Strandveiðar í gíslingu – Alþingi sveltir sjávarbyggðir Árni Björn Kristbjörnsson skrifar 10. júlí 2025 09:01 Það eru örfá ár síðan að strandveiðarnar voru kynntar sem táknrænt loforð stjórnvalda um atvinnufrelsi fyrir smábátaeigendur, byggðafesta fyrir sjávarþorpin og sjálfbær nýting á sameiginlegri auðlind þjóðarinnar, - fisknum í sjónum. Það er því ekki rétt að segja að ekkert sé gert. Þvert á móti. Hanna Katrín Friðriksson, núverandi atvinnuvegaráðherra, hefur sýnt skýran vilja til að standa með strandveiðunum og tryggja þeim varanlegan sess. Hún hefur brugðist við í verki, aukið aflaheimildir, leitað leiða innan reglugerða, og nú lagt fram frumvarp til að lögfesta 48 veiðidaga sumarið 2025. Og það er ekki lítið. Og nú, það sem átti að vera formsatriði í þjónustu við landsbyggðina hefur breyst í pólitíska þrætu. Málþóf minnihlutans heldur Alþingi í helgreipum og kemur í veg fyrir að strandveiðarnar fái þann lagalega grundvöll sem þær þurfa, í stað þess að vera ár eftir ár háðar bráðabirgðalausnum. Málþóf minnihlutans heldur þinginu í gíslingu og kemur í veg fyrir að strandveiðarnar fái þann lagalega grundvöll sem þarf til að þær séu ekki ár frá ári háðar geðþótta ráðamanna á hverjum tíma. Útspil minnihlutans óafsakanlegt Þegar löggjafinn stendur í stað neyðist framkvæmdavaldið til að reyna að redda málunum. Það hefur ráðherrann gert með því að bæta rúmlega 1.000 tonnum við strandveiðarnar nú í sumar. En þessi aðgerð, hversu vel meinandi sem hún er, hefur kostnað í för með sér. Hún gengur gegn ráðgjöf Hafrannsóknastofnunar, skuldin í þorski hleðst upp og kerfið glatar trúverðugleika. Þetta veit minnihlutinn vissulega vel, sem með framgöngu sinni knýr framkvæmdavaldið til að finna lausn svo hægt sé að standa með strandveiðum. Og á meðan situr frumvarpið sem átti að festa veiðidagana í sessi, í biðsal Alþingis, þar sem minnihlutinn heldur byggðamálum í gíslingu. Strandveiðar eru ekki einungis bátar og fiskar. Þær eru líf í höfnum, vinna í fiskvinnslu, ferskt hráefni á markaði og heilar fjölskyldur sem halda samfélögum gangandi yfir sumartímann. Þær eru byggðafesta í verki, og að svelta þær með pólitísku útspili er óafsakanlegt. Afkoman veltur á stuði þingmanna Það má heldur ekki gleyma því að strandveiðar eru hluti af mannréttindum fólks til atvinnufrelsis og jafns aðgangs að auðlindinni, rétt eins og fram kemur í frumvarpinu og Sameinuðu þjóðirnar hafa áður bent á. Ef stjórnvöld ætla að standa með strandveiðunum, og ef við sem samfélag viljum þær áfram, þá þarf þetta að gerast: Setja strandveiðar í lög. Með lágmarksafla og skýrum veiðitíma. Tryggja sjálfstæða pottinn innan 5,3% skerðingar. Strandveiðar eiga ekki að vera undanþága. Úthluta með gagnsæi. Þjóðin á fiskinn og á að fá að vita hvernig honum er ráðstafað. Þótt ráðherra hafi sýnt vilja og unnið með þeim verkfærum sem til eru, dugar það ekki til lengdar. Það má ekki vera þannig að afkoma fólks við sjóinn velti á því hvort þingmenn séu í stuði til að ljúka dagskrá. Ef Alþingi getur ekki klárað þetta mál, þá er það ekki strandveiðikerfið sem hefur brugðist, heldur Alþingi. Höfundur er strandveiðimaður. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Strandveiðar Alþingi Mest lesið Þriggja stiga þögn Bjarni Karlsson Skoðun Skýr stefna um málfrelsi Róbert H. Haraldsson Skoðun Hvers vegna sífellt fleiri sækjast eftir einveru Ingrid Kuhlman Skoðun Nú þarf að gyrða sig í brók Gunnlaugur Stefánsson Skoðun Fimm af tíu veitingastöðum hættu með hvalkjöt Valgerður Árnadóttir,Stefán Yngvi Pétursson,Rósa Líf Darradóttir,Anahita S. Babaei Skoðun „Stóra fallega frumvarpið“ hans Trump Gunnar Alexander Ólafsson Skoðun Verndun vatns og stjórn vatnamála Ólafur Arnar Jónsson,Sigurður Guðjónsson Skoðun Gegn hernaði hvers konar Gunnar Björgvinsson Skoðun Sjallar og lyklaborðið Sigfús Ómar Höskuldsson Skoðun Skóli án aðgreiningar – fallegt orðalag en brotakennd framkvæmd Sóldís Birta Reynisdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Að saga rótina undan trénu og halda að stofninn vaxi hraðar: hugleiðing um tillögur Viðskiptráðs. Birgir Orri Ásgrímsson skrifar Skoðun Mikilvægi aðgengis og algildrar hönnunar að byggingum í dag og til framtíðar Þuríður Harpa Sigurðardóttir skrifar Skoðun Sjallar og lyklaborðið Sigfús Ómar Höskuldsson skrifar Skoðun Fimm af tíu veitingastöðum hættu með hvalkjöt Valgerður Árnadóttir,Stefán Yngvi Pétursson,Rósa Líf Darradóttir,Anahita S. Babaei skrifar Skoðun „Stóra fallega frumvarpið“ hans Trump Gunnar Alexander Ólafsson skrifar Skoðun Verndun vatns og stjórn vatnamála Ólafur Arnar Jónsson,Sigurður Guðjónsson skrifar Skoðun Gegn hernaði hvers konar Gunnar Björgvinsson skrifar Skoðun Hvers vegna sífellt fleiri sækjast eftir einveru Ingrid Kuhlman skrifar Skoðun Þriggja stiga þögn Bjarni Karlsson skrifar Skoðun Nú þarf að gyrða sig í brók Gunnlaugur Stefánsson skrifar Skoðun Lesblindir og stuðningur í skólum Snævar Ívarsson skrifar Skoðun Skóli án aðgreiningar – fallegt orðalag en brotakennd framkvæmd Sóldís Birta Reynisdóttir skrifar Skoðun Rýnt í stöðu kvenna með örorkulífeyri Huld Magnúsdóttir skrifar Skoðun Brot sem fyrnast í höndum lögreglu – hversu mörg í viðbót? Þórhildur Gyða Arnarsdóttir skrifar Skoðun Olíuleit á Drekasvæði - tilvistarleit Halldór Reynisson skrifar Skoðun Kosningar í september Guðveig Lind Eyglóardóttir skrifar Skoðun Þegar orkuöflun er sett á ís - dæmið frá Suður-Afríku Hallgrímur Óskarsson skrifar Skoðun Framtíð nemenda í Kópavogi í fyrsta sæti Halla Björg Evans skrifar Skoðun Skýr stefna um málfrelsi Róbert H. Haraldsson skrifar Skoðun Heilsufarsmat á vinnustöðum: Góð fjárfesting í heilbrigði og vellíðan starfsfólks Gígja Valgerður Harðardóttir skrifar Skoðun Munar þig um 5-7 milljónir árlega? Jón Pétur Zimzen skrifar Skoðun Keldnaland – fjölmenn hverfi í mótun Þorsteinn R. Hermannsson skrifar Skoðun Eflum traustið Helgi Áss Grétarsson,Marta Guðjónsdóttir skrifar Skoðun Börn í gámaskólum á meðan bæjarskrifstofur stækka – hvar er forgangsröðin? Ásgeir Elvar Garðarsson skrifar Skoðun Hver er kjarninn í samfélagi sem selur hjarta sitt? Trausti Breiðfjörð Magnússon skrifar Skoðun Seljum börnum nikótín! Hugi Halldórsson skrifar Skoðun Sundrung á vinstri væng Jökull Sólberg Auðunsson skrifar Skoðun Þegar samfélagið missir vinnuna Hrafn Splidt Þorvaldsson skrifar Skoðun Akademískt frelsi og ókurteisi Kolbeinn H. Stefánsson skrifar Skoðun Hvar liggur ábyrgð hins fullorðna á hegðun ungmenna í samfélaginu? Rakel Guðbjörnsdóttir skrifar Sjá meira
Það eru örfá ár síðan að strandveiðarnar voru kynntar sem táknrænt loforð stjórnvalda um atvinnufrelsi fyrir smábátaeigendur, byggðafesta fyrir sjávarþorpin og sjálfbær nýting á sameiginlegri auðlind þjóðarinnar, - fisknum í sjónum. Það er því ekki rétt að segja að ekkert sé gert. Þvert á móti. Hanna Katrín Friðriksson, núverandi atvinnuvegaráðherra, hefur sýnt skýran vilja til að standa með strandveiðunum og tryggja þeim varanlegan sess. Hún hefur brugðist við í verki, aukið aflaheimildir, leitað leiða innan reglugerða, og nú lagt fram frumvarp til að lögfesta 48 veiðidaga sumarið 2025. Og það er ekki lítið. Og nú, það sem átti að vera formsatriði í þjónustu við landsbyggðina hefur breyst í pólitíska þrætu. Málþóf minnihlutans heldur Alþingi í helgreipum og kemur í veg fyrir að strandveiðarnar fái þann lagalega grundvöll sem þær þurfa, í stað þess að vera ár eftir ár háðar bráðabirgðalausnum. Málþóf minnihlutans heldur þinginu í gíslingu og kemur í veg fyrir að strandveiðarnar fái þann lagalega grundvöll sem þarf til að þær séu ekki ár frá ári háðar geðþótta ráðamanna á hverjum tíma. Útspil minnihlutans óafsakanlegt Þegar löggjafinn stendur í stað neyðist framkvæmdavaldið til að reyna að redda málunum. Það hefur ráðherrann gert með því að bæta rúmlega 1.000 tonnum við strandveiðarnar nú í sumar. En þessi aðgerð, hversu vel meinandi sem hún er, hefur kostnað í för með sér. Hún gengur gegn ráðgjöf Hafrannsóknastofnunar, skuldin í þorski hleðst upp og kerfið glatar trúverðugleika. Þetta veit minnihlutinn vissulega vel, sem með framgöngu sinni knýr framkvæmdavaldið til að finna lausn svo hægt sé að standa með strandveiðum. Og á meðan situr frumvarpið sem átti að festa veiðidagana í sessi, í biðsal Alþingis, þar sem minnihlutinn heldur byggðamálum í gíslingu. Strandveiðar eru ekki einungis bátar og fiskar. Þær eru líf í höfnum, vinna í fiskvinnslu, ferskt hráefni á markaði og heilar fjölskyldur sem halda samfélögum gangandi yfir sumartímann. Þær eru byggðafesta í verki, og að svelta þær með pólitísku útspili er óafsakanlegt. Afkoman veltur á stuði þingmanna Það má heldur ekki gleyma því að strandveiðar eru hluti af mannréttindum fólks til atvinnufrelsis og jafns aðgangs að auðlindinni, rétt eins og fram kemur í frumvarpinu og Sameinuðu þjóðirnar hafa áður bent á. Ef stjórnvöld ætla að standa með strandveiðunum, og ef við sem samfélag viljum þær áfram, þá þarf þetta að gerast: Setja strandveiðar í lög. Með lágmarksafla og skýrum veiðitíma. Tryggja sjálfstæða pottinn innan 5,3% skerðingar. Strandveiðar eiga ekki að vera undanþága. Úthluta með gagnsæi. Þjóðin á fiskinn og á að fá að vita hvernig honum er ráðstafað. Þótt ráðherra hafi sýnt vilja og unnið með þeim verkfærum sem til eru, dugar það ekki til lengdar. Það má ekki vera þannig að afkoma fólks við sjóinn velti á því hvort þingmenn séu í stuði til að ljúka dagskrá. Ef Alþingi getur ekki klárað þetta mál, þá er það ekki strandveiðikerfið sem hefur brugðist, heldur Alþingi. Höfundur er strandveiðimaður.
Fimm af tíu veitingastöðum hættu með hvalkjöt Valgerður Árnadóttir,Stefán Yngvi Pétursson,Rósa Líf Darradóttir,Anahita S. Babaei Skoðun
Skóli án aðgreiningar – fallegt orðalag en brotakennd framkvæmd Sóldís Birta Reynisdóttir Skoðun
Skoðun Að saga rótina undan trénu og halda að stofninn vaxi hraðar: hugleiðing um tillögur Viðskiptráðs. Birgir Orri Ásgrímsson skrifar
Skoðun Mikilvægi aðgengis og algildrar hönnunar að byggingum í dag og til framtíðar Þuríður Harpa Sigurðardóttir skrifar
Skoðun Fimm af tíu veitingastöðum hættu með hvalkjöt Valgerður Árnadóttir,Stefán Yngvi Pétursson,Rósa Líf Darradóttir,Anahita S. Babaei skrifar
Skoðun Skóli án aðgreiningar – fallegt orðalag en brotakennd framkvæmd Sóldís Birta Reynisdóttir skrifar
Skoðun Brot sem fyrnast í höndum lögreglu – hversu mörg í viðbót? Þórhildur Gyða Arnarsdóttir skrifar
Skoðun Heilsufarsmat á vinnustöðum: Góð fjárfesting í heilbrigði og vellíðan starfsfólks Gígja Valgerður Harðardóttir skrifar
Skoðun Börn í gámaskólum á meðan bæjarskrifstofur stækka – hvar er forgangsröðin? Ásgeir Elvar Garðarsson skrifar
Skoðun Hvar liggur ábyrgð hins fullorðna á hegðun ungmenna í samfélaginu? Rakel Guðbjörnsdóttir skrifar
Fimm af tíu veitingastöðum hættu með hvalkjöt Valgerður Árnadóttir,Stefán Yngvi Pétursson,Rósa Líf Darradóttir,Anahita S. Babaei Skoðun
Skóli án aðgreiningar – fallegt orðalag en brotakennd framkvæmd Sóldís Birta Reynisdóttir Skoðun