„Arfavitlaus lausn“ að minnka aflann í hverri veiðiferð Jón Ísak Ragnarsson skrifar 29. maí 2025 17:13 Kjartan Páll Sveinsson er formaður Strandveiðifélags Íslands. Vísir/Ívar Fannar Formaður Strandveiðifélags Íslands segir að það væri „algjör hörmung“ að minnka leyfilegan heildarafla í hverri veiðiferð á strandveiðum. Hann fagnar bráðabirgðafrumvarpi atvinnuvegaráðherra sem ætlað er að tryggja 48 daga strandveiðitímabil í sumar, en furðar sig á sumum hugmyndum sem viðraðar eru í greinargerð frumvarpsins. Í frumvarpinu sem lagt hefur verið fram bætist nýtt ákvæði við strandveiðilögin til bráðabirgða, sem kveður á um að vikið verði frá skyldu Fiskistofu til að stöðva veiðar þegar útlit er fyrir að leyfilegum hámarksafla verði náð. Í greinargerðinni segir að miðað við fjölda strandveiðibáta í sumar og veiðimynstur undanfarinna ára megi áætla að auka þurfi það aflamagn sem til ráðstöfunar er á strandveiðitímabilinu 2025. Til standi að færa aflaheimildir til innan 5,3 prósent kerfisins, og hugsanlega þurfi að gera breytingar á leyfilegum hámarksafla í hverri veiðiferð. Betra væri að fækka dögum Kjartan segir að hugmyndin sem viðruð er í greinargerðinni um að hugsanlega þurfi að minnka leyfilegan afla í hverri veiðiferð sé „arfavitlaus lausn, og engin lausn í rauninni.“ „Maður veltir því fyrir sér hvaðan þessi hugmynd kom, og af hverju það var einu sinni rætt að hafa hana í frumvarpinu, ég efast um að hún hafi komið frá ráðherra,“ segir hann. Það vekur athygli Kjartans að hugmyndin sé viðruð í greinargerðinni en ekkert sé um þetta að finna í frumvarpinu sjálfu. „Ég held að það komi ekki til þess að þetta verði gert. Hvers vegna þau viðra þessa hugmydn, ég hreinlega skil það ekki,“ segir hann. Betra væri að fækka strandveiðidögunum en að grípa til slíkra ráðstafana. „Þetta væri versta mögulega lausnin, kostnaður væri sá sami og olíunotkun sú sama og að ná í 774 kíló. Allur tilkostnaður yrði sá sami, minni afli fyrir sama kostnað, þannig þetta væri alveg það alversta í stöðunni,“ segir Kjartan. Frá höfninni á Hólmavík á Ströndum.Vísir/Vilhelm „Þetta verða aldrei nein tuttugu, þrjátíu þúsund tonn“ Kjartan segir það afar ólíklegt að heildarafli strandveiðanna verði tuttugu eða þrjátíu þúsund tonn eins og talað hefur verið um, fái bátarnir að veiða alla 48 daga tímabilsins. „Það kemur bara frá reiknistofu SFS og á ekki við nokkur einustu rök að styðjast,“ segir Kjartan. Hann segir að afli strandveiðanna hafi verið tuttugu prósent minni í maímánuði en á sama tíma í fyrra. „Ég hugsa að það stafi meðal annars vegna þes að menn hafa verið rólegri vitandi það að þeir fá þess 48 daga, og það hefur ekki verið sami sperringur að fara út í brælu bara af því maður veit ekki hvernig spilast úr vertíðinni,“ segir Kjartan. Ekki gott að senda reikninginn fram í tímann Í frumvarpinu segir að viðbótaraflamagn sem ráðherra ráðstafar til strandveiða skuli dragast frá því aflamagni sem dregið verður f´ra heildaraflamarki og lækka árlega. Það skuli að fullu fært til baka eigi síðar en á fiskveiðiárinu 2028/2029. Bergþór Ólason þingmaður Miðflokksins sagði að með þessu væri ríkisstjórnin að senda gúmmítékka á næstu ríkisstjórn, þar sem það stæði ekki til að jafna viðbótaraflamagnið út fyrr en á kjörtímabili næstu ríkisstjórnar. Kjartan Páll segist hafa áhyggjur af því að mögulegt viðbótaraflamagn eigi að draga úr aflamagni á næstu árum. Hann telur að Hanna Katrín atvinnuvegaráðherra vilji gefa sjálfri sér svigrúm til að „gera þetta almennilegt til frambúðar.“ „Um leið þá er það þannig að Hanna Katrín erfði ráðuneyti þar sem búið var að ráðstafa öllum fiskveiðiheimildum ársins, þannig það er svolítið erfitt fyrir hana að stíga inn í þetta þegar fiskveiðiárið er hálfnað og finna út úr þessu.“ „Ég trúi því að það sé vilji fyrir hendi hjá þessari ríkisstjórn að vinna betur að þessu máli.“ „Aðalpunkturinn í þessu er sá að hún var búin að lofa okkur 48 dögum í sumar, og ég sé ekki annað þarna en að hún ætli að standa við það. Það eru náttúrulega gleðilegar fréttir, en maður hefur áhyggjur af því hver er að ráðleggja henni ef ráðleggingarnar eru af þessum toga,“ segir Kjartan Páll. Sjávarútvegur Ríkisstjórn Kristrúnar Frostadóttur Strandveiðar Tengdar fréttir Ráðherra skoðar frekari girðingar á strandveiðar Óheftar 48 daga strandveiðar í sumar gætu þýtt að heildarafli veiðanna fari fimmtán- til tuttugu þúsund tonnum fram úr því aflamagni sem ætlað er til veiðanna. Hanna Katrín Friðriksson atvinnuvegaráðherra segir liggja ljóst fyrir að gera þurfi einhverjar breytingar og horfa til þess að setja frekari girðingar til að tryggja sjálfbærni veiðanna. 29. apríl 2025 12:18 Ekki standi til að sækja strandveiðiheimildir í aflamarkskerfið Hanna Katrín Friðriksson atvinnuvegaráðherra segir að tillaga frá Fiskistofu um ákveðnar girðingar á strandveiðiheimildum sé til skoðunar. Einnig sé til skoðunar hvar sé hægt að auka veiðiheimildirnar, en það standi ekki til að færa veiðiheimildir frá „stóra pottinum.“ 5. maí 2025 23:58 Strandveiðar augljóslega ekki ábatasamasta leiðin við veiðar Daði Már Kristófersson, fjármála- og efnahagsráðherra, segir að skýrslur hafi leitt í ljós að strandveiðikerfið hafi ekki verið brú fyrir nýliðun inn í aflamarkskerfið eins og vonast hafði verið til. Hann segir það augljósa staðreynd að ef strandveiðar væru ábatasamasta leiðin við að stunda veiðar væru allar hafnir fullar af trillum. Kannanir hafi þó sýnt að Íslendingar vilji að gætt sé jafnræðis milli sjónarmiða um hagræði og byggðasjónarmiða. 18. febrúar 2025 19:31 Mest lesið Ekki séð neitt þessu líkt á sínum fjörutíu ára ferli Innlent Sagði til myndbönd af Matthíasi að berja menn í tálbeituaðgerðum Innlent Grunaður hraðbankaþjófur nennti ekki með austur nóttina örlagaríku Innlent Mannskæð skotárás í skóla í Bandaríkjunum Erlent Glímdi við veikindi fyrir andlátið sem breyttu persónuleika hans Innlent Ekkja hins látna: „Hann var enginn barnaperri“ Innlent „Tesla er ekki málið til að standa í svona“ Innlent Vön því að hringja í fullorðna karlmenn á fölskum forsendum Innlent Til skoðunar að flytja Sjálfstæðisflokkinn úr Valhöll Innlent Heimsótti foreldra Matthíasar: Sagðist sjálfur hafa átt hugmynd að lögmannaskiptum Innlent Fleiri fréttir Sé hægt að gera byltingu í íslensku heilbrigðiskerfi Skólamál í Kópavogi: Bókun eftir bókun á fundi bæjarstjórnar Hafna „órökstuddum fullyrðingum“ Sigurðar Inga Þyrlan kölluð út vegna slasaðs manns í Gemludal Menningarráðherra skipaði son heilbrigðisráðherra í formannsstörf Vara við svikapóstum í þeirra nafni Bylting framundan en Landspítalinn þurfi að hlaupa hraðar Faðir plokksins kenndi ráðherra að plokka Gátu ekki opnað hraðbankann þrátt fyrir ítrekaðar tilraunir Kári Stefánsson í beinni, erfiður hraðbanki og Dönum ekki skemmt Óttuðust um ferðamenn sem sátu fastir í Markarfljóti Glímdi við veikindi fyrir andlátið sem breyttu persónuleika hans Hraðbankaþjófur játar sök Framlengja gæsluvarðhald yfir leiðbeinandanum um fjórar vikur Supu hveljur á fundi með ráðherra á Egilsstöðum Grunaður hraðbankaþjófur nennti ekki með austur nóttina örlagaríku Með mikla áverka og mjög kaldur þegar hann fannst Móðirin áfram í haldi og húsleit á Írlandi Til skoðunar að flytja Sjálfstæðisflokkinn úr Valhöll Losun Íslands jókst á öllum sviðum og langt í land með skuldbindingar Bylting í heilbrigðisþjónustu og áróður Bandaríkjamanna Vilja halda leiðbeinandanum áfram bak við lás og slá Kynna drög að nýrri stefnu í heilbrigðismálum Ekki séð neitt þessu líkt á sínum fjörutíu ára ferli Innbrot og slagsmál í miðborginni Segir dóminn áfellisdóm yfir seinagangi lögreglu í kynferðisbrotamálum Málafjöldi tvöfaldast milli ára: „Hálfur milljarður farinn nú þegar“ Heilbrigðisráðuneytið færir sig um set Enginn vilji taka ábyrgð á því hvenær eigi að loka Reynisfjöru Minntust þess ekki að hafa brennt tösku fyrir Stefán Blackburn Sjá meira
Í frumvarpinu sem lagt hefur verið fram bætist nýtt ákvæði við strandveiðilögin til bráðabirgða, sem kveður á um að vikið verði frá skyldu Fiskistofu til að stöðva veiðar þegar útlit er fyrir að leyfilegum hámarksafla verði náð. Í greinargerðinni segir að miðað við fjölda strandveiðibáta í sumar og veiðimynstur undanfarinna ára megi áætla að auka þurfi það aflamagn sem til ráðstöfunar er á strandveiðitímabilinu 2025. Til standi að færa aflaheimildir til innan 5,3 prósent kerfisins, og hugsanlega þurfi að gera breytingar á leyfilegum hámarksafla í hverri veiðiferð. Betra væri að fækka dögum Kjartan segir að hugmyndin sem viðruð er í greinargerðinni um að hugsanlega þurfi að minnka leyfilegan afla í hverri veiðiferð sé „arfavitlaus lausn, og engin lausn í rauninni.“ „Maður veltir því fyrir sér hvaðan þessi hugmynd kom, og af hverju það var einu sinni rætt að hafa hana í frumvarpinu, ég efast um að hún hafi komið frá ráðherra,“ segir hann. Það vekur athygli Kjartans að hugmyndin sé viðruð í greinargerðinni en ekkert sé um þetta að finna í frumvarpinu sjálfu. „Ég held að það komi ekki til þess að þetta verði gert. Hvers vegna þau viðra þessa hugmydn, ég hreinlega skil það ekki,“ segir hann. Betra væri að fækka strandveiðidögunum en að grípa til slíkra ráðstafana. „Þetta væri versta mögulega lausnin, kostnaður væri sá sami og olíunotkun sú sama og að ná í 774 kíló. Allur tilkostnaður yrði sá sami, minni afli fyrir sama kostnað, þannig þetta væri alveg það alversta í stöðunni,“ segir Kjartan. Frá höfninni á Hólmavík á Ströndum.Vísir/Vilhelm „Þetta verða aldrei nein tuttugu, þrjátíu þúsund tonn“ Kjartan segir það afar ólíklegt að heildarafli strandveiðanna verði tuttugu eða þrjátíu þúsund tonn eins og talað hefur verið um, fái bátarnir að veiða alla 48 daga tímabilsins. „Það kemur bara frá reiknistofu SFS og á ekki við nokkur einustu rök að styðjast,“ segir Kjartan. Hann segir að afli strandveiðanna hafi verið tuttugu prósent minni í maímánuði en á sama tíma í fyrra. „Ég hugsa að það stafi meðal annars vegna þes að menn hafa verið rólegri vitandi það að þeir fá þess 48 daga, og það hefur ekki verið sami sperringur að fara út í brælu bara af því maður veit ekki hvernig spilast úr vertíðinni,“ segir Kjartan. Ekki gott að senda reikninginn fram í tímann Í frumvarpinu segir að viðbótaraflamagn sem ráðherra ráðstafar til strandveiða skuli dragast frá því aflamagni sem dregið verður f´ra heildaraflamarki og lækka árlega. Það skuli að fullu fært til baka eigi síðar en á fiskveiðiárinu 2028/2029. Bergþór Ólason þingmaður Miðflokksins sagði að með þessu væri ríkisstjórnin að senda gúmmítékka á næstu ríkisstjórn, þar sem það stæði ekki til að jafna viðbótaraflamagnið út fyrr en á kjörtímabili næstu ríkisstjórnar. Kjartan Páll segist hafa áhyggjur af því að mögulegt viðbótaraflamagn eigi að draga úr aflamagni á næstu árum. Hann telur að Hanna Katrín atvinnuvegaráðherra vilji gefa sjálfri sér svigrúm til að „gera þetta almennilegt til frambúðar.“ „Um leið þá er það þannig að Hanna Katrín erfði ráðuneyti þar sem búið var að ráðstafa öllum fiskveiðiheimildum ársins, þannig það er svolítið erfitt fyrir hana að stíga inn í þetta þegar fiskveiðiárið er hálfnað og finna út úr þessu.“ „Ég trúi því að það sé vilji fyrir hendi hjá þessari ríkisstjórn að vinna betur að þessu máli.“ „Aðalpunkturinn í þessu er sá að hún var búin að lofa okkur 48 dögum í sumar, og ég sé ekki annað þarna en að hún ætli að standa við það. Það eru náttúrulega gleðilegar fréttir, en maður hefur áhyggjur af því hver er að ráðleggja henni ef ráðleggingarnar eru af þessum toga,“ segir Kjartan Páll.
Sjávarútvegur Ríkisstjórn Kristrúnar Frostadóttur Strandveiðar Tengdar fréttir Ráðherra skoðar frekari girðingar á strandveiðar Óheftar 48 daga strandveiðar í sumar gætu þýtt að heildarafli veiðanna fari fimmtán- til tuttugu þúsund tonnum fram úr því aflamagni sem ætlað er til veiðanna. Hanna Katrín Friðriksson atvinnuvegaráðherra segir liggja ljóst fyrir að gera þurfi einhverjar breytingar og horfa til þess að setja frekari girðingar til að tryggja sjálfbærni veiðanna. 29. apríl 2025 12:18 Ekki standi til að sækja strandveiðiheimildir í aflamarkskerfið Hanna Katrín Friðriksson atvinnuvegaráðherra segir að tillaga frá Fiskistofu um ákveðnar girðingar á strandveiðiheimildum sé til skoðunar. Einnig sé til skoðunar hvar sé hægt að auka veiðiheimildirnar, en það standi ekki til að færa veiðiheimildir frá „stóra pottinum.“ 5. maí 2025 23:58 Strandveiðar augljóslega ekki ábatasamasta leiðin við veiðar Daði Már Kristófersson, fjármála- og efnahagsráðherra, segir að skýrslur hafi leitt í ljós að strandveiðikerfið hafi ekki verið brú fyrir nýliðun inn í aflamarkskerfið eins og vonast hafði verið til. Hann segir það augljósa staðreynd að ef strandveiðar væru ábatasamasta leiðin við að stunda veiðar væru allar hafnir fullar af trillum. Kannanir hafi þó sýnt að Íslendingar vilji að gætt sé jafnræðis milli sjónarmiða um hagræði og byggðasjónarmiða. 18. febrúar 2025 19:31 Mest lesið Ekki séð neitt þessu líkt á sínum fjörutíu ára ferli Innlent Sagði til myndbönd af Matthíasi að berja menn í tálbeituaðgerðum Innlent Grunaður hraðbankaþjófur nennti ekki með austur nóttina örlagaríku Innlent Mannskæð skotárás í skóla í Bandaríkjunum Erlent Glímdi við veikindi fyrir andlátið sem breyttu persónuleika hans Innlent Ekkja hins látna: „Hann var enginn barnaperri“ Innlent „Tesla er ekki málið til að standa í svona“ Innlent Vön því að hringja í fullorðna karlmenn á fölskum forsendum Innlent Til skoðunar að flytja Sjálfstæðisflokkinn úr Valhöll Innlent Heimsótti foreldra Matthíasar: Sagðist sjálfur hafa átt hugmynd að lögmannaskiptum Innlent Fleiri fréttir Sé hægt að gera byltingu í íslensku heilbrigðiskerfi Skólamál í Kópavogi: Bókun eftir bókun á fundi bæjarstjórnar Hafna „órökstuddum fullyrðingum“ Sigurðar Inga Þyrlan kölluð út vegna slasaðs manns í Gemludal Menningarráðherra skipaði son heilbrigðisráðherra í formannsstörf Vara við svikapóstum í þeirra nafni Bylting framundan en Landspítalinn þurfi að hlaupa hraðar Faðir plokksins kenndi ráðherra að plokka Gátu ekki opnað hraðbankann þrátt fyrir ítrekaðar tilraunir Kári Stefánsson í beinni, erfiður hraðbanki og Dönum ekki skemmt Óttuðust um ferðamenn sem sátu fastir í Markarfljóti Glímdi við veikindi fyrir andlátið sem breyttu persónuleika hans Hraðbankaþjófur játar sök Framlengja gæsluvarðhald yfir leiðbeinandanum um fjórar vikur Supu hveljur á fundi með ráðherra á Egilsstöðum Grunaður hraðbankaþjófur nennti ekki með austur nóttina örlagaríku Með mikla áverka og mjög kaldur þegar hann fannst Móðirin áfram í haldi og húsleit á Írlandi Til skoðunar að flytja Sjálfstæðisflokkinn úr Valhöll Losun Íslands jókst á öllum sviðum og langt í land með skuldbindingar Bylting í heilbrigðisþjónustu og áróður Bandaríkjamanna Vilja halda leiðbeinandanum áfram bak við lás og slá Kynna drög að nýrri stefnu í heilbrigðismálum Ekki séð neitt þessu líkt á sínum fjörutíu ára ferli Innbrot og slagsmál í miðborginni Segir dóminn áfellisdóm yfir seinagangi lögreglu í kynferðisbrotamálum Málafjöldi tvöfaldast milli ára: „Hálfur milljarður farinn nú þegar“ Heilbrigðisráðuneytið færir sig um set Enginn vilji taka ábyrgð á því hvenær eigi að loka Reynisfjöru Minntust þess ekki að hafa brennt tösku fyrir Stefán Blackburn Sjá meira
Ráðherra skoðar frekari girðingar á strandveiðar Óheftar 48 daga strandveiðar í sumar gætu þýtt að heildarafli veiðanna fari fimmtán- til tuttugu þúsund tonnum fram úr því aflamagni sem ætlað er til veiðanna. Hanna Katrín Friðriksson atvinnuvegaráðherra segir liggja ljóst fyrir að gera þurfi einhverjar breytingar og horfa til þess að setja frekari girðingar til að tryggja sjálfbærni veiðanna. 29. apríl 2025 12:18
Ekki standi til að sækja strandveiðiheimildir í aflamarkskerfið Hanna Katrín Friðriksson atvinnuvegaráðherra segir að tillaga frá Fiskistofu um ákveðnar girðingar á strandveiðiheimildum sé til skoðunar. Einnig sé til skoðunar hvar sé hægt að auka veiðiheimildirnar, en það standi ekki til að færa veiðiheimildir frá „stóra pottinum.“ 5. maí 2025 23:58
Strandveiðar augljóslega ekki ábatasamasta leiðin við veiðar Daði Már Kristófersson, fjármála- og efnahagsráðherra, segir að skýrslur hafi leitt í ljós að strandveiðikerfið hafi ekki verið brú fyrir nýliðun inn í aflamarkskerfið eins og vonast hafði verið til. Hann segir það augljósa staðreynd að ef strandveiðar væru ábatasamasta leiðin við að stunda veiðar væru allar hafnir fullar af trillum. Kannanir hafi þó sýnt að Íslendingar vilji að gætt sé jafnræðis milli sjónarmiða um hagræði og byggðasjónarmiða. 18. febrúar 2025 19:31