Nú þarf að gyrða sig í brók Gunnlaugur Stefánsson skrifar 27. ágúst 2025 07:02 Hvergi í veröldinni hefur tekist að reka opið sjókvíaeldi án þess að stórskaða villta laxastofna. Engar mótvægisaðgerðir eru til sem koma í veg fyrir það. Þetta eru vísindalegar staðreyndir. Þróun opins sjókvíaeldis á Íslandi er nákvæmlega í sama farvegi og annars staðar í veröldinni. Frjór eldislax sleppur og gengur upp í laxveiðiárnar, hrygnir og veldur erfðablöndun með villtum stofnum. Þá hefst eyðingin. Ísland er eina landið við Norður Atlantshaf sem enn geymir villta laxastofna og hefur getað boðið upp á blómlega atvinnustarfsemi í tengslum við laxveiðar. En nú gæti það breyst furðu fljótt ef áfram heldur sem horfir. Samkvæmt reynslunni í nágrannalöndum, þá er stöðugur seiðaleki úr opnum kvíum afkastamestur í erfðablönduninni. Á Íslandi er þessi seiðaleki viðvarandi, en aldrei tilkynnt um hann opinberlega. Sleppiseiðin verða að kynþroska fiskum í sjónum, ganga síðan í árnar og hrygna. Þessi fiskar þekkjast ekki frá villtum löxum í útliti og alls ekki í myndavélunum sem Hafrannsóknarstofnun hefur sett upp í nokkrum ám og telur til mótvægisaðgerða. Laxinn í opnu sjókvíunum á Íslandi er frjór, norskur lax. Það eitt og sér er í raun tilræði gegn villtum löxum og náttúrvernd. Í Noregi er bannað að nota framandi og útlenska stofna í opna eldinu, en leyft á Íslandi. Þetta jafngildir hreinni hryðjuverkaárás á íslenska náttúru. Nú berast fréttir nánast á hverjum degi að dregnir eru á land meintir eldislaxar úr íslenskum ám. Matvælastofnun, sem ber ábyrgð á eftirliti með eldisiðjunni, lýsir þá sérstaklega yfir, að staðan sé ekki alvarleg. Með öðrum orðum, að staðan sé bara í fínu lagi. Svo bætir forstjóri stofnunarinnar við, að svona eigi þetta að vera af því að áhættumat erfðablöndunar geri ráð fyrir 4% erfðablöndum. Mann setur hljóðan. Er það ásættanlegt, að norskur og frjór eldislax flæði aftur og aftur um íslenskar laxveiðiár og valdi erfðablöndum? Nú þegar liggja fyrir rannsóknir um, að erfðablöndun í mörgum laxveiðiám er komin langt yfir 4% og í tveggja stafa tölur. Allar opinberar stofnanir, sem að þessum málum koma, reyna að þagga það eins og kostur er. Matvælastofnun ætti að skoða það nánar Atvinnuvegaráðherra hlýtur í ljósi yfirlýsinga forstjórans að íhuga hvort hún sé starfi sínu vaxin og væri betur sett annars staðar, þar sem ábyrgð er léttvægari. Á sama tíma og eldislax flæðir um íslenskar ár og ógnar villtum laxastofnum, þá ákveður Síldarvinnslan á Neskaupstað að verja tveimur milljörðum í norska laxeldisfyrirtækið Arctic Fish sem einmitt hefur mikið verið í fréttum vegna tíðra slysasleppinga úr kvíum sínum á Vestfjörðum. Þessi fjárfesting er til viðbóðar þrettán milljarða kaupum á 33% hlut í hinu norska laxeldisfyrirtæki fyrir tveimur árum. Svo segir Síldarvinnslan í sérstakri yfirlýsingu, að öll áform um nýfjárfestingar í heimabyggð séu á köldum ís vegna fyrirhugaðrar hækkunar veiðigjalda. En það virðist ekki gilda um frekari fjárfestingar í norskri hryðjuverkaárás á vegum Arctic Fish á Vestfjörðum gegn íslenskri náttúru. Nú þarf að gyrða sig í brók. Fyrri ríkisstjórn lagði fram handónýtt frumvarp á Alþingi sem hefði leyft eldisiðjunni að halda áfram að eyða íslenskum laxastofnum hindrunarlaust. Ný ríkisstjórn verður að taka þétt utan um þessi mál. Setja strax bann á notkun á frjóum laxi af erlendum stofni í opnum kvíum. Það má gera með einfaldri reglugerð. Koma síðan með frumvarp sem bannar þetta hefðbundna opna netapokaeldi. Þetta er hrein tímaskekkja og sæmir ekki Íslendingum að leyfa svona hryðjuverk gegn náttúrunni. Allt laxeldi upp á land eða í lokaðar kvíar. Þessi tækni er öll í boði. Og nú þarf að bregðast skjótt við. Þá þarf að endurskoða allt eftirlitskerfið frá grunni, þannig að það verði starfi sínu vaxið. Ríkisstjórnin segist vera verkastjórn. Opið sjókvíaeldi er prófsteinn á það. Við ætlum ekki að fórna villtum laxastofnum fyrir norskt, opið sjókvíaeldi á Íslandi. Gunnlaugur Stefánsson, fyrrverandi alþingismaður. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Fiskeldi Gunnlaugur Stefánsson Mest lesið „Múslimahjörðin“ að taka yfir Ísland? Árni Þór Þórsson Skoðun Sjálfstæðisflokkurinn yfirgefur okkur Lárus Bl. Sigurðsson Skoðun Manst þú eftir hverfinu þínu? Pétur Marteinsson Skoðun Halldór 10.01.2026 Halldór Styttum nám lækna Haraldur F. Gíslason Skoðun Íslenskan í andarslitrunum Steingrímur Jónsson Skoðun Þegar samhengi breytist – og orðræðan með Bogi Ragnarsson Skoðun Málið of stórt fyrir þjóðina Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Bókun 35: Þegar Alþingi missir síðasta orðið Júlíus Valsson Skoðun Íþróttaskuld Kristinn Albertsson Skoðun Skoðun Skoðun Þegar samhengi breytist – og orðræðan með Bogi Ragnarsson skrifar Skoðun Íþróttaskuld Kristinn Albertsson skrifar Skoðun Traust: Hinn ósýnilegi hornsteinn íslenskrar heilbrigðisþjónustu Jón Magnús Kristjánsson skrifar Skoðun Að vera vakandi karlmaður Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Mýtuvaxtarverkin - inngangskúrs í loftslagsafneitun Sveinn Atli Gunnarsson skrifar Skoðun Af hverju efast fólk enn – þegar loftslagsvísindin eru skýr? Eyþór Eðvarðsson skrifar Skoðun Reykjavík má ekki bregðast eldri borgurum Gunnar Einarsson skrifar Skoðun Að elska nóg til að sleppa takinu Ingrid Kuhlman skrifar Skoðun Ábyrgð og aðgerðir – fyrsta ár Flokks fólksins í meirihluta borgarstjórnar Einar Sveinbjörn Guðmundsson skrifar Skoðun Ný kynslóð Björg Magnúsdóttir skrifar Skoðun Manst þú eftir hverfinu þínu? Pétur Marteinsson skrifar Skoðun Málið of stórt fyrir þjóðina Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Sjálfstæðisflokkurinn yfirgefur okkur Lárus Bl. Sigurðsson skrifar Skoðun Bókun 35: Þegar Alþingi missir síðasta orðið Júlíus Valsson skrifar Skoðun „Múslimahjörðin“ að taka yfir Ísland? Árni Þór Þórsson skrifar Skoðun Ahhh! Þess vegna vill Trump eignast Grænland! Ágúst Kvaran skrifar Skoðun 35% aukning í millilandaflugi um Akureyrarflugvöll Ásthildur Sturludóttir skrifar Skoðun Við erum hjartað í boltanum Ásgeir Sveinsson skrifar Skoðun Áramótaheit sem endast Sigrún Þóra Sveinsdóttir skrifar Skoðun Vernd hvala er þjóðaröryggismál Micah Garen skrifar Skoðun Tímabært að koma böndum á gjaldskyldufrumskóginn Hanna Katrín Friðriksson skrifar Skoðun Uppgjöf í barnamálum Bozena Raczkowska skrifar Skoðun Að óttast að það verði sem orðið er Helga Þórólfsdóttir skrifar Skoðun Börnin okkar eiga betra skilið en ókunnugar afleysingar Kristín Kolbrún Waage Kolbeinsdóttir skrifar Skoðun Að nýta atvinnustefnu til að móta hagvöxt Mariana Mazzucato skrifar Skoðun Villi er allt sem þarf Birgir Liljar Soltani skrifar Skoðun Börnin borga verðið þegar kerfið bregst Svava Björg Mörk skrifar Skoðun Ómissandi innviðir – undirstaða öryggis og viðnáms samfélagsins Sólrún Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Atvinnuþátttaka eldra fólks og sjálfbærni Halldór S. Guðmundsson,Kolbeinn H. Stefánsson skrifar Skoðun Mannasættir Teitur Atlason skrifar Sjá meira
Hvergi í veröldinni hefur tekist að reka opið sjókvíaeldi án þess að stórskaða villta laxastofna. Engar mótvægisaðgerðir eru til sem koma í veg fyrir það. Þetta eru vísindalegar staðreyndir. Þróun opins sjókvíaeldis á Íslandi er nákvæmlega í sama farvegi og annars staðar í veröldinni. Frjór eldislax sleppur og gengur upp í laxveiðiárnar, hrygnir og veldur erfðablöndun með villtum stofnum. Þá hefst eyðingin. Ísland er eina landið við Norður Atlantshaf sem enn geymir villta laxastofna og hefur getað boðið upp á blómlega atvinnustarfsemi í tengslum við laxveiðar. En nú gæti það breyst furðu fljótt ef áfram heldur sem horfir. Samkvæmt reynslunni í nágrannalöndum, þá er stöðugur seiðaleki úr opnum kvíum afkastamestur í erfðablönduninni. Á Íslandi er þessi seiðaleki viðvarandi, en aldrei tilkynnt um hann opinberlega. Sleppiseiðin verða að kynþroska fiskum í sjónum, ganga síðan í árnar og hrygna. Þessi fiskar þekkjast ekki frá villtum löxum í útliti og alls ekki í myndavélunum sem Hafrannsóknarstofnun hefur sett upp í nokkrum ám og telur til mótvægisaðgerða. Laxinn í opnu sjókvíunum á Íslandi er frjór, norskur lax. Það eitt og sér er í raun tilræði gegn villtum löxum og náttúrvernd. Í Noregi er bannað að nota framandi og útlenska stofna í opna eldinu, en leyft á Íslandi. Þetta jafngildir hreinni hryðjuverkaárás á íslenska náttúru. Nú berast fréttir nánast á hverjum degi að dregnir eru á land meintir eldislaxar úr íslenskum ám. Matvælastofnun, sem ber ábyrgð á eftirliti með eldisiðjunni, lýsir þá sérstaklega yfir, að staðan sé ekki alvarleg. Með öðrum orðum, að staðan sé bara í fínu lagi. Svo bætir forstjóri stofnunarinnar við, að svona eigi þetta að vera af því að áhættumat erfðablöndunar geri ráð fyrir 4% erfðablöndum. Mann setur hljóðan. Er það ásættanlegt, að norskur og frjór eldislax flæði aftur og aftur um íslenskar laxveiðiár og valdi erfðablöndum? Nú þegar liggja fyrir rannsóknir um, að erfðablöndun í mörgum laxveiðiám er komin langt yfir 4% og í tveggja stafa tölur. Allar opinberar stofnanir, sem að þessum málum koma, reyna að þagga það eins og kostur er. Matvælastofnun ætti að skoða það nánar Atvinnuvegaráðherra hlýtur í ljósi yfirlýsinga forstjórans að íhuga hvort hún sé starfi sínu vaxin og væri betur sett annars staðar, þar sem ábyrgð er léttvægari. Á sama tíma og eldislax flæðir um íslenskar ár og ógnar villtum laxastofnum, þá ákveður Síldarvinnslan á Neskaupstað að verja tveimur milljörðum í norska laxeldisfyrirtækið Arctic Fish sem einmitt hefur mikið verið í fréttum vegna tíðra slysasleppinga úr kvíum sínum á Vestfjörðum. Þessi fjárfesting er til viðbóðar þrettán milljarða kaupum á 33% hlut í hinu norska laxeldisfyrirtæki fyrir tveimur árum. Svo segir Síldarvinnslan í sérstakri yfirlýsingu, að öll áform um nýfjárfestingar í heimabyggð séu á köldum ís vegna fyrirhugaðrar hækkunar veiðigjalda. En það virðist ekki gilda um frekari fjárfestingar í norskri hryðjuverkaárás á vegum Arctic Fish á Vestfjörðum gegn íslenskri náttúru. Nú þarf að gyrða sig í brók. Fyrri ríkisstjórn lagði fram handónýtt frumvarp á Alþingi sem hefði leyft eldisiðjunni að halda áfram að eyða íslenskum laxastofnum hindrunarlaust. Ný ríkisstjórn verður að taka þétt utan um þessi mál. Setja strax bann á notkun á frjóum laxi af erlendum stofni í opnum kvíum. Það má gera með einfaldri reglugerð. Koma síðan með frumvarp sem bannar þetta hefðbundna opna netapokaeldi. Þetta er hrein tímaskekkja og sæmir ekki Íslendingum að leyfa svona hryðjuverk gegn náttúrunni. Allt laxeldi upp á land eða í lokaðar kvíar. Þessi tækni er öll í boði. Og nú þarf að bregðast skjótt við. Þá þarf að endurskoða allt eftirlitskerfið frá grunni, þannig að það verði starfi sínu vaxið. Ríkisstjórnin segist vera verkastjórn. Opið sjókvíaeldi er prófsteinn á það. Við ætlum ekki að fórna villtum laxastofnum fyrir norskt, opið sjókvíaeldi á Íslandi. Gunnlaugur Stefánsson, fyrrverandi alþingismaður.
Skoðun Traust: Hinn ósýnilegi hornsteinn íslenskrar heilbrigðisþjónustu Jón Magnús Kristjánsson skrifar
Skoðun Ábyrgð og aðgerðir – fyrsta ár Flokks fólksins í meirihluta borgarstjórnar Einar Sveinbjörn Guðmundsson skrifar
Skoðun Börnin okkar eiga betra skilið en ókunnugar afleysingar Kristín Kolbrún Waage Kolbeinsdóttir skrifar
Skoðun Ómissandi innviðir – undirstaða öryggis og viðnáms samfélagsins Sólrún Kristjánsdóttir skrifar
Skoðun Atvinnuþátttaka eldra fólks og sjálfbærni Halldór S. Guðmundsson,Kolbeinn H. Stefánsson skrifar