Uppgjörið: KA - Silkeborg 2-3 | Akureyringar úr leik Árni Gísli Magnússon skrifar 31. júlí 2025 17:02 Danirnir höfðu ekki unnið leik á tímabilinu þegar leikur kvöldsins hófst. Silkeborg KA er dottið úr leik í Sambandsdeild Evrópu eftir 3-2 tap gegn Silkeborg frá Danmörku í framlengdum leik á Greifavellinum á Akureyri í fjörugum leik. Leikurinn var einungis fimm mínútna gamall þegar gestirnir frá Danmörku fengu vítaspyrnu. Hrannar Björn Steingrímsson fékk boltann í höndina af mjög stuttu færi og dómarinn benti strax á punktinn. Steinþór Már Auðunsson er þekktur vítabani og gerði sér lítið fyrir og varði vítið sem Tonni Adamsen tók. Silkeborg hélt meira í boltann eins og við var að búast og KA reyndi að sækja hratt þegar boltinn vannst. Á 17. mínútu fékk Tonni Adamsen mjög gott færi við markteiginn en setti boltann hátt yfir. Það var svo á 34. mínútu sem KA menn komust í forystu. Ívar Örn Árnason vann boltann eftir góða pressu á miðjum vellinum og hélt ákafri pressu sinni áfram sem olli því að boltinn skaust inn í vítateig Silkeborg þar sem Ívar náði boltanum rétt á undan Nicolai Larsen sem fór utan í Ívar og vítaspyrna dæmd.Hallgrímur Mar Steingrímsson steig á punktinn og skoraði af gríðarlegu öryggi. KA leiddi því 1-0 í hálfleik og einvígið 2-1. Síðari hálfleikur fór ekki vel af stað fyrir heimamenn því eftir tæpar 10 mínútur voru gestirnir búnir að jafna leikinn. KA tapaði þá boltanum hátt á vellinum eftir aukaspyrnu og geystust danirnir upp völlinn sem endaði með fyrirgjöf Jens Gammelby á framherjann Tonni Adamsen sem skilaði boltanum þægilega í markið. Á 62. mínútu sýndu leikmenn Silkeborg svo gæði sín með flottu spili sem endaði með hælsendingu Younes Bakiz á Toni Adamsen sem skoraði annað mark sitt og kom gestunum í forystu. Ívar Örn Árnason fékk gott færi á 80 mínútu eftir hornspyrnu en setti boltann yfir markið. KA leitaði stíft að jöfnunarmarki sem bar árangur þegar fimm mínútur lifðu leiks. Hans Viktor sendi þá boltann upp kantinn á varmanninn Ásgeir Sigurgeirsson sem fann Viðar Örn Kjartansson á teignum sem setti boltann í markið af stuttu færi en hann hafði einnig komið inn á sem varamaður. Fleiri mörk komu ekki í venjulegum leiktíma og því var gripið til framlengingar. Besta færi fyrri hálfleiks framlengingar átti Dagur Ingi Valsson þegar hann setti boltann yfir tómt markið eftir frábæran undirbúnings Hallgríms Mar og ótrúlegt að KA hafi ekki náð forystu þá. Á 112. mínútu braut svo títtnefndur Tonni Adamesen hjörtu KA manna þegar hann átti skot langt utan af velli sem fór í slána og inn og Silkeborg komið í forystu í fyrsta skipti í leiknum. Ásgeir Sigurgeirsson átti skot í stöng strax í næstu sókn en lengra komumst KA menn ekki og grátlegt tap niðurstaðan. Silkeborg fer áfram í næstu umferð eftir 4-3 sigur samanlagt í einvíginu og mætir þar Jagellonia frá Póllandi. Atvik leiksins Því miður fyrir KA er það sigurmarkið sem Tonni Adamsen skoraði í framlengingunni. Skrítið skot sem fór líklega af varnarmanni og þaðan í slána og inn og Steinþór frosinn í markinu. Markið kom Silkeborg á endanum áfram í næstu umferð. Stjörnur og skúrkar Tonni Adamsen tekur fyrirsagnirnar eftir að hafa skorað þrennu en þar er á ferðinni öflugur leikmaður. Younes Bakiz átti einnig fínan leik og lagði upp eitt mark. Steinþór Már Auðunsson varði víti og átti nokkrar flottar vörslur fyrir KA og gat lítið gert í mörkunum sem Silkeborg skoraði. Hallgrímur Mar Steingrímsson sýndi gæði sín enn eina ferðina og er algjörlega ómissandi fyrir KA liðið.Marcel Römer átti fínan leik framan af og hefur sýnt allt aðra frammistöðu í þessum tveimur leikjum heldur en í deildinni og vonandi fyrir KA heldur það áfram. Dómarinn Ég var ekkert sérstaklega hrifinn af frammistöðu Peiman Simani í dag sem kemur frá Finnlandi. Hann var almennt lítið fyrir að flauta en flautaði svo aukaspyrnu á ýmsa smámuni þess á milli. Hann virtist þá ekki sjá ástæðu til að spjalda menn sem stoppuðu skyndisóknir á ólöglegan hátt sem var áhugavert. Vítið sem Silkeborg fékk má segja að sé nokkuð hart þar sem Hrannar fær boltann í höndina af mjög svo stuttu færi og er ekki með hana útrétta heldur upp við líkamann. Stemning og umgjörð Uppselt var á leikinn í dag og öllu til tjaldað svo að KA-völlurinn standist kröfur UEFA til að geta spilað Evrópuleik á svæðinu. Sjálfboðaliðar hafa unnið hörðum höndum síðustu vikur sem skilaði sér heldur betur. Stuðningurinn góður úr stúkunni og þá mættu nokkrar hræður frá Silkeborg og tylltu sér í hina stórglæsilegu stúku gestaliðsins. Þá voru veigar í boði fyrir margmenni blaðamanna sem sóttu júdósalinn í KA heimilinu í dag og megi vera framhald af því. „Fannst við bara betra liðið eftir að við náum að jafna“ Hallgrímur Mar í leik gegn KR fyrr í sumar.Vísir/Ernir Eyjólfsson Hallgrímur Mar Steingrímsson, leikmaður KA, var skiljanlega svekktur eftir dramatískt tap gegn Silkeborg í Sambandsdeild Evrópu í seinni viðureign liðanna í framlengingu. Silkeborg fer áfram samanlagt 4-3 en KA hefur lokið Evrópuverkefni sínu að sinni. „Hún er mjög súr. Mér fannst við spila mjög vel í dag og mér fannst við bara betra liðið eftir að við náum að jafna. Auðvitað fá þeir sína sénsa í fyrri hálfleik en svona heilt yfir jafn leikur og við betra liðið eftir að við jöfnum fannst mér og fengum dauðafæri og ógeðslega svekkjandi, ég ætlaði að vinna þennan leik sko þannig ég er bara mjög svekktur.“ „Við vissum nákvæmlega hvernig þeir myndu spila, okkur líður ekkert illa þegar við erum að spila á móti liði sem heldur boltanum og við sitjum til baka og við vorum bara on it í dag fyrir utan að klára nokkur færi og ég er gríðarlega svekktur sko.“ Nennir ekki að vera í fallbaráttu KA átti frábært tveggja leikja einvígi við Silkeborg sem spilar í dönsku úrvalsdeildinni og því ekki úr vegi að velta því fyrir sér hvers vegna gengi liðsins í deildinni sé ekki betra en raun ber vitni þar sem liðið er einungis í 10. sæti og verið í fallbaráttu það sem af er tímabils. „Auðvitað hugsar maður þegar maður er búinn að spila tvo svona leiki með svona góðri frammistöðu; af hverju getur maður ekki spilað svona í deildinni líka? En það er bara allt önnur keppni. Ég held að þetta gerist bara hjá öllum, þegar þú spilar við eitthvað stærra lið þá ertu mótiveraðri og við þurfum bara að drullast til að gera það í deildinni líka, ég nenni ekki að vera í þessari fallbaráttu.“ KA á leik við Breiðablik í Kópavogi strax á sunnudag. Hvernig verður standið á hópnum þá? „Það verður að koma í ljós, maður hljóp úr sér lungun í dag þannig að ég verð vonandi góður og allt liðið, við erum í fínu formi.“ Uppselt var á leikinn í dag og mikil eftirvænting eftir leiknum. Lokaorð Hallgríms voru til stuðningsmanna KA: „Bara geggjaðir, ég biðst bara afsökunar hvað ég var leiðinlegur eftir leik, að labba eiginlega bara beint inn í klefa þó ég hafi klappað smá fyrir þeim, þeir stóðu sig frábærlega og bara ómetanlegt að heyra í þeim allan leikinn og því miður náðum við ekki að sigra þennan leik fyrir þau.“ KA Sambandsdeild Evrópu Danski boltinn Íslenski boltinn Fótbolti Tengdar fréttir „Svekktur og stoltur á sama tíma“ KA er úr leik í Sambansdeild Evrópu eftir dramatískt 3-2 tap í framlengingu á heimavelli gegn danska liðinu Silkeborg í annari umferð forkeppninnar. Fyrri leik liðanna leik með 1-1 jafntefli í Danmörku og fer Silkeborg því áfram samanlagt 4-3. 31. júlí 2025 22:01 „Mikil dramatík en verðskuldaður sigur“ Kent Nielsen, þjálfari Silkeborg, var ánægður að vera kominn með lið sitt áfram í þriðju umferð forkeppni Sambandsdeildar Evrópu eftir 3-2 sigur á KA í framlengingu og var tíðrætt um dramatík í viðtali eftir leik. 31. júlí 2025 22:55
KA er dottið úr leik í Sambandsdeild Evrópu eftir 3-2 tap gegn Silkeborg frá Danmörku í framlengdum leik á Greifavellinum á Akureyri í fjörugum leik. Leikurinn var einungis fimm mínútna gamall þegar gestirnir frá Danmörku fengu vítaspyrnu. Hrannar Björn Steingrímsson fékk boltann í höndina af mjög stuttu færi og dómarinn benti strax á punktinn. Steinþór Már Auðunsson er þekktur vítabani og gerði sér lítið fyrir og varði vítið sem Tonni Adamsen tók. Silkeborg hélt meira í boltann eins og við var að búast og KA reyndi að sækja hratt þegar boltinn vannst. Á 17. mínútu fékk Tonni Adamsen mjög gott færi við markteiginn en setti boltann hátt yfir. Það var svo á 34. mínútu sem KA menn komust í forystu. Ívar Örn Árnason vann boltann eftir góða pressu á miðjum vellinum og hélt ákafri pressu sinni áfram sem olli því að boltinn skaust inn í vítateig Silkeborg þar sem Ívar náði boltanum rétt á undan Nicolai Larsen sem fór utan í Ívar og vítaspyrna dæmd.Hallgrímur Mar Steingrímsson steig á punktinn og skoraði af gríðarlegu öryggi. KA leiddi því 1-0 í hálfleik og einvígið 2-1. Síðari hálfleikur fór ekki vel af stað fyrir heimamenn því eftir tæpar 10 mínútur voru gestirnir búnir að jafna leikinn. KA tapaði þá boltanum hátt á vellinum eftir aukaspyrnu og geystust danirnir upp völlinn sem endaði með fyrirgjöf Jens Gammelby á framherjann Tonni Adamsen sem skilaði boltanum þægilega í markið. Á 62. mínútu sýndu leikmenn Silkeborg svo gæði sín með flottu spili sem endaði með hælsendingu Younes Bakiz á Toni Adamsen sem skoraði annað mark sitt og kom gestunum í forystu. Ívar Örn Árnason fékk gott færi á 80 mínútu eftir hornspyrnu en setti boltann yfir markið. KA leitaði stíft að jöfnunarmarki sem bar árangur þegar fimm mínútur lifðu leiks. Hans Viktor sendi þá boltann upp kantinn á varmanninn Ásgeir Sigurgeirsson sem fann Viðar Örn Kjartansson á teignum sem setti boltann í markið af stuttu færi en hann hafði einnig komið inn á sem varamaður. Fleiri mörk komu ekki í venjulegum leiktíma og því var gripið til framlengingar. Besta færi fyrri hálfleiks framlengingar átti Dagur Ingi Valsson þegar hann setti boltann yfir tómt markið eftir frábæran undirbúnings Hallgríms Mar og ótrúlegt að KA hafi ekki náð forystu þá. Á 112. mínútu braut svo títtnefndur Tonni Adamesen hjörtu KA manna þegar hann átti skot langt utan af velli sem fór í slána og inn og Silkeborg komið í forystu í fyrsta skipti í leiknum. Ásgeir Sigurgeirsson átti skot í stöng strax í næstu sókn en lengra komumst KA menn ekki og grátlegt tap niðurstaðan. Silkeborg fer áfram í næstu umferð eftir 4-3 sigur samanlagt í einvíginu og mætir þar Jagellonia frá Póllandi. Atvik leiksins Því miður fyrir KA er það sigurmarkið sem Tonni Adamsen skoraði í framlengingunni. Skrítið skot sem fór líklega af varnarmanni og þaðan í slána og inn og Steinþór frosinn í markinu. Markið kom Silkeborg á endanum áfram í næstu umferð. Stjörnur og skúrkar Tonni Adamsen tekur fyrirsagnirnar eftir að hafa skorað þrennu en þar er á ferðinni öflugur leikmaður. Younes Bakiz átti einnig fínan leik og lagði upp eitt mark. Steinþór Már Auðunsson varði víti og átti nokkrar flottar vörslur fyrir KA og gat lítið gert í mörkunum sem Silkeborg skoraði. Hallgrímur Mar Steingrímsson sýndi gæði sín enn eina ferðina og er algjörlega ómissandi fyrir KA liðið.Marcel Römer átti fínan leik framan af og hefur sýnt allt aðra frammistöðu í þessum tveimur leikjum heldur en í deildinni og vonandi fyrir KA heldur það áfram. Dómarinn Ég var ekkert sérstaklega hrifinn af frammistöðu Peiman Simani í dag sem kemur frá Finnlandi. Hann var almennt lítið fyrir að flauta en flautaði svo aukaspyrnu á ýmsa smámuni þess á milli. Hann virtist þá ekki sjá ástæðu til að spjalda menn sem stoppuðu skyndisóknir á ólöglegan hátt sem var áhugavert. Vítið sem Silkeborg fékk má segja að sé nokkuð hart þar sem Hrannar fær boltann í höndina af mjög svo stuttu færi og er ekki með hana útrétta heldur upp við líkamann. Stemning og umgjörð Uppselt var á leikinn í dag og öllu til tjaldað svo að KA-völlurinn standist kröfur UEFA til að geta spilað Evrópuleik á svæðinu. Sjálfboðaliðar hafa unnið hörðum höndum síðustu vikur sem skilaði sér heldur betur. Stuðningurinn góður úr stúkunni og þá mættu nokkrar hræður frá Silkeborg og tylltu sér í hina stórglæsilegu stúku gestaliðsins. Þá voru veigar í boði fyrir margmenni blaðamanna sem sóttu júdósalinn í KA heimilinu í dag og megi vera framhald af því. „Fannst við bara betra liðið eftir að við náum að jafna“ Hallgrímur Mar í leik gegn KR fyrr í sumar.Vísir/Ernir Eyjólfsson Hallgrímur Mar Steingrímsson, leikmaður KA, var skiljanlega svekktur eftir dramatískt tap gegn Silkeborg í Sambandsdeild Evrópu í seinni viðureign liðanna í framlengingu. Silkeborg fer áfram samanlagt 4-3 en KA hefur lokið Evrópuverkefni sínu að sinni. „Hún er mjög súr. Mér fannst við spila mjög vel í dag og mér fannst við bara betra liðið eftir að við náum að jafna. Auðvitað fá þeir sína sénsa í fyrri hálfleik en svona heilt yfir jafn leikur og við betra liðið eftir að við jöfnum fannst mér og fengum dauðafæri og ógeðslega svekkjandi, ég ætlaði að vinna þennan leik sko þannig ég er bara mjög svekktur.“ „Við vissum nákvæmlega hvernig þeir myndu spila, okkur líður ekkert illa þegar við erum að spila á móti liði sem heldur boltanum og við sitjum til baka og við vorum bara on it í dag fyrir utan að klára nokkur færi og ég er gríðarlega svekktur sko.“ Nennir ekki að vera í fallbaráttu KA átti frábært tveggja leikja einvígi við Silkeborg sem spilar í dönsku úrvalsdeildinni og því ekki úr vegi að velta því fyrir sér hvers vegna gengi liðsins í deildinni sé ekki betra en raun ber vitni þar sem liðið er einungis í 10. sæti og verið í fallbaráttu það sem af er tímabils. „Auðvitað hugsar maður þegar maður er búinn að spila tvo svona leiki með svona góðri frammistöðu; af hverju getur maður ekki spilað svona í deildinni líka? En það er bara allt önnur keppni. Ég held að þetta gerist bara hjá öllum, þegar þú spilar við eitthvað stærra lið þá ertu mótiveraðri og við þurfum bara að drullast til að gera það í deildinni líka, ég nenni ekki að vera í þessari fallbaráttu.“ KA á leik við Breiðablik í Kópavogi strax á sunnudag. Hvernig verður standið á hópnum þá? „Það verður að koma í ljós, maður hljóp úr sér lungun í dag þannig að ég verð vonandi góður og allt liðið, við erum í fínu formi.“ Uppselt var á leikinn í dag og mikil eftirvænting eftir leiknum. Lokaorð Hallgríms voru til stuðningsmanna KA: „Bara geggjaðir, ég biðst bara afsökunar hvað ég var leiðinlegur eftir leik, að labba eiginlega bara beint inn í klefa þó ég hafi klappað smá fyrir þeim, þeir stóðu sig frábærlega og bara ómetanlegt að heyra í þeim allan leikinn og því miður náðum við ekki að sigra þennan leik fyrir þau.“
KA Sambandsdeild Evrópu Danski boltinn Íslenski boltinn Fótbolti Tengdar fréttir „Svekktur og stoltur á sama tíma“ KA er úr leik í Sambansdeild Evrópu eftir dramatískt 3-2 tap í framlengingu á heimavelli gegn danska liðinu Silkeborg í annari umferð forkeppninnar. Fyrri leik liðanna leik með 1-1 jafntefli í Danmörku og fer Silkeborg því áfram samanlagt 4-3. 31. júlí 2025 22:01 „Mikil dramatík en verðskuldaður sigur“ Kent Nielsen, þjálfari Silkeborg, var ánægður að vera kominn með lið sitt áfram í þriðju umferð forkeppni Sambandsdeildar Evrópu eftir 3-2 sigur á KA í framlengingu og var tíðrætt um dramatík í viðtali eftir leik. 31. júlí 2025 22:55
„Svekktur og stoltur á sama tíma“ KA er úr leik í Sambansdeild Evrópu eftir dramatískt 3-2 tap í framlengingu á heimavelli gegn danska liðinu Silkeborg í annari umferð forkeppninnar. Fyrri leik liðanna leik með 1-1 jafntefli í Danmörku og fer Silkeborg því áfram samanlagt 4-3. 31. júlí 2025 22:01
„Mikil dramatík en verðskuldaður sigur“ Kent Nielsen, þjálfari Silkeborg, var ánægður að vera kominn með lið sitt áfram í þriðju umferð forkeppni Sambandsdeildar Evrópu eftir 3-2 sigur á KA í framlengingu og var tíðrætt um dramatík í viðtali eftir leik. 31. júlí 2025 22:55
Sjáðu mörkin úr leikjum íslensku liðanna: Dönsk þrenna á Akureyri, dramatík í Víkinni og óheppni á Hlíðarenda