Hvað er eiginlega málið með þessa þéttingu?? Einar Sveinbjörn Guðmundsson skrifar 28. ágúst 2025 16:33 Þétting byggðar í borginni hefur verið með umdeildari málum á undanförnum árum. Markmiðið með þessari þéttingarstefnu er eins og flestir vita að nýta betur landrými innan borgarinnar, styrkja almenningssamgöngur og draga úr bílaumferð - ásamt því að nýta eins vel og hægt er þá innviði sem til staðar eru. Með því er hægt að komast hjá þeim mikla kostnaði sem felst í því að byggja upp nánast frá grunni - nýja innviði í nýjum hverfum. En hefur þetta markmið minnkað húsnæðisvandann í Reykjavík? „Skipbrot“ á þurru landi Mikil þétting hefur átt sér stað á tilteknum reitum - meðal annars í eldri hverfum borgarinnar. Of mikil þétting hefur neikvæð áhrif á hljóðvist, birtu og fjölda grænna svæða - og þar með heildargæði byggðar. Einnig hefur oft komið í ljós að Íbúar sumra hverfa telja sig ekki hafa fengið nægileg tækifæri til að hafa áhrif á skipulagið. Fulltrúar Flokks fólksins í borgarstjórn hafa lengi bent á þetta. Sú þéttingarstefna sem keyrð hefur verið áfram undanfarin ár, er eins og flest mannana verk - ekki fullkomin. Þrátt fyrir mikla hugsjón “hörðustu úrbanista” fyrri meirihluta, hefur sú stefna á vissan hátt beðið ákveðið skipbrot. Svo þétt hefur verið byggt á nokkrum stöðum að það er eins og gleymst hafi að margir þeirra sem kaupa sér nýtt húsnæði eiga ekki bara hjól - heldur líka bíl. Þétting byggðar þarfnast nýrrar nálgunar Í raun má segja að “þéttingarstefna” sé fyrirbæri sem þarf að ganga í gegnum ákveðinn þroskaferil - þar sem læra þarf af þeim mistökum sem gerð hafa verið. Það er orðið ljóst að þéttingar verkefni þurfa að taka mun meira mið af aðstæðum á hverjum stað. Undanfarið hefur verið dregið töluvert úr byggingarmagni á þéttingarstöðum. Einnig er m.a. lögð meiri áhersla á að niðurstöður greininga um skuggavarp og hljóðvist liggi fyrir áður en framkvæmdir hefjast. Nýr meirihluti í borgarstjórn hefur lagt áherslu á að hlustað verði betur á sjónarmið íbúa - þó ljóst sé að ómögulegt er að gera öllum til geðs þegar kemur að þróun borga. Fyrsta skrefið hlýtur að vera að fara vel yfir alla þá þætti sem mesta gagnrýni hafa fengið. Borgarhönnunarstefna er ekki meitluð í stein Framundan er endurskoðun á borgarhönnunarstefnu sem hefur að gera með verklagsreglur varðandi gæði í uppbyggingu og endurnýjun eldri byggðar - sem og kröfur um hlutfall grænna innviða ásamt fleiru. Einnig eru bílastæðamál eitthvað sem virkilega þarf að skoða ef vel á að takast í áframhaldandi borgarþróun. Bílum er að fjölga en ekki fækka - og við því þarf að einfaldlega að bregðast með einhverjum hætti. Í stuttu máli - þúsundir nýrra íbúða í nýjum hverfum það er stuttur tími eftir af þessu kjörtímabili. Það liggur fyrir í meirihlutasamþykkt borgarstjórnar að stefnt er að því að flýta uppbyggingu nýrra hverfa eins og hægt er - en ný hverfi rísa ekki á nokkrum mánuðum, heldur á nokkrum árum. Gert er ráð fyrir þúsundum nýrra íbúða í nýjum hverfum til þess að koma enn betur til móts við þarfir húsnæðismarkaðarins. Þétting byggðar miðsvæðis í borginni hefur alið af sér hærra fasteignaverð - og það er ekki að hjálpa meirihluta þeirra sem vilja kaupa sér húsnæði í borginni. Enn meiri áhersla á uppbyggingu hagkvæmra íbúða í blandaðri byggð nýrra hverfa, er það sem koma skal - í stað dýrra lúxusíbúða á besta stað í miðborginni sem færri hafa efni á að kaupa. Höfundur er fyrsti varaborgarfulltrúi Flokks fólksins og situr m.a. í umhverfis- og skipulagsráði. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Flokkur fólksins Skipulag Borgarstjórn Reykjavík Einar Sveinbjörn Guðmundsson Mest lesið Fyrrverandi lögreglumaður heyrir enn röddina Sigurður Árni Reynisson Skoðun Stöndum saman fyrir íslenskan flugrekstur Bogi Nils Bogason Skoðun Fyrst heimsfaraldur, svo náttúruhamfarir, þá gjaldþrot og nú verkföll! Sigríður Margrét Oddsdóttir Skoðun Hvernig hljómar tilboðið einn fyrir þrjá? Davíð Már Sigurðsson Skoðun Íslensk fátækt er bara kjaftæði Unnur Hrefna Jóhannsdóttir Skoðun Bætum lífsgæði þeirra sem lifa með krabbameini Sigríður Gunnarsdóttir Skoðun Halldór 18.10.2025 Halldór Baldursson Halldór Hvers virði er líf barns? Jón Pétur Zimsen Skoðun Baráttan heldur áfram! Hjálmtýr Heiðdal Skoðun ,,Gallaður" hundur - söluhluturinn hundur - um úrskurð Kærunefndar vöru- og þjónustukaupa Árni Stefán Árnason Skoðun Skoðun Skoðun Stöndum saman fyrir íslenskan flugrekstur Bogi Nils Bogason skrifar Skoðun ,,Gallaður" hundur - söluhluturinn hundur - um úrskurð Kærunefndar vöru- og þjónustukaupa Árni Stefán Árnason skrifar Skoðun Fyrst heimsfaraldur, svo náttúruhamfarir, þá gjaldþrot og nú verkföll! Sigríður Margrét Oddsdóttir skrifar Skoðun Baráttan heldur áfram! Hjálmtýr Heiðdal skrifar Skoðun Hvers virði er líf barns? Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Hvernig hljómar tilboðið einn fyrir þrjá? Davíð Már Sigurðsson skrifar Skoðun Fyrrverandi lögreglumaður heyrir enn röddina Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Bætum lífsgæði þeirra sem lifa með krabbameini Sigríður Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Offita á krossgötum Guðrún Þuríður Höskuldsdóttir,Tryggvi Helgason skrifar Skoðun Fórnir verið færðar fyrir okkur Björn Ólafsson skrifar Skoðun Launaþjófaður – vanmetinn glæpur á vinnumarkaði Kristjana Fenger skrifar Skoðun Áfram veginn í Reykjavík Gísli Garðarsson,Steinunn Rögnvaldsdóttir skrifar Skoðun Fjölgun kennara er allra hagur Haraldur Freyr Gíslason skrifar Skoðun Deilt og drottnað í umræðu um leikskólamál Halla Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Af hverju hafa Danir það svona óþolandi gott? Björn Teitsson skrifar Skoðun Fjárfestum í framtíðinni Bryngeir Valdimarsson skrifar Skoðun Togstreita, sveigjanleiki og fjölskyldur Sólveig Rán Stefánsdóttir skrifar Skoðun Hvað kostar gjaldtakan? Hildur Hauksdóttir skrifar Skoðun Víðerni verndar og virkjana Björg Eva Erlendsdóttir skrifar Skoðun Blóðpeningar vestrænna yfirvalda Bergljót T. Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Eigindlegar rannsóknir og umræðan um jafnrétti Stefan C. Hardonk skrifar Skoðun Þegar heilbrigðiskerfið molnar og ráðherrann horfir bara á Elín A. Eyfjörð Ármannsdóttir skrifar Skoðun Íslensk fátækt er bara kjaftæði Unnur Hrefna Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Börn í fangelsi við landamærin Inger Erla Thomsen skrifar Skoðun Tíminn er núna, fjarheilbrigðisþjónusta sem lykill að jafnræði og sjálfbærni í heilbrigðiskerfinu Helga Dagný Sigurjónsdóttir skrifar Skoðun Breytum fánalögunum og notum fánann meira Rósa Guðbjartsdóttir skrifar Skoðun Samtal um launajafnrétti og virðismat starfa í tilefni af Kvennaári Helga Björg O. Ragnarsdóttir skrifar Skoðun Með góðri menntun eru börn líklegri til að ná árangri Sigurður Sigurjónsson skrifar Skoðun Hömpum morðingjunum sem hetjum Salvör Gullbrá Þórarinsdóttir. skrifar Skoðun Komum í veg fyrir að áföll erfist á milli kynslóða Ása Berglind Hjálmarsdóttir skrifar Sjá meira
Þétting byggðar í borginni hefur verið með umdeildari málum á undanförnum árum. Markmiðið með þessari þéttingarstefnu er eins og flestir vita að nýta betur landrými innan borgarinnar, styrkja almenningssamgöngur og draga úr bílaumferð - ásamt því að nýta eins vel og hægt er þá innviði sem til staðar eru. Með því er hægt að komast hjá þeim mikla kostnaði sem felst í því að byggja upp nánast frá grunni - nýja innviði í nýjum hverfum. En hefur þetta markmið minnkað húsnæðisvandann í Reykjavík? „Skipbrot“ á þurru landi Mikil þétting hefur átt sér stað á tilteknum reitum - meðal annars í eldri hverfum borgarinnar. Of mikil þétting hefur neikvæð áhrif á hljóðvist, birtu og fjölda grænna svæða - og þar með heildargæði byggðar. Einnig hefur oft komið í ljós að Íbúar sumra hverfa telja sig ekki hafa fengið nægileg tækifæri til að hafa áhrif á skipulagið. Fulltrúar Flokks fólksins í borgarstjórn hafa lengi bent á þetta. Sú þéttingarstefna sem keyrð hefur verið áfram undanfarin ár, er eins og flest mannana verk - ekki fullkomin. Þrátt fyrir mikla hugsjón “hörðustu úrbanista” fyrri meirihluta, hefur sú stefna á vissan hátt beðið ákveðið skipbrot. Svo þétt hefur verið byggt á nokkrum stöðum að það er eins og gleymst hafi að margir þeirra sem kaupa sér nýtt húsnæði eiga ekki bara hjól - heldur líka bíl. Þétting byggðar þarfnast nýrrar nálgunar Í raun má segja að “þéttingarstefna” sé fyrirbæri sem þarf að ganga í gegnum ákveðinn þroskaferil - þar sem læra þarf af þeim mistökum sem gerð hafa verið. Það er orðið ljóst að þéttingar verkefni þurfa að taka mun meira mið af aðstæðum á hverjum stað. Undanfarið hefur verið dregið töluvert úr byggingarmagni á þéttingarstöðum. Einnig er m.a. lögð meiri áhersla á að niðurstöður greininga um skuggavarp og hljóðvist liggi fyrir áður en framkvæmdir hefjast. Nýr meirihluti í borgarstjórn hefur lagt áherslu á að hlustað verði betur á sjónarmið íbúa - þó ljóst sé að ómögulegt er að gera öllum til geðs þegar kemur að þróun borga. Fyrsta skrefið hlýtur að vera að fara vel yfir alla þá þætti sem mesta gagnrýni hafa fengið. Borgarhönnunarstefna er ekki meitluð í stein Framundan er endurskoðun á borgarhönnunarstefnu sem hefur að gera með verklagsreglur varðandi gæði í uppbyggingu og endurnýjun eldri byggðar - sem og kröfur um hlutfall grænna innviða ásamt fleiru. Einnig eru bílastæðamál eitthvað sem virkilega þarf að skoða ef vel á að takast í áframhaldandi borgarþróun. Bílum er að fjölga en ekki fækka - og við því þarf að einfaldlega að bregðast með einhverjum hætti. Í stuttu máli - þúsundir nýrra íbúða í nýjum hverfum það er stuttur tími eftir af þessu kjörtímabili. Það liggur fyrir í meirihlutasamþykkt borgarstjórnar að stefnt er að því að flýta uppbyggingu nýrra hverfa eins og hægt er - en ný hverfi rísa ekki á nokkrum mánuðum, heldur á nokkrum árum. Gert er ráð fyrir þúsundum nýrra íbúða í nýjum hverfum til þess að koma enn betur til móts við þarfir húsnæðismarkaðarins. Þétting byggðar miðsvæðis í borginni hefur alið af sér hærra fasteignaverð - og það er ekki að hjálpa meirihluta þeirra sem vilja kaupa sér húsnæði í borginni. Enn meiri áhersla á uppbyggingu hagkvæmra íbúða í blandaðri byggð nýrra hverfa, er það sem koma skal - í stað dýrra lúxusíbúða á besta stað í miðborginni sem færri hafa efni á að kaupa. Höfundur er fyrsti varaborgarfulltrúi Flokks fólksins og situr m.a. í umhverfis- og skipulagsráði.
Fyrst heimsfaraldur, svo náttúruhamfarir, þá gjaldþrot og nú verkföll! Sigríður Margrét Oddsdóttir Skoðun
,,Gallaður" hundur - söluhluturinn hundur - um úrskurð Kærunefndar vöru- og þjónustukaupa Árni Stefán Árnason Skoðun
Skoðun ,,Gallaður" hundur - söluhluturinn hundur - um úrskurð Kærunefndar vöru- og þjónustukaupa Árni Stefán Árnason skrifar
Skoðun Fyrst heimsfaraldur, svo náttúruhamfarir, þá gjaldþrot og nú verkföll! Sigríður Margrét Oddsdóttir skrifar
Skoðun Þegar heilbrigðiskerfið molnar og ráðherrann horfir bara á Elín A. Eyfjörð Ármannsdóttir skrifar
Skoðun Tíminn er núna, fjarheilbrigðisþjónusta sem lykill að jafnræði og sjálfbærni í heilbrigðiskerfinu Helga Dagný Sigurjónsdóttir skrifar
Skoðun Samtal um launajafnrétti og virðismat starfa í tilefni af Kvennaári Helga Björg O. Ragnarsdóttir skrifar
Fyrst heimsfaraldur, svo náttúruhamfarir, þá gjaldþrot og nú verkföll! Sigríður Margrét Oddsdóttir Skoðun
,,Gallaður" hundur - söluhluturinn hundur - um úrskurð Kærunefndar vöru- og þjónustukaupa Árni Stefán Árnason Skoðun