Týndu hermennirnir okkar Bryndís Haraldsdóttir skrifar 25. júní 2025 10:31 Í kjölfar svars utanríkisráðherra við fyrirspurn minni um herþjónustu íslenskra ríkisborgara vakna spurningar sem varða bæði öryggisstefnu Íslands og stöðu landsins innan alþjóðlegs varnarsamstarfs. Í ljós kemur að íslensk stjórnvöld hafa nær enga yfirsýn yfir þátttöku íslenskra ríkisborgara í herþjálfun og herþjónustu erlendis. Ráðuneytið býr aðeins yfir gögnum um fjölda umsókna í norskan herskóla, þar sem umsækjendur senda gögnin í gegnum utanríkisráðuneytið. Þegar þeim umsóknum hefur verið komið áfram, fer allt framhald, hvort umsækjandi fær inngöngu og hvaða starfsemi á sér stað eftir það, alfarið fram milli einstaklingsins og viðtökulandsins, án frekari aðkomu eða vitneskju íslenskra stjórnvalda. Þá hefur ráðuneytið enga vitneskju um hversu margir Íslendingar hafa tekið þátt í herþjónustu á átakasvæðum eða sinnt slíkri þjónustu erlendis almennt. Ísland hefur því enga heildstæða yfirsýn yfir þá einstaklinga sem hafa aflað sér menntunar og reynslu á sviði öryggis- og varnarmála. Ég tel það veikleika. Þrátt fyrir að Ísland sé herlaus þjóð berum við alþjóðlegar skuldbindingar, m.a. innan NATO, og stöndum frammi fyrir ört breytilegum öryggisáskorunum á borð við netógnir, náttúruhamfarir, almannavarnir og lofthelgisgæslu. Þekking og reynsla einstaklinga sem hafa starfað innan norrænna eða annarra vestrænna herja getur verið dýrmæt – hvort sem er í stefnumótun, viðbúnaði eða samstarfi við aðrar þjóðir. Það er einfaldlega ekki skynsamlegt að slíkir einstaklingar séu með engum hætti á ratsjá stjórnvalda eða að upplýsingar um þátttöku þeirra liggi hvergi fyrir. Ég hef lengi talað fyrir auknu norrænu samstarfi á sviði öryggis- og varnarmála, og viðrað hugmyndina um norrænan her byggðan á sameiginlegri ábyrgð og samstarfi – í takt við sameiginleg gildi og trausta samvinnu Norðurlanda. En til að Ísland geti tekið þátt í slíku samstarfi af ábyrgð og heilindum, verðum við að byggja upp eigin þekkingu og nýta þann mannauð sem þegar er til staðar. Skref í rétta átt væri að koma á yfirliti yfir íslenska ríkisborgara sem hafa lokið varnartengdu námi eða starfi erlendis og móta farveg fyrir samráð og tengsl við þá. Sú yfirsýn myndi styrkja innlendan mannauð í varnarmálum og treysta stöðu Íslands í alþjóðlegu öryggissamstarfi. Í öryggis- og varnarmálum getum við ekki leyft okkur að vera óupplýst eða óundirbúin. Höfundur er þingmaður Sjálfstæðisflokksins. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Bryndís Haraldsdóttir Öryggis- og varnarmál Hernaður Íslendingar erlendis Alþingi Mest lesið Heilbrigðiskerfi Íslands - landsbyggðin, lýðheilsa og lækningar Victor Guðmundsson Skoðun Falleg heimasíða — tóm kirkja Hilmar Kristinsson Skoðun Að fá óvæntan skatt í jólagjöf Tina Paic Skoðun Er komið að næsta skrefi í jafnréttisbaráttu kvenna? Guðmundur Ingi Þóroddsson Skoðun Ég á þetta ég má þetta Arnar Atlason Skoðun Ríkisstjórn Kristrúnar Frostadóttur grefur undan EES Diljá Mist Einarsdóttir Skoðun Framlög aukin til fjölmargra málaflokka Ragnar Þór Ingólfsson Skoðun Er ekki bara best að sleppa hagræðingu þegar kemur að líðan barna og ungmenna? Bjarnveig Birta Bjarnadóttir Skoðun Hækkaði Sjálfstæðisflokkurinn erfðafjárskatt um 6,3 milljarða? Þórður Snær Júlíusson Skoðun Erfðafjárskattur og vondir skattar Helgi Tómasson Skoðun Skoðun Skoðun Réttarríki barna: Færum tálmun úr geðþótta í lögbundið ferli Halldóra Lillý Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Kaffistofa Samhjálpar og minnstu bræður okkar Einar Baldvin skrifar Skoðun Erfðafjárskattur og vondir skattar Helgi Tómasson skrifar Skoðun Sagan um þorskinn og sjálfstæðið Svanur Guðmundsson skrifar Skoðun Hvatning til Seðlabankans um að slaka á lánþegaskilyrðum Halla Gunnarsdóttir,Sigurður Hannesson skrifar Skoðun Réttlæti í almannatryggingum Eggert Sigurbergsson skrifar Skoðun Veljum íslensk jólatré – styðjum skógrækt og umhverfið Ragnhildur Freysteinsdóttir skrifar Skoðun Er komið að næsta skrefi í jafnréttisbaráttu kvenna? Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Mikilvægi málumhverfis í leikskólum Kristín Kolbrún Waage Kolbeinsdóttir skrifar Skoðun Heilbrigðiskerfi Íslands - landsbyggðin, lýðheilsa og lækningar Victor Guðmundsson skrifar Skoðun Framlög aukin til fjölmargra málaflokka Ragnar Þór Ingólfsson skrifar Skoðun Er ekki bara best að sleppa hagræðingu þegar kemur að líðan barna og ungmenna? Bjarnveig Birta Bjarnadóttir skrifar Skoðun Hver á nektarmynd af þér? Lísa Margrét Gunnarsdóttir,Íris Björk Ágústsdóttir skrifar Skoðun Spörum við áfram aurinn og hendum krónunni? Kristján Ra. Kristjánsson skrifar Skoðun Ríkisstjórn Kristrúnar Frostadóttur grefur undan EES Diljá Mist Einarsdóttir skrifar Skoðun Samvirkni íslenskrar ferðaþjónustu mun fyrst nást með skemmtiferðaskipum Unnur Elva Arnardóttir,Emma Kjartansdóttir skrifar Skoðun Áhyggjur af stöðu tónlistarmenntunar á degi tónlistar Aron Örn Óskarsson,Edda Austmann,Sigrún Grendal skrifar Skoðun Hækkaði Sjálfstæðisflokkurinn erfðafjárskatt um 6,3 milljarða? Þórður Snær Júlíusson skrifar Skoðun Að fá óvæntan skatt í jólagjöf Tina Paic skrifar Skoðun Falleg heimasíða — tóm kirkja Hilmar Kristinsson skrifar Skoðun Samvera er heilsuefling Þröstur V. Söring skrifar Skoðun Skuldaskellir, nýr jólasveinn sveitarfélaga? Þuríður Harpa Sigurðardóttir skrifar Skoðun Fullveldi á okkar forsendum Guðrún Hafsteinsdóttir skrifar Skoðun Ferðaþjónustan er ekki vandamálið – hún heldur hjólum landsins gangandi Þórir Garðarsson skrifar Skoðun Gagnaver – reynsla frá Danmörku Hallgrímur Óskarsson skrifar Skoðun Ofbeldi barna og verkferlar Kennarasambandsins Ásdís Bergþórsdóttir skrifar Skoðun Móðurást milli rimlanna Rósa Líf Darradóttir,Darri Gunnarsson skrifar Skoðun Sögulegur dagur Inga Lind Karlsdóttir skrifar Skoðun Fræðsla, forvarnir og lög gegn stafrænu ofbeldi Kolbrún Halldórsdóttir skrifar Skoðun Hvaða öryggistæki á daginn í dag? Hrefna Sigurjónsdóttir skrifar Sjá meira
Í kjölfar svars utanríkisráðherra við fyrirspurn minni um herþjónustu íslenskra ríkisborgara vakna spurningar sem varða bæði öryggisstefnu Íslands og stöðu landsins innan alþjóðlegs varnarsamstarfs. Í ljós kemur að íslensk stjórnvöld hafa nær enga yfirsýn yfir þátttöku íslenskra ríkisborgara í herþjálfun og herþjónustu erlendis. Ráðuneytið býr aðeins yfir gögnum um fjölda umsókna í norskan herskóla, þar sem umsækjendur senda gögnin í gegnum utanríkisráðuneytið. Þegar þeim umsóknum hefur verið komið áfram, fer allt framhald, hvort umsækjandi fær inngöngu og hvaða starfsemi á sér stað eftir það, alfarið fram milli einstaklingsins og viðtökulandsins, án frekari aðkomu eða vitneskju íslenskra stjórnvalda. Þá hefur ráðuneytið enga vitneskju um hversu margir Íslendingar hafa tekið þátt í herþjónustu á átakasvæðum eða sinnt slíkri þjónustu erlendis almennt. Ísland hefur því enga heildstæða yfirsýn yfir þá einstaklinga sem hafa aflað sér menntunar og reynslu á sviði öryggis- og varnarmála. Ég tel það veikleika. Þrátt fyrir að Ísland sé herlaus þjóð berum við alþjóðlegar skuldbindingar, m.a. innan NATO, og stöndum frammi fyrir ört breytilegum öryggisáskorunum á borð við netógnir, náttúruhamfarir, almannavarnir og lofthelgisgæslu. Þekking og reynsla einstaklinga sem hafa starfað innan norrænna eða annarra vestrænna herja getur verið dýrmæt – hvort sem er í stefnumótun, viðbúnaði eða samstarfi við aðrar þjóðir. Það er einfaldlega ekki skynsamlegt að slíkir einstaklingar séu með engum hætti á ratsjá stjórnvalda eða að upplýsingar um þátttöku þeirra liggi hvergi fyrir. Ég hef lengi talað fyrir auknu norrænu samstarfi á sviði öryggis- og varnarmála, og viðrað hugmyndina um norrænan her byggðan á sameiginlegri ábyrgð og samstarfi – í takt við sameiginleg gildi og trausta samvinnu Norðurlanda. En til að Ísland geti tekið þátt í slíku samstarfi af ábyrgð og heilindum, verðum við að byggja upp eigin þekkingu og nýta þann mannauð sem þegar er til staðar. Skref í rétta átt væri að koma á yfirliti yfir íslenska ríkisborgara sem hafa lokið varnartengdu námi eða starfi erlendis og móta farveg fyrir samráð og tengsl við þá. Sú yfirsýn myndi styrkja innlendan mannauð í varnarmálum og treysta stöðu Íslands í alþjóðlegu öryggissamstarfi. Í öryggis- og varnarmálum getum við ekki leyft okkur að vera óupplýst eða óundirbúin. Höfundur er þingmaður Sjálfstæðisflokksins.
Er ekki bara best að sleppa hagræðingu þegar kemur að líðan barna og ungmenna? Bjarnveig Birta Bjarnadóttir Skoðun
Skoðun Réttarríki barna: Færum tálmun úr geðþótta í lögbundið ferli Halldóra Lillý Jóhannsdóttir skrifar
Skoðun Hvatning til Seðlabankans um að slaka á lánþegaskilyrðum Halla Gunnarsdóttir,Sigurður Hannesson skrifar
Skoðun Veljum íslensk jólatré – styðjum skógrækt og umhverfið Ragnhildur Freysteinsdóttir skrifar
Skoðun Heilbrigðiskerfi Íslands - landsbyggðin, lýðheilsa og lækningar Victor Guðmundsson skrifar
Skoðun Er ekki bara best að sleppa hagræðingu þegar kemur að líðan barna og ungmenna? Bjarnveig Birta Bjarnadóttir skrifar
Skoðun Samvirkni íslenskrar ferðaþjónustu mun fyrst nást með skemmtiferðaskipum Unnur Elva Arnardóttir,Emma Kjartansdóttir skrifar
Skoðun Áhyggjur af stöðu tónlistarmenntunar á degi tónlistar Aron Örn Óskarsson,Edda Austmann,Sigrún Grendal skrifar
Skoðun Hækkaði Sjálfstæðisflokkurinn erfðafjárskatt um 6,3 milljarða? Þórður Snær Júlíusson skrifar
Skoðun Ferðaþjónustan er ekki vandamálið – hún heldur hjólum landsins gangandi Þórir Garðarsson skrifar
Er ekki bara best að sleppa hagræðingu þegar kemur að líðan barna og ungmenna? Bjarnveig Birta Bjarnadóttir Skoðun