Það sem ekki má segja um það sem enginn vill sjá Viðar Hreinsson skrifar 2. júlí 2025 17:00 Við höfum horft á þjóðarmorð á Gaza í beinni útsendingu í bráðum tvö ár. Enn eru engin merki um að leiðtogar áhrifamestu ríkja á Vesturlöndum geri nokkuð til að stöðva það. Stuðningurinn við Ísrael virðist óskiljanlegur en á rætur í gegndarlausum áróðri síonista fyrir rétti til lands, landráni byggðu á trúarsetningum um Guðs útvöldu þjóð sem eru gróflega rasískar í eðli sínu og órafjarri allri sagnfræði og nútímaþekkingu. Önnur rót er í rasískri yfirburðahyggju nýlendustefnunnar, sem gerir ráð fyrir að megi fara með lifandi fólk eins og skepnur. Þessir þræðir koma saman í yfirlýsingum og orðræðu ísralskra stjórnvalda, en sumir ráðherrar landsins sæta ákærum fyrir alþjóðadómstólnum fyrir þjóðarmorð og eru þar með eftirlýstir. Afmennskunin er himinhrópandi. Þeir hafa talað um heilagan rétt til landhreinsunar, palestínufólk sem rottur og úrhrök, stimpla þau öll sem Hamasliða, segja fullum fetum að fólkið skuli hverfa frá Gaza. Önnur skýring á stuðningum er samansúrruð hagsmunatengsl og víðtæk ítök Ísraelsmanna á Vesturlöndum. Með orðum Craig Mokhiber, fyrrverandi mannréttindafulltrúa Sameinuðu þjóðanna og sérfræðings í alþjóðalögum um mannréttindi: „Í áratugi munu fræðimenn rannsaka hvernig lítið, kúgandi, erlent stjórnvald (Ísrael), byggt á djúpstæðum rasisma og í grundvallaratriðum ofbeldisfullri hugmyndafræði (Síonismi), náði svo mikilli stjórn á utanríkis- og innanríkisstefnu Bandaríkjanna, Bretlands, Þýskalands og nokkurra annarra vestrænna ríkja, sem neyddi þau til að hunsa hagsmuni eigin borgara, alþjóðalög og jafnvel grundvallarsiðferði, rupla eigin fjárhag og ráðast á eigin þjóðir, allt fyrir hönd þessa kúgandi erlenda stjórnvalds“ (Þýðing Hjálmtýs Heiðdal, sjá x-færslu). Þjóðverjar eru greinilega komnir í kunnugleg fótspor sem maður hefði aldrei getað ímyndað sér. Þjóðarmorð, þjóðernishreinsun, hvorugt orðið er of sterkt. Markmið og aðferðir Ísraels eru augljós, að hreinsa Gaza af fólki. Þeir þrýsta fólki smátt og smátt í æ þéttari og lífshættulegri tjaldbúðir nærri ströndinni – hefur nokkur minnst á útrýmingarbúðir? Nú harðna árásir dag frá degi með viðurstyggilegum fjöldamorðum, um og yfir hundrað drepin á dag, einkum konur og börn. Markmiðið virðist vera að gera svæðið algjörlega óbyggilegt. Vestrænir leiðtogar hafa ekkert gert sem hönd á festir, nema í besta falli mjálmað um að þetta sé nú ljótt af Ísrael að gera svona. Þeir lýsa vissulega yfir andúð á stríðinu, sennilega til þess eins að tryggja sér sæti réttu megin þegar dómar sögunnar falla í framtíðinni um sinnuleysi gagnvart viðbjóðslegasta glæp gegn mannkyni sem framinn hefur verið á þessari öld. Nýlega flöðruðu þeir hver í kapp við annan upp um einn allraversta þjóðarmorðingjann, sem burtséð frá siðblindunni er léleg strategía. Vopnaiðnaðurinn græðir og ýmislegt annað. Francesca Albanese, sérstakur erindreki Sameinuðu þjóðanna um mannréttindi á herteknum svæðum Palestínu, ræðir það meðal annars í þessu viðtali og nú var að koma út skýrsla hennar um hagnað stórfyrirtækja af ólöglegu hernámi, aðskilnaðarstefnu og nú síðast þjóðarmorði gagnvart Palestínufólki. Þar má sjá Amazon, Microsoft, Caterpillar, Hyundai og fjölda annarra. Vanheilagt bandalag stjórnmála og viðskipta heldur þessum viðbjóði gangandi. Siðferðilegt og menningarlegt skipbrot Vesturlanda verður æ augljósara, ekki verður dýpra sokkð í fen siðleysis og mannfyrirlitningar þegar þjóðarmorð er hagnaðardrifið. Hagnaður hefur lengi yfirskyggt allt siðferði en þetta verður að vera endastöðin. Sterk rök eru fyrir því að draga ýmis vestræn fyrirmenni fyrir alþjóðadómstólinn fyrir samsekt í þjóðarmorði. Þau leika sína pólitísku leiki á grunni rótgróinnar samstöðu nýlendustefnunnar með Ísrael, gersneydd skynbragði á líf þess hversdagsfólks sem ráðskast er með. Það er umhugsunarvert, að hugtök eins og mannúð, samkennd, samlíðan og kærleikur fá nánast aldrei inni í firrtri pólitískri umræðu. Samt býst ég við að meirihluti vestrænna pólitíkusa þykist játa þá trú sem hefur kærleiksboðskap í kjarnanum. Firring og skortur á jarðsambandi stjórnmálamanna hefur líklega aldrei verið meira himinhrópandi en nú. Það eina sem stöðvað getur morðæðið eru beinar, harðar þvingunaraðgerðir gegn Ísrael, algjört samskipta- og viðskiptabann, vopnasölubann framar öllu öðru, sniðganga og takmörkun á stjórnmálasambandi. Þá þarf að styðja kæru Suður-Afríku á hendur Ísrael fyrir Alþjóðadómstólnum vegna þjóðarmorðs. Aðeins Spánn, Slóvenía, Írland og Noregur sýna einhvern lit, Ísland kemur í humátt á eftir þeim en betur má ef duga skal. Samspil útrýmingar og skeytingarleysis er fyrir löngu orðin slíkt að fólk er orðlaust, engin orð ná yfir afmennskunina, útpælda mannvonsku og grimmd ísraelskra stjórnvalda og hers, og ólýsanlegar þjáningar fórnarlambanna. Öll tiltæk orð eru of veik, of veikburða. Hvað er hægt að segja um hátt í 57.000 myrt, 14.000 týnd, rúm 134.000 særð, líkamshluta fljúgandi um loftið í sprengjuárásum, t.d. þegar Ísraelsher sprengdi upp barnaafmæli á kaffihúsi og drap 39 manns, sífelldar árásir á sjúkrahús, limlest börn og skort á deyfingu í aðgerðum, morð á blaðamönnum, sjúkraflutningafólki. Tugir barna, ef ekki hundruð, eru dáin úr hungri. Í gær, þriðjudag var 23 manna stórfjölskylda myrt í einni árás, meirihlutinn börn. Allt að vandlega yfirlögðu ráði. Kannski lagðist yfirveguð mannfyrirlitning lægst þegar stöðvaður var innflutningur á mjólkurdufti fyrir kornabörn sem verður til þess að fjöldi þeirra deyr. Samt erum við nokkuð mörg sem reynum að horfast í augu við þennan veruleika sem ekki hverfur, hversu fast sem augunum er lokað. Við styðjum við dálítinn hóp fólks á Gaza, lítið brot heildarfjöldans en það er betra að bjarga einhverjum en engum. Þetta er líflína, stuðningur sem fer fram í gegnum vináttu á Facebook en við reynum líka að mótmæla og hafa áhrif á stjórnvöld, með litlum árangri. Ekkert gerist nema mun fleiri láti í sér heyra og mótmæli á allan hugsanlegan hátt. Og styðji við fólk á Gaza. Skeytingarleysið og vanmætti til að hafa áhrif er yfirþyrmandi, en þetta starf hefur dafnað og orðið skilvirkara. Þekking á svæðinu og ástandinu hefur vaxið með þessum vinaböndum, kynnum við blaðamenn á Gaza og auknu samráði innan hópsins. Ómetanleg vinabönd hafa myndast. Og nú hefur verið stofnað sérstakt almannaheillafélag, Vonarbrú, sem styður fólk á Gaza og framlög eru frádráttarbær til skatts. Kristín S. Bjarnadóttir hjúkrunarfræðingur á Svalbarðsströnd handan Akureyrar stofnaði félagið með aðstoð góðs fólks. Vonarbrúin fer vel af stað og ég hef það á tilfinningunni að fólki fjölgi töluvert sem leggur fram stuðning. Það er erfitt að fylgjast með raunum fólks á Gaza. Við tökum við og miðlum óbærilegum lýsingum, kveinstöfum, hungri, sorg en um leið mannlegri reisn og þolgæði. Ég spjalla daglega og oft á dag við sumt fólk og flesta daga við annað. Stundum á ég myndbandssamtöl, með flugvélagný og sprengingar í baksýn, og sé þjáningadrætti og vanheilsu í andlitum, dökka bauga um augu, en um leið bros og æðruleysi sem ég hreinlega skil ekki. Þessa dagana kveljast þau undir steikjandi sólarhita og skortir allt, allar nauðsynjar, og rýmingarskipanir dynja á fólki norðantil. Þau vakna að morgni við flugir sem sveima í kringum þau og vekja þau. Það er steikjandi hiti í tjöldunum og þau kveikja heilsuspillandi opinn eld til matseldar sé einhver matur til, jafnvel skemmdur. Þá þarf að slkja vatn, oft langar leiðir, huga að þvotti og viðgerðum á fötum. Um hádegi er hitinn orðinn óbærilegur því engin er loftkælingin vegna rafmagnsleysis. Salernin eru skítug. Þjófnaðir og ofbeldi hafa færst í aukana og verð á matvælum og öðrum nauðsynjum er himinhátt. Fólk sólbrennur og börnin komast ekki í skóla. Búið er í tjöldum og hálfhrundum húsum. Í síðustu viku lagði ég framlag inn á söfnunarsíðu vinkonu seint um kvöld. Morguninn eftir komu þakkir, með þessari viðbót: „Ég verð að segja þér að okkur líður hreint ekki vel. Í nótt var tjald rétt hjá okkur sprengt. Það var mikil sprenging og átta manns dóu.“ Það var þrjátíu metra frá tjaldi hennar og tjaldi systur hennar. Ég hafði talað við þær og börn þeirra í mynd fyrr í vikunni og þá var glatt á hjalla. „Hjartað í mér stöðvaðist næstum af hræðslu“ bætti hún við og gaf svo nánari upplýsingar, tíu píslarvottar dóu, flest konur og börn. Önnur vinkona mín býr í óhrjálegu húsi með sínu fólki, 17 manns í allt. Hún sefur varla nema 3 tíma á nóttu vegna stöðugra loftárása allt í kring, veit ekki hvenær röðin kemur að húsinu þar sem hún býr. Hún kennir börnum í sjálfboðavinnu, sér um veika foreldra og slasaðan bróður, nýkomin með hann af sjúkrahúsi úr skoðun, stöðugt að afla fjár og reyna að finna heilnæman mat sem hún hefur sjaldnast efni á .... „Flugvélarnar eru að skjóta brjálæðislega á okkur“ sagði hún akkúrat þegar þessi orð voru skrifuð og hún sendir mér öðru hvoru óhugnanlegar hljóðupptökur af flugvéladyn og sprengingum. Og nú nokkrum dögum síðar kom rýmingarskipun, fólk skuli fara í suður, og hún segir „Eldbelti. Hryllingur. Það er ekki víst að við lifum af í þetta skipti.“ Hún lifði af, er enn í húsinu upp á von og óvon því fjölskyldan er ekki ferðafær, vegna veikinda og þróttleysis af hungri. Og í dag kom önnur rýmingarskipun. Í vikunni sem leið var ég líka að tala við unga konu þegar langt var komið fram á nótt hjá henni, því hún gat ekki sofið vegna hávaða frá sjúkrabílum. Skotárás hafði verið gerð við eina dauðagildruna í nágrenninu, ein viðbjóðslegasta árásin af því tagi, og verið að flytja myrt fólk og slasað á spítala rétt hjá. Ungur bróðir hennar fór á spítalann að athuga hvort þau þekktu einhvern af hinum myrtu eða særðu. Hann kom til baka í öngum sínum, hafði samband við mig og sendi skelfilegar myndir af mörgum, blóðugum líkum ungra manna. Í gærkvöldi (þriðjudagskvöld) var sagan nánast endurtekin, systirin var heima í tjaldinu, pilturinn fór á dauðagildrustað og þær heyrðu skothríð og sprengingar. Móðir þeirra þjökuð af áhyggjum en hann skilaði sér. 11 voru drepnir á fjöldahjálparstöðinni svokölluðu og 84 særðir. Einn ungur vinur minn hefur fengið í sig sprengjubrot og gat er á tjaldi fjölskyldu hans efir byssukúlu. Fólk er niðurbrotið, hungrið dregur úr því mátt, Foreldrar neita sér um mat svo börnin nærist betur, fólk hefur ekki efni á lífsnauðsynlegum lyfjum, örvæntingin vex, vonleysið, sorgin yfir að heimurinn gleymi þeim, stundum óska þau eftir einni öflugri sprengju sem bindi endi á allt. Alvarleg veikindi barna ágerast vegna næringarleysis. Allt er þetta afleiðing af þaulskipulögðum aðferðum Ísraela. Árásirnar á dauðagildrurnar sem kallaðar eru hjálparstöðvar eru markvissar, til að draga sálarþrekið úr fólki. Og nú er komið í ljós að hermönnum er skipað að skjóta fólkið. Þetta eru fullkomlega manngerðar hörmungar, skilgetið afkvæmi hagsmuna og hugmynda sem verið hafa á kreiki á Vesturlöndum undanfarnar aldir. Leiðtogar Vesturlanda vita þetta en loka þó augunum. Fréttaflutningur er dræmur og oft hallur undir Ísrael svo grunsemdir vakna um að það sé ekki eingöngu afleiðing af massífum áróðri Ísraels í áratugi heldur hljóti ítök þeirra víða að vera meiri á mörgum sviðum. Að vita hvað er að gerast en gera ekkert er siðlaus samsekt. Vonarglæta felst í því að Palestínufólk er að eignast rödd smátt og smátt og nýtur vaxandi stuðnings. Til dæmis heyrðust raddir þeirra á í 18 blaðsíðna umfjöllun í Heimildinni 16-22 maí sl. Ísrael hefur mótað einhliða mynd Vesturlanda af átökunum en það er að breytast. Æ fleiri sjá greinilega nýlendukúgunina, aðskilnaðarstefnuna, þjóðarmorðið, stríðsglæpina, og vitfirrta afmennskun. Fjöldamótmælum vex ásmegin um allan heim og æ fleiri listamenn sýna kjark til að mótmæla svo ráðamenn fara á taugum, nú síðast garmurinn Starmer yfir sprækum röppurum á Glastonbury tónlistarhátíðinni. Fólk er að átta sig á að með framgöngu Ísraels og eindregnum stuðningi Vesturlanda er verið að kippa siðferðisgrundvelli undan okkur, hrekja samfélög út á berangur gerræðis og grimmdar. Þar er siðferðishrunið og endalokin. Þakklæti vina okkar á Gaza yljar okkur um hjartarætur og samskiptin, þó erfið séu, auðga líf okkar. Þeim hefur löngum liðið eins og þau séu ein í heiminum, að öllum sé sama um þau og því skiptir samkennd og samlíðan þau miklu. Við hlustum, fræðumst, gefum þeim rödd, og sýnum þeim að hversdagsfólki hér á landi er ekki sama, þótt stjórnmálafólki sé það, með því að gefa í safnanir fólksins eða gefa í Vonarbrúna, jafnvel vingast við fólk á Gaza, þau bíta ekki. Það er hægt að fikra sig smátt og smátt inn í þessa veröld, gefa sér hæfilegan tíma til þess og kynnast fólki. Fjöldi fólks á í miklum samskiptum á Facebook, fyrir utan sjálfan mig læt ég duga að nefna Guðnýju Gústafsdóttur og Kristínu S. Bjarnadóttur. Við erum öll auðfundin á Facebook og um leið og farið er að skoða birtast miklu fleiri vinir, bæði hér á landi og á Gaza. Það er líka óhætt að hafa samband við okkur til að fá upplýsingar. Þá má finna rithöfunda og blaðamenn sem miðla fréttum nánast jafnóðum og þær gerast, t.d. Mosab Abu Toha og Fadel Mohamed. Meðfram þeirri aðstoð sem hér er lýst er brýnt að margfalda þrýsting á stjórnvöld til að grípa til raunverulegra, beinna aðgerða til að stöðva þjóðarmorðið og þá óheillaþróun sem það er hluti af. Það er til að mynda hægt með því að mæta á mótmæli, senda tölvupósta, hafa beint samband við stjórnmálamenn, skrifa greinar og pósta á samfélagsmiðla. Ég skora á alla sem vettlingi geta valdið að leggja lið. Höfundur er bókmenntafræðingur Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Viðar Hreinsson Palestína Átök í Ísrael og Palestínu Mest lesið Krónan, Nettó, Hagkaup, Bónus - það er kominn tími á formlega sniðgöngu Helen Ólafsdóttir Skoðun Það sem ekki má segja um það sem enginn vill sjá Viðar Hreinsson Skoðun Þingmenn auðvaldsins Karl Héðinn Kristjánsson Skoðun Ójafnvægi í jöfnunarkerfinu Anna Sigríður Guðnadóttir,Halla Karen Kristjánsdóttir,Lovísa Jónsdóttir Skoðun Af hverju er verðbólga ennþá svona há? Ólafur Margeirsson Skoðun Málþófið er séríslenskt Bryndís Haraldsdóttir Skoðun Listin að verða fullkomlega ósammála sjálfri sér á mettíma Þórður Snær Júlíusson Skoðun Sól, sumar og símafriður: 10 ráð varðandi skjánotkun í sumarfríinu Anna Laufey Stefánsdóttir,Kristín Ólöf Grétarsdóttir,Skúli Bragi Geirdal Skoðun Sósíalistaflokkurinn heimilislaus - hvað næst? Trausti Breiðfjörð Magnússon Skoðun 80.000 manna klóakrennsli í Dýrafjörð í boði Arctic Fish Jón Kaldal Skoðun Skoðun Skoðun Ójafnvægi í jöfnunarkerfinu Anna Sigríður Guðnadóttir,Halla Karen Kristjánsdóttir,Lovísa Jónsdóttir skrifar Skoðun Það sem ekki má segja um það sem enginn vill sjá Viðar Hreinsson skrifar Skoðun Krónan, Nettó, Hagkaup, Bónus - það er kominn tími á formlega sniðgöngu Helen Ólafsdóttir skrifar Skoðun Löggæslumál og aðstöðuleysi í Búðardal – ákall um viðbragð og aðgerðir Björn Bjarki Þorsteinsson skrifar Skoðun Listin að verða fullkomlega ósammála sjálfri sér á mettíma Þórður Snær Júlíusson skrifar Skoðun Þingmenn auðvaldsins Karl Héðinn Kristjánsson skrifar Skoðun Arðgreiðslur í sjávarútvegi: Staðreyndir gegn fullyrðingum Elliði Vignisson skrifar Skoðun Verðugur bandamaður? Steinar Harðarson skrifar Skoðun Við þurfum nýja sýn á stjórnmál okkar - Mamdani-sýn Hlynur Már Vilhjálmsson skrifar Skoðun Sósíalistaflokkurinn heimilislaus - hvað næst? Trausti Breiðfjörð Magnússon skrifar Skoðun Rán um hábjartan dag Guðbergur Egill Eyjólfsson skrifar Skoðun Af hverju er verðbólga ennþá svona há? Ólafur Margeirsson skrifar Skoðun Sól, sumar og símafriður: 10 ráð varðandi skjánotkun í sumarfríinu Anna Laufey Stefánsdóttir,Kristín Ólöf Grétarsdóttir,Skúli Bragi Geirdal skrifar Skoðun Uppbygging hjúkrunarheimila Jónína Björk Óskarsdóttir skrifar Skoðun Jafnrétti grundvallarforsenda friðar og öryggis í heiminum Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Með skynsemina að vopni Anton Guðmundsson skrifar Skoðun Af hverju er ekki 100 klst. málþóf á Alþingi um alvarlega stöðu barna? Grímur Atlason skrifar Skoðun Knattspyrna kvenna í hálfa öld – þakkir til Eggerts Magnússonar Ingibjörg Hinriksdóttir skrifar Skoðun 80.000 manna klóakrennsli í Dýrafjörð í boði Arctic Fish Jón Kaldal skrifar Skoðun Malað dag eftir dag eftir dag Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Að velja friðinn fram yfir réttlætið Þórdís Hólm Filipsdóttir skrifar Skoðun Af nashyrningum og færni - hvernig sköpum við verðmæti til framtíðar? Guðrún Högnadóttir skrifar Skoðun Hvað er þetta græna? Karlinn er að spræna Jóhanna Jakobsdóttir skrifar Skoðun Heilbrigðisþjónusta á krossgötum? Einar Magnússon,Gunnar Alexander Ólafsson skrifar Skoðun Frestur til að skila athugasemdum við nýtt deiliskipulag Heiðmerkur að renna út Einar Sveinbjörn Guðmundsson skrifar Skoðun Stjórnarandstaðan hindrar kjarabætur Rúnar Sigurjónsson skrifar Skoðun Af hverju útiloka Ísrael frá Eurovision eins og Rússland? Stefán Jón Hafstein skrifar Skoðun Lífeyrir skal fylgja launum Jónína Björk Óskarsdóttir skrifar Skoðun Fánar, tákn og blómabreiður: „Enginn bjó á Íslandi fyrr en einhver kom“ Meyvant Þórólfsson skrifar Skoðun Hvernig er staða lesblindra á Íslandi? Guðmundur S. Johnsen skrifar Sjá meira
Við höfum horft á þjóðarmorð á Gaza í beinni útsendingu í bráðum tvö ár. Enn eru engin merki um að leiðtogar áhrifamestu ríkja á Vesturlöndum geri nokkuð til að stöðva það. Stuðningurinn við Ísrael virðist óskiljanlegur en á rætur í gegndarlausum áróðri síonista fyrir rétti til lands, landráni byggðu á trúarsetningum um Guðs útvöldu þjóð sem eru gróflega rasískar í eðli sínu og órafjarri allri sagnfræði og nútímaþekkingu. Önnur rót er í rasískri yfirburðahyggju nýlendustefnunnar, sem gerir ráð fyrir að megi fara með lifandi fólk eins og skepnur. Þessir þræðir koma saman í yfirlýsingum og orðræðu ísralskra stjórnvalda, en sumir ráðherrar landsins sæta ákærum fyrir alþjóðadómstólnum fyrir þjóðarmorð og eru þar með eftirlýstir. Afmennskunin er himinhrópandi. Þeir hafa talað um heilagan rétt til landhreinsunar, palestínufólk sem rottur og úrhrök, stimpla þau öll sem Hamasliða, segja fullum fetum að fólkið skuli hverfa frá Gaza. Önnur skýring á stuðningum er samansúrruð hagsmunatengsl og víðtæk ítök Ísraelsmanna á Vesturlöndum. Með orðum Craig Mokhiber, fyrrverandi mannréttindafulltrúa Sameinuðu þjóðanna og sérfræðings í alþjóðalögum um mannréttindi: „Í áratugi munu fræðimenn rannsaka hvernig lítið, kúgandi, erlent stjórnvald (Ísrael), byggt á djúpstæðum rasisma og í grundvallaratriðum ofbeldisfullri hugmyndafræði (Síonismi), náði svo mikilli stjórn á utanríkis- og innanríkisstefnu Bandaríkjanna, Bretlands, Þýskalands og nokkurra annarra vestrænna ríkja, sem neyddi þau til að hunsa hagsmuni eigin borgara, alþjóðalög og jafnvel grundvallarsiðferði, rupla eigin fjárhag og ráðast á eigin þjóðir, allt fyrir hönd þessa kúgandi erlenda stjórnvalds“ (Þýðing Hjálmtýs Heiðdal, sjá x-færslu). Þjóðverjar eru greinilega komnir í kunnugleg fótspor sem maður hefði aldrei getað ímyndað sér. Þjóðarmorð, þjóðernishreinsun, hvorugt orðið er of sterkt. Markmið og aðferðir Ísraels eru augljós, að hreinsa Gaza af fólki. Þeir þrýsta fólki smátt og smátt í æ þéttari og lífshættulegri tjaldbúðir nærri ströndinni – hefur nokkur minnst á útrýmingarbúðir? Nú harðna árásir dag frá degi með viðurstyggilegum fjöldamorðum, um og yfir hundrað drepin á dag, einkum konur og börn. Markmiðið virðist vera að gera svæðið algjörlega óbyggilegt. Vestrænir leiðtogar hafa ekkert gert sem hönd á festir, nema í besta falli mjálmað um að þetta sé nú ljótt af Ísrael að gera svona. Þeir lýsa vissulega yfir andúð á stríðinu, sennilega til þess eins að tryggja sér sæti réttu megin þegar dómar sögunnar falla í framtíðinni um sinnuleysi gagnvart viðbjóðslegasta glæp gegn mannkyni sem framinn hefur verið á þessari öld. Nýlega flöðruðu þeir hver í kapp við annan upp um einn allraversta þjóðarmorðingjann, sem burtséð frá siðblindunni er léleg strategía. Vopnaiðnaðurinn græðir og ýmislegt annað. Francesca Albanese, sérstakur erindreki Sameinuðu þjóðanna um mannréttindi á herteknum svæðum Palestínu, ræðir það meðal annars í þessu viðtali og nú var að koma út skýrsla hennar um hagnað stórfyrirtækja af ólöglegu hernámi, aðskilnaðarstefnu og nú síðast þjóðarmorði gagnvart Palestínufólki. Þar má sjá Amazon, Microsoft, Caterpillar, Hyundai og fjölda annarra. Vanheilagt bandalag stjórnmála og viðskipta heldur þessum viðbjóði gangandi. Siðferðilegt og menningarlegt skipbrot Vesturlanda verður æ augljósara, ekki verður dýpra sokkð í fen siðleysis og mannfyrirlitningar þegar þjóðarmorð er hagnaðardrifið. Hagnaður hefur lengi yfirskyggt allt siðferði en þetta verður að vera endastöðin. Sterk rök eru fyrir því að draga ýmis vestræn fyrirmenni fyrir alþjóðadómstólinn fyrir samsekt í þjóðarmorði. Þau leika sína pólitísku leiki á grunni rótgróinnar samstöðu nýlendustefnunnar með Ísrael, gersneydd skynbragði á líf þess hversdagsfólks sem ráðskast er með. Það er umhugsunarvert, að hugtök eins og mannúð, samkennd, samlíðan og kærleikur fá nánast aldrei inni í firrtri pólitískri umræðu. Samt býst ég við að meirihluti vestrænna pólitíkusa þykist játa þá trú sem hefur kærleiksboðskap í kjarnanum. Firring og skortur á jarðsambandi stjórnmálamanna hefur líklega aldrei verið meira himinhrópandi en nú. Það eina sem stöðvað getur morðæðið eru beinar, harðar þvingunaraðgerðir gegn Ísrael, algjört samskipta- og viðskiptabann, vopnasölubann framar öllu öðru, sniðganga og takmörkun á stjórnmálasambandi. Þá þarf að styðja kæru Suður-Afríku á hendur Ísrael fyrir Alþjóðadómstólnum vegna þjóðarmorðs. Aðeins Spánn, Slóvenía, Írland og Noregur sýna einhvern lit, Ísland kemur í humátt á eftir þeim en betur má ef duga skal. Samspil útrýmingar og skeytingarleysis er fyrir löngu orðin slíkt að fólk er orðlaust, engin orð ná yfir afmennskunina, útpælda mannvonsku og grimmd ísraelskra stjórnvalda og hers, og ólýsanlegar þjáningar fórnarlambanna. Öll tiltæk orð eru of veik, of veikburða. Hvað er hægt að segja um hátt í 57.000 myrt, 14.000 týnd, rúm 134.000 særð, líkamshluta fljúgandi um loftið í sprengjuárásum, t.d. þegar Ísraelsher sprengdi upp barnaafmæli á kaffihúsi og drap 39 manns, sífelldar árásir á sjúkrahús, limlest börn og skort á deyfingu í aðgerðum, morð á blaðamönnum, sjúkraflutningafólki. Tugir barna, ef ekki hundruð, eru dáin úr hungri. Í gær, þriðjudag var 23 manna stórfjölskylda myrt í einni árás, meirihlutinn börn. Allt að vandlega yfirlögðu ráði. Kannski lagðist yfirveguð mannfyrirlitning lægst þegar stöðvaður var innflutningur á mjólkurdufti fyrir kornabörn sem verður til þess að fjöldi þeirra deyr. Samt erum við nokkuð mörg sem reynum að horfast í augu við þennan veruleika sem ekki hverfur, hversu fast sem augunum er lokað. Við styðjum við dálítinn hóp fólks á Gaza, lítið brot heildarfjöldans en það er betra að bjarga einhverjum en engum. Þetta er líflína, stuðningur sem fer fram í gegnum vináttu á Facebook en við reynum líka að mótmæla og hafa áhrif á stjórnvöld, með litlum árangri. Ekkert gerist nema mun fleiri láti í sér heyra og mótmæli á allan hugsanlegan hátt. Og styðji við fólk á Gaza. Skeytingarleysið og vanmætti til að hafa áhrif er yfirþyrmandi, en þetta starf hefur dafnað og orðið skilvirkara. Þekking á svæðinu og ástandinu hefur vaxið með þessum vinaböndum, kynnum við blaðamenn á Gaza og auknu samráði innan hópsins. Ómetanleg vinabönd hafa myndast. Og nú hefur verið stofnað sérstakt almannaheillafélag, Vonarbrú, sem styður fólk á Gaza og framlög eru frádráttarbær til skatts. Kristín S. Bjarnadóttir hjúkrunarfræðingur á Svalbarðsströnd handan Akureyrar stofnaði félagið með aðstoð góðs fólks. Vonarbrúin fer vel af stað og ég hef það á tilfinningunni að fólki fjölgi töluvert sem leggur fram stuðning. Það er erfitt að fylgjast með raunum fólks á Gaza. Við tökum við og miðlum óbærilegum lýsingum, kveinstöfum, hungri, sorg en um leið mannlegri reisn og þolgæði. Ég spjalla daglega og oft á dag við sumt fólk og flesta daga við annað. Stundum á ég myndbandssamtöl, með flugvélagný og sprengingar í baksýn, og sé þjáningadrætti og vanheilsu í andlitum, dökka bauga um augu, en um leið bros og æðruleysi sem ég hreinlega skil ekki. Þessa dagana kveljast þau undir steikjandi sólarhita og skortir allt, allar nauðsynjar, og rýmingarskipanir dynja á fólki norðantil. Þau vakna að morgni við flugir sem sveima í kringum þau og vekja þau. Það er steikjandi hiti í tjöldunum og þau kveikja heilsuspillandi opinn eld til matseldar sé einhver matur til, jafnvel skemmdur. Þá þarf að slkja vatn, oft langar leiðir, huga að þvotti og viðgerðum á fötum. Um hádegi er hitinn orðinn óbærilegur því engin er loftkælingin vegna rafmagnsleysis. Salernin eru skítug. Þjófnaðir og ofbeldi hafa færst í aukana og verð á matvælum og öðrum nauðsynjum er himinhátt. Fólk sólbrennur og börnin komast ekki í skóla. Búið er í tjöldum og hálfhrundum húsum. Í síðustu viku lagði ég framlag inn á söfnunarsíðu vinkonu seint um kvöld. Morguninn eftir komu þakkir, með þessari viðbót: „Ég verð að segja þér að okkur líður hreint ekki vel. Í nótt var tjald rétt hjá okkur sprengt. Það var mikil sprenging og átta manns dóu.“ Það var þrjátíu metra frá tjaldi hennar og tjaldi systur hennar. Ég hafði talað við þær og börn þeirra í mynd fyrr í vikunni og þá var glatt á hjalla. „Hjartað í mér stöðvaðist næstum af hræðslu“ bætti hún við og gaf svo nánari upplýsingar, tíu píslarvottar dóu, flest konur og börn. Önnur vinkona mín býr í óhrjálegu húsi með sínu fólki, 17 manns í allt. Hún sefur varla nema 3 tíma á nóttu vegna stöðugra loftárása allt í kring, veit ekki hvenær röðin kemur að húsinu þar sem hún býr. Hún kennir börnum í sjálfboðavinnu, sér um veika foreldra og slasaðan bróður, nýkomin með hann af sjúkrahúsi úr skoðun, stöðugt að afla fjár og reyna að finna heilnæman mat sem hún hefur sjaldnast efni á .... „Flugvélarnar eru að skjóta brjálæðislega á okkur“ sagði hún akkúrat þegar þessi orð voru skrifuð og hún sendir mér öðru hvoru óhugnanlegar hljóðupptökur af flugvéladyn og sprengingum. Og nú nokkrum dögum síðar kom rýmingarskipun, fólk skuli fara í suður, og hún segir „Eldbelti. Hryllingur. Það er ekki víst að við lifum af í þetta skipti.“ Hún lifði af, er enn í húsinu upp á von og óvon því fjölskyldan er ekki ferðafær, vegna veikinda og þróttleysis af hungri. Og í dag kom önnur rýmingarskipun. Í vikunni sem leið var ég líka að tala við unga konu þegar langt var komið fram á nótt hjá henni, því hún gat ekki sofið vegna hávaða frá sjúkrabílum. Skotárás hafði verið gerð við eina dauðagildruna í nágrenninu, ein viðbjóðslegasta árásin af því tagi, og verið að flytja myrt fólk og slasað á spítala rétt hjá. Ungur bróðir hennar fór á spítalann að athuga hvort þau þekktu einhvern af hinum myrtu eða særðu. Hann kom til baka í öngum sínum, hafði samband við mig og sendi skelfilegar myndir af mörgum, blóðugum líkum ungra manna. Í gærkvöldi (þriðjudagskvöld) var sagan nánast endurtekin, systirin var heima í tjaldinu, pilturinn fór á dauðagildrustað og þær heyrðu skothríð og sprengingar. Móðir þeirra þjökuð af áhyggjum en hann skilaði sér. 11 voru drepnir á fjöldahjálparstöðinni svokölluðu og 84 særðir. Einn ungur vinur minn hefur fengið í sig sprengjubrot og gat er á tjaldi fjölskyldu hans efir byssukúlu. Fólk er niðurbrotið, hungrið dregur úr því mátt, Foreldrar neita sér um mat svo börnin nærist betur, fólk hefur ekki efni á lífsnauðsynlegum lyfjum, örvæntingin vex, vonleysið, sorgin yfir að heimurinn gleymi þeim, stundum óska þau eftir einni öflugri sprengju sem bindi endi á allt. Alvarleg veikindi barna ágerast vegna næringarleysis. Allt er þetta afleiðing af þaulskipulögðum aðferðum Ísraela. Árásirnar á dauðagildrurnar sem kallaðar eru hjálparstöðvar eru markvissar, til að draga sálarþrekið úr fólki. Og nú er komið í ljós að hermönnum er skipað að skjóta fólkið. Þetta eru fullkomlega manngerðar hörmungar, skilgetið afkvæmi hagsmuna og hugmynda sem verið hafa á kreiki á Vesturlöndum undanfarnar aldir. Leiðtogar Vesturlanda vita þetta en loka þó augunum. Fréttaflutningur er dræmur og oft hallur undir Ísrael svo grunsemdir vakna um að það sé ekki eingöngu afleiðing af massífum áróðri Ísraels í áratugi heldur hljóti ítök þeirra víða að vera meiri á mörgum sviðum. Að vita hvað er að gerast en gera ekkert er siðlaus samsekt. Vonarglæta felst í því að Palestínufólk er að eignast rödd smátt og smátt og nýtur vaxandi stuðnings. Til dæmis heyrðust raddir þeirra á í 18 blaðsíðna umfjöllun í Heimildinni 16-22 maí sl. Ísrael hefur mótað einhliða mynd Vesturlanda af átökunum en það er að breytast. Æ fleiri sjá greinilega nýlendukúgunina, aðskilnaðarstefnuna, þjóðarmorðið, stríðsglæpina, og vitfirrta afmennskun. Fjöldamótmælum vex ásmegin um allan heim og æ fleiri listamenn sýna kjark til að mótmæla svo ráðamenn fara á taugum, nú síðast garmurinn Starmer yfir sprækum röppurum á Glastonbury tónlistarhátíðinni. Fólk er að átta sig á að með framgöngu Ísraels og eindregnum stuðningi Vesturlanda er verið að kippa siðferðisgrundvelli undan okkur, hrekja samfélög út á berangur gerræðis og grimmdar. Þar er siðferðishrunið og endalokin. Þakklæti vina okkar á Gaza yljar okkur um hjartarætur og samskiptin, þó erfið séu, auðga líf okkar. Þeim hefur löngum liðið eins og þau séu ein í heiminum, að öllum sé sama um þau og því skiptir samkennd og samlíðan þau miklu. Við hlustum, fræðumst, gefum þeim rödd, og sýnum þeim að hversdagsfólki hér á landi er ekki sama, þótt stjórnmálafólki sé það, með því að gefa í safnanir fólksins eða gefa í Vonarbrúna, jafnvel vingast við fólk á Gaza, þau bíta ekki. Það er hægt að fikra sig smátt og smátt inn í þessa veröld, gefa sér hæfilegan tíma til þess og kynnast fólki. Fjöldi fólks á í miklum samskiptum á Facebook, fyrir utan sjálfan mig læt ég duga að nefna Guðnýju Gústafsdóttur og Kristínu S. Bjarnadóttur. Við erum öll auðfundin á Facebook og um leið og farið er að skoða birtast miklu fleiri vinir, bæði hér á landi og á Gaza. Það er líka óhætt að hafa samband við okkur til að fá upplýsingar. Þá má finna rithöfunda og blaðamenn sem miðla fréttum nánast jafnóðum og þær gerast, t.d. Mosab Abu Toha og Fadel Mohamed. Meðfram þeirri aðstoð sem hér er lýst er brýnt að margfalda þrýsting á stjórnvöld til að grípa til raunverulegra, beinna aðgerða til að stöðva þjóðarmorðið og þá óheillaþróun sem það er hluti af. Það er til að mynda hægt með því að mæta á mótmæli, senda tölvupósta, hafa beint samband við stjórnmálamenn, skrifa greinar og pósta á samfélagsmiðla. Ég skora á alla sem vettlingi geta valdið að leggja lið. Höfundur er bókmenntafræðingur
Ójafnvægi í jöfnunarkerfinu Anna Sigríður Guðnadóttir,Halla Karen Kristjánsdóttir,Lovísa Jónsdóttir Skoðun
Sól, sumar og símafriður: 10 ráð varðandi skjánotkun í sumarfríinu Anna Laufey Stefánsdóttir,Kristín Ólöf Grétarsdóttir,Skúli Bragi Geirdal Skoðun
Skoðun Ójafnvægi í jöfnunarkerfinu Anna Sigríður Guðnadóttir,Halla Karen Kristjánsdóttir,Lovísa Jónsdóttir skrifar
Skoðun Krónan, Nettó, Hagkaup, Bónus - það er kominn tími á formlega sniðgöngu Helen Ólafsdóttir skrifar
Skoðun Löggæslumál og aðstöðuleysi í Búðardal – ákall um viðbragð og aðgerðir Björn Bjarki Þorsteinsson skrifar
Skoðun Sól, sumar og símafriður: 10 ráð varðandi skjánotkun í sumarfríinu Anna Laufey Stefánsdóttir,Kristín Ólöf Grétarsdóttir,Skúli Bragi Geirdal skrifar
Skoðun Jafnrétti grundvallarforsenda friðar og öryggis í heiminum Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir skrifar
Skoðun Af hverju er ekki 100 klst. málþóf á Alþingi um alvarlega stöðu barna? Grímur Atlason skrifar
Skoðun Knattspyrna kvenna í hálfa öld – þakkir til Eggerts Magnússonar Ingibjörg Hinriksdóttir skrifar
Skoðun Af nashyrningum og færni - hvernig sköpum við verðmæti til framtíðar? Guðrún Högnadóttir skrifar
Skoðun Frestur til að skila athugasemdum við nýtt deiliskipulag Heiðmerkur að renna út Einar Sveinbjörn Guðmundsson skrifar
Skoðun Fánar, tákn og blómabreiður: „Enginn bjó á Íslandi fyrr en einhver kom“ Meyvant Þórólfsson skrifar
Ójafnvægi í jöfnunarkerfinu Anna Sigríður Guðnadóttir,Halla Karen Kristjánsdóttir,Lovísa Jónsdóttir Skoðun
Sól, sumar og símafriður: 10 ráð varðandi skjánotkun í sumarfríinu Anna Laufey Stefánsdóttir,Kristín Ólöf Grétarsdóttir,Skúli Bragi Geirdal Skoðun