Vonir um vopnahlé eins og hálmstrá Sveinn Rúnar Hauksson skrifar 7. júlí 2025 07:00 Í dag, þann 7.7.2025, ferðast stríðsglæpaforinginn Netanyahu til Washington að heimsækja helsta stuðningsmann sinn, Donald Trump í Hvíta húsinu. Netanyahu verður áreiðanlega ekki handtekinn við komuna, þrátt fyrir að vera eftirlýstur af Alþjóða stríðsglæpadómstólnum. Bandaríkin eru ekki með í þeirri mikilvægu stofnun. Hryllingurinn á Gaza Enn einu sinni vekja fjölmiðlar vonir um vopnahlé á Gaza, en fremur ósennilegt er það henti Netanyahu, að hætta fjöldamorðum og gereyðingu palestínskra byggða. Þó er ekki loku fyrir það skotið að Bibi geri það sem vinargreiða við besta vin sinn að gera dálítið hlé á tortímingunni, og hleypa inn svolitlu af vatni, mat og lyfjum til tveggja milljóna sveltandi íbúa. Bara smá hlé. Það gæti litið út einsog rós í hnappagatið á vininum. Trump er mikið fyrir svoleiðis. Við sem í 21 mánuði höfum sofnað á hverju kvöldi út frá hryllingnum sem á sér stað í Palestínu af völdum Ísraels, Bandaríkjanna og helstu bandalagsþjóða þeirra í NATO og vöknum upp við sama hrylling að morgni, við grípum í hvaða hálmstrá sem er. Við þurfum að trúa því og geta vonað að einhvern tíma muni þessu linna. Og sem allra allra fyrst, helst í gær. Þjóðarmorð heitir það og þjóðarmorð er það Nú þegar hafa nærri 60 þúsund manns verið myrt af Ísraelsher og tvöfaldur sá fjöldi örkumla og rúmlega það af völdum árásanna. Þá eru ekki talin þær þúsundir sem liggja undir rústunum. Heimili fólks, sjúkrahús og skólar hafa verið sérstök skotmörk Ísraelshers og í engu stríði hafa jafn margir læknar, hjúkrunarfólk, sjúkraflutningamenn og annað heilbrigðisstarfsfólk verið myrt. Það sama á við um blaðamenn og fréttafólk. En frá upphafi hefur þetta fyrst og fremst verið stríð gegn börnum. Um það bil þrír af hverjum fjórum sem Ísraelsher hefur drepið eru konur og börn. Ekki venjulegt stríð, heldur útrýmingarherferð Annars er varla hægt að tala um stríð í þessu sambandi. Það á við þegar tvo ríki eða fleiri og tveir herir eða fleiri takast á, einsog til dæmis í Úkraínu. En í Palestínu er enginn her sem verst innrásum, hernámi og linnulausum árásum Ísraelshers, eins best útbúna og öfugasta hers í heimi. Svo ekki sé talað um leyniþjónustu og njósnanet sem gerir hryðjuverkahernum kleift að fylgjast með hverjum einum íbúa, ekki síst leiðtogum fólksins og taka þá af lífi, gjarnan í faðmi fjölskyldunnar sem er þá myrt í heilu lagi. Nei, hér er einn her að verki, Ísraelsher, og verkefni hans á Gaza og í vaxandi mæli einnig á Vesturbakkanum, er útrýmingarherferð. Þessi herferð heldur áfram af sívaxandi grimmd. Mótmæli skipta máli en duga ekki til Sjaldan hafa sést önnur eins mótmæli og eiga sér stað um allan heim. Þjóðarleiðtogar þeirra ríkja sem eru samsek í þjóðarmorðinu í Palestínu eru farnir að gera sér grein fyrir því að þeir lenda öfugu megin í mannkynsögunni. Frá þeim eru farin að heyrast mótmæli við framferði Ísraelsríkis. Ekkert breytist þó og enn er haldið áfram að senda vopn til Ísraels, ekki bara frá Bandaríkjunum, líka frá Bretlandi og fleirum. Netanyahu fyrirgefur þessu stuðningsliði sínu stöku harðorðar yfirlýsingar á meðan stefnan og stuðningurinn heldur áfram. Yfirlýsingar hafa einnig komið frá okkar stjórnvöldum og jafnvel talað um þjóðarmorð. En þessu hefur ekki verið fylgt eftir með aðgerðum, sem fundið er fyrir. Það þarf sniðgöngu, viðskiptabann og stjórnmálaslit. Við viljum ekki þurfa að standa reikningsskil á því, hvers vegna við gerðum ekki allt sem við gátum til að stöðva þjóðarmorð í Palestínu. Þetta má ekki halda svona áfram. Höfundur er læknir og heiðursborgari í Palestínu Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Sveinn Rúnar Hauksson Palestína Átök í Ísrael og Palestínu Mest lesið 7 milljarða húsnæðisstuðningur afnuminn… en hvað kemur í staðinn? Vilhjálmur Hilmarsson Skoðun Eru starfsmenn þingflokks Samfylkingarinnar viljandi að afvegaleiða umræðu um samsköttun? Gunnar Ármannsson Skoðun Alþjóðlegur dagur þroskaþjálfa – vettvangur á tímamótum Laufey Elísabet Gissurardóttir Skoðun Mest lesnu orð á Íslandi Friðrik Björnsson Skoðun Ónýtir vegir – eina ferðina enn Sigþór Sigurðsson Skoðun Reykjavík er meðal dreifðustu höfuðborga Evrópu Guðni Freyr Öfjörð Skoðun Eiga foreldrar í háskólanámi raunverulega jafnan aðgang að námi? Hrund Steinsdóttir Skoðun Mikilvægi lágþröskulda þjónustu fyrir geðheilbrigði ungs fólks Eva Rós Ólafsdóttir Skoðun Hafnarfjörður er bær sem styður við lífsgæði eldra fólks Valdimar Víðisson Skoðun Dýrin skilin eftir í náttúruvá Linda Karen Gunnarsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Slæm innivist skerðir afköst og hækkar kostnað Ingibjörg Magnúsdóttir skrifar Skoðun Sólheimar í Grímsnesi – að gefnu tilefni Páll Sævar Garðarsson,Sigurður Örn Guðbjörnsson skrifar Skoðun Framtíð Íslands: Frá áli til gervigreindar – Tækifæri fimmtu iðnbyltingarinnar Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Eiga foreldrar í háskólanámi raunverulega jafnan aðgang að námi? Hrund Steinsdóttir skrifar Skoðun Fjármál framhaldsskóla Róbert Ferdinandsson skrifar Skoðun Mikilvægi lágþröskulda þjónustu fyrir geðheilbrigði ungs fólks Eva Rós Ólafsdóttir skrifar Skoðun Varhugaverð sjónarmið eða raunsæ leið? Eggert Sigurbergsson skrifar Skoðun Dýrin skilin eftir í náttúruvá Linda Karen Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Skapandi leiðir í skóla- og frístundastarfi Kolbrún Þ. Pálsdóttir skrifar Skoðun Eru starfsmenn þingflokks Samfylkingarinnar viljandi að afvegaleiða umræðu um samsköttun? Gunnar Ármannsson skrifar Skoðun Reykjavík er meðal dreifðustu höfuðborga Evrópu Guðni Freyr Öfjörð skrifar Skoðun Verum öll tengd Sólrún Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Hafnarfjörður er bær sem styður við lífsgæði eldra fólks Valdimar Víðisson skrifar Skoðun Samræðulist í heimi gervigreindar Þórdís Hólm Filipsdóttir skrifar Skoðun Samræmt gæðanám eða einsleit kerfi? Bogi Ragnarsson skrifar Skoðun Ónýtir vegir – eina ferðina enn Sigþór Sigurðsson skrifar Skoðun 7 milljarða húsnæðisstuðningur afnuminn… en hvað kemur í staðinn? Vilhjálmur Hilmarsson skrifar Skoðun Alþjóðlegur dagur þroskaþjálfa – vettvangur á tímamótum Laufey Elísabet Gissurardóttir skrifar Skoðun Mest lesnu orð á Íslandi Friðrik Björnsson skrifar Skoðun Tími til kominn að styðja öll framúrskarandi ungmenni Karólína Helga Símonardóttir skrifar Skoðun Hvað með dansinn? Lilja Björk Haraldsdóttir skrifar Skoðun Mótórhjólasamtök á Íslandi – hvers vegna öll þessi læti? Helgi Gunnlaugsson skrifar Skoðun Viðhorf sem mótar veruleikann – inngilding á orði og á borði Sóldís Birta Reynisdóttir skrifar Skoðun „Mér sýnist Inga Sæland fá talsvert út úr þessu“ Sigurjón Arnórsson skrifar Skoðun Árangur hefst hér. Með þér. Guðrún Högnadóttir skrifar Skoðun Þegar lýðheilsa, lýðræði og loftslagið eru í húfi, ekki efla samstarf við Bandaríkin Davíð Aron Routley skrifar Skoðun Þjónusturof hefst í dag Hanna Birna Valdimarsdóttir skrifar Skoðun Verjum frelsið og mannréttindin Sigurjón Njarðarson skrifar Skoðun Spilavíti er og verður spilavíti Tryggvi Rúnar Brynjarsson skrifar Skoðun Skortur á metnaði í loftslagsmálum Svandís Svavarsdóttir,Guðmundur Ingi Guðbrandsson skrifar Sjá meira
Í dag, þann 7.7.2025, ferðast stríðsglæpaforinginn Netanyahu til Washington að heimsækja helsta stuðningsmann sinn, Donald Trump í Hvíta húsinu. Netanyahu verður áreiðanlega ekki handtekinn við komuna, þrátt fyrir að vera eftirlýstur af Alþjóða stríðsglæpadómstólnum. Bandaríkin eru ekki með í þeirri mikilvægu stofnun. Hryllingurinn á Gaza Enn einu sinni vekja fjölmiðlar vonir um vopnahlé á Gaza, en fremur ósennilegt er það henti Netanyahu, að hætta fjöldamorðum og gereyðingu palestínskra byggða. Þó er ekki loku fyrir það skotið að Bibi geri það sem vinargreiða við besta vin sinn að gera dálítið hlé á tortímingunni, og hleypa inn svolitlu af vatni, mat og lyfjum til tveggja milljóna sveltandi íbúa. Bara smá hlé. Það gæti litið út einsog rós í hnappagatið á vininum. Trump er mikið fyrir svoleiðis. Við sem í 21 mánuði höfum sofnað á hverju kvöldi út frá hryllingnum sem á sér stað í Palestínu af völdum Ísraels, Bandaríkjanna og helstu bandalagsþjóða þeirra í NATO og vöknum upp við sama hrylling að morgni, við grípum í hvaða hálmstrá sem er. Við þurfum að trúa því og geta vonað að einhvern tíma muni þessu linna. Og sem allra allra fyrst, helst í gær. Þjóðarmorð heitir það og þjóðarmorð er það Nú þegar hafa nærri 60 þúsund manns verið myrt af Ísraelsher og tvöfaldur sá fjöldi örkumla og rúmlega það af völdum árásanna. Þá eru ekki talin þær þúsundir sem liggja undir rústunum. Heimili fólks, sjúkrahús og skólar hafa verið sérstök skotmörk Ísraelshers og í engu stríði hafa jafn margir læknar, hjúkrunarfólk, sjúkraflutningamenn og annað heilbrigðisstarfsfólk verið myrt. Það sama á við um blaðamenn og fréttafólk. En frá upphafi hefur þetta fyrst og fremst verið stríð gegn börnum. Um það bil þrír af hverjum fjórum sem Ísraelsher hefur drepið eru konur og börn. Ekki venjulegt stríð, heldur útrýmingarherferð Annars er varla hægt að tala um stríð í þessu sambandi. Það á við þegar tvo ríki eða fleiri og tveir herir eða fleiri takast á, einsog til dæmis í Úkraínu. En í Palestínu er enginn her sem verst innrásum, hernámi og linnulausum árásum Ísraelshers, eins best útbúna og öfugasta hers í heimi. Svo ekki sé talað um leyniþjónustu og njósnanet sem gerir hryðjuverkahernum kleift að fylgjast með hverjum einum íbúa, ekki síst leiðtogum fólksins og taka þá af lífi, gjarnan í faðmi fjölskyldunnar sem er þá myrt í heilu lagi. Nei, hér er einn her að verki, Ísraelsher, og verkefni hans á Gaza og í vaxandi mæli einnig á Vesturbakkanum, er útrýmingarherferð. Þessi herferð heldur áfram af sívaxandi grimmd. Mótmæli skipta máli en duga ekki til Sjaldan hafa sést önnur eins mótmæli og eiga sér stað um allan heim. Þjóðarleiðtogar þeirra ríkja sem eru samsek í þjóðarmorðinu í Palestínu eru farnir að gera sér grein fyrir því að þeir lenda öfugu megin í mannkynsögunni. Frá þeim eru farin að heyrast mótmæli við framferði Ísraelsríkis. Ekkert breytist þó og enn er haldið áfram að senda vopn til Ísraels, ekki bara frá Bandaríkjunum, líka frá Bretlandi og fleirum. Netanyahu fyrirgefur þessu stuðningsliði sínu stöku harðorðar yfirlýsingar á meðan stefnan og stuðningurinn heldur áfram. Yfirlýsingar hafa einnig komið frá okkar stjórnvöldum og jafnvel talað um þjóðarmorð. En þessu hefur ekki verið fylgt eftir með aðgerðum, sem fundið er fyrir. Það þarf sniðgöngu, viðskiptabann og stjórnmálaslit. Við viljum ekki þurfa að standa reikningsskil á því, hvers vegna við gerðum ekki allt sem við gátum til að stöðva þjóðarmorð í Palestínu. Þetta má ekki halda svona áfram. Höfundur er læknir og heiðursborgari í Palestínu
Eru starfsmenn þingflokks Samfylkingarinnar viljandi að afvegaleiða umræðu um samsköttun? Gunnar Ármannsson Skoðun
Skoðun Sólheimar í Grímsnesi – að gefnu tilefni Páll Sævar Garðarsson,Sigurður Örn Guðbjörnsson skrifar
Skoðun Framtíð Íslands: Frá áli til gervigreindar – Tækifæri fimmtu iðnbyltingarinnar Sigvaldi Einarsson skrifar
Skoðun Eiga foreldrar í háskólanámi raunverulega jafnan aðgang að námi? Hrund Steinsdóttir skrifar
Skoðun Eru starfsmenn þingflokks Samfylkingarinnar viljandi að afvegaleiða umræðu um samsköttun? Gunnar Ármannsson skrifar
Skoðun 7 milljarða húsnæðisstuðningur afnuminn… en hvað kemur í staðinn? Vilhjálmur Hilmarsson skrifar
Skoðun Alþjóðlegur dagur þroskaþjálfa – vettvangur á tímamótum Laufey Elísabet Gissurardóttir skrifar
Skoðun Viðhorf sem mótar veruleikann – inngilding á orði og á borði Sóldís Birta Reynisdóttir skrifar
Skoðun Þegar lýðheilsa, lýðræði og loftslagið eru í húfi, ekki efla samstarf við Bandaríkin Davíð Aron Routley skrifar
Eru starfsmenn þingflokks Samfylkingarinnar viljandi að afvegaleiða umræðu um samsköttun? Gunnar Ármannsson Skoðun