Öryggi geðheilbrigðis Guðrún Karls Helgudóttir skrifar 2. september 2025 15:45 Septembermánuður er tileinkaður sjálfsvígsforvörnum og af því tilefni var haldin opnunarhátíð 1. september þar sem áherslur þessa árs voru kynntar. Í ár verður áherslan m.a. á sjálfsvígsforvarnir og eldra fólk. Gulur september er samvinnuverkefni stofnana og félagasamtaka sem vinna saman að geðrækt og sjálfsvígsforvörnum. Á hverju ári deyja um 40 manns í sjálfsvígum. Það eru mun fleiri en t.d. deyja í bílslysum. Við erum stöðugt að auka öryggið í umferðinni til þess að koma í veg fyrir slys og andlát en því miður hefur okkur sem þjóð mistekist að nálgast öryggi geðheilbrigðis á sama hátt. Verði flugslys, bílslys, sjóslys eða slys á vinnustað er það samkvæmt lögum rannsakað af rannsóknarnefndum umferðarslysa, flugslysa, sjóslysa eða vinnueftirlitinu. Rannsóknir þessar eru ekki sakamálarannsóknir heldur eru að öllu leyti til þess að læra af reynslunni og koma í veg fyrir að sams konar slys endurtaki sig. Þannig hefur okkur undanfarin ár tekist að stórauka öryggi í lofti, láði og legi. Þetta módel þurfum við nú að yfirfæra á dauðsföll sem rekja má til geðheilbrigðisvanda. Sem þjónn í Þjóðkirkjunni hef ég gengið með ótal mörgum fjölskyldum sem misst hafa ástvini í sjálfsvígi, auk þess sem ég hef stutt fólk sem hefur verið í sjálfsvígshugleiðingum. Þá hef ég hef sjálf misst náinn ástvin í sjálfsvígi. Ég hef því, eins og aðrir þjónar Þjóðkirkjunnar, langa reynslu af því að vinna með bæði sjálfsvígsforvarnir og afleiðingar sjálfsvíga. Við í kirkjunni sjáum svo skýrt að það þarf að bæti öryggi geðheilbrigðis hér á landi. Við verðum, sem samfélag, að taka okkur á þegar kemur að sjálfsvígsforvörnum og því vil ég hvetja öll félagasamtök, stofnanir, Alþingi Íslendinga, já öll þau sem láta sig náungann varða, til þess að taka þetta málefni upp á sína arma og láta sig geðheilsu íbúa þessa lands varða. Ég vona einnig að fjölmiðlar taki þátt í því. Það voru því þó nokkur vonbrigði að sjá að áhersla Kastljóssins á RÚV, 1. september, var að ræða skoðanir fólks á tilvist eins ákveðins minnihlutahóps í samfélaginu sem nú berst fyrir tilverurétti sínum. Umræða sem þessi er ekki til þess gerð að vinna að forvörnum gegn sjálfsvígum. Allra síst á setningardegi forvarna gegn sjálfsvígum. Við berum erfiðleikana ekki alltaf utan á okkur. Við berum ekki öll sorgirnar okkar og reynsluna utan á okkur. Ein leið til forvarna er því að tala af nærgætni við og um annað fólk því við erum sjaldnast sérfræðingar í náunganum. Jesús Kristur biður okkur að elska hvert annað og ég trúi því að hver einasta manneskja sé elskuð sköpun Guðs sem hefur leyfi til að lífa því lífi sem henni er áskapað. Ef til vill er best að temja okkur að hafa sem fæstar skoðanir á náunganum og einbeita okkur heldur að því að byggja hér samfélag þar sem allar manneskjur fá að vera þær sjálfar og eru samþykktar eins og þær eru. Höfundur er biskup Íslands. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Guðrún Karls Helgudóttir Þjóðkirkjan Geðheilbrigði Mest lesið Halldór 31.01.26 Halldór Að loka á foreldri er ekki einfaldasta leiðin Sahara Rós Blandon Skoðun Nýi Landspítalinn: klúður sem enginn þorir lengur að ræða Sigurður Sigurðsson Skoðun Verðbólga á Íslandi er ekki slys – hún er afleiðing ákvarðana Sigurður Sigurðsson Skoðun Kristrún og Mazzucato Stefán Jón Hafstein Skoðun Kæra heilbrigðisráðherra, Alma Möller Arnar Helgi Lárusson Skoðun Jaðardrengirnir okkar Sigurður Árni Reynisson Skoðun Að læra af fortíðinni Sigurður Helgi Pálmason Skoðun Stjórnendur eru brúin – Ísland á að leiða fagmennsku, ekki draga úr henni Nichole Leigh Mosty Skoðun Maðurinn sem ég kynntist í löggunni Þuríður B. Ægisdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Reykjavíkurborg er ramminn, ekki málverkið Björg Magnúsdóttir skrifar Skoðun Stjórnendur eru brúin – Ísland á að leiða fagmennsku, ekki draga úr henni Nichole Leigh Mosty skrifar Skoðun Bærinn er fólkið Karólína Helga Símonardóttir skrifar Skoðun Verðbólga á Íslandi er ekki slys – hún er afleiðing ákvarðana Sigurður Sigurðsson skrifar Skoðun Að læra af fortíðinni Sigurður Helgi Pálmason skrifar Skoðun Jaðardrengirnir okkar Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Kristrún og Mazzucato Stefán Jón Hafstein skrifar Skoðun Þegar alþjóðaviðskipti eru vopnvædd Páll Rafnar Þorsteinsson skrifar Skoðun Að loka á foreldri er ekki einfaldasta leiðin Sahara Rós Blandon skrifar Skoðun Ákvarðanir fyrir framtíðarkynslóðir Sandra Sigurðardóttir skrifar Skoðun Stúka við Kórinn mun skera niður framtíð HK í fótbolta! Ómar Stefánsson skrifar Skoðun Hlúum að hjarta skólans skrifar Skoðun Ef þetta er ekki þrælahald – hvað er það þá? Ágústa Árnadóttir skrifar Skoðun Af hverju þurfa börn að borga í strætó? Sanna Magdalena Mörtudóttir skrifar Skoðun Flóttamannavegurinn er loksins fundinn Árni Rúnar Þorvaldsson skrifar Skoðun Ríkisborgararéttur – sömu reglur eiga að gilda fyrir alla Katrín Haukdal Magnúsdóttir skrifar Skoðun Hafnarfjörður fyrir fólk á öllum æviskeiðum Helga Björg Loftsdóttir skrifar Skoðun 3,7 milljarða skattalækkun í Hafnarfirði Orri Björnsson skrifar Skoðun Nokkur orð um rekstrarkostnað Arnar Már Jóhannesson,Ásgerður Ágústsdóttir skrifar Skoðun ESB er (enn) ekki varnarbandalag Hallgrímur Oddsson skrifar Skoðun Ekkert styður fullyrðingar um lélegan árangur af Byrjendalæsi Guðmundur Engilbertsson,Gunnar Gíslason,Jenný Gunnbjörnsdóttir,Ragnheiður Lilja Bjarnadóttir,Rannveig Oddsdóttir,Rúnar Sigþórsson skrifar Skoðun Suðurlandsbraut á skilið umhverfismat Þórir Garðarsson skrifar Skoðun Loforðin ein vinna ekki á verðbólgunni Ólafur Adolfsson skrifar Skoðun Ástæða góðs árangurs í handbolta Lárus Bl. Sigurðsson skrifar Skoðun Skaðlegt stafrænt umhverfi barna Sigurður Sigurðsson skrifar Skoðun U-beygja framundan Eyjólfur Ármannsson skrifar Skoðun Ríkisstjórnin ræður ekki við verkefnið Guðrún Hafsteinsdóttir skrifar Skoðun Kæra heilbrigðisráðherra, Alma Möller Arnar Helgi Lárusson skrifar Skoðun Súkkulaðisnúðurinn segir sannleikann Björn Ólafsson skrifar Skoðun Samtalið er hafið – farsældarráðin eru lykillinn Arna Ír Gunnarsdóttir,Bára Daðadóttir,Erna Lea Bergsteinsdóttir,Hanna Borg Jónsdóttir,Hjördís Eva Þórðardóttir,Nína Hrönn Gunnarsdóttir,Sara Björk Þorsteinsdóttir,Þorleifur Kr. Níelsson skrifar Sjá meira
Septembermánuður er tileinkaður sjálfsvígsforvörnum og af því tilefni var haldin opnunarhátíð 1. september þar sem áherslur þessa árs voru kynntar. Í ár verður áherslan m.a. á sjálfsvígsforvarnir og eldra fólk. Gulur september er samvinnuverkefni stofnana og félagasamtaka sem vinna saman að geðrækt og sjálfsvígsforvörnum. Á hverju ári deyja um 40 manns í sjálfsvígum. Það eru mun fleiri en t.d. deyja í bílslysum. Við erum stöðugt að auka öryggið í umferðinni til þess að koma í veg fyrir slys og andlát en því miður hefur okkur sem þjóð mistekist að nálgast öryggi geðheilbrigðis á sama hátt. Verði flugslys, bílslys, sjóslys eða slys á vinnustað er það samkvæmt lögum rannsakað af rannsóknarnefndum umferðarslysa, flugslysa, sjóslysa eða vinnueftirlitinu. Rannsóknir þessar eru ekki sakamálarannsóknir heldur eru að öllu leyti til þess að læra af reynslunni og koma í veg fyrir að sams konar slys endurtaki sig. Þannig hefur okkur undanfarin ár tekist að stórauka öryggi í lofti, láði og legi. Þetta módel þurfum við nú að yfirfæra á dauðsföll sem rekja má til geðheilbrigðisvanda. Sem þjónn í Þjóðkirkjunni hef ég gengið með ótal mörgum fjölskyldum sem misst hafa ástvini í sjálfsvígi, auk þess sem ég hef stutt fólk sem hefur verið í sjálfsvígshugleiðingum. Þá hef ég hef sjálf misst náinn ástvin í sjálfsvígi. Ég hef því, eins og aðrir þjónar Þjóðkirkjunnar, langa reynslu af því að vinna með bæði sjálfsvígsforvarnir og afleiðingar sjálfsvíga. Við í kirkjunni sjáum svo skýrt að það þarf að bæti öryggi geðheilbrigðis hér á landi. Við verðum, sem samfélag, að taka okkur á þegar kemur að sjálfsvígsforvörnum og því vil ég hvetja öll félagasamtök, stofnanir, Alþingi Íslendinga, já öll þau sem láta sig náungann varða, til þess að taka þetta málefni upp á sína arma og láta sig geðheilsu íbúa þessa lands varða. Ég vona einnig að fjölmiðlar taki þátt í því. Það voru því þó nokkur vonbrigði að sjá að áhersla Kastljóssins á RÚV, 1. september, var að ræða skoðanir fólks á tilvist eins ákveðins minnihlutahóps í samfélaginu sem nú berst fyrir tilverurétti sínum. Umræða sem þessi er ekki til þess gerð að vinna að forvörnum gegn sjálfsvígum. Allra síst á setningardegi forvarna gegn sjálfsvígum. Við berum erfiðleikana ekki alltaf utan á okkur. Við berum ekki öll sorgirnar okkar og reynsluna utan á okkur. Ein leið til forvarna er því að tala af nærgætni við og um annað fólk því við erum sjaldnast sérfræðingar í náunganum. Jesús Kristur biður okkur að elska hvert annað og ég trúi því að hver einasta manneskja sé elskuð sköpun Guðs sem hefur leyfi til að lífa því lífi sem henni er áskapað. Ef til vill er best að temja okkur að hafa sem fæstar skoðanir á náunganum og einbeita okkur heldur að því að byggja hér samfélag þar sem allar manneskjur fá að vera þær sjálfar og eru samþykktar eins og þær eru. Höfundur er biskup Íslands.
Stjórnendur eru brúin – Ísland á að leiða fagmennsku, ekki draga úr henni Nichole Leigh Mosty Skoðun
Skoðun Stjórnendur eru brúin – Ísland á að leiða fagmennsku, ekki draga úr henni Nichole Leigh Mosty skrifar
Skoðun Ríkisborgararéttur – sömu reglur eiga að gilda fyrir alla Katrín Haukdal Magnúsdóttir skrifar
Skoðun Ekkert styður fullyrðingar um lélegan árangur af Byrjendalæsi Guðmundur Engilbertsson,Gunnar Gíslason,Jenný Gunnbjörnsdóttir,Ragnheiður Lilja Bjarnadóttir,Rannveig Oddsdóttir,Rúnar Sigþórsson skrifar
Skoðun Samtalið er hafið – farsældarráðin eru lykillinn Arna Ír Gunnarsdóttir,Bára Daðadóttir,Erna Lea Bergsteinsdóttir,Hanna Borg Jónsdóttir,Hjördís Eva Þórðardóttir,Nína Hrönn Gunnarsdóttir,Sara Björk Þorsteinsdóttir,Þorleifur Kr. Níelsson skrifar
Stjórnendur eru brúin – Ísland á að leiða fagmennsku, ekki draga úr henni Nichole Leigh Mosty Skoðun