Hverjir borga leikskólann í Kópavogi? Örn Arnarson skrifar 23. júní 2025 12:02 Samleik – samtökum foreldra leikskólabarna í Kópavogi vilja koma nokkrum hlutum á framfæri. Við í Samleik viljum þakka fyrir greinina sem birtist á Vísi frá Rakeli Ýr, aðstoðarleikskólastjóra í Álfaheiði, þar sem Kópavogsmódelið er útskýrt. Við erum sammála því að sum atriði í þjónustunni í Kópavogi eru mjög góð og það er ánægjulegt að deildir séu ekki lokaðar yfir árið eins og í mörgum nágrannasveitafélögum og að starfsfólki líði vel í vinnunni. En það má heldur ekki slá ryki í augu fólks og afvegaleiða umræðuna. Þrátt fyrir 30 gjaldfrjálsar klukkustundir, þá er staðreyndin sú að langflestir foreldrar þurfa á meira en því að halda og þar byrjar raunverulegur kostnaður. Yfir 70% foreldra í Kópavogi greiða dýru verði fyrir að börnin þeirra séu í leikskóla á venjulegum vinnudegi. Um 41,5% barna dvelja þar átta tíma eða meira, og meðalvistunartími er 7,3 klukkustundir. Þetta eru ekki „séróskir“ foreldra, heldur staðreyndin á vinnumarkaði. Þegar fulltrúi bæjarstjórnar, Andri Steinn Hilmarsson, var spurður af fréttamanni RÚV um hvort til stæði að lækka leikskólagjöld svaraði hann afdráttarlaust NEI að það kæmi ekki til greina. Það kemur ekkert til greina að létta undir með fólki og minnka hagnaðinn. Hins vegar er ljóst að hagnaður sveitarfélaganna er ekki eign opinberra fulltrúa, heldur skal honum skilað til neytenda aftur sem eru bæjarbúar. Það að lækka leikskólagjöld væri góð byrjun. Í þeim tilvikum þar sem foreldrar þurfa fulla vistun (sem flestir gera), þá stendur Kópavogur upp úr en ekki á jákvæðan hátt. Engin önnur sveitarfélög rukka jafn hátt gjald fyrir átta tíma vistun. Við í Samleik spyrjum: Hvernig getur bær með milljarða í hagnað réttlætt að vera með hæstu leikskólagjöld landsins? Af hverju njóta allar fjölskyldur ekki góðs af Kópavogsmódelinu? Af hverju er ekki horft til þess að lækka gjöldin fyrir þá sem þurfa raunverulega á þjónustunni að halda, í stað þess að láta þá bera byrðarnar? Því miður endurspeglar grein Rakelar Ýrar ekki stöðu allra foreldra í Kópavogi. Í stað þess að einblína á bestu mögulegu aðstæðurnar ætti að skoða hvað þessi stefna þýðir fyrir venjulegt foreldri í fullri vinnu, sem þarf að treysta á leikskóla til að sinna atvinnuþátttöku og framfærslu. Ég leyfi mér svo að vitna í niðurlag greinar Rakelar Ýrar sem starfar sem aðstoðarleikskólastjóri í Kópavogi. „Ég tel það vera á ábyrgð foreldra, sem hafa valið að eignast börnin (ekki annarra útsvarsgreiðenda) að borga að fyrir umönnun barna sinna, þegar þeir hafa mikilvægari erindum að sinna.“Þegar foreldrar nýta leikskólaþjónustu er það ekki bara fyrir þeirra þægindi – það er nauðsynleg forsenda atvinnuþátttöku, jafnræðis kynja og efnahagslegs stöðugleika. Að halda því fram að foreldrar eigi að bera allan kostnað við það af því þeir ‘völdu að eignast börn’ hunsar algerlega samfélagslega ábyrgð og langtíma ávinning allra af velferðarþjónustu fyrir börn. Þessi setning sýnir okkur að Rakel Ýr talar um að það sé ekki réttlætanlegt að skattpeningur fari í að styðja foreldra sem þurfa vistun á leikskólaplássi. Vonandi er þetta ekki skoðun þeirra sem ráða í Kópavogi eða útbreidd á meðal stjórnenda leikskóla. Þegar foreldrar nýta leikskólaþjónustu er það ekki bara fyrir þeirra þægindi – það er nauðsynleg forsenda atvinnuþátttöku, jafnræðis kynja og efnahagslegs stöðugleika. Að halda því fram að foreldrar eigi að bera allan kostnað við það, af því þeir völdu að eignast börn, hunsar algerlega samfélagslega ábyrgð og langtímaávinning allra af velferðarþjónustu fyrir börn. Við fögnum því að leikskólakerfið í Kópavogi sé sterkt á mörgum sviðum – en við viljum einnig sjá að sú þjónusta sé aðgengileg öllum, ekki bara þeim sem komast af með 30 klukkustundir. Við krefjumst þess að Kópavogur verði fyrirmynd annarra sveitarfélaga varðandi sanngjörn leikskólagjöld. Fyrir hönd Samleik Höfundur er formaður Samleik, samtaka foreldra leikskólabarna í Kópavogi. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Leikskólar Kópavogur Mest lesið Skrift er málið Guðbjörg Rut Þórisdóttir Skoðun Tvær leiðir færar til þess að skóli fyrir alla geti virkað Íris Björk Eysteinsdóttir Skoðun 1500 vanvirk ungmenni í Reykjavík Magnea Gná Jóhannsdóttir Skoðun Komið gott! Álfhildur Leifsdóttir,Hólmfríður Jennýjar Árnadóttir Skoðun Ástarsvik ein tegund ofbeldis gegn eldra fólki Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir Skoðun Örorkubyrði og örorkuframlag lífeyrissjóða Björgvin Jón Bjarnason Skoðun Sameiginlegt sundkort fyrir höfuðborgarsvæðið – löngu tímabært Þórdís Lóa Þórhallsdóttir Skoðun Frá Peking 1995 til 2025: Samstarf, framþróun og ný heimsskipan Karl Héðinn Kristjánsson Skoðun Hvað eiga kaffihúsin á 18. öld á Englandi og gervigreind sameiginlegt? Stefán Atli Rúnarsson Skoðun Lítil bleik slaufa kemur miklu til leiðar Halla Þorvaldsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Réttlæti hins sterka. Þegar vitleysan í dómsal slær allt út Jörgen Ingimar Hansson skrifar Skoðun Sameiginlegt sundkort fyrir höfuðborgarsvæðið – löngu tímabært Þórdís Lóa Þórhallsdóttir skrifar Skoðun Frá Peking 1995 til 2025: Samstarf, framþróun og ný heimsskipan Karl Héðinn Kristjánsson skrifar Skoðun Ástarsvik ein tegund ofbeldis gegn eldra fólki Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Lítil bleik slaufa kemur miklu til leiðar Halla Þorvaldsdóttir skrifar Skoðun Fræ menntunar – frá Froebel til Jung Kristín Magdalena Ágústsdóttir skrifar Skoðun 1500 vanvirk ungmenni í Reykjavík Magnea Gná Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Hvað eiga kaffihúsin á 18. öld á Englandi og gervigreind sameiginlegt? Stefán Atli Rúnarsson skrifar Skoðun Að hafa trú á samfélaginu Hjálmar Bogi Hafliðason skrifar Skoðun Sköpum samfélag fyrir börn Gunnar Salvarsson skrifar Skoðun Skrift er málið Guðbjörg Rut Þórisdóttir skrifar Skoðun Viltu hafa jákvæð áhrif þegar þú ferðast? Ásdís Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Tvær leiðir færar til þess að skóli fyrir alla geti virkað Íris Björk Eysteinsdóttir skrifar Skoðun Örorkubyrði og örorkuframlag lífeyrissjóða Björgvin Jón Bjarnason skrifar Skoðun Komið gott! Álfhildur Leifsdóttir,Hólmfríður Jennýjar Árnadóttir skrifar Skoðun Gervigreind er persónulegi kennarinn þinn – Lærum að læra upp á nýtt Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Gegn áætluðu kílómetragjaldi stjórnvalda á bifhjól Matthías Arngrímsson skrifar Skoðun Tillaga um hærri vörugjöld á mótorhjól er skref aftur á bak Unnar Már Magnússon skrifar Skoðun Hvernig hugsar þú um hreint vatn? Lovísa Árnadóttir skrifar Skoðun Takk Vigdís! Takk Guðni! Takk Halla! — Takk þjóð! Hjörtur Hjartarson skrifar Skoðun Blóðmerar - skeytingarleysi hinna þriggja valda Árni Stefán Árnason skrifar Skoðun Krefjandi tímar í veitingageiranum Einar Bárðarson skrifar Skoðun Má endalaust vera níðingur!! Arna Magnea Danks skrifar Skoðun Um pólitík óttans, öryggisvæðingu fólksflótta og hina ICElensku varðhaldsstöð Sema Erla Serdaroglu skrifar Skoðun Silfurfat Samfylkingarinnar Helgi Áss Grétarsson skrifar Skoðun Opið bréf til Jóhanns Páls Jóhannssonar umhverfis-, orku- og loftlagsráðherra Kolbrún Georgsdóttir skrifar Skoðun Fjármálabylting: Gervigreind og táknvæðing fyrir almenning Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar Skoðun Véfréttir og villuljós Þorsteinn Siglaugsson skrifar Skoðun „Fór í útkall“ Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Dagur náms- og starfsráðgjafar 2025: Faglegur stuðningur sem skiptir máli – fyrir einstaklinga og samfélagið Jónína Kárdal,Svandís Sturludóttir skrifar Sjá meira
Samleik – samtökum foreldra leikskólabarna í Kópavogi vilja koma nokkrum hlutum á framfæri. Við í Samleik viljum þakka fyrir greinina sem birtist á Vísi frá Rakeli Ýr, aðstoðarleikskólastjóra í Álfaheiði, þar sem Kópavogsmódelið er útskýrt. Við erum sammála því að sum atriði í þjónustunni í Kópavogi eru mjög góð og það er ánægjulegt að deildir séu ekki lokaðar yfir árið eins og í mörgum nágrannasveitafélögum og að starfsfólki líði vel í vinnunni. En það má heldur ekki slá ryki í augu fólks og afvegaleiða umræðuna. Þrátt fyrir 30 gjaldfrjálsar klukkustundir, þá er staðreyndin sú að langflestir foreldrar þurfa á meira en því að halda og þar byrjar raunverulegur kostnaður. Yfir 70% foreldra í Kópavogi greiða dýru verði fyrir að börnin þeirra séu í leikskóla á venjulegum vinnudegi. Um 41,5% barna dvelja þar átta tíma eða meira, og meðalvistunartími er 7,3 klukkustundir. Þetta eru ekki „séróskir“ foreldra, heldur staðreyndin á vinnumarkaði. Þegar fulltrúi bæjarstjórnar, Andri Steinn Hilmarsson, var spurður af fréttamanni RÚV um hvort til stæði að lækka leikskólagjöld svaraði hann afdráttarlaust NEI að það kæmi ekki til greina. Það kemur ekkert til greina að létta undir með fólki og minnka hagnaðinn. Hins vegar er ljóst að hagnaður sveitarfélaganna er ekki eign opinberra fulltrúa, heldur skal honum skilað til neytenda aftur sem eru bæjarbúar. Það að lækka leikskólagjöld væri góð byrjun. Í þeim tilvikum þar sem foreldrar þurfa fulla vistun (sem flestir gera), þá stendur Kópavogur upp úr en ekki á jákvæðan hátt. Engin önnur sveitarfélög rukka jafn hátt gjald fyrir átta tíma vistun. Við í Samleik spyrjum: Hvernig getur bær með milljarða í hagnað réttlætt að vera með hæstu leikskólagjöld landsins? Af hverju njóta allar fjölskyldur ekki góðs af Kópavogsmódelinu? Af hverju er ekki horft til þess að lækka gjöldin fyrir þá sem þurfa raunverulega á þjónustunni að halda, í stað þess að láta þá bera byrðarnar? Því miður endurspeglar grein Rakelar Ýrar ekki stöðu allra foreldra í Kópavogi. Í stað þess að einblína á bestu mögulegu aðstæðurnar ætti að skoða hvað þessi stefna þýðir fyrir venjulegt foreldri í fullri vinnu, sem þarf að treysta á leikskóla til að sinna atvinnuþátttöku og framfærslu. Ég leyfi mér svo að vitna í niðurlag greinar Rakelar Ýrar sem starfar sem aðstoðarleikskólastjóri í Kópavogi. „Ég tel það vera á ábyrgð foreldra, sem hafa valið að eignast börnin (ekki annarra útsvarsgreiðenda) að borga að fyrir umönnun barna sinna, þegar þeir hafa mikilvægari erindum að sinna.“Þegar foreldrar nýta leikskólaþjónustu er það ekki bara fyrir þeirra þægindi – það er nauðsynleg forsenda atvinnuþátttöku, jafnræðis kynja og efnahagslegs stöðugleika. Að halda því fram að foreldrar eigi að bera allan kostnað við það af því þeir ‘völdu að eignast börn’ hunsar algerlega samfélagslega ábyrgð og langtíma ávinning allra af velferðarþjónustu fyrir börn. Þessi setning sýnir okkur að Rakel Ýr talar um að það sé ekki réttlætanlegt að skattpeningur fari í að styðja foreldra sem þurfa vistun á leikskólaplássi. Vonandi er þetta ekki skoðun þeirra sem ráða í Kópavogi eða útbreidd á meðal stjórnenda leikskóla. Þegar foreldrar nýta leikskólaþjónustu er það ekki bara fyrir þeirra þægindi – það er nauðsynleg forsenda atvinnuþátttöku, jafnræðis kynja og efnahagslegs stöðugleika. Að halda því fram að foreldrar eigi að bera allan kostnað við það, af því þeir völdu að eignast börn, hunsar algerlega samfélagslega ábyrgð og langtímaávinning allra af velferðarþjónustu fyrir börn. Við fögnum því að leikskólakerfið í Kópavogi sé sterkt á mörgum sviðum – en við viljum einnig sjá að sú þjónusta sé aðgengileg öllum, ekki bara þeim sem komast af með 30 klukkustundir. Við krefjumst þess að Kópavogur verði fyrirmynd annarra sveitarfélaga varðandi sanngjörn leikskólagjöld. Fyrir hönd Samleik Höfundur er formaður Samleik, samtaka foreldra leikskólabarna í Kópavogi.
Hvað eiga kaffihúsin á 18. öld á Englandi og gervigreind sameiginlegt? Stefán Atli Rúnarsson Skoðun
Skoðun Sameiginlegt sundkort fyrir höfuðborgarsvæðið – löngu tímabært Þórdís Lóa Þórhallsdóttir skrifar
Skoðun Frá Peking 1995 til 2025: Samstarf, framþróun og ný heimsskipan Karl Héðinn Kristjánsson skrifar
Skoðun Hvað eiga kaffihúsin á 18. öld á Englandi og gervigreind sameiginlegt? Stefán Atli Rúnarsson skrifar
Skoðun Gervigreind er persónulegi kennarinn þinn – Lærum að læra upp á nýtt Sigvaldi Einarsson skrifar
Skoðun Um pólitík óttans, öryggisvæðingu fólksflótta og hina ICElensku varðhaldsstöð Sema Erla Serdaroglu skrifar
Skoðun Opið bréf til Jóhanns Páls Jóhannssonar umhverfis-, orku- og loftlagsráðherra Kolbrún Georgsdóttir skrifar
Skoðun Fjármálabylting: Gervigreind og táknvæðing fyrir almenning Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar
Skoðun Dagur náms- og starfsráðgjafar 2025: Faglegur stuðningur sem skiptir máli – fyrir einstaklinga og samfélagið Jónína Kárdal,Svandís Sturludóttir skrifar
Hvað eiga kaffihúsin á 18. öld á Englandi og gervigreind sameiginlegt? Stefán Atli Rúnarsson Skoðun