheyrum þjóðkirkjunni, rekjum ættir okkar til Skandinavíu og þykjumst vera víkingar (sorrý, við vorum einmitt ekki víkingar, réttara er að við vorum flóttafólk úr okkar heimahaga í Noregi). „Hin“ eru útlendingar sem hafa komið hingað vegna þess að hér er að finna vinnu, réttlátt og öruggt samfélag, tækifæri til menntunar, heilbrigðiskerfi, frelsi og betra líf. Nú þegar upp blossa árekstrar milli okkar og hinna erum við fljót að detta ofan í fordómagryfjuna sem við höfum hreykt okkur af að sé ekki til staðar hér. Þegar útlendingar fremja glæpi erum við til í að fordæma, já fordæma, það er það sama og fordómar. Heilu hópar fólks sem líta öðruvísi út en við, trúa á annan guð, hafa aðrar venjur og siði og tala annað tungumál eru fordæmdir. Eitt skal yfir alla ganga. Ef Sýrlendingur nauðgar þá eru allir Sýrlendingar nauðgarar, ef svartur maður flýr úr fangelsi þá eru allir svartir menn grunsamlegir og hættulegir. Svona er að vera partur af „hinum“ ef einhver úr þeim hóp hagar sér illa þá er skuldinni skellt á þau öll. Svona er þetta hins vegar ekki með „okkur“ þegar hvítur íslenskur karlmaður nauðgar þá eru ekki allir hvítir íslenskir karlmenn nauðgarar, þegar hvítur íslenskur karlmaður flýr úr fangelsi þá eru ekki allir hvítir íslenskir karlmenn grunsamlegir og hættulegir. Þetta eru fordómar og þetta eru viðbrögð hins hvíta íslenska feðraveldis sem upplifir að sér sé ógnað af utanaðkomandi áhrifum. Jú það eru vandamál vegna innflytjenda, það eru árekstrar, það er menningarmunur. Innflytjendur þurfa að fylgja lögum og reglum á Íslandi eins og allir aðrir og virða mannréttindi. Margir innflytjendur koma úr samfélögum gerólíkum Íslandi og það tekur tíma að aðlagast og það þarf hjálp og fræðslu, sem við höfum alls ekki verið dugleg að veita, til að aðlagast. Það er erfitt að vera innflytjandi og venjast gerólíkri menningu, það er líka erfitt að taka á móti innflytjendum. En það er okkar ábyrgð, sem frjálst samfélag. Það sem innflytjendur hvar sem er í heiminum þurfa fyrst og fremst er að mæta ekki fordómum heldur kærleik og gestrisni. Að þau finni fyrir því að hér sé gott að vera en ekki að þau þurfi að brynja sig fyrir fordómum „okkar“ sem fyrir erum. Að þau finni að þau séu velkomin, að þau hafi hlutverk og gildi í nýju samfélagi. Að finna að þeim sé hjálpað en ekki að steinn sé lagður í götu þeirra. Við hreykjum okkur, sem fyrr segir, af því að vera umburðarlynd. Segjum að það sé rétt, hvað felst þá í umburðarlyndinu? Það er t.d. að dæma ekki of harkalega þegar fólki verða á mistök. Það er að dæma fólk ekki fyrirfram vegna staðalímynda. En það er líka að standa upp þegar við verðum vitni að óréttlæti, ójafnrétti og fordómum. Því það er eitt sem að umbyrðarlynt fólk hefur ekki umburðarlyndi fyrir og það er hið ofantalda: óréttlæti, ójafnrétti og fordómar. En að frelsinu, tjáningarfrelsinu sérstaklega. Það hafa öll rétt til þess að tjá sig og koma sínum skoðunum á framfæri en um leið gefur það öðrum rétt til að gagnrýna það sem sagt er. Sýnum fordómum ekki umburðarlyndi, leyfum ekki lýðskrumurum að ala á ótta gegn þeim sem eru öðruvísi en við, tökum á móti þeim sem eru í viðkvæmari stöðu en við með kærleik og gestrisni. Einungis þannig tökum við á þeim vandamálum sem við glímum við vegna aukins fjölbreytileika hins áður mjög einsleita samfélags sem hér þreifst öldum saman. Höfundur er heimspekingur Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Tjáningarfrelsi Mest lesið Hagræðing á kostnað fjölbreytni og gæðamenntunar Ida Marguerite Semey Skoðun Homo sapiens að öðrum toga: Af hverju ætti ég eiginlega að mæta á PIFF-kvikmyndhátíðina? Ólafur Guðsteinn Kristjánsson Skoðun Þúsundir kusu Sönnu Anna Bentína Hermansen Einarsdóttir,Ármann Hákon Gunnarsson,Baldvin Björgvinsson,Brynja Guðnadóttir,Haraldur Ingi Haraldsson,Jón Hallur Haraldsson,Kolbrún Erna Pétursdóttir,Ólafur H. Ólafsson,Rakel Hildardóttir,Sigrún Jónsdóttir Skoðun Ófullnægjandi vinnubrögð ófaglærðra „iðnaðarmanna“: Áhrif á húskaupendur Kristinn R Guðlaugsson Skoðun Snorri Másson er ekki vandinn – hann er viðvörun Helen Ólafsdóttir Skoðun Loftslagsverkfallið krefst aðgerða strax! Tinna Hallgrímsdóttir Skoðun Látum draumana rætast, á kostnað hverra? Takmarkanir menntastefnu Reykjavíkurborgar Ingólfur Dan Þórisson,Margrét Dan Þórisdóttir,Ana Victoria Cate,Helga Dögg Yngvadóttir Skoðun Sumt er bara ekki hægt að rökræða Ása Lind Finnbogadóttir Skoðun Landsbyggðin án háskóla? Ketill Sigurður Jóelsson Skoðun Hafrannsóknastofnun leggur til 95 prósent samdrátt í sjókvíaeldi á laxi Jón Kaldal Skoðun Skoðun Skoðun Homo sapiens að öðrum toga: Af hverju ætti ég eiginlega að mæta á PIFF-kvikmyndhátíðina? Samúel Karl Ólason skrifar Skoðun Stöndum saman gegn fjölþáttaógnum Bryndís Haraldsdóttir skrifar Skoðun Hagræðing á kostnað fjölbreytni og gæðamenntunar Ida Marguerite Semey skrifar Skoðun Umbúðir en ekkert innihald í Hafnarfirði Einar Geir Þorsteinsson skrifar Skoðun Við viljum tala íslensku, en hvernig Ólafur Guðsteinn Kristjánsson skrifar Skoðun Mansalsmál á Íslandi Kristján Þórður Snæbjarnarson skrifar Skoðun Hættur heimsins virða engin landamæri Tótla I. Sæmundsdóttir skrifar Skoðun Tímamót í sjálfsvígsforvörnum Ingibjörg Isaksen skrifar Skoðun Yfirgangur, yfirlæti og endastöð Strætó Axel Hall skrifar Skoðun Hugsum fíknivanda upp á nýtt - Ný nálgun í meðhöndlun fíknivanda og áhættuhegðunar Svala Jóhannesdóttir,Lilja Sif Þorsteinsdóttir skrifar Skoðun Háskólinn á Bifröst – Öflugur og sjálfstæður fjarnámsskóli Sólveig Hallsteinsdóttir skrifar Skoðun Það eru fleiri fiskar í sjónum og fleiri sjónarmið í hafstjórn Guðbjörg Ásta Ólafsdóttir skrifar Skoðun Skapandi menntun skilar raunverulegum árangri Bryngeir Valdimarsson skrifar Skoðun Sex ára sáttmáli Davíð Þorláksson skrifar Skoðun Af hverju kynjafræði? Og hvaða greinar hafa fengið svipaðar mótbárur í gegnum tíðina? Guðrún Elísa Friðbjargardóttir Sævarsdóttir skrifar Skoðun Stjórnendur sem mega ekki stjórna Stefán Vagn Stefánsson skrifar Skoðun Stokkhólmseinkenni sem við ættum að forðast Aðalsteinn Júlíus Magnússon skrifar Skoðun Eflum iðnlöggjöfina og stöðvum brotin Hilmar Harðarson skrifar Skoðun Pjattkratar taka til Þorsteinn Sæmundsson skrifar Skoðun Sumt er bara ekki hægt að rökræða Ása Lind Finnbogadóttir skrifar Skoðun Vaxtamunarviðskipti láta aftur á sér kræla Jökull Sólberg Auðunsson skrifar Skoðun Áskorun til ríkisstjórnarinnar: Innleiðum birgðaskyldu á eldsneyti Halla Hrund Logadóttir skrifar Skoðun Rétt skal vera rétt um gatnamót við Höfðabakka og Bæjarháls Dóra Björt Guðjónsdóttir skrifar Skoðun Háskólasamfélagið geri skyldu sína strax, stjórnvöld hafa brugðist Auður Magndís Auðardóttir,Elí Hörpu og Önundar,Eyrún Ólöf Sigurðardóttir,Helga Ögmundardóttir,Íris Ellenberger,Inga Björk Margrétar Bjarnadóttir,Katrín Pálmad. Þorgerðardóttir skrifar Skoðun Þúsundir kusu Sönnu Anna Bentína Hermansen Einarsdóttir,Ármann Hákon Gunnarsson,Baldvin Björgvinsson,Brynja Guðnadóttir,Haraldur Ingi Haraldsson,Jón Hallur Haraldsson,Kolbrún Erna Pétursdóttir,Ólafur H. Ólafsson,Rakel Hildardóttir,Sigrún Jónsdóttir skrifar Skoðun NATO riðar til falls en hvað þýðir það fyrir skilnaðarbarnið Ísland? Steinunn Ólína Þorsteinsdóttir skrifar Skoðun Græðgin í forgrunni Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Greiningar eða lausnir – hvort vegur þyngra? Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Sterk staða Hafnarfjarðar Orri Björnsson skrifar Skoðun Bless bless jafnlaunavottun Sigríður Margrét Oddsdóttir skrifar Sjá meira
Við búum í frjálsu landi, einu frjálsasta samfélagi heimsins. Hér getum við tjáð okkur og gert það sem við viljum svo fremi það skaði ekki aðra. Þetta er hornsteinn lýðræðis okkar, menningar og hugmyndafræði. Þessu frelsi fylgir ábyrgð, og ábyrgðin felst í því að verja þetta frelsi fyrir íhaldsöflum sem vilja þrengja að breytingum í samfélaginu þegar þær henta þeim ekki. Þessi íhaldsöfl eiga það sameiginlegt að vera á einhvern hátt handhafar valds, hvort sem það er raunverulegt vald eða ímyndað vald. Dæmi um handhafa valds eru t.d. eigendur kvótans og fjármagnseigendur (bankarnir). Við höfum séð nýlega hvað gerist þegar þessu valdi er ógnað. Það fer á yfirsnúning til að vernda sig, þrátt fyrir að hafa yfirburðarstöðu í samfélaginu. En það er líka annarskonar vald sem er ekki jafn augljóst og það er valdið sem felst í hinu hvíta feðraveldi Íslands. Lengst af í sögu okkar hefur þetta vald verið ósýnilegt, falið og haft sig lítið í frammi. Ástæðan er sú að þessu valdi hefur ekki oft verið ógnað í gegnum tíðina. Við höfum alist upp í þeirri trú að á Íslandi séu öll velkomin, hér séu engir fordómar, enginn rasismi og engin útlendingaandúð. Við horfðum til nágrannalanda okkar og hristum hausinn yfir þeim vandamálum sem þau voru að glíma við í þessum efnum, klöppuðum okkur á bakið og sögðum: „Við erum svo góð, við erum ekki með svona vandamál, við erum ekki rasistar“. Staðreyndin er allt önnur. Þangað til mjög nýlega voru Íslendingar nánast eingöngu hvítir og kristnir. Þeir fáu útlendingar sem hér bjuggu tala mörg um að það hafi verið erfitt að fóta sig í íslensku samfélagi, þau segjast hafa fundið fyrir hreinni andúð og tortryggni vegna þess að þau voru öðruvísi. Núna þegar samsetning samfélagsins hefur gjörbreyst á undraskömmum tíma sitjum við uppi með þessi sömu vandamál og við sáum nágrannaþjóðir okkar glíma við fyrir 30-40 árum síðan. Það sem við hefðum getað gert, en gerðum ekki, var að læra af mistökum þeirra. Við hefðum átt að taka á móti útlendingum sem hingað koma með inngildingu að leiðarljósi í stað þess að mæta þeim með tortryggni og útilokun. Núna stöndum við frammi fyrir því að við erum búin að búa til tvær þjóðir í landinu, við og hin. „Við“ erum hinir „upprunalegu“ Íslendingar. Við erum hvít, tilheyrum þjóðkirkjunni, rekjum ættir okkar til Skandinavíu og þykjumst vera víkingar (sorrý, við vorum einmitt ekki víkingar, réttara er að við vorum flóttafólk úr okkar heimahaga í Noregi). „Hin“ eru útlendingar sem hafa komið hingað vegna þess að hér er að finna vinnu, réttlátt og öruggt samfélag, tækifæri til menntunar, heilbrigðiskerfi, frelsi og betra líf. Nú þegar upp blossa árekstrar milli okkar og hinna erum við fljót að detta ofan í fordómagryfjuna sem við höfum hreykt okkur af að sé ekki til staðar hér. Þegar útlendingar fremja glæpi erum við til í að fordæma, já fordæma, það er það sama og fordómar. Heilu hópar fólks sem líta öðruvísi út en við, trúa á annan guð, hafa aðrar venjur og siði og tala annað tungumál eru fordæmdir. Eitt skal yfir alla ganga. Ef Sýrlendingur nauðgar þá eru allir Sýrlendingar nauðgarar, ef svartur maður flýr úr fangelsi þá eru allir svartir menn grunsamlegir og hættulegir. Svona er að vera partur af „hinum“ ef einhver úr þeim hóp hagar sér illa þá er skuldinni skellt á þau öll. Svona er þetta hins vegar ekki með „okkur“ þegar hvítur íslenskur karlmaður nauðgar þá eru ekki allir hvítir íslenskir karlmenn nauðgarar, þegar hvítur íslenskur karlmaður flýr úr fangelsi þá eru ekki allir hvítir íslenskir karlmenn grunsamlegir og hættulegir. Þetta eru fordómar og þetta eru viðbrögð hins hvíta íslenska feðraveldis sem upplifir að sér sé ógnað af utanaðkomandi áhrifum. Jú það eru vandamál vegna innflytjenda, það eru árekstrar, það er menningarmunur. Innflytjendur þurfa að fylgja lögum og reglum á Íslandi eins og allir aðrir og virða mannréttindi. Margir innflytjendur koma úr samfélögum gerólíkum Íslandi og það tekur tíma að aðlagast og það þarf hjálp og fræðslu, sem við höfum alls ekki verið dugleg að veita, til að aðlagast. Það er erfitt að vera innflytjandi og venjast gerólíkri menningu, það er líka erfitt að taka á móti innflytjendum. En það er okkar ábyrgð, sem frjálst samfélag. Það sem innflytjendur hvar sem er í heiminum þurfa fyrst og fremst er að mæta ekki fordómum heldur kærleik og gestrisni. Að þau finni fyrir því að hér sé gott að vera en ekki að þau þurfi að brynja sig fyrir fordómum „okkar“ sem fyrir erum. Að þau finni að þau séu velkomin, að þau hafi hlutverk og gildi í nýju samfélagi. Að finna að þeim sé hjálpað en ekki að steinn sé lagður í götu þeirra. Við hreykjum okkur, sem fyrr segir, af því að vera umburðarlynd. Segjum að það sé rétt, hvað felst þá í umburðarlyndinu? Það er t.d. að dæma ekki of harkalega þegar fólki verða á mistök. Það er að dæma fólk ekki fyrirfram vegna staðalímynda. En það er líka að standa upp þegar við verðum vitni að óréttlæti, ójafnrétti og fordómum. Því það er eitt sem að umbyrðarlynt fólk hefur ekki umburðarlyndi fyrir og það er hið ofantalda: óréttlæti, ójafnrétti og fordómar. En að frelsinu, tjáningarfrelsinu sérstaklega. Það hafa öll rétt til þess að tjá sig og koma sínum skoðunum á framfæri en um leið gefur það öðrum rétt til að gagnrýna það sem sagt er. Sýnum fordómum ekki umburðarlyndi, leyfum ekki lýðskrumurum að ala á ótta gegn þeim sem eru öðruvísi en við, tökum á móti þeim sem eru í viðkvæmari stöðu en við með kærleik og gestrisni. Einungis þannig tökum við á þeim vandamálum sem við glímum við vegna aukins fjölbreytileika hins áður mjög einsleita samfélags sem hér þreifst öldum saman. Höfundur er heimspekingur
Homo sapiens að öðrum toga: Af hverju ætti ég eiginlega að mæta á PIFF-kvikmyndhátíðina? Ólafur Guðsteinn Kristjánsson Skoðun
Þúsundir kusu Sönnu Anna Bentína Hermansen Einarsdóttir,Ármann Hákon Gunnarsson,Baldvin Björgvinsson,Brynja Guðnadóttir,Haraldur Ingi Haraldsson,Jón Hallur Haraldsson,Kolbrún Erna Pétursdóttir,Ólafur H. Ólafsson,Rakel Hildardóttir,Sigrún Jónsdóttir Skoðun
Ófullnægjandi vinnubrögð ófaglærðra „iðnaðarmanna“: Áhrif á húskaupendur Kristinn R Guðlaugsson Skoðun
Látum draumana rætast, á kostnað hverra? Takmarkanir menntastefnu Reykjavíkurborgar Ingólfur Dan Þórisson,Margrét Dan Þórisdóttir,Ana Victoria Cate,Helga Dögg Yngvadóttir Skoðun
Skoðun Homo sapiens að öðrum toga: Af hverju ætti ég eiginlega að mæta á PIFF-kvikmyndhátíðina? Samúel Karl Ólason skrifar
Skoðun Hugsum fíknivanda upp á nýtt - Ný nálgun í meðhöndlun fíknivanda og áhættuhegðunar Svala Jóhannesdóttir,Lilja Sif Þorsteinsdóttir skrifar
Skoðun Háskólinn á Bifröst – Öflugur og sjálfstæður fjarnámsskóli Sólveig Hallsteinsdóttir skrifar
Skoðun Það eru fleiri fiskar í sjónum og fleiri sjónarmið í hafstjórn Guðbjörg Ásta Ólafsdóttir skrifar
Skoðun Af hverju kynjafræði? Og hvaða greinar hafa fengið svipaðar mótbárur í gegnum tíðina? Guðrún Elísa Friðbjargardóttir Sævarsdóttir skrifar
Skoðun Áskorun til ríkisstjórnarinnar: Innleiðum birgðaskyldu á eldsneyti Halla Hrund Logadóttir skrifar
Skoðun Rétt skal vera rétt um gatnamót við Höfðabakka og Bæjarháls Dóra Björt Guðjónsdóttir skrifar
Skoðun Háskólasamfélagið geri skyldu sína strax, stjórnvöld hafa brugðist Auður Magndís Auðardóttir,Elí Hörpu og Önundar,Eyrún Ólöf Sigurðardóttir,Helga Ögmundardóttir,Íris Ellenberger,Inga Björk Margrétar Bjarnadóttir,Katrín Pálmad. Þorgerðardóttir skrifar
Skoðun Þúsundir kusu Sönnu Anna Bentína Hermansen Einarsdóttir,Ármann Hákon Gunnarsson,Baldvin Björgvinsson,Brynja Guðnadóttir,Haraldur Ingi Haraldsson,Jón Hallur Haraldsson,Kolbrún Erna Pétursdóttir,Ólafur H. Ólafsson,Rakel Hildardóttir,Sigrún Jónsdóttir skrifar
Skoðun NATO riðar til falls en hvað þýðir það fyrir skilnaðarbarnið Ísland? Steinunn Ólína Þorsteinsdóttir skrifar
Homo sapiens að öðrum toga: Af hverju ætti ég eiginlega að mæta á PIFF-kvikmyndhátíðina? Ólafur Guðsteinn Kristjánsson Skoðun
Þúsundir kusu Sönnu Anna Bentína Hermansen Einarsdóttir,Ármann Hákon Gunnarsson,Baldvin Björgvinsson,Brynja Guðnadóttir,Haraldur Ingi Haraldsson,Jón Hallur Haraldsson,Kolbrún Erna Pétursdóttir,Ólafur H. Ólafsson,Rakel Hildardóttir,Sigrún Jónsdóttir Skoðun
Ófullnægjandi vinnubrögð ófaglærðra „iðnaðarmanna“: Áhrif á húskaupendur Kristinn R Guðlaugsson Skoðun
Látum draumana rætast, á kostnað hverra? Takmarkanir menntastefnu Reykjavíkurborgar Ingólfur Dan Þórisson,Margrét Dan Þórisdóttir,Ana Victoria Cate,Helga Dögg Yngvadóttir Skoðun